Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 27
MIKLAR umræður hafa að und-
anförnu orðið um hlutverk og stöðu
stjórnvalda vegna kröfu ýmissa sam-
taka um aukin mannréttindi. Inn í
umræðuna hefur flétt-
ast umræða um þrí-
skiptingu ríkisvaldsins,
en frá því franski rit-
höfundurinn Mont-
esquieu kynnti hug-
myndina í riti sínu „De
l’Esprit des Lois“ árið
1748 hefur hún mótað
stjórnskipan Vestur-
landa og er þrískipting-
in nú talin grundvöllur
að formlegu lýðræði.
Ófullburða umræða
Litlar umræður hafa
hins vegar orðið hér á
landi um inntak lýð-
ræðis. Endurspeglar
það fámenni þjóðarinn-
ar, litla umræðuhefð um grundvall-
armál og ófullburða fjölmiðla, sem
sumir eru uppteknari af sjálfum sér
en málefnalegri umræðu og hlutlæg-
um upplýsingum. Margir virðast
einnig álíta að lýðræði felist í al-
mennum kosningum á fjögurra ára
fresti sem séu jafnvel eina skilyrðið
sem uppfylla þarf til þess að lýðræði
sé í landi. Að auki þurfi að tryggja
víðtækt, jafnvel óheft frelsi stjórn-
málaflokka, og jafnt vægi atkvæða.
Séu þessir formlegu þættir fyrir
hendi sé lýðræði tryggt.
Ýmis atvik hérlendis hafa undan-
farið ýtt við mörgum manninum.
Sumir eru undrandi og aðrir ugg-
andi yfir þróun mála hjá þjóð sem
státar af „elsta þjóðþingi í heimi“.
Það sem vekur mér mestan ugg er
óljós og veik þrískipting ríkisvalds-
ins.
Veik þrískipting valds
Í Stjórnarskrá lýðveldisins Ís-
lands segir: „Alþingi og forseti Ís-
lands fara saman með löggjafarvald-
ið.“ Forseti fer þó í raun aðeins með
löggjafarvald að nafninu til. Neiti
hann að staðfesta lög taka þau engu
að síður gildi. Eru þetta leifar frá
danska einveldistímanum. Þá segir í
stjórnarskránni: „Forseti og önnur
stjórnvöld fara með framkvæmda-
valdið, en lætur ráðherra fram-
kvæma vald sitt.“ „Forseti lýðveld-
isins er ábyrgðarlaus á stjórnarat-
höfnum.“
Undarlegt er að lesa í stjórnar-
skránni að forseti lýðveldisins sé
ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum en
láti ráðherra framkvæmda vald sitt.
Ekki alleinasta er ljóst að forsetinn
er í raun valdalaus heldur felst í
þessu mótsögn. Vegna þingræðis-
reglunnar hefur löggjafarvaldið, Al-
þingi, bein áhrif á framkvæmdavald-
ið, ríkisstjórnina, og eru mörkin því
óskýr. Síðast en ekki síst eru dóm-
endur, sem fara með æðsta dóms-
vald í landinu og „skera úr öllum
ágreiningi um embættismörk yfir-
valda“, skipaðir af framkvæmda-
valdinu, dómsmálaráðherra. Þrí-
skipting valdsins er því bæði óskýr
og veik og eiginleg ábyrgð stjórn-
valda naumast fyrir hendi, enda
valdníðsla algengari á Íslandi en í
nágrannalöndunum.
Aukin menntun
Vegna aukinnar menntunar fólks,
minnkandi þátttöku almennings í
starfi stjórnmálaflokka, þar sem
helsta keppikeflið virðist vera ægi-
vald formannsins, er ástæða til að
skerpa þrískiptingu ríkisvaldsins,
efla formlegt lýðræði, auka vald-
dreifingu og tryggja
réttaröryggi. Til þess
má fara margar mis-
munandi leiðir. T.a.m.
mætti hugsa sér að
leggja embætti forseta
niður í núverandi mynd
og kjósa forsætisráð-
herra í beinum kosn-
ingum, eins og gert er í
Bandaríkjunum. For-
sætisráðherra (forseti)
myndar þá ríkisstjórn
án íhlutunar löggjafar-
samkomunnar. Með því
er þingræði lagt niður
en valddreifing aukin.
Ráðherrar færu með
óskert framkvæmda-
vald og bæru ábyrgð á
stjórnarframkvæmdum öllum. Dóm-
endur Hæstaréttar mætti kjósa í
beinum kosningum úr hópi lögfræð-
inga sem uppfylltu ströng skilyrði
um menntun í lögfræði, siðfræði og
heimspeki.
Inntak lýðræðis
Til þess að auka enn borgaraleg
réttindi þarf að gera sér ljóst hvert
er raunverulegt inntak lýðræðis.
Form lýðræðis, sem vikið hefur ver-
ið að hér að framan, þarf að sjálf-
sögðu að vera skýrt: þrískipting
valds, almennar kosningar, jafn
kosningaréttur – jafnvel í einu
landskjördæmi – og persónuleg
ábyrgð alþingismanna, ráðherra og
dómara og skýrar reglur um ákvarð-
anatöku, bæði í opinberum rekstri
og í rekstri og þjónustu einkafyrir-
tækja.
Tveir þættir eru veigamestir þeg-
ar rætt er um inntak lýðræðis: Frið-
helgi einkalífsins og réttaröryggi; að
allir séu jafnir fyrir lögunum. Hvort
tveggja er reynt að tryggja með lög-
um landsins og með alþjóðasamning-
um. Í Alþjóðasamningi um efnahags-
leg, félagsleg og menningarleg
réttindi, sem Ísland er aðilji að, segir
„að frelsi manna og óttaleysi og að
menn þurfi ekki að líða skort rætist
því aðeins, að sköpuð verði skilyrði
til þess að allir geti notið efnahags-
legra, félagslegra og menningar-
legra réttinda, jafnt sem borgara-
legra og stjórnmálalegra réttinda“.
Þetta er inntak nútíma lýðræðis.
Auk friðhelgi einkalífsins og réttar-
öryggis, sjálfstæðis dómstóla, tján-
ingarfrelsis, að því að tryggja að allir
geti notið efnahagslegra, félagslegra
og menningarlegra réttinda.
Lýðræði,
form
og inntak
Tryggvi
Gíslason
Mannréttindi
Ástæða er til að skerpa
þrískiptingu ríkisvalds-
ins, segir Tryggvi
Gíslason, efla formlegt
lýðræði, auka valddreif-
ingu og tryggja rétt-
aröryggi.
Höfundur er skólameistari Mennta-
skólans á Akureyri.
FLUGRÁÐ sendi
fyrir helgi frá sér at-
hugasemdir við skýrslu
mína um flugvallar-
kosti, sem lögð var fram
í borgarráði sl. þriðju-
dag. Gagnrýnir ráðir
vinnubrögð og niður-
stöður sem fram koma í
samantektarkafla
skýrslunnar. Segir ráð-
ið að skýrslan taki ekki
tillit til flugöryggis sem
byggist á flugtæknileg-
um atriðum, heldur sé
mat valkostanna ein-
ungis efnahagslegt og
samfélagslegt. Þá ítrek-
ar flugráð að ekki sé um nema tvo
raunhæfa kosti að ræða fyrir stað-
setningu flugvallar fyrir innanlands-
flug til og frá höfuðborginni: Núver-
andi völl eða Keflavíkurflugvöll.
Báðar þessar fullyrðingar eru
rangar.
Þeir fimm flugvallarkostir sem
saman eru bornir í skýrslu minni eru
þeir kostir sem borgarverkfræðingur
benti á í skýrslu sinni um starf sér-
fræðiráðgjafa um flugvallarkosti, inn-
lendra og erlendra. Kostirnir eru
þessir:
Núverandi völlur í Vatnsmýri;
breyttur völlur í Vatnsmýri (ný A-
V-braut á uppfyllingum);
nýr flugvöllur á Lönguskerjum;
nýr flugvöllur sunnan Hafnarfjarð-
ar;
innanlandsflug flytji til Keflavíkur-
flugvallar.
Ráðgjafarnir telja alla þessa kosti
koma til greina frá flugtæknilegu
sjónarmiði. Meðal ráðgjafanna eru
þýska fyrirtækið Airport Research
Center GmbH í Aachen, sem sérhæf-
ir sig í hönnun og skipulagi flugvalla.
Staðhæfing Flugráðs um að skýrslu-
höfundur telji flugtæknisjónarmiðið
ekki skipta máli er því röng og út í
hött. Enginn kostur kom til greina
nema hann teldist flugtæknilega full-
nægjandi. Í kafla 4 í skýrslu minni er
fjallað um mörg þeirra flugtæknilegu
atriða sem ráðgjafarnir telja mestu
skipta. Þá er efni um flugtæknileg
málefni frá Leifi Magnússyni á um 30
blaðsíðum af þeim 140 síðum sem eru
í skýrslunni. Þótt ég sé sjálfur ekki
sérfræðingur í flugtæknilegum mál-
um þá er í skýrslu minni byggt á
þessu efni frá sérfræðingunum öllum.
Leifur og Flugráð verða þó að sætta
sig við það, að aðrir erlendir og inn-
lendir sérfræðingar á sviðinu komist
að annarri niðurstöðu en þeir sjálfir.
En á hverju eru þær niðurstöður
Flugráðs og Leifs Magnússonar að
einungis sé um tvo kosti að ræða
byggðar? Eftirfarandi er orðrétt upp
úr yfirlýsingu Flugráðs eins og hún
birtist í netútgáfu Morgunblaðsins sl.
föstudag: „Við samanburð þessara
valkosta eru ákveðin
meginatriði sem skipta
máli og það eru í raun
þessir þættir sem kosið
verður um: Reykjavík-
urflugvöllur áfram í
Vatnsmýri: Þjóðhags-
lega hagkvæm lausn
vegna lágs ferðakostn-
aðar. Öllum landsmönn-
um tryggður eins góður
aðgangur að hátækni-
sjúkrahúsum og hægt
er. Höfuðborgin upp-
fyllir skyldur sínar um
aðgengi að heilsugæslu
og stjórnsýslu. Innan-
landsflug til Keflavíkur:
Höfuðborgin fær 100 hektara lands
sem býður upp á þéttingu byggðar
sem er afar umdeild meðal borgar-
anna.
Íbúar höfuðborgarinnar losna við
hávaðamengun sem þeir telja sig
verða fyrir. (Búið er að sýna fram á
með skýrslu um áhættumat að áhætt-
an er óveruleg.)“ Þetta er athyglis-
vert því hér er einungis að finna efna-
hagsleg og samfélagsleg rök hjá
Flugráði en engin flugtæknileg rök er
tengjast beint flugöryggi. Rök Leifs
gegn öðrum kostum eru oft sama eðl-
is. Öll þessi atriði sem Flugráð nefnir
hér voru inni í mati mínu, og ýmis
önnur að auki.
Versti kosturinn?
Fyrr í samþykkt sinni staðhæfir
Flugráð sérstaklega um flugvallar-
kostinn sunnan Hafnarfjarðar að
hann sé „langversti kosturinn frá
flugtæknilegu sjónarmiði“. Því til
stuðnings eru nefnd tvö atriði: að fjöll
myndi hindranir fyrir aðflug og að
þau myndi ókyrrð í lofti. Þýsku sér-
fræðingarnir völdu flugvelli sunnan
Hafnarfjarðar stað sem þeir telja full-
nægjandi með tilliti til legu og hæðar
fjalla. Telja þeir að hægt sé að ná við-
unandi nýtingarhlutfalli (95% eða
hærra) fyrir völlinn með tveimur
brautum. Hins vegar þarf að gera
frekari athuganir á veðurfarsskilyrð-
um fyrir lokahönnun ef þessi kostur
yrði valinn. Flugmálastjórn undirbýr
nú að byggja á svipuðum slóðum flug-
braut fyrir kennslu- og æfingaflug
sem flytja á af Reykjavíkurflugvelli á
næstu árum.
Ekki liggja fyrir neinar ábyggileg-
ar mælingar sem sýna að á þessu
flugvallarsvæði verði meiri ókyrrð en
er t.d. norðan núverandi flugvallar í
Vatnsmýri. Eins og öllum er kunnugt
liggja aðflugsleiðir að honum úr
norðri yfir fjallasvæði þar sem eru
Akrafjall, Skarðsheiði og Esja. Há
fjöll með annáluð illviðrasvæði um sig.
Aðflugslínan að norður-suður-braut
núverandi vallar fer yfir vesturhluta
Akrafjalls og síðan í beinni línu yfir
stærstu bensíngeymslur landsins
(tankana í Örfirisey) og inn í Vatns-
mýri. Þarna koma flugöryggismál við
sögu. Fjöllin austan flugvallarsvæðis-
ins sem þýsku ráðgjafarnir völdu eru
markvert lægri en á svæðinu þar sem
athuganir voru gerðar fyrir 30 árum,
þ.e. yfir Kaplahrauni. Flugmenn með
reynslu hafa nefnt að þar sé minni
ókyrrð en yfir Kaplahrauni. Til að
hægt sé að fullyrða að þetta flugvall-
arstæði sé langversti kosturinn af öll-
um er nauðsynlegt að byggt sé á sam-
bærilegum gögnum er mæla ókyrrð á
aðflugssvæðum. Allir sem hafa flogið
að Reykjavíkurflugvelli úr norðri vita
að þá er farið í gegnum ókyrrðar-
svæði. Á þeim slóðum var Fokkervél
t.d. hætt komin er hún lenti í fjalla-
bylgjum fyrir rúmum áratug. Ef
Flugráð hefur undir höndum einhver
gögn sem sýna með ábyggilegum
hætti að ókyrrð yrði meiri og hættu-
legri á svæðinu sem þýsku ráðgjaf-
arnir völdu en á svæðinu norðan nú-
verandi flugvallar þá er mikilvægt að
þau komi fram og verði notuð í kynn-
ingu valkostanna. Það er einnig mik-
ilvægt að Flugráð leggi fram þau
flugtæknilegu gögn sem gera ráðinu
kleift að hafna með öllu þremur af
fimm kostum sem aðrir sérfræðingar
hafa lagt til. Einn af þeim er valkostur
2 (breyttur völlur í Vatnsmýri, þ.e. ný
A-V-braut byggð á uppfyllingum).
Fyrir liggur að sú braut yrði laus við
þær flugtæknilegu hindranir sem eru
á núverandi A-V-braut (hæðarhindr-
un vegna Öskjuhlíðar í austri og tak-
markanir vegna nálægðar við íbúa-
byggð á vesturenda brautarinnar).
Valkostur 2 yrði í reynd betri flug-
völlur en núverandi völlur með tilliti
til hindrana. Hvers vegna getur Flug-
ráð þá hafnað honum sem óraunhæf-
um kosti? Þessu þarf að svara með
efnislegum rökum en ekki rang-
færslum og persónulegum árásum.
Ef Flugráð hefur gert ítarlegan
samanburð á flugvallarkostunum
fimm með tilliti til flugöryggissjónar-
miða þá væri mikill fengur að því að fá
þann efnivið upp á borðið svo almenn-
ingur og aðrir sérfræðingar á sviðinu
geti lagt mat á hann. Markmiðið er að
umræðan um alla kostina verði mál-
efnaleg og upplýsandi.
Flugvallarkostir
og flugöryggi
Stefán Ólafsson
Reykjavíkurflugvöllur
Markmiðið er að um-
ræðan um alla valkost-
ina, segir Stefán Ólafs-
son, verði málefnaleg og
upplýsandi.
Höfundur er prófessor við Háskóla
Íslands.
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri