Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 20

Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG verða samskipti Bandaríkjanna og Evrópu? Þessi spurning vaknar í hvert sinn sem ný ríkisstjórn tekur við völdunum í Bandaríkjunum. Þar sem menn hafa haft áhyggjur af „breikkandi gjá“ milli Bandaríkjanna og Evr- ópu frá því í byrjun áttunda ára- tugarins er freistandi að halda áfram eins og samskiptin yfir Atl- antshafið verði nokkurnveginn á sömu bylgjulengd og verið hefur. Sannleikurinn er hins vegar sá að Bandaríkin og Evrópusambandið eru nú á harðahlaupum eftir eigin þróunarbrautum: ráðamenn beggja vegna Atlantshafsins standa því frammi fyrir því erfiða verkefni að viðhalda æ flóknari tengslum. Standast þarf einnig tvær aðrar freistingar. Evrópuríkin standa frammi fyrir þeirri freistingu að hraða því að Evrópusambandið rísi upp sem sjálfstætt afl á al- þjóðavettvangi með stöðugum kröfum um sjálfsforræði eða sjálf- stæði frá Bandaríkjunum. Enn eimir eftir af andúð á Bandaríkj- unum og hún mun ávallt skjóta upp kollinum því eins og alltaf gerist þegar tengsl hafa lengi einkennst af ójafnvægi hneigist minni sam- starfsaðilinn til að vera með há- værar og tilfinningaþrungnar yf- irlýsingar sem valda misskilningi. Evrópuríkin ættu ekki að falla fyrir þessari freistingu því orða- gjálfur er enginn mælikvarði á skrefin sem tekin eru frá ósjálf- stæði til samvinnu á jafnréttis- grundvelli. Evrópuríkin verða þess í stað að taka á sig sann- gjarnari byrðar í samstarfinu yfir Atlantshafið og taka upp sameig- inlega utanríkisstefnu, sem stend- ur undir nafni, og hugsa og starfa sem svæðisveldi með áhrif út um allan heim. Takist okkur að gera evruna að heimsgjaldmiðli, sem ég tel að hún verði, mun Evrópu- sambandið geta fullnægt skilyrð- unum fyrir auknu jafnræði í sam- starfinu yfir Atlantshafið – með því að leggja til peninga í stað orða. Bandaríkin standa hins vegar frammi fyrir þeirri freistingu að gera of mikið úr hlutverki sínu sem „eina stórveldisins“ með því að grípa til einhliða aðgerða. Þetta er hins vegar einsemd í gervi forystu og þjónar ekki hags- munum Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að verja þjóðarhags- muni á árangursríkan hátt með einhliða aðgerðum; hagsmunum Bandaríkjanna verður best þjónað með fjölþjóðlegum aðgerðum og stofnunum. Þótt Bandaríkin séu enn eina stórveldið í hernaðarlegum skiln- ingi kemur hernaðarmátturinn að takmörkuðu gagni við daglega framkvæmd utanríkisstefnunnar. Bandaríkin myndu ekki hagnast minna en Evrópuríkin á virku heimsstjórnunarkerfi við að ná fram markmiðum sínum – hvort sem um er að ræða frjálsari við- skipti, raunhæfar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu ger- eyðingarvopna, innilokunarstefnu og ráðstafanir til að fyrirbyggja svæðisbundin átök eða bætt skipulag fjármálamarkaða. Til að ná þessum markmiðum skiptir miklu máli fyrir Bandaríkin að Evrópusambandið verði fullveðja sem afl á alþjóðavettvangi. Bandaríkin ættu því að losa sig við þá tvíbentu afstöðu til Evrópu- sambandsins sem felst í því að krefjast þess að Evrópa verði þroskaðri og virkari, en standa svo alltaf á nálum yfir því. Þegar ESB-ríkin tóku upp sam- eiginlega stefnu í öryggis- og varnarmálum fagnaði Bandaríkja- stjórn því opinberlega. Samt hafa hvað eftir annað komið fram merki um taugaveiklun í Banda- ríkjunum vegna þessarar þróunar. Bandaríkjamenn spyrja oft hvort þetta snúist allt um að auka hern- aðarlega getu Evrópu – sem væri af hinu góða fyrir NATO – eða um Evrópusamruna (þ.e. sem þáttur í pólitísku verkefni). Svar mitt er að þetta snúist um hvort tveggja og að Bandaríkjastjórn eigi að styðja hvort tveggja. Eftir að hafa lagt raunhæft mat á þessa þróun fullyrði ég að öflugri og sameinuð Evrópa efli Atlantshafsbandalagið og leysi ekki Bandaríkin undan öryggisskuldbindingum þeirra í álfunni eins og sumir telja. Evrópusambandið hefur ekki í hyggju að búa til einhvers konar eftirmynd af skipulagi NATO eða leggja grunn að nýju varnar- bandalagi sem geti komið í stað Atlantshafsbandalagsins. Evrópu- sambandið er tilbúið að bregðast við stríðshættu sem kann að skap- ast í Evrópu eða nálægum löndum – annaðhvort í samvinnu við bandarískar hersveitir eða ein- göngu með evrópskum hersveit- um þegar NATO ákveður að taka ekki þátt í aðgerðunum. Evrópu- sambandið er ekki aðeins að efla varnir sínar – sem verða áfram hlutverk Atlantshafsbandalagsins – heldur einnig öryggishlutverk sitt til að geta stuðlað að stöð- ugleika í álfunni – og það hlutverk á eftir að aukast með inngöngu Mið- og Austur-Evrópuríkja í Evrópusambandið. Því þótt öðru sé oft haldið fram á Bandaríkjaþingi hafa Evrópu- ríkin þegar borið bróðurpartinn af friðargæslubyrðinni á Balkan- skaga (svo ekki sé minnst á end- urreisnarstarfið). Það segir sig sjálft að Evrópuríkin ættu ekki að þurfa að borga án þess að fá áhrif í samræmi við framlag sitt. Beri stefna Evrópusambandsins í utan- ríkis- og varnarmálum tilætlaðan árangur ætti Atlantshafsbanda- lagið að verða evrópskara. Banda- ríkjastjórn ætti þó ekki að hafa áhyggjur af þessu: líti Evrópurík- in á NATO sem evrópskara bandalag verða þau líklegri til að skuldbinda sig (einnig fjárhags- lega) til að veita því brautargengi. Svipaðar röksemdir eiga við um stækkunina. Hugmyndin um Evr- ópu er ekki óbreytileg og þannig á það að vera. Hvað öryggi og stöð- ugleika áhrærir er stækkun Evr- ópusambandsins alveg jafn mik- ilvæg og samrunaþróunin. Taki Bandaríkin og Evrópuríkin hönd- um saman um stækkun Evrópu- sambandsins og NATO treystir það stöðugleika og samruna í Evr- ópu eftir lok kalda stríðsins – öll- um í hag. Ný og hagnýt verkaskipting milli Evrópuríkjanna og Banda- ríkjanna er þannig hugsanleg, að því tilskildu að hún sé innan ramma sameiginlegra pólitískra skuldbindinga og samábyrgðar. Ekki ber að miða að ósveigjan- legri, lóðréttri og óeðlilegri verka- skiptingu, þar sem Bandaríkin ein gegna forystuhlutverki í heimin- um (með Evrópuríkin í eftirdragi) og Evrópusambandið einbeiti sér aðeins að því að stækka „húsið sitt“ (með því að Bandaríkin verði leyst undan öryggisskuldbinding- um í Evrópu). Slíkt væri hættu- legt og yrði til þess að ekki yrði hægt að viðhalda sambandinu yfir Atlantshafið. Mótefnið er ósvikin hlutdeild Evrópuríkjanna í vali og ákvörð- unum. Ef taka þarf ákvarðanir, sem valda sundurlyndi, krefst heilbrigð samvinna þess að þær séu ræddar opinskátt og í hrein- skilni. Deilan um eldflaugavarna- áætlun Bandaríkjanna er dæmi um þetta. Taka verður tillit til fyr- irvara og efasemda Evrópuríkja í því máli, hver sem stefna stjórnar Bush verður. Ef Evrópuríkin vilja hafa ein- hver áhrif í þessu máli verða þau að gegna hlutverki einingarafls með því til dæmis að hvetja Bandaríkjamenn til að semja við Rússa um breytingar á ABM- samningnum sem takmarkar varnir gegn eldflaugum. Slíkt myndi stuðla að hernaðarlegum stöðugleika, koma í veg fyrir fjandskap með Bandaríkjunum og Rússlandi (sem gegnir enn mjög veigamiklu hlutverki í öryggis- málum Evrópu) og hindra að and- rúmsloftið í öryggismálum Asíu versni. Hið sama má segja um samskiptin við „útlagaríkin“ svo- nefndu: þar gæti betri samsetning bandarískra og evrópskra aðferða einnig stuðlað að árangursríkari úrræðum sem byggðust á blöndu af loforðum og festu. Ný verkaskipting og ný ábyrgð- arhlutdeild ræðst jafn mikið af efnahagsmálum og öryggi. Traust evra gerir nánari samvinnu mögu- lega og fýsilega; ekki aðeins til að koma í veg fyrir fjármálaumrót í heiminum heldur einnig til að af- stýra hættunni á því að upp komi stríðandi gjaldmiðlabandalög. Beiti stjórn Bush sér af raunsæi fyrir auknu viðskiptafrelsi verður hægt að auka markaðssamruna Bandaríkjanna og Evrópu og það mun verða hagkerfum okkar mikil lyftistöng. Svigrúm verður þá til að blása nýju lífi í Heimsvið- skiptastofnunina (WTO), sem er háð öflugum stuðningi Bandaríkj- anna og Evrópuríkja, þótt fleira þurfi að koma til. Nauðsynlegt er að við endur- metum samningaaðferðir okkar og gamlar venjur í þessu samb- andi. Heimsviðskiptastofnunin, svo og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn, þurfa að skilja þarfir þeirra þjóðfélaga sem eru sérlega berskjölduð gagnvart áhrifum hnattvæðingar. Við þurfum að reyna að ná til ann- arra heimshluta með opinskárri hætti og með meiri sannfæring- arkrafti. Samstarf átta helstu iðn- ríkja heims, sem er undir forystu Ítala í ár, verður prófsteinn á þennan ásetning og lögmæti alls ferlisins mun ráðast af honum. Endurnýjuð samvinna Evrópu- ríkja og Bandaríkjanna, byggð á mismunandi aðferðum og verk- færum þeirra í utanríkismálum, verður þeim öllum til framdráttar. Evrópusambandið er að þreifa fyrir sér um hvernig það geti beitt sér í þágu allra aðildarríkjanna á alþjóðavettvangi. Evrópa er að breytast og Bandaríkin líka – hvað varðar lýðfræðilega og félagslega samsetningu, efnahags- lega og pólitíska uppbyggingu, pólitíska afstöðu til annarra heimshluta og þjóðarsálfræði. Bandaríkin eru ólík Evrópuríkj- unum að ýmsu leyti og það getur vissulega valdið ósætti. Gagn- kvæm áhrif og samvinna á jafn- réttisgrundvelli eru þó enn eina svarið – einkum ef þetta endur- speglast í löngu tímabærum um- bótum á fjölþjóðlegum stofnunum og aukinni heimsstjórnun. Þótt fjölþjóðlegt samstarf geti verið þreytandi hefur það oftar en ekki þjónað hagsmunum jafnt Bandaríkjanna sem Evrópu. Það breytist ekki. Öflugra Evrópu- sambandi er eiginlegt að tengjast Bandaríkjunum vináttuböndum, það er stundum keppinautur, en alls ekki andstæðingur Bandaríkj- anna. Ráðamönnum beggja vegna Atlantshafsins ber skylda til að sannfæra almenning í löndum sín- um um þetta. Evrópa og Bush Bandaríkjaforseti AP Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og George W. Bush Bandaríkjaforseti á fyrsta fundi þeirra í Hvíta húsinu. Öflugra Evrópusam- bandi er eiginlegt að tengjast Banda- ríkjunum vináttu- böndum, það er stundum keppinaut- ur, en alls ekki and- stæðingur Banda- ríkjanna. Ráðamönn- um beggja vegna Atlantshafsins ber skylda til að sann- færa almenning í löndum sínum um þetta. Giuliano Amato er forsætisráðherra Ítalíu. eftir Giuliano Amato © Project Syndicate. GAGNRÝNENDUR alþjóðavæð- ingar hafa nokkuð látið til sín taka á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Dav- os í Sviss en henni átti að ljúka í gær. Hafa þeir vakið sérstaka athygli á því hvað lífsins gæðum sé misskipt en James Wolfensohn, forseti Al- þjóðabankans, benti á, að 80% mannkyns, 4,8 milljarðar, fengju að- eins 20% teknanna í sinn hlut. Japan var svarti sauðurinn Andstæðingar alþjóðavæðingar hafa efnt til mótmæla utan dyra en inni á ráðstefnunni sjálfri hafa menn tekist á um kosti og galla hins fjöl- þjóðlega efnahagskerfis. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði í gær á frammá- menn í atvinnu- og viðskiptalífinu að axla ábyrgð sína sem heimsborgarar eða búa sig undir vaxandi andstöðu við alþjóðavæðinguna. Bandarísk efnahagsmál og áhyggjur af þeim voru eðlilega nokkuð áberandi á ráðstefnunni en nokkrum vandkvæðum olli að eng- inn háttsettur fulltrúi Bandaríkja- stjórnar var mættur. Spurningarnar voru því fleiri en svörin en margir lýstu þeirri trú sinni að efnahagslífið í Bandaríkjun- um myndi fljótlega taka við sér á ný. Segja má að Japanir hafi átt einna bágast á ráðstefnunni enda virðist lítið vera farið að rofa til í japönsk- um efnahagsmálum. Hafði Yoshiro Mori, sem varð fyrstur japanskra forsætisráðherra til að sækja Davos- ráðstefnuna, lítið fram að færa og Kenneth Courtis, aðstoðarforstjóri Asia Goldman Sachs, sagði, að eina leiðin til að fá fallega mynd af jap- önsku efnahagslífi væri að snúa öll- um töflum á haus. Trúmál komu einnig við sögu í gær þegar kennimenn úr ýmsum áttum skoruðu á ríkisstjórnir og fjármálamenn að taka upp viðræður við fulltrúa trúfélaganna. Sögðu þeir að alþjóðavæðingin mætti ekki byggjast eingöngu á tækni og pen- ingum, heldur yrði hún einnig að taka tillit til þeirra siðalögmál sem væru kjarninn í lífi margra manna og samfélaga. Tekist á um kosti og galla alþjóðavæðingar á efnahagsráðstefnunni í Davos sem lauk í gær Davos. AFP, AP. Athygli vakin á mis- skiptingu lífsins gæða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.