Morgunblaðið - 31.01.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGFLOKKUR vinstri grænna
hefur ákveðið að leggja fram þings-
ályktunartillögu um athugun á því
að stofna sérstakan stjórnlagadóm-
stól eða stjórnlagaráð. Jafnframt
því ætlar flokkurinn að leggja fram
lagafrumvarp sem kveður á um að
tillögur dómsmálaráðherra um
skipan dómara í Hæstarétt skuli
bera undir Alþingi og þurfi þar
stuðning minnst tveggja þriðju
hluta þingmanna.
Þessar tillögur eru áþekkar
tveimur frumvörpum sem Samfylk-
ingin lagði fyrir þingið fyrr í vetur
varðandi málefni Hæstaréttar.
Fjallar annað þeirra um nýja að-
ferð við skipan dómara við Hæsta-
rétt, þar sem gert er ráð fyrir því
að forsætisráðherra tilnefni dóm-
ara að fengnu samþykki 2⁄3 atkvæða
á Alþingi.
Í hinu frumvarpi Samfylkingar-
innar er lagt til að sett verði á
stofn sérstakt lagaráð á vegum Al-
þingis sem hafi það hlutverk að
setja samræmdar reglur um samn-
ingu lagafrumvarpa og annan und-
irbúning löggjafarmála. Þá skuli
lagaráðið jafnframt vera þinginu
og stjórnarráðinu til ráðgjafar um
það hvort frumvörp standist
stjórnarskrá eða alþjóðasamninga.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
lagaráðið verði sett á stofn á veg-
um Alþingis og skipað af forseta
Alþingis til fjögurra ára í senn.
Fastadómstóll ekki endilega
nauðsynlegur
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs, segir að tillaga
þingflokksins um stjórnlagadóm-
stól eða stjórnlagaráð snúist fyrst
og fremst um úttekt og undirbún-
ing á því máli. Að sögn Steingríms
telja menn ekki endilega nauðsyn-
legt að um fastadómstól eða sér-
staka stofnun sé að ræða, heldur
að sá möguleiki sé fyrir hendi að
kveða til ráð eða dómstól við sér-
stakar aðstæður.
„Það er hugsanlegt að hann gæti
tengst Hæstarétti eða verið til hlið-
ar við hann en hann gæti verið
sjálfstæður. En okkur sýnist í öllu
falli ljóst að eitthvað þurfi að koma
til. Þessi mál eru ekki í nógu góðu
skikki hér hjá okkur.
Ef við berum okkur saman við
önnur lönd, sem við viljum helst
gera í sambandi við réttarfar, þá er
allsstaðar eitthvert skipulag á
þessum þáttum, einhver sérstök
úrræði varðandi það að skoða mál
á undirbúningsstigi og/eða úr-
skurða um þau eftir á.“
Steingrímur segir að frumvarp
vinstri grænna varðandi skipan
hæstaréttardómara gangi út á til-
tölulega einfalda breytingu sem
felist í því að tillaga dómsmálaráð-
herra til forseta um skipan hæsta-
réttardómara þurfi samþykki
tveggja þriðju hluta þingmanna Al-
þingis í leynilegri atkvæðagreiðslu.
„Að mínu mati væri í þessu fólg-
in trygging fyrir því að fagleg sjón-
armið réðu ferðinni og ætti að
tryggja betra jafnvægi í þeim efn-
um. Og síðast en ekki síst yrði
staða Hæstaréttar og hæstarétt-
ardómaranna ennþá sterkari ef til-
nefningarskipan væri í þessa veru.
Þar með væri einnig fullnægt því
markmiði að halda þessum vald-
þáttum aðgreindum, sem heldur
betur þarf nú að fara að hyggja að
hér á Íslandi í ljósi síðustu at-
burða.“
Fráleitt að dómsmálaráðherra
ákveði einn skipan dómara
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingar og flutningsmaður
tillögu um breyttar aðferðir við
skipan hæstaréttardómara, segir
að tillagan snúist um að fá upp á
yfirborðið umræður um skipan
dómara við embættið, í stað þess
að ákvarðanataka sé alfarið í hönd-
um dómsmálaráðherra. Frumvarp-
ið gerir jafnframt ráð fyrir því að
forsætisráðherra tilnefni dómara í
stað dómsmálaráðherra.
„Það er lagt til að forsætisráð-
herra geri tillögu við þingið. Þingið
kjósi síðan nefnd og fari yfir þá til-
lögu og skili áliti. Í beinu framhaldi
af því sé gengið til atkvæða um
þessa tillögu og það er gerð krafa
um að tveir þriðju samþykki skip-
anina. Það er m.a. gert til þess að
minnihlutinn hafi eitthvað um það
að segja hverju sinni hver er skip-
aður hæstaréttardómari. Það er
alltaf að koma betur í ljós hversu
vandmeðfarið þetta val er og
hversu mikil völd því fylgja.“
Að sögn Lúðvíks snýst hug-
myndafræðin í fyrsta lagi um að
menn fjalli á opinn hátt um það
hver eigi að taka við starfinu, í
öðru lagi að þingið komi inn í ferlið
og í þriðja lagi að minnihlutinn hafi
einhver áhrif á það hver sé skip-
aður.
„Í dag er þetta nánast þannig,
a.m.k. að forminu til, að dómsmála-
ráðherra getur einn ákveðið hvern-
ig þetta á að vera. Sem mér finnst
vera alveg fráleitt. Ég held að
þetta myndi styrkja dómstólinn
mikið, sem mér sýnist ekki veita af
nú um þessar mundir.“
Frumvörp um dómara og stjórnlagadómstól
Alþingi samþykki skip-
an hæstaréttardómara
NEMENDUR í Hvammshúsi, sem er
svonefndur „valkostskóli“ í Kópa-
vogi, gáfu í fyrradag Rauða krossi
Íslands 35 reiðhjól sem þeir hafa
gert upp. Reiðhjólin verða send til
munaðarlausra barna í Malawi.
Í Hvammshúsi stunda nú sjö pilt-
ar grunnskólanám sem er með
nokkuð öðrum hætti en í flestum
öðrum skólum. Nemendur stunda
bóklegt nám og taka samræmd próf
en hlutur verklegra greina er um
50%.
Birgir Svan Símonarson kennari
segir að nemendurnir fáist við ýmis
störf, s.s. hellulagnir og að bóna
bíla. Þá hafa þeir gert samning við
Kópavogsbæ um að halda bæj-
arlæknum hreinum og brátt munu
þeir hefja smíðar á grindum fyrir
blómareiti og trjábeð.
Þetta er í annað skiptið sem nem-
endur í skólanum gefa Rauða
krossinum reiðhjól. Í fyrra gáfu
þeir 24 hjól sem fóru til nýbúa á Ís-
landi og til Ghana. Reiðhjólin fá
þeir frá endurvinnslustöð Sorpu við
Dalveg í Kópavogi. Birgir segir
engan skort vera á hjólum, þeir hafi
í raun orðið að takmarka það magn
sem tekið er við vegna offramboðs.
Oft sé um að ræða hjól í mjög góðu
ásigkomulagi, stundum þurfi að-
eins að gera við sprungið dekk.
Birgir segir nemendurna notast við
varahluti úr öðrum hjólum en einn-
ig þurfi að festa kaup á nýjum. Þar
hafi styrkur Rauðakrossdeild-
arinnar í Kópavogi komið að góð-
um notum.
Birgir segir nemendur og kenn-
ara hafa náð svo mikilli leikni í
reiðhjólaviðgerðum að hann býst
við að þeir muni gefa Rauða kross-
inum annan viðlíka skammt og nú,
á vordögum.
Hann segir reiðhjólagjafir til
þróunarlanda mikilvægari en
margi geri sér grein fyrir. „Þetta
getur orðið atvinnutæki og skipt
sköpum fyrir heilu fjölskyldurnar,“
segir Birgir.
Morgunblaðið/Ásdís
Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, tók við reið-
hjólunum frá Birgi Svan Símonarsyni og nemendum í Hvammshúsi.
Nemendur í Hvammshúsi í Kópavogi
Gáfu 35 uppgerð
reiðhjól sem verða
send til Malawi
SIGURBJÖRN Sveinsson, formaður
Læknafélags Íslands, kveðst ekki
geta rætt innihald bréfs Lækna-
félagsins til félagsmanna sinna, þar
sem fram kom að viðræðum við Ís-
lenska erfðagreiningu um meðferð
upplýsinga úr sjúkraskrám fyrir mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði
hefur verið slitið. „Bréfið er þess eðlis
að ég ræði ekki um innihald þess
vegna þess að þar eru teknar saman
ávirðingar sem við teljum að séu í
málinu,“ segir Sigurbjörn.
Páll Magnússon, framkvæmda-
stjóri samskipta- og upplýsingasviðs
Íslenskrar erfðagreiningar, segir að
Læknafélagið sé ekki aðili að upp-
byggingu miðlægs gagnagrunns á
heilbrigðissviði og að fyrirtækið geti
ekki stöðvað undirbúning málsins
meðan viðræður við Læknafélagið
standi yfir.
Sigurbjörn var spurður um hvort
samningar Íslenskrar erfðagreining-
ar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri um samstarf og þróun hefðu með
viðræðuslitin að gera. „Það er eitt af
atriðunum sem við setjum fyrir okk-
ur. Það hefur komið fram hjá mér áð-
ur að við töldum óeðlilegt að Íslensk
erfðagreining væri að gera samninga
við heilbrigðisstofnanir um afhend-
ingu þessara upplýsinga þegar ófrá-
gengið væri hvernig ætti að fara með
sjálfsákvörðunarrétt sjúklinganna,“
segir Sigurbjörn. Hann segir að Ís-
lenskri erfðagreiningu hafi verið
kunnugt um þessa afstöðu Lækna-
félagsins. „Við litum á það sem mjög
alvarlegan atburð í þessum viðræðum
miðjum að ekki skyldi vera gengið frá
grundvallaratriðunum fyrst.“
Fyrirvara vantaði
í samninginn
Sigurbjörn segir að margir læknar
séu þeirrar skoðunar að það eigi að
gilda skriflegt samþykki fyrir afhend-
ingu þessara upplýsinga og til þess að
þeir geti fellt sig við svona samninga
þurfi það að vera frágengið hvernig
farið er með sjálfsákvörðunarrétt
sjúklinga. Það hefði því, að mati
Læknafélagsins, verið lágmark að
það hefðu verið fyrirvarar í samning-
um Íslenskrar erfðagreiningar og
Fjórðungssjúkrahússins. Sigurbjörn
segir að Læknafélagið hafi fengið
vitneskju um samninginn örfáum
dögum áður en hann var gerður. „Við
fengum það staðfest hjá Íslenskri
erfðagreiningu og þeir vissu um
áhyggjur okkar af málinu og ég lýsti
því sérstaklega yfir við þá að ég gæti
ekki ábyrgst framhaldið hvað varðaði
Læknafélagið ef þeir færu fram með
þessum hætti,“ segir Sigurbjörn.
Hann segir að efnislegar forsendur
séu fyrir viðræðuslitunum en þær
varði þó ekki fyrst og fremst ágrein-
inginn um þau efnisatriði sem verið
var að ræða. „Efnislegar forsendur
fyrir viðræðuslitunum eru mjög skýr-
ar og koma fram í bréfinu. Einn þátt-
urinn er samningar ÍE við heilbrigð-
isstofnanir. Það eru mörg korn sem
fylla þennan mæli,“ segir Sigurbjörn.
Hann kveðst ekki geta svarað því
hvort viðræður komist í gang á ný og
vildi hafa sem fæst orð um það hvað
þyrfti að gerast til þess að svo gæti
orðið.
Unnið að gerð
fleiri samninga
Páll Magnússon, framkvæmda-
stjóri samskipta- og upplýsingasviðs
Íslenskrar erfðagreiningar hf., segir
að unnið sé að gerð samninga við fleiri
heilbrigðisstofnanir og sé sú vinna al-
gerlega óháð viðræðunum við stjórn
Læknafélagsins. Páll segir að á milli
30 og 40 heilbrigðisstofnanir á land-
inu varðveiti sjúkragögn og Íslensk
erfðagreining semji við þær allar.
Viðræður eru langt komnar við Land-
spítala – háskólasjúkrahús, sem er
langstærsta einstaka stofnunin sem
Íslensk erfðagreining semur við.
„Læknafélagið er ekki formlegur
aðili að málinu. Það er ekki lögform-
leg skylda hjá okkur að gera samning
við Læknafélagið og við höldum
áfram okkar vinnu með gagnagrunn-
inn með eða án samninga við félagið
vegna þess að það er ekki málsaðili.
Við höfum hins vegar haft þá stefnu
að við vildum gera þetta í sátt og sam-
lyndi við stjórn Læknafélagsins þótt
engin áskilnaður sé um það í lögum
eða reglugerðum að gerður sé samn-
ingur við félagið,“ segir Páll.
Hann segir að svo virðist sem
stjórn Læknafélagsins hafi ætlast til
þess að Íslensk erfðagreining hætti
rekstri fyrirtækisins meðan á viðræð-
um við stjórn félagsins stendur. „Það
er útilokað að við getum stöðvað und-
irbúning að miðlægum gagnagrunni,
sem meðal annars felst í viðræðum og
samningum við heilbrigðisstofnanir,
meðan við erum í viðræðum við stjórn
Læknafélagsins. Miðlægur gagna-
grunnur verður til með eða án sam-
þykkis þess. Samningarnir við heil-
brigðisstofnanirnar eru því alveg
óviðkomandi viðræðum við stjórn
Læknafélagsins. Við getum einnig að
öllu leyti tekið upp reglur um skrif-
legt samþykki sjúklinga á grundvelli
þeirra samninga sem þegar hafa verið
gerðir við heilbrigðisstofnanir.“
Páll var spurður að því hvers vegna
Íslensk erfðagreining legði áherslu á
það að viðræðum við stjórn Lækna-
félagsins yrði haldið áfram. Hann
sagði að fyrirtækið vildi flest til þess
vinna að unnið yrði að málinu í sátt og
samlyndi allra þeirra aðila sem að því
koma. „Að taka þetta skref í átt að
skriflegu samþykki gerir rannsókn-
irnar mun tímafrekari og kostnaðar-
samari en annars hefði orðið en það er
verðið sem við erum reiðubúnir að
greiða til þess að þetta megi fara fram
í sátt og samlyndi allra þeirra sem að
þessu koma,“ segir Páll.
Ekki náðist í gær í starfandi heil-
brigðisráðherra til þess að bera undir
hann stöðu málsins þar sem hann er
staddur erlendis.
Samningar ÍE við heil-
brigðisstofnanir
ásteytingarsteinninn
Formaður Læknafélags Íslands um viðræðuslit við Íslenska erfðagreiningu
LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði í
fyrrakvöld þrjá menn á bifreið í
Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp.
Mennirnir höfðu stolið bifreiðinni
aðfaranótt sunnudags í Ísafjarðarbæ
og óku víða áður en lögreglan hand-
tók þá. Þeir voru fluttir á lögreglu-
stöðina á Ísafirði til yfirheyrslu og
var sleppt að þeim loknum.
Tilkynnt var um þjófnaðinn til lög-
reglu á mánudagsmorgun og fór þá
lögregla að svipast um eftir bílnum.
Meðal annars var leitað við Ísafjarð-
ardjúp auk þess sem spurst var fyrir
um bílinn hjá öðrum lögregluemb-
ættum. Lögreglan fékk upplýsingar
um að sést hefði til hans í Húna-
vatnssýslu og hafði spurnir af því að
mennirnir væru á leið aftur til Ísa-
fjarðar. Brá lögreglan þá á það ráð
að aka á móti mönnunum og voru
þeir stöðvaðir í Seyðisfirði.
Þrír hand-
teknir í stol-
inni bifreið