Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
trúa bæjarins væri ólögmætur og
brot á jafnréttislögum. Mál var
höfðað fyrir Héraðsdómi Norður-
lands eystra þar sem fram kemur í
dómi í byrjun nóvember 1999 að
jafnréttislög hafi verið brotin. Ak-
ureyrarbær áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar sem staðfesti dóm
hérðaðsdóms í maí 2000.
Lögmaður Ragnhildar sendi
bænum í kjölfar dómsins kröfu
upp á rúmlega 3,2 milljónir króna
auk dráttarvaxta. Akureyrarbær
greiddi rúmlega 1,5 milljónir
króna, en málshöfðun in miðaði að
því að fylgja eftir eftirstöðvum
kröfunnar, um 1,7 milljónir króna.
AKUREYRARBÆR var í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra sýknaður
af kröfum Ragnhildar Vigfúsdótt-
ur, fyrrverandi jafnréttis- og
fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar,
en dómur féll í málinu í gær.
Ragnhildur gerði þær kröfur að
Akureyrarbær greiddi sér tæplega
1,7 milljónir króna auk dráttar-
vaxta.
Málavöxtum var lýst á þann veg
að krafa Ragnhildar væri tilkomin
vegna vangreiddra launa er hún
gegndi starfi jafnréttis- og
fræðslufulltrúa frá byrjun septem-
ber 1995 til loka apríl árið 1998.
Byggist krafan á dómi Hæstarétt-
ar frá því í maí 2000.
Um það leyti sem Ragnhildur
hóf störf hjá Akureyrarbæ fór
fram vinna við starfsmat nokkurra
háttsettra embættismanna bæjar-
ins og leiddi það í ljós launamis-
rétti sem hún gerði kröfu um að fá
leiðrétt. Kærunefnd jafnréttismála
komst að þeirri niðurstöðu að
munur á launum jafnréttis- og
fræðslufulltrúa og atvinnumálafull-
Raunverulegur launamunur
1,5 milljónir króna
Lögmaður Akureyrarbæjar
bendir á að komið hafi verið til
móts við kröfur Ragnhildar með
greiðslu á tæplega 2,4 milljónum
króna. Fjárkröfur sem stofnist
vegna brota á jafnréttislögum séu
skaðabótakröfur og um þær gildi
meginreglur skaðabótaréttar, m.a.
að tjónþoli eigi ekki að hagnast á
tjóni. Hafi því höfuðstóll hugsan-
legrar kröfu Ragnhildar verið
reiknaður út á þann hátt að bera
saman raunverulegan launamun á
störfum jafnréttis- og fræðslufull-
trúa og atvinnumálafulltrúa á
tímabilinu frá byrjun september
1995 til loka febrúar 1997, en á
þeim tíma gegndi karlmaður stöðu
atvinnumálafulltrúa. Síðari hluta
tímabilsins hafi kona gegnt stöð-
unni. Raunverulegur launamunur
á tímabilinu hafi verið um 1,5
milljónir króna. Þessi útreikningur
sé í samræmi við lög að mati lög-
manns bæjarins. Yrði fallist á
kröfu Ragnhildar myndi hún hagn-
ast á meintu tjóni og færi það í
bága við meginreglu skaðabóta-
réttarins.
Í niðurstöðu dómsins kemur
fram að Ragnhildur hafi á starfs-
tíma sínum hjá Akureyrarbæ feng-
ið fullar efndir á ráðningarsamn-
ingi og launakrafa geti því ekki átt
stoð í þeim samningi. Ekki þyki
unnt að skilja málatilbúnað í þessu
máli á aðra lund en að Ragnhildur
byggi kröfu sína á á því að dómur
Hæstaréttar hafi leitt til þess að
ráðningarsamningur hennar hafi
fallið úr gildi að hluta eða öllu leyti
og í hans stað komið nýr samn-
ingur sem gerði laun og önnur
starfskjör þau sömu og atvinnu-
fulltrúi bjó við. Ekki hafi þó verið
vísað til viðhlítandi réttarheimilda
og þessi túlkun fái ekki stoð í for-
sendum dóms Hæstaréttar. Nið-
urstaða dómsins er sú að Ragn-
hildur hafi ekki stutt fullyrðingu
sína um að krafa hennar sé launa-
krafa haldbærum rökum og því
verði ekki byggt á henni í málinu.
Telur dómurinn ófært að fjalla
frekar efnislega um kröfur Ragn-
hildar og er Akureyrarbær sýkn-
aður af kröfum hennar. Málskostn-
aður var felldur niður.
Héraðsdómur Norðurlands eystra í máli fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúa
Akureyrarbær var
sýknaður af kröfum
ÓTTINN við kúariðu breiðist
hratt út í Evrópu og nú hafa
heilbrigðisyfirvöld í Póllandi
ákveðið að banna sölu á yfir 2 þús-
und vörutegundum, innfluttum frá
tólf löndum Evrópusambandsins
þar sem kúariða hefur greinst og
vörurnar innihalda einhvers konar
nautgripaafurðir. Vörurnar hafa
verið fjarlægðar úr hillum versl-
ana en óttinn við kúariðu hefur
magnast í Póllandi, samkvæmt er-
lendum fréttaskeytum. Meðal
vörutegunda er eftirsótt tyggi-
gúmmí þar í landi en matarlím,
unnið úr nautgripaafurðum, er
gjarnan notað í gúmmíið.
Hollustuvernd ríkisins hefur frá
því fyrir jól verið að afla upplýs-
inga frá íslenskum innflytjendum
um vörur sem innihalda nautakjöt
eða kjötafurðir af einhverju tagi.
Sem dæmi um vörur má nefna
frosið lasanja, kjötbollur, pitsur,
kjötkraft, súpur og sælgæti sem
inniheldur matarlím. Að sögn
Sjafnar Sigurgísladóttur, forstöðu-
manns matvælasviðs Hollustu-
verndar, hefur þetta áhættumat
ekki gengið samkvæmt áætlun.
Treglega hefði gengið að fá upp-
lýsingarnar frá öllum innflytjend-
um, sem eru um 80 að tölu, og
hafa þeir frest fram að helgi að
skila áður en send verður ítrekun.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Sjöfn það vissulega koma til
greina að banna sölu á ákveðnum
vörutegundum, líkt og Pólverjar
hafa gert, en aðrar leiðir væru
einnig færar.
Auk þess að banna ákveðnar
vörur sagði Sjöfn þá leið einnig
koma til greina að aðhafast ekki
neitt. Þá mætti auka eftirlitið enn
frekar með innflutningnum eða
gera nokkurs konar samning við
innflytjendur um að flytja ekki inn
vörur frá kúariðusmituðum lönd-
um. „Við sem störfum á matvæla-
sviði tökum þetta alvarlega. Á
næstu tveimur vikum mun það
skýrast til hvaða aðgerða verður
gripið. Fyrir liggur að við erum
með vörur í sölu frá löndum þar
sem kúariða hefur komið upp. Á
meðan þetta áhættumat er í gangi
er hins vegar erfitt fyrir okkur að
banna tilteknar vörur,“ sagði
Sjöfn.
Hún benti á að sökum fámennis
væri Ísland í annarri stöðu en
stærri lönd á borð við Pólland eða
til dæmis Ástralíu sem væru sjálf-
um sér nóg um neysluvörur. Ef
banna ætti allar innfluttar vörur
sfem innihéldu nautakjöt eða af-
urðir af nautgripum gætu hillur í
verslunum nær tæmst.
Neytendur haldi vöku sinni
Meðan ekki liggja fyrir ná-
kvæmar upplýsingar frá innflytj-
endum sagði Sjöfn það sjálfsagt
mál fyrir neytendur að halda vöku
sinni en þeir yrðu að meta sjálfir
hvort innfluttar vörur sem inni-
héldu nautgripaafurðir væru
keyptar. Hún gæti heldur ekki
fullyrt að neytendur væri óhultir
gagnvart þessum vörum. Sjöfn
benti á að kröfur um framleiðslu
matvæla hefðu aukist verulega í
Evrópu á síðustu árum og hættan í
dag á að kaupa mögulega sýkta
vöru væri mun minni en til dæmis
fyrir fimm árum.
Pólverjar banna sölu á ýmsum vörum vegna kúariðu
Álíka aðgerðir koma
til greina hér á landi
skildum, fluttu hingað 215 útlend-
ingar, langflestir frá Þýskalandi,
eða 143, og 41 frá Frakklandi. 113
fluttust hingað frá Ameríku, flestir
frá Bandaríkjunum. Frá Afríku
fluttust hingað 83 og þar af komu
flestir frá Marokkó, eða 16. Frá
Asíu fluttust hingað 375, flestir
komu frá Filippseyjum en 95 frá
Taílandi.
ALLS fluttu 5.203 menn til Íslands
á síðasta ári en brottfluttir voru
3.489. Pólverjar voru langstærsti
hópur aðfluttra útlendinga, eða 276
talsins og þá fluttu hingað 153 frá
Filippseyjum. 235 Norðurlandabú-
ar fluttust hingað og munar þar
mest um 120 Norðmenn og 75 Svía.
Frá ríkjum á evrópska efnahags-
svæðinu, að Norðurlöndum undan-
!
"
! "
#$"% &
'
(
)
*
)
&+
,,,
Pólverjar voru
flestir aðfluttra
„ÉG ER sáttur við þessa niður-
stöðu,“ sagði Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á Akureyri, um
dóm Héraðsdóms Norðurlands
eystra í máli fyrrverandi jafnréttis-
og fræðslufulltrúa gegn Akureyr-
arbæ.
„Í þessum dómi kemur fram að
skilningur bæjarstjórnar Akureyrar
á niðurstöðu Hæstaréttar í þessu
máli er réttur. Samkvæmt þessari
dómsniðurstöðu er túlkun okkar á
hæstaréttardómnum rétt og ég er
afskaplega ánægður með það. Það
sem fólst í dómi Hæstaréttar var að
um viðurkenningardóm var að ræða.
Túlkunin hefur síðan verið ágrein-
ingsefni,“ sagði Kristján Þór.
Hann sagði þessa niðurstöðu sýna
að sú gagnrýni sem Akureyrarbær
sætti fyrir að fara þessa leið í mál-
inu hefði verið ómakleg. „Hún átti
ekki rétt á sér,“ sagði bæjarstjóri.
Bæjarstjóri Akureyrar
um dóm um launamál
Sáttur
við niður-
stöðuna
ÞAÐ blés byrlega til flugs á þessum mótordreka
yfir Háukinn á Úlfarsfelli á dögunum þegar ljós-
myndara Morgunblaðsins bar að. Útivistarfólk
og ekki síst flugáhugamenn með hvers kyns
flugtæki hafa löngum átt athvarf við Úlfarsfell
og í nágrenni Hafravatns, enda er fátt betra eftir
annríki hvunndagsins en skipta um umhverfi,
svífa um og anda að sér hreinu fjallaloftinu og
búa sig þannig undir verkefni næsta dags.
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
Á vélknúnu fisi yfir Háukinn á Úlfarsfelli