Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ L os Angeles. Borg englanna. Borg engri annarri lík. Þar sem draumaverksmiðja Hollywood tifar í ná- grenni við allra þjóða kvikindi í einni stærstu borg veraldar. Hvergi er meira áberandi sambýli hinna moldríku og þeirra bláfá- tæku. Hér er hann, þessi marg- frægi ameríski draumur. Veðurfarið gott með afbrigðum, lunderni íbúanna sömuleiðis. Svo lengi sem þeir eru ekki með bögg- um hildar fastir á einhverri hrað- brautinni á leið til og frá vinnu í steikjandi hita og án loftkælingar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að loft- kæling er ekki nema mátu- lega nytsam- legt fyrirbæri hér á norðurhjara veraldar en við Kyrrahafsströnd Norður- Ameríku er hún mesta þing. Janú- ar sem nú er að líða var raunar ekki nema mátulega hlýr, enda jafnan einn „kaldasti“ mánuður ársins í Suður-Kaliforníu, en þeg- ar sólin skín hitnar allverulega í kolunum og þá er gripið til loft- kælingarinnar. Þótt hægt sé að halda mörg er- indi og skrifa margar greinar um snilld samgöngumannvirkja í Los Angeles, svo fjölmenn og víðfeðm sem hún er, verður heldur ekki hjá því komist að benda á dekkri hlið- arnar; gífurlega bílaumferð og mengun henni samfara. Angele- nos, eða íbúar borgarinnar, eru vitaskuld öllu vanir í þessum efn- um en öllum getur ofboðið og því miður kemur fyrir að gripið sé í bræðiskasti til lausamuna inni í bifreiðinni. Dæmin hafa sannað að sumir verða brjálaðri en aðrir og þá er slæmt að byssueign teljist ekki til sérstakra tíðinda. Enn verra er að sumir sjái ástæðu til að geyma skotvopn í hanskahólfinu „örygg- isins vegna“ og brúki þegar síst skyldi. En það er önnur saga. Á þeim ríflega hálfa mánuði sem ég hef dvalið í Los Angeles hef ég velt umferðinni töluvert fyrir mér. Níu hundruð mílur á amerískum bílaleigubíl eru nú að baki og eftir stendur reynsla af bandarískri umferðarmenningu. Og það verð- ur að segjast alveg eins og er að sú reynsla er góð. Miklu meira en ég þorði að vona. Það sem meira er; Bandaríkjamenn eru upp til hópa góðir ökumenn sem virða umferð- arreglurnar og taka tillit til ann- arra ökumanna. Segja má að tillitssemi banda- rískra ökumanna takmarkist að vísu við útveggi bifreiðarinnar, því þekkt er sú staðreynd að enginn stöðvar þar bíl sinn til að stíga út og kanna bágindi ökumanns í kyrrstæðum bíl í vegarkanti. En það á sér líka miklu forfengilegri skýringar; nefnilega heilbrigða skynsemi og það á ekkert skylt við tillitsleysi eða einhverja firringu stórborgarbúans. Að stöðva bíl sinn á hraðbrautum Bandaríkj- anna er beinlínis stórhættulegt og enn frekar að gefa sig á tal við ókunnuga. Fjöldi neyðarsíma með reglulegu millibili meðfram fjöl- förnum hraðbrautum er til marks um það að hér áður fyrr kom of oft fyrir að saklausir borgarar yrðu glæpalýð að bráð við þessar kring- umstæður og enn er þekkt að s.k. puttalingar og flakkarar ráðist á greiðvikna ökumenn, rupli þá og ræni jafnvel lífi. En það sem helst vekur athygli gestkomandi ökumanns í Los Angeles eru þessar endalausu vegalengdir og víðáttur; sá mikli tími sem fer í að skutlast og send- ast, bíða í röð á götu ellegar hrað- braut. Bíða og bíða. Vitaskuld er til eitthvað sem heitir háannatími á götum Los Angeles eins og annars staðar, en staðreyndin er sú um að umferðin þess á milli er ekkert grín. Og þess vegna er það enn meira afrek að úr öllu saman hafi verið hannað virkt samspil sem gengur upp flesta af 365 dögum ársins og skil- ar milljónum manna sína leið á endanum. Kemst, þótt hægt fari er máls- háttur sem örugglega hefur verið saminn við aðstæður sem þessar. En það athyglisverða er að heimamenn yppta öxlum þegar á þá er gengið með umferðina. Þeim finnst þetta ekkert mál, eru vanir þessu – þekkja ekki annað. Falli svo einhverjir í þá gryfju að segja ástandið ótækt stendur ekki á svarinu: Bað einhver ykkur um að koma hingað? Fyrst ástandið er betra annars staðar, því þá ekki að vera barasta þar? Staðreyndin er nefnilega sú að miklir og stöðugir fólksflutningar til Los Angeles hafa aukið á um- ferðarvandann svo sífellt er verið að byggja ný og ný samgöngu- mannvirki. Einstök veðursæld, gnótt atvinnutækifæra og dulúð draumaverksmiðjunnar tæla sí- fellt fleiri til sín og á meðan geta þeir hinir sömu ekki sífellt verið að kvabba yfir hinu og þessu. Sér- staklega ekki umferðinni. Angelenos líta heldur ekki á fjarlægðir sem eitthvert tiltöku- mál. Fyrir þeim er tíminn á hrað- brautinni dýrmætur tími til að íhuga málin og velta fyrir sér að- steðjandi verkefnum. Það má líka til sanns vegar færa að gott geti verið að velta fyrir sér málunum í ró og næði eftir annasaman dag í vinnunni, áhugaverðan fund eða fyrirlestur. Sagði ekki einhver spekingur að fátt væri betra en yf- irveguð viðbrögð? Viðbrigðin eru hins vegar mjög mikil og á stundum hrýs ökumanni með víkingablóð hugur við bíla- mergðinni allt í kring. Því verður heldur ekki á móti mælt að fyrir Evrópubúa – svo ekki sé talað um Íslending – eru vegalengdirnar í Los Angeles að sumu leyti alveg út úr kortinu. Eða kannast einhver við að skjótast með börnin til Stykk- ishólms í karate, já eða Víkur í Mýrdal í skólann? Sinn er siður í hverju landi, en víst er að þessi ökumaður mun líta „háannatímann“ í umferðinni í henni Reykjavík öðrum augum en áður. Og fjarlægðirnar milli borg- arhlutanna. Það er alveg á hreinu. Borg bílanna Fyrir Evrópubúa – svo ekki sé talað um Íslending – eru vegalengdirnar í Los Angeles að sumu leyti alveg út úr kort- inu. Eða kannast einhver við að skjót- ast með börnin til Stykkishólms í kar- ate, já, eða Víkur í Mýrdal í skólann? VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson EIN mikilvægasta stoð hvers stjórnmála- flokks er öflug ungliða- hreyfing sem mark- visst er byggð upp á allan mögulegan hátt. Grundvallaratriði í slíku starfi er að bjóða upp á leiðir til að fræð- ast um stjórnmál, læra greinaskrif, framkomu í fjölmiðlum og ræðu- mennsku, svo eitthvað sé nefnt. Almenn þátt- taka í stjórnmálastarfi hefur dvínað og er það eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnmál- anna að auka þátttöku almennings í samfélagsumræðunni og efla þannig lýðræðið. Þar skiptir öflugt kynningar- og fræðslustarf stjórnmálaflokkanna miklu máli og því hleypir Samfylkingin nú af stokk- unum stjórnmálaskóla. Lýðræðisleg umræða Með Stjórnmálaskóla Samfylking- arinnar er tilraun gerð til að kveikja eld í huga ungs fólks og virkja það til þátttöku í stjórnmálum. Stjórnmálaskólinn tek- ur til starfa í mars og er öllum opinn að kostnað- arlausu. Dagskráin verður fjölbreytt og kappkostað að kynna helstu þætti stjórnmál- anna og það sem lýtur að samskiptum við fjöl- miðla og framkomu í þeim. Á annan tug manna og kvenna mun koma að fræðslu- og leiðbeiningarstarfi skól- ans og verður dagskráin rækilega auglýst á síð- um dagblaðanna. Eins munu ungir jafnaðar- menn þræða framhaldsskólana og hvetja til þátttöku og skráningar í Stjórnmálaskólann. Síðustu misseri hafa allt of fáir kostir verið í boði fyrir ungt fólk sem vill í senn kynnast stjórnmálastarfi og verða sér úti um þjálfun í framkomu, greinaskrifum og almennri tjáningu á vettvangi þjóðmálanna. Samfylkingin brýtur nú blað í þessum efnum með stjórnmálaskóla sínum. Til að sem flestir hafi aðgang að fræðslunni mun Samfylkingin bjóða upp á að fara með valin helgarnámskeið út um allt land. Rekstur slíks skóla er þáttur í því stóra verkefni sem bíður stjórnmál- anna við að efla lýðræðið og virkja sem flesta til þátttöku. Það er því rík ástæða til að hvetja allt ungt fólk til að fylgjast með starfseminni og taka þátt í þessu skemmtilega starfi. Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar Björgvin G. Sigurðsson Stjórnmálaskóli Rekstur slíks skóla er þáttur í því stóra verk- efni, segir Björgvin G. Sigurðsson, sem bíður stjórnmálanna við að efla lýðræðið og virkja sem flesta til þátttöku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. KVEIKJAN að þessu bréfkorni mínu er gíf- uryrt grein stór- trúbadorsins Bubba Morthens þriðjudaginn 23. janúar titluð: „Framsóknarráðherra og hryðjuverk í íslenskri náttúru.“ Í grein sinni gerir Bubbi laxeldi í sjókvíum að eituriðnaði með vísan í niðurstöður einhverra erlendra mælinga á þungmálmi í eldislaxi, sem ku vera svo svaka- legar að undrun sæti að umræddir laxar skuli ekki hreinlega sökkva til botns. Í beinu framhaldi gerir hann framsóknarflokkinn að samansafni af umhverfishryðjuverkamönnum vegna þess að landbúnaðarráðherra er framsóknarmaður sem hefur gefið vilyrði fyrir laxeldi í sjókvíum við Ís- land. Hvað sem framsóknarmönnum líður er merkilegt að Bubbi geri að umtalsefni erlend mengunaráhrif á eldislax þegar landeigendur við lax- veiðiár á Íslandi hafa í áratugi dreift tilbúnum áburði og mykju allt í kring- um þessar ár með tilheyrandi meng- unarhættu, en án aðfinnslu tónlistar- mannsins. Ég get ekki annað gert en að skoða þetta með augum þess leikmanns sem ég er, meðvitaður um þá hlutdrægni sem stangveiði frá blautu barnsbeini hefur mótað mig og mínar skoðanir. Hvað eru umhverfishryðjuverk eiginlega? Er ekki sauðkindin ábyrg fyrir mestum umhverfisskaða á Ís- landi? Hvers vegna er ekki farið fram á umhverfismat áður en búfénaði er beitt um dali og hól, nagandi hvert einasta smáblóm með titrandi tár? Eru það umhverfishryðjuverk þegar stjórnvöld búa til stöðuvatn á landi sem tilheyrir almenningi til þess að framleiða rafmagn fyrir þennan sama almenning? Hvað heitir það þegar op- inber stofnun sleppir eldisfiski í slíkt stöðuvatn og afhendir síðan örfáum útvöldum einkaafnot af veiðiréttinum sem úr þessu verður, eftir að hafa greitt þessum sömu útvöldu bætur vegna almenningslandsins sem fór undir vatn við framkvæmdirnar? Það hefur alla tíð verið skoðun mín að það sé hrópleg ósanngirni að örfáir út- valdir bændur eigi veiðirétt í fall- og stöðuvötnum á almenn- ingi og geti krafið okk- ur, almenning, um veiðileyfi ef okkur lang- ar að renna fyrir fisk á svæði sem er sam- kvæmt landslögum al- menningseign. Það er angi af sömu ósann- girninni að almenning- ur gerist brotlegur við lög, komi lax á krókinn í stað marhnúts við veið- ar við fjörur okkar ást- kæra föðurlands. Aflatölur laxveiðiáa síðustu árin hafa ekki verið neitt til að gorta af og meðalstærð laxa farið fallandi. Nú er svo komið að menn eru farnir að boða sleppiveiði- skap, þar sem fiskur er veiddur, dreg- inn örmagna að landi og sleppt aftur, til að ekki hverfi síðustu fiskarnir úr ám sem mega muna fífil sinn fegri. Hvað veldur þessari hnignun? Ekki er hægt að skella skuldinni á laxeldi í sjó þar sem það hefur aldrei verið stundað í neinum mæli hér við land og alls ekkert í heilan áratug. Það er lík- legra að umgengni veiðirétthafa við árnar valdi þarna mestu um. Það hef- ur tíðkast að veiða lax frá fjöru til fjalls allt sumarið og draga svo jafnvel fyrir hann með netum eftir að stang- veiðitímabilinu lýkur til að búdrýg- indin verði nú sem allra mest. Ég hef ekki orðið var við að al- menningur sé að kvarta yfir því að ný búgrein sé að verða til á Íslandi, ekki veitir af í ljósi reynslunnar af kvóta- kerfinu „góða“. Þá vaknar spurningin um hverjir það eru sem eru að kvarta undan þessum leyfisveitingum? Í grein sinni nefnir Bubbi að 1.800 lög- býli hafi tekjur af sölu veiðileyfa og að þessar tekjur skipti hundruðum millj- óna. Mér skilst að tekjur vegna sölu veiðileyfa séu um kr. 300 milljónir á ári, sem gefur hverju þessara 1.800 lögbýla að meðaltali kr. 167 þúsund í tekjur á ári. Vitaskuld eru einhverjir bændur með miklu meiri tekjur af veiðileyfum en þetta, en þá stækkar að sama skapi sá hópur sem hefur minna en kr. 167 þúsund í tekjur á ári af sölu veiðileyfa. Það er því ljóst að þeir eru sárafáir sem hafa lifibrauð sitt af sölu veiðileyfa. Vitaskuld eru einhverjar afleiddar tekjur af þessum seldu veiðileyfum, en þær skiptast á hendur enn færri aðila. Það er nefnilega þannig, að lax- veiði er ríkra manna sport, tóm- stundagaman þar sem dagurinn get- ur kostað eins og vikuferð fyrir vísitölufjölskylduna til Mallorca. Það má ekki misskilja orð mín svo að ég telji eitthvað rangt eða óheið- arlegt við að hafa framfærslu sína af þjónustu við stangveiðimenn. Þvert á móti, þá tel ég það vera af hinu góða. Það er hinsvegar með ólík- indum að almenningur skuli ekki geta gengið um almenningseign og veitt þar fisk án þess að þurfa að kaupa til þess leyfi af einhverjum útvöldum. Eins þykir mér óforsvaranlegt að innan þessara útvöldu skuli vera menn sem eru að reyna að hamla gegn uppbyggingu nýrra atvinnu- greina á grundvelli valinna „stað- reynda“ sem gera búgrein sem stund- uð er um allan heim að einhvers konar umhverfishryðjuverkum. Ég tel að fiskeldi í sjó sé raunhæf viðbót við íslenskt atvinnulíf, hvort sem um er að ræða laxfisk, skelfisk, flatfisk eða bolfisk, enda sé það sjálf- gefin lausn á því rugli sem hefur ein- kennt umræður um byggðakvóta þar sem eldisleyfin væru staðbundin, ólíkt gjafakvótanum sem engar kvað- ir fylgja. Eitt sá ég þó í grein Bubba, sem fyllti mig draumsýn á framtíðina. Bubbi spáir að tekjur af veiðileyfum muni hrynja vegna þess að allar ár yrðu fullar af eldislaxi. Ekki þætti mér leiðinlegt að fara fyrir lítinn sem engan pening í einhverja stórána og setja í kolbrjálaðan 15-20 punda eld- islax þar sem leitun er að legnum titti þessi dagana. Laxeldi í víðara samhengi Sigurður Ingi Jónsson Fiskeldi Það er hrópleg ósann- girni, að mati Sigurðar Inga Jónssonar, að örfáir útvaldir bændur eigi veiðirétt í fall- og stöðuvötnum. Höfundur er áhugamaður um fluguveiði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.