Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 33

Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 33 Njálsgötu 86, sími 552 0978 Tilboðsdagar hefjast 1. febrúar Ungbarnafatnaður Rúmfatnaður Myndaefni - tilvalin í gluggatjöld 10-50% afsláttur HINN 21. janúar síð- astliðinn varð Flug- virkjafélag Íslands 54 ára og hélt félagið upp á afmælisdaginn með því að heiðra 29 flugvirkja er stóðu að stofnun félagsins þriðjudaginn 21. janúar 1947 og eft- irlifandi fyrstu stjórnar- menn. Var þessum frumherjum veitt heið- ursmerki Flugvirkja- félags Íslands. Af þeim er í fyrstu stjórn flugvirkjafélags- ins voru lifa einungis tveir, þeir Dagur Ósk- arsson, sem var fyrsti ritarinn, og Sigurður Ingólfsson, fyrsti gjaldkeri félagsins. Í afmælisveislunni kom margt afar fróðlegt í ljós en mest bar á virðingu og fölskvalausri samheldni þessara elstu félagsmanna FVFÍ. Þeir voru ekki alltaf sammála né heldur sáttir í árdaga félagsins um ýmislegt sem hlegið væri að í dag – en lifa við það, að samheldnin hefur ekki sundrað þeim sem stéttarfélagsmönnum og hefðu ekki vilja fara á mis við neitt – nema atvinnuleysisdrauginn, sem vakti yfir starfi þeirra nær allan starfsferilinn. Hins vegar varð ég hissa, í viðræðum mínum við stofn- félagana, þar sem rifjað var upp fyrir mér að einungis átta mánuðum eftir stofnun Flugvirkjafélagsins var sam- ið um fyrsta kaup og kjör flugvirkja hérlendis. Menn urðu ekkert sérstak- lega sammála um samn- inginn eða hvernig bæri að túlka hann. Jafn- framt kom fram að FVFÍ, þá ekki orðið þriggja ára gamalt iðn- greinafélag, fór í fyrsta verkfallið 1. janúar 1950 og stóð það til 17. apríl sama ár. Þetta er enn lengsta skráða verkfall landsins og vill Flug- virkjafélag Íslands ekk- ert minnast þess sér- staklega, né státa af því að vera þaulsetnasta stéttarfélagið í verkfalli hérlendis. Í verkfallinu árið 1950 bar eitthvað á verkfallsbrotum, líklega vegna þess að sumir félagsmenn vissu ekki að þeir væru að vinna í verkfalli, aðrir vegna þess að þeim var hótað af vinnuveitendum og lærðu hugtakið ,,þú ert atvinnulaus ef þú gerir ekki eins og við segjum“. Það er oft hollt að hlusta á þá sem starfað hafa að stéttarfélagsmálum, heyra um reynslu þeirra, kröfur og baráttumál ef ekki væri til annars en að líta í eigin barm og sjá að næstum lítið hefur breyst með tilliti til at- vinnuöryggis flugvirkja hérlendis. Á dögunum tilkynnti Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og ferða- frömuður ársins 2000, ásamt yfir- mönnum tæknideildar Flugleiða, að til stæði að segja 38 fastráðnum flug- virkjum félagsins upp störfum. Þetta væri gert vegna samdráttar í rekstri félagsins, og vegna harðnandi sam- keppni um erlend verkefni í viðhaldi flugvéla og vegna þess að það vilji bara enginn fljúga til Íslands með flugvélar til skoðunar. Það væri svo dýrt að fljúga yfir hafið með tóma flugvél í skoðun og vegna þess að og vegna þess að og vegna þess að... Sigurður minntist þó þess að hafa getið á fundi með starfsfólki Flugleiða í Keflavík, sem haldinn var í nóvem- ber síðastliðnum, að ekki kæmi til uppsagna starfsmanna vegna erfiðrar stöðu félagsins. Vegna orða hans fyrr kom fundurinn eins og köld vatns- gusa yfir okkur, vitandi að aðrir 11 lausráðnir flugvirkjar láta af störfum í apríllok. Auk þessa á að fækka um 10 önnur störf í tæknideild Flugleiða. Ástæða þess að ég set orð á blað er vegna þess sem yfirmaður tækni- deildar Flugleiða tók fram á fundin- um. Hann sagði að öll erlend flug- félög, sem notið hefðu viðhalds- þjónustu Flugleiða, væru ánægð með vinnuna í alla staði, og gat hann þess jafnframt að dregið hefði úr að leita erlendra verkefna. Það hefði verið reynt með því að senda um 700 fax- bréf til flugfélaga, auk þess sem hringt hefði verið til Finnair, en engin svör hefðu borist þaðan. Ég held fram að hér sé eitthvað hroðalegt að, sem fæst engan veginn staðist. Ég kvíði því að fleiri „sprengjum“ verði hent til okkar á flugskýlisgólfið í náinni fram- tíð. Þar verður ábyggilega byrjað á að viðra hugmyndir um enn meiri sam- drátt og breytingar í „sparnaðarátt“ og einhverra hluta vegna þori ég ekki að nefna hugmyndir mínar, því að mér læðist sá grunur að þær yrðu lík- lega teknar alvarlega, ígrundaðar lauslega og að lokum bornar fyrir stjórnarfund Flugleiða, til samþykkt- ar og viti menn: „Voila! Flugskýli Flugleiða nr. 8 á Keflavíkurflugvelli verður selt, öllum starfsmönnum verður sagt upp og viðhaldsþjónusta félagsins verður keypt í útlöndum.“ Fyrir 24 árum fagnaði Flugvirkja- félag Íslands 30 ára afmæli og lýsti þáverandi formaður félagsins því yfir í blaðaviðtali að það væri tilhneiging flugfélaga að flytja viðhald flugvéla úr landinu. Hann taldi það þá þjóðarhag að hafa allt viðhald íslenskra flug- félaga hér heima. Það myndi leiða af sér að gjaldeyrir sparaðist, auk þess sem ríkið hefði af vinnulaunum flug- virkja skattatekjur og önnur gjöld þessu tengdu. Ég tek núna, 24 árum seinna, heils hugar undir orð þáverandi formanns Flugvirkjafélags Íslands, sem er nú- verandi yfirmaður tæknideildar Flugleiða, og spyr, eins og hann hefur eflaust gert þá: Hvers vegna? Af hverju í ósköpunum eru menn ekki sendir út í heim til að afla við- haldsverkefna? Það fer gott orð af viðhaldsdeild Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli. Af hverju auglýsa Flugleiðir ekki viðhaldsþjónustu sína í erlendum fagtímaritum og hjá aðilum sem sér- hæfa sig í að auglýsa og kynna við- haldsdeildir sem veita slíka þjónustu? Er ekki hægt að beina annars ágætri auglýsingastefnu félagsins jafnframt á nýjan markað og aðrar brautir held- ur en þessar endalausu landkynning- ar? Eða er allt sem á undan er gengið einungis til að rétta efnahagsreikning félagsins fyrir næstkomandi aðalfund Flugleiða? Afmælisfundur Flugvirkjafélags Íslands var haldinn í skugga yfirvof- andi hópuppsagna. Uppsagna sem snerta ekki bara þá sem í hlut eiga, heldur einnig fjölskyldur, heimilislíf og fjárhagsöryggi þeirra allra. Þetta á sér stað í landi sem hefur upp á margt að bjóða í faglegri viðhalds- þjónustu flugvéla. Í landi sem liggur í alfaraleið mitt á milli stórra heims- álfa. Ég minnist ekki annars úr sjáv- arútvegi, en að reglan sé sú að skipta um áhöfn í brúnni, ef ekkert veiðist, í stað þess að senda hásetana suður! Mér verður að lokum hugsað til starfsfélaga minna, sem enn á ný eru minntir á, eftir meira en 64 ára sam- fellt atvinnuflug á Íslandi, að hérlend- is er algert atvinnuóöryggi í iðngrein flugvirkja. Mér varð það hinsvegar deginum ljósara að félagsvitund og samheldni okkar hefur aukist og er í réttu hlutfalli við óvissa framtíð. Samheldnin eykst Þórður Jónsson Flugvirkjar Af hverju í ósköpunum eru menn ekki sendir út í heim til að afla við- haldsverkefna? spyr Þórður Jónsson. Það fer gott orð af viðhaldsdeild Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli. Höfundur starfar í tæknideild Flug- leiða og er ritstjóri Flugvirkjans, fréttablaðs FVFÍ. REYKJAVÍK hefur haft ómældan hag af því að vera höfuðborg landsins, án þess hlut- verks væri hún vart svipur hjá sjón. Á síð- ustu öld kostuðu lands- menn allir gífurlegu fjármagni til að byggja þar upp stjórnsýslu landsins, svo og mið- stöðvar heilbrigðiskerf- isins, mennta og lista í landinu. Þessa njóta Reykvíkingar nú og þetta verkar eins og segull á aðra lands- menn, svo við stöndum nú frammi fyrir meiri fólksflutningum innanlands en við höfum áður gert. Þegar litið er til uppbyggingar samgangna þarf að líta til landsins alls. Líta verður til þess að landið allt myndar eina efnahagslega heild. Horfa verður til þess hversu mikil- væg sú efnahagsstarfsemi er, sem er utan höfuðborgarsvæðisins. Efna- hagsstarfsemin úti á landi er ekki síð- ur mikilvæg fyrir Reykvíkinga en þá sem þar búa. Við skipulag samgangna væri eðli- legt að skipta landinu niður í þróun- arsvæði með tilliti til þess hversu langt þau eru frá stjórnsýslu og helstu sjúkrahúsum, mennta- og menningarstofnunum landsins, mælt í ferðatíma. T.d. þau svæði sem eru í einnar klukkustundar fjarlægð, þau sem eru í tveggja klukkustunda fjar- lægð o.s.frv. Reykjavíkurflugvöllur, sem er eitt mikilvæg- asta samgöngumann- virki landsins, er gífur- lega mikilvægur þegar litið er til þróunar at- vinnu- og menningarlífs í landinu. Með því að bæta við hálftíma akstri frá Keflavík, ef reynt yrði að flytja innan- landsflugið þangað, skreppa þau svæði saman þaðan sem hægt yrði að ná til höfuð- borgarinnar á ferða- tíma sem er styttri en ein eða tvær klukku- stundir. Hætt er þá við að grundvelli verði kippt undan áætlunarflugi innan- lands og staða þeirra byggðarlaga úti á landi versnar, sem helst eru bundn- ar vonir við að gætu vaxið og dafnað. Reykvíkingar geta ekki leyft sér að líta eingöngu á Reykjavíkurflug- völl út frá sínum þröngu sérhags- munum. Þeir verða að átta sig á þeim ríku skyldum sem borgin ber gagn- vart landsbyggðinni. Þangað sótti hún á liðinni öld það afl sem hún þurfti til að vaxa og verða það sem hún er í dag. Vörn Stefáns Ólafssonar í Morgunblaðinu 26. janúar, þar sem hann reynir að verjast gagnrýni á skýrslu sína um flugvallarkosti, sýnir að þau sem vilja færa völlinn eru komin í rökfræðilegar ógöngur. Hann spyr: „Hvernig ætti til dæmis að ákveða hvort skipulagsleg tæki- færi Reykjavíkurborgar með annarri nýtingu Vatnsmýrar eða lands- byggðar sjónarmið um aðgengi að miðborg Reykjavíkur ættu að vega meira?“ Síðan segir hann: „Reykvík- ingar gætu litið það öðrum augum en landsbyggðarfólk.“ Formúlan eða svarið sem Stefán auglýsir eftir ræðst einfaldlega af ríkum skyldum höfuðborgarinnar við landsbyggðina. Verðmæti Reykjavíkurflugvallar liggja í að hann er frábærlega vel staðsettur, öryggið er mikið og lok- anir fátíðar. Ef byggja á nýjan flug- völl þarf hann að geta þjónað landinu í heild jafnvel eða betur en núverandi Reykjavíkurflugvöllur gerir. Flug- völlur á Lönguskerjum liggur jafnvel við höfuðborginni og flugvöllur í Vatnsmýrinni. Spurning er hinsveg- ar hvort öryggið verður jafnmikið þar og lokanir jafn fátíðar. Skoða þarf hver áhrifin verða vegna breyttra vindskilyrða, svo og hvort staðsetning úti í sjó veldur vanda vegna seltu og ísingar. Haft er eftir samgönguráðherra í Morgunblaðinu 20. janúar sl. „… að flugvöllur á Lönguskerjum sé skemmtileg fram- tíðarhugmynd sem ekki komist á dagskrá á næstu árum“. Þar kemur einnig fram að heildarkostnaður við uppbyggingu flugvallar á Löngu- skerjum sé á 14. milljarð króna. Í sama blaði kemur fram að Sam- tök um betri byggð telji að virði lands í Vatnsmýrinni sé 40 til 75 milljarðar króna eftir því hver þéttleiki byggðar yrði. Í sama streng tekur Trausti Valsson skipulagsfræðingur í grein sem hann ritar í sama blað, þar sem hann segir: „... og verður þá ávinn- ingur Reykjavíkur af flutningi flug- vallarins út á Löngusker miklu meiri en tilkostnaðurinn við gerð flugvallar þar“. Miðað við þessi rök yrði ávinn- ingur Reykjavíkur ekki undir 26 milljörðum þótt Reykjavíkurborg greiddi allan kostnað af flutningi flugvallarins. Hugmynd Trausta um að fjár- magna flutning flugvallarins með svipuðum hætti og Hvalfjarðargöng- in er órökrétt séð í þessu samhengi. Hann stingur upp á því að afborganir yrðu að hluta til greiddar með flug- vallarskatti líkt og afborganir Hval- fjarðaganga eru borgaðar með gjaldi þeirra sem um göngin fara. Regin- munur er, að þeir sem nota Hval- fjarðargöngin njóta ávinningsins af göngunum og borga fyrir þau. Þeir eiga einnig val um að aka fyrir Hval- fjörð. Á hinn bóginn eru það Reyk- víkingar sem njóta ávinnings af flutn- ingi Reykjavíkurflugvallar og eiga því að borga fyrir flutninginn, en ekki þeir sem nota flugvöllinn. Ef þær greinar og fréttir um flug- vallarmálið, sem birtust í Morgun- blaðinu laugardaginn 20. janúar sl. eru skoðaðar í samhengi, virðist vera búið að greina kjarna málsins sem sátt ætti að geta orðið um meðal landsmanna. Gengið er út frá því að sýnt verði fram á að flugvöllur á Lönguskerjum sé jafnöruggur og flugvöllur í Vatnsmýrinni og lokanir verði jafn fátíðar og þar. Þegar það hefur verið gert er eðlilegt að þeir sem njóta ávinningsins af flutningi flugvallarins, það er Reykvíkingar og Reykjavíkurborg, greiði allan þann kostnað sem hlýst af flutningi flug- vallarins. Í raun tekur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undir þessi sjónarmið í Morgunblaðinu daginn eftir, þ.e. sunnudaginn 21. janúar sl. Þar er haft eftir henni: „Ástæðan fyr- ir því að við erum að fara af stað með þessa umræðu er ekki sú að græða fjármuni heldur erum við sem skipu- lagsyfirvöld að horfa til framtíðar og hvernig borgin getur þróast í fram- tíðinni. Það er að auðvitað sjálfsagt að skoða með hvaða hætti þeir fjár- munir yrðu nýttir sem kæmu til vegna þess lands sem losnaði.“ Að vísu bætir hún við, sjálfsagt til að byggja upp samningsstöðu sína: „En þetta verður bara að koma í ljós þeg- ar niðurstaðan liggur fyrir eftir at- kvæðgreiðsluna.“ Í mínum huga er það á hinn bóginn sjálfsagt að þeir sem njóta ávinningsins af flutningi flugvallarins, þ.e. Reykvíkingar og Reykjavíkurborg, greiði kostnaðinn sem af því hlýst. Ég geri því að tillögu minni til borgaryfirvalda að kostirnir sem val- ið verður um í komandi atkvæða- greiðslu verði tveir. Annar kosturinn verði Reykjavíkurflugvöllur á núver- andi stað. Hinn kosturinn verði að flugvöllurinn verði fluttur út í Löngu- sker og að Reykjavíkurborg greiði allan kostnað af flutningi og upp- byggingu flugvallar þar. Er sáttaleið fundin? Halldór Árnason Reykjavíkurflugvöllur Reykvíkingar geta ekki leyft sér, segir Halldór Árnason, að líta ein- göngu á Reykjavík- urflugvöll út frá sínum þröngu sérhagsmunum. Höfundur er efna- og hagfræðingur, búsettur í Reykjavík. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna www.skb.is/framlog/minningarkort.html Sími 588 7555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.