Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 9 Lokað í dag miðvikudag ÚTSALAN hefst á morgun fimmtudag kl. 9 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3  SÍMI 554 1754 Þjónusta í 35 ár ÚTSALA Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 10% aukaafsláttur af öllum yfirhöfnum RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Veffang: www.broadway.is • E-mail: broadway@broadway.is Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 • Fax 533 1110 ROKKSÝNING ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! SÝNING NÆSTA LAUGARDAG - 3. FEBRÚAR Einhver magnaðasta sýning sem sett hefur verið á svið á Broadway. Eiríkur Hauksson kemur frá Osló í hverja sýningu og syngur Freddie Mercury. Landslið Íslenskra hljóðfæraleikara kemur við sögu og flytur allra vinsælustu lög hljómsveitarinnar frá upphafi til vorra daga. Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. Dansstjórn: Jóhann Örn. - Leikstjórn: Egill Eðvarðsson. 2. feb. Skemmtikvöld Austfirðinga, Hin alþjóðlega hljómsveit Ágústar Ármanns leikur fyrir dansi 3. feb. Queen-sýning, diskótek ásamt hljómsv. Dans á rósum í Ásbyrgi 9. feb. Queen-sýning, diskótek ásamt Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi 24. feb. Queen-sýning, diskótek ásamt hljómsv. Dans á rósum í Ásbyrgi 4. mars Hár&Fegurð, Íslandsmeistaramót 10. mars BEE-GEES-sýning, diskótek, Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi 23. mars Queen-sýning, diskótek, Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi 24. mars Karlakórinn HEIMIR, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar 30. mars Queen-sýning, diskótek, Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi 14. apríl Nights on Broadway, Geir Ólafsson og Big Band Framundan á Broadway:EINKASAMKVÆMI MEÐ GLÆSIBRAG Árshátíðir, ráðstefnur, fundir, vörukynningar og starfsmannapartý Fjölbreytt úrval matseðla. Stórir og litlir veislusalir. Borðbúnaður- og dúkaleiga. Veitum persónulega ráðgjöf við undirbúning. Hafið samband við Guðrúnu, Jönu eða Ingólf. Loks er upp runnin sú langþráða stund að Blús, Rokk og Djassklúbburinn á Nesi (BRJÁN) skundar á stað suður fyrir heiðar til að setja upp tónlistar- veislu á Broadway. BRJÁN á uppruna sinn að rekja til Neskaupstaðar og hefur staðið fyrir tónlistar- veislum sem þessari frá 1989 og haft mismunandi þema ár hvert. Þema þessarar veislu nú eru frægir smellir úr bíómyndum, jafnt erlendum sem íslenskum. Þetta er í þriðja sinn sem BRJÁN heldur til höfuð- borgarinnar til að skemmta menningarþyrstum íbúum suðvesturhornsins og hefur aðsóknin aukist ár frá ári svo rétt er fyrir þig að hafa hraðann á að panta miða á þessa skemmtun. Sem dæmi um lög sem flutt verða eru til dæmis, A Hard Days Night, Sönn ást, Eye of the Tiger, Pretty Woman, Footloose, Skyttan - Allur lurkum laminn og mörg mörg fleiri. Hér er á ferðinni stórsýning þar sem um 30 manns koma fram, söngvarar, hljóðfæraleikarar og dansarar. 1400 manns sáu sýninguna í Egilsbúð, í Neskaupstað í haust. Hin alþjóðlega hljómsveit Ágústar Ármanns leikur fyrir dansi. SKEMMTIKVÖLD AUSTFIRÐINGA Föstudaginn 2. febrúar Bíósmellir Söngvarar eru: Smári Geirsson, Helgi Magnússon, Stella Steinþórs- dóttir, Halldór Friðrik Ágústsson, Guðmundur R. Gíslason, Karl Jóhann Birgisson, Ágúst Ármann Þorláksson, Sigurður Sigurðsson, Ingibjörg Þórðardóttir, Rósa Dögg Þórsdóttir, Sigurjón Egilsson, Bjarni Freyr Ágústsson, Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir, Helgi Georgsson, Laufey Sigurðardóttir og Vilhelm Harðarson. Í bakröddum eru: Elín Jónsdóttir, Kristjana Guðmundsdóttir og Heiðrún Helga Snæbjörns- dóttir. Dansarar eru: Stella Steinþórsdóttir, Rósa Dögg Þórsdóttir, Joanne Wojtowits, Laufey Sigurðardóttir. Í hljómsveit eru: Píanó: Ágúst Ármann Þorláksson. Hljómborð: Helgi Georgsson. Gítar og trompet: Bjarni Freyr Ágústsson. Gítar: Jón Hilmar Kárason. Gítar: Þorlákur Ægir Ágústsson. Bassi: Viðar Guðmundsson Saxófónn: Einar Bragi Bragason. Trommur: Pjetur Sævar Hallgrímsson Ásláttur: Smári Geirsson. Kynnir: Jón Björn Hákonarson. Tónlistarstjórn: Bjarni Freyr Ágústsson Danshöfundur: Guðrún Smáradóttir. Eftir frábæra tónleika Sister Sledge á dögunum og þvílíkt stuð á fjölum hússins er komin mikil diskóbylgja í okkur og höldum því áfram með DISKÓTEK í aðalsal næsta laugardag eftir Queen-sýningu Hljómsveitin Dans á rósum frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi í Ásbyrgi Kennsla/kynning Afsláttur/tilboð á morgun kl. 14-18 Langarima 21 opið virka daga 9-19, lau. 10-14. INGOLF J. Petersen, skrifstofu- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu, mótmælir þeim full- yrðingum sem fram koma í ályktun stjórnar Læknafélags Íslands um reglugerð um þátttöku Trygginga- stofnunar í kostnaði svonefndra S- merktra lyfja, sem tók gildi um áramótin. Ingolf segir að reglu- gerðin mismuni alls ekki sjúkling- um eftir því hvaða sjúkdómum þeir eru haldnir og hvar þeir búa á land- inu. „Sjúklingur sem býr fyrir austan eða norðan eða hvar sem er á land- inu fær þessi lyf eftir sem áður og á sama hátt frá því apóteki sem hann fékk þau áður. Það eina sem hefur verulega breyst er að í stað þess að Tryggingastofnun greiði apótekinu er stofnunin búin að færa fjármagn til sjúkrahúsanna til þess að standa straum af kostnaði við þessi lyf. Apótekin þurfa því að gera sam- starfs- eða þjónustusamning sín á milli um afhendingu þessara lyfja til sjúklinga úti á landi. Sjúklingur fær þau endurgjaldslaust en fram til þess hefur hann jafnvel þurft að greiða sjúklingahlutann. Ef eitt- hvað er þá er þetta til hagsbóta fyr- ir þá sjúklinga sem þurfa á þessum lyfjum að halda,“ segir Ingolf. Hann segir rétt að um 650 lyf sé að ræða sem ekki hafi verið á þess- um lista áður. „Þessi s-merkti listi hefur alltaf verið til. Það er ein- ungis að verða breyting á samsetn- ingu á listanum og það fara inn á hann lyf sem ekki hafa verið þar áður,“ segir Ingolf og bætir því við að þessi lyf séu flest þeirrar gerðar sem almenningur kann almennt ekki með að fara í heimahúsum. Mismunar ekki sjúkl- ingum Reglugerð um S-merkt lyf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.