Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 16
VIÐSKIPTI 16 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AFKOMA Íslandsbanka-FBA hf. var töluvert undir spám fjármálafyrir- tækja, sem birtar voru fyrr í þessum mánuði. Bankanum hafði verið spáð hagnaði á bilinu 900 til 1.050 milljónir króna, að meðaltali 993 milljónir króna. Hagnaðurinn reyndist 662 milljónir króna, eða þriðjungi undir væntingum. Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka-FBA, var spurður hvaða skýr- ingar væru á þessari afkomu. „Fyrst vil ég segja að síðasta ár var í mörg- um efnum óvenjulegt,“ sagði Valur, „þetta var sameiningarár og því fylgir alltaf kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Á árinu urðu einnig óvenju- miklar sveiflur á verðbréfa- og gjald- eyrismarkaði og slíkt hefur ávallt mikil áhrif á rekstur fyrirtækja, ekki síst fjármálafyrirtækja. Við fórum ekki varhluta af því og afkoman á síð- asta ári ber þess glöggt merki. Við urðum fyrir umtalsverðum áföllum vegna hækkandi markaðsvaxta fyrri hluta árs og fallandi verðs á hluta- bréfum síðari hluta ársins. Út af fyrir sig er það hins vegar já- kvætt að almenn starfsemi bankans gengur vel og skilar góðum hagnaði. Við gáfum út afkomuviðvörun í byrjun þessa mánaðar, þar sem ljóst var að þróun á hlutabréfamörkuðum hafði verið með þeim hætti að það yrði tap á síðasta ársfjórðungi.“ Val- ur bætti því við að þá hefði ekki verið ljóst hvert tapið yrði, en nú lægi það fyrir. Sagði hann óvenjulegt að svo stórt fyrirtæki gæti skilað uppgjöri svo skömmu eftir að uppgjörstímabili lýkur, en Íslandsbanki-FBA legði mikla áherslu á skilvirkt upplýsinga- kerfi og það væri gagnlegt fyrir stjórnendur bankans til að bregðast við breyttum aðstæðum. Basisbank lækkaður um 60% í reikningum Íslandsbanka-FBA Fjárfestingarverðbréf eru færð niður um 1.667 milljónir króna, en þau höfðu þegar verið lækkuð um 1.164 milljónir króna í uppgjöri um mitt ár. Þá ákvað bankinn einnig að færa bókfært verð hlutabréfa í danska net- bankanum Basisbank A/S niður um 393 milljónir króna eða um 60%. Val- ur sagði ástæðuna vera þá sömu og varðandi aðrar eignir bankans, lögð væri áhersla á að allt væri bókfært á markaðsvirði og varfærnissjónar- miða gætt. Hann sagði Basisbank hafa gengið vel að afla viðskiptavina, en kostnaður í upphafi hefði verið mikill og þessi niðurfærsla væri gerð til að hann væri bókfærður á verði sem er nálægt markaðsvirði, þótt Basisbank væri að vísu ekki skráð félag. Laun og launatengd gjöld námu 3,5 milljörðum króna á síðasta ári og hækkuðu um 14% á milli ára, en þó verður að hafa í huga að Íslandsbanki og FBA sameinuðust á síðasta ári þannig að tölur eru ekki fyllilega sambærilegar. Meðalstöðugildum fjölgaði um 8%, úr 833 í 902, en sam- kvæmt upplýsingum frá bankanum er skýringin líka sú að mikil yfirvinna var vegna sameiningar bankanna og hún á þátt í hækkun launakostnaðar. Beinn kostnaður vegna sameining- arinnar nam 150 milljónum króna og afskriftir hækkuðu um 144 milljónir króna vegna afskrifta á viðskiptavild sem stafar aðallega af kaupum á öll- um hlutabréfum í R. Raphael and Sons PLC. Talið líklegt að arðsemis- markmið náist í ár Kostnaður bankans sem hlutfall af tekjum var 64,2% í lok árs, en var samanlagt 55,3% hjá bönkunum tveimur í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum segir að rekstrarkostnað- ur bankans sé í endurskoðun og að ekki sé gert ráð fyrir að fjölga starfs- fólki á árinu. Stjórnendur telja arðsemi eigin fjár óviðunandi, en hún var 6,8% mið- að við 23,3% hjá bönkunum tveimur árið á undan. Þar sem almenn starf- semi bankans gangi mjög vel og ef ekki verði óvæntar sveiflur á mörk- uðum á árinu 2001 sé þó líklegt að markmið um 17–20% arðsemi náist á árinu. Bankinn hefur þá stefnu að greiða hluthöfum arð og í samræmi við hana hyggst bankaráð leggja til við aðal- fund að greiddur verði 5% arður af hlutafé eða 495 milljónir króna. Sú arðgreiðsla nemur 75% af hagnaði, en að sögn Vals Valssonar er stefna bankans sú að greiða arð á bilinu 25% til 50% af hagnaði. Í undantekning- artilvikum sem nú er þó réttlætan- legt að greiða hærra hlutfall, enda telur bankinn að hluthöfum sé mik- ilvægt að greiddur sé út arður. 29% aukning útlána en vanskil með allra minnsta móti Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu jukust heildareignir mikið, eða um 71 milljarð. Útlán jukust um 29% og námu 227 milljörðum króna, en inn- lán jukust minna, eða um 18%, og voru 67 milljarðar í árslok. Vaxta- munur var 2,7% en 2,8% árið á undan. Framlag í afskriftareikning hefur verið aukið um 27,5% og er það gert vegna aukningar útlána. Afskrifta- reikningur stendur í 4,7 milljörðum króna eða 2,0% af útlánum og ábyrgðum bankans. Spurður um van- skil sagði Valur að þau hefðu í fyrra verið með allra minnsta móti og að bankinn hefði ekki enn séð almenn merki um aukningu þeirra. Þó væri gert ráð fyrir að þau myndu aukast vegna minni hagvaxtar. Fjármögnun Íslandsbanka-FBA gekk vel á árinu að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Þar seg- ir að aðgangur hans að lánsfjármagni hafi batnað enda hafi hann hæstu lánsfjárhæfiseinkunn íslenskra banka og hún hafi verið hækkuð í kjölfar sameiningarinnar í fyrra. Einnig kemur fram að alþjóðleg skuldabréfaútgáfa bankans hafi num- ið jafnvirði 27 milljarða íslenskra króna, sem sé stærsta skuldabréfaút- gáfa sem íslenskur útgefandi hafi staðið fyrir á alþjóðlegum markaði til þessa. Útlit jákvætt í upphafi árs Á síðasta ári var greiddur út arður að fjárhæð 1.611 milljónir króna. Eig- ið fé bankans var nú um áramótin 6,5% lægri en ári áður og eiginfjár- hlutfall var 9,7% en langtímamark- mið bankans er að vera með 10% eig- infjárhlutfall. Samkvæmt tilkynningu frá bank- anum hefur sameining Íslandsbanka og FBA, sem tilkynnt var 3. apríl og formlega lokið 2. júní, gengið mjög vel og er því sem næst lokið. Þá segir í tilkynningunni að útlitið sé á ýmsan hátt jákvætt í byrjun nýs árs og þótt hagvöxtur verði minni en verið hafi virðist verðbólga einnig á undanhaldi og horfur séu á meira jafnvægi á mörkuðum en í fyrra. Hlutafé í Ís- landsbanka-FBA er 9.895 milljónir króna og markaðsvirði hans er rúmir 37 milljarðar króna þegar miðað er við lokagengi í gær. Arðsemi eigin fjár óviðunandi                                                               !  "#$%                                                   &'(&& &)&&( *'(& +&&(  **,) '-, (  .*-/   ,(/'() &0&(,  ,)1)2 0)+    !   " ""  ""  "   !             # # # 3 4  5    6 7 6       ,(((      8     9      SALA Nýherja hf. á 41% eignar- hlut í Fjarskiptafélaginu Títan hf., sem Nýherji stofnaði í apríl á síð- asta ári, skilaði félaginu 275,6 millj- óna króna hagnaði í fyrra. Þessi söluhagnaður hlutabréfanna er undir liðnum hreinar fjármuna- tekjur í rekstrarreikningi og ræður mestu um að þrátt fyrir lakari rekstrarhagnað árið 2000 en árið 1999 er hagnaður ársins í fyrra 38% hærri en árið á undan. Á móti kem- ur að sá söluhagnaður sem nú flokkast undir rekstrartekjur sam- kvæmt reglum reikningsskilaráðs er lægri árið 2000 en 1999 vegna þess að sala húss félagsins við Skaftahlíð var bókfærð árið 1999. Hækkun launa og launatengdra gjalda réð mestu um lægri rekstr- arhagnað í fyrra en árið 1999. Hækkunin nam 236 milljónum króna eða 31% og var launakostn- aður í fyrra 1.010 milljónir króna. Að sögn Frosta Sigurjónssonar, forstjóra Nýherja, eiga flutningar félagsins úr Skaftahlíð í Borgartún sinn þátt í þessari hækkun og sá kostnaðarauki muni ekki koma aft- ur. En fjölgun starfsfólks og launa- skrið eigi einnig þátt í þessari hækkun. Þá segir Frosti að nú sé hagræði af flutningunum farið að skila sér, stjórnunar- og stoðsviðum hafi fækkað um helming og verk- ferlar hafi einfaldast við að starf- semin er nú öll undir einu þaki. Verkefnastaða fyrirtækisins óvenju góð Starfsemi Nýherja er að veita ráðgjöf og þjónustu á sviði upplýs- ingatækni. Félagið selur bæði hug- búnað, tækni- og rekstrarþjónustu og tölvu- og skrifstofubúnað. Spurður hvort útlit væri fyrir að samdráttur hjá tölvufyrirtækjum erlendis hefði áhrif á Nýherja sagði Frosti að ekki væri einhlítt að illa gengi hjá slíkum fyrirtækjum er- lendis. IBM og SAP hefðu selt meira en búist hafi verið við og Ný- herji selji mikið af vörum frá þess- um fyrirtækjum. Þá sagði hann að útlitið væri óvenjugott nú ef tekið væri mið af verkefnastöðunni, því ekki hefði áður á sama árstíma ver- ið jafn mikið af verkefnum fram- undan og nú. Einnig skipti miklu að rekstur Nýherja hvíli á mörgum stoðum. Eins og að framan segir stofnaði Nýherji Fjarskiptafélagið Títan hf. á tímabilinu en auk þess stofnaði hann Klak hf., sem veitir sprotafyr- irtækjum aðstöðu og þjónustu auk þess að fjárfesta í þeim. Duldar eignir í hlutdeildarfélögum Gera má ráð fyrir að Nýherji eigi töluverðar duldar eignir í hlutdeild- arfélögunum Hópvinnukerfum ehf. og Fjarskiptafélaginu Títan hf., en Nýherji á 24% í fyrrnefnda félaginu og er sá hlutur bókfærður á 8 millj- ónir króna og 34,9% í hinu síðar- nefnda með bókfært virði 59 millj- ónir króna. Engin leið er að fullyrða um verðmæti þessara félaga þar sem þau eru óskráð, en þó má nefna að í haust var Títan 1,3 milljarða króna virði ef marka má söluverð hlutar í félaginu þá. Hlutafé í Nýherja er 262,7 millj- ónir króna og var lokagengi þess í gær 12,5 eftir 1,6% hækkun frá upphafsverði dagsins. Markaðsvirði félagsins er því tæpir 3,3 milljarðar króna. Spár fjármálafyrirtækja um af- komu Nýherja fyrir árið 2000 lágu á bilinu 270–285 milljónir króna. Niðurstaðan, 289 milljónir króna, er því nálægt væntingum. Mikil hækkun launakostnaðar                                                                      !"  #                                                                  $%$&'(& )*+(, $%--'(&  *,(+  '($ +(&  ))'(.   &&&(* /&&(*  )&&(& '*(, +'(-0 $'(+0 ,-&    !! "   "   " " "  " "  ! ! ♦ ♦ ♦ ● Í GREIN í Computerworld segir að Basisbank, sem sé fyrsti raun- verulegi netbankinn í Danmörku, hafi náð gríðarlega góðum árangri. Bankinn hafi náð í svo marga við- skiptavini, síðan starfsemin hófst í september í fyrra, að starfsmenn hafi hreinlega ekki haft tíma til þess að þróa allar þær þjón- ustulausnir sem lofað hafði verið. Bankinn hefur nú fengið um 25 þúsund viðskiptavini en í áætl- unum var stefnt að því að þeir væru orðnir 20 þúsund í lok ársins 2002. Það að viðskiptavinum hef- ur fjölgað svo hratt hefur haft það í för með sér að starfsmenn hafa ekki annað öðru en að afgreiða viðskiptavinina. Í Jyllandsposten kemur fram að Basisbank hafi lof- að að bjóða upp á Masterkort, húsnæðislán í samvinnu við BRF Kredit, viðskipti með verðbréf og lán til bílakaupa en hafi ekki enn náð að gera neitt af þessu. Hluta- fjáraukning upp á 50 milljónir króna danskra veiti honum þó ákveðið svigrúm en að fjárfest- arnir, þar með talinn Íslandsbanki- FBA og fjárfestingarfélagið Bank- investment, haldi nú að sér hönd- um við að leggja bankanum til meira fé enda þótt gert sé ráð fyrir að bankinn muni verða rekinn með hagnaði árið 2002. Basisbank safnar að sér við- skiptavinum ● EKKERT lát virðist á efnahags- uppgangi Norðmanna ef marka má tölur um viðskiptahagnað við út- lönd. Í nóvember sl. nam hann 22,5 milljörðum nkr, um 185 millj- örðum íkr. Sem er rúmlega 100% hækkun frá árinu áður er hann var 10,2 milljarðar nkr., um 84 millj- arðar. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs var vöruskiptajöfnuðurinn 177,4 milljarðar nkr., um 1.454 milljarðar ísl. kr., en árið áður 36,9 milljarðar, eða um 301 milljarðar. Sala vöru og þjónustu til útlanda gaf af sér 24,7 milljarða í nóvember, um 202 millj- arða íkr., sem er mesti hagnaður sem fengist hefur á einum mánuði í Noregi. Aukinn við- skiptahagnað- ur Norðmanna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.