Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐASTA ári skipaði Geir H. Haarde fjármálaráð- herra nefnd sem á að athuga upptöku olíu- gjalds og á störfum hennar að ljúka í mars næstkomandi. Stór hluti atvinnubíl- stjóra í landinu bindur miklar vonir við að úr þessari nefndarvinnu komi nýtt frumvarp um olíugjald sem hljóti náð fyrir augum Alþingis. Ástæðurnar fyrir því að kröfur um upp- töku olíugjalds eru komnar enn á ný eru þær að við sitjum uppi með margstagað þungaskattskerfi sem er úr takt við tímann hvað varðar umhverf- iskröfur og hvata til hagkvæmari atvinnutækja. Það sem gerir olíugjald að væn- legum kosti fyrir atvinnubílstjóra er sá grundvallarmunur sem er á þessum tveimur innheimtukerfum, þungaskatti og olíugjaldi. Með þungaskatti ræðst gjaldið af því hve mikið er ekið en með olíugjaldi ræðst gjaldið af hversu mikilli olíu er eytt. Að vísu helst þetta í hend- ur en í þungaskattskerfinu vantar hvata til að nota sparneytin öku- tæki. Síðan 1997 hafa stjórnvöld af- numið vörugjöld á vörubifreiðum yfir 5 tonna þyngd og hefur end- urnýjun sendi- og vörubifreiða aukist til mikilla muna. Betur má ef duga skal því þegar aldurshlut- fall vörubifreiða á landinu er skoð- að kemur í ljós að tæpur helm- ingur sendi- og vörubifreiða, sem eru 3,5-12 tonn að heildarþyngd, er 13 ára og eldri. Hjá vörubifreiðum yfir 12 tonna heildarþyngd eru 58% bíla 13 ára og eldri. Ef olíu- gjald kæmist á myndi það stuðla að mun hraðari endurnýjun flot- ans. Það er áætlað að samgöngutæki orsaki u.þ.b. þriðjung af útblást- ursmengun hérlendis og ef ekkert verður að gert er reiknað með að losun aukist verulega á næstu 10 árum. Það er því nauðsynlegt að stjórnvöld finni nýjar leiðir til að standast alþjóðlegar skuldbind- ingar varðandi losun mengandi efna en upptaka olíugjalds er tvímælalaust ein sú jákvæðasta sem til er. Með olíugjaldi yrði til sá hvati sem þarf til að endurnýja vörubif- reiðaflotann, þar með myndi mengun minnka og sömuleiðis eldsneytisþörf í land- inu (þar er sennilega komin skýringin á nei- kvæðri afstöðu olíu- félaganna til olíu- gjalds). Þess má geta að bifreiðaframleiðendur eru sífellt að þróa betri og hagkvæmari dísil- hreyfla í allar stærðir bifreiða. Dís- ilvélar eyða að meðaltali 25-30% minna eldsneyti og losun CO2 er um 15% minni. Gamlar vörubifreið- ir menga því mun meira heldur en nýrri gerðir. Með olíugjaldi yrði allt eftirlit mun einfaldara, hvað viðkemur skráningu í bækur, undanþágu og akstur erlendis. Einn af kostum olíugjalds er að gjaldið yrði greitt jafnharðan og hefði það hagræði í för með sér fyrir atvinnubílstjóra sem og aðra dísilbílaeigendur. Þungaskattur er greiddur eftirá og þurfa greiðendur þess að reiða fram háar fjárhæðir í einu. Þó að kílómetragjald yrði innheimt af bif- reiðum yfir ákveðinni þyngd þá er olíugjald alltaf spor í rétta átt. Eitt dæmi hefur oft verið tekið um með hvaða hætti þungaskatt- skerfið takmarkar kaup á bifreið- um sem standast kröfur nútímans varðandi öryggi og þægindi. Það eru 18 manna rútur sem uppfylla stranga öryggisstaðla og eyða lítilli olíu. Gallinn er sá að þær eru skráðar með 4,6 tonna heildar- þyngd. Í núverandi kerfi þarf að greiða af þeim kílómetragjald þar sem þær eru yfir núgildandi fasta- gjaldsmörkum, 4 tonnum, og því er rekstur þeirra mjög óhagkvæmur. Menn hafa verið að flytja inn samskonar rútur sem eru 3.999 kíló að heildarþyngd en án nokkurs íburðar. Ekki stækkaðar hliðarrúð- ur eða tvöfalt gler, minni upphitun og minni loftræsting, öftustu sæti ekki upphækkuð og fleira sem nú- tíminn gerir kröfur um. Það er ljóst að núverandi kerfi hamlar því að þessi atvinnurekstur geti upp- fyllt strangari öryggis- og meng- unarstaðla eða geti mætt kröfum farþega um meiri þægindi. Þetta er öfugþróun sem stjórnmálamenn hljóta að vilja koma í veg fyrir. Að óbreyttu myndu fólksflutn- ingar, sem hafa verið undanþegnir virðisaukaskatti, greiða stóraukinn virðisaukaskatt ef olíugjald yrði tekið upp. Þetta vandamál er þó leysanlegt þar sem sífellt fleiri að- ilar í fólksflutningageiranum eru meðmæltir því að fara í virðisauka- skattskerfið. Það er ljóst að núverandi kerfi hvetur ekki til þess að menn geri út hagkvæmustu tækin með tilliti til olíunotkunar og mengunar. Með olíugjaldi myndi hugsanlega opnast leið fyrir menn til að draga sjálfir úr skattlagningu, t.d. með endur- nýjun eða betra viðhaldi bíla og notkun. Þannig myndi nást fram margþættur sparnaður og um- hverfisvernd. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær olíugjald verður tekið upp á Íslandi. Gallar þungaskattskerfisins eru of margir til að hægt sé að búa við það til frambúðar. Kostir olíugjalds hljóta að verða til þess að það verði tekið upp. Þá er betra að gera það fyrr en síðar. Olíugjald – skynsöm kerfisbreyting Eyrún Ingadóttir Skattar Núverandi kerfi hvetur ekki til þess, segir Eyrún Ingadóttir, að menn geri út hagkvæm- ustu tækin með tilliti til olíunotkunar og mengunar. Höfundur er framkvæmdastjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra: SVEITARFÉLÖG og aðrar opin- berar stofnanir hafa á undanförnum árum sætt því að sífellt er verið að opna fleiri gáttir í starf- semi þeirra. Fátt á að eiga sér stað hjá opin- berum starfsmönnum sem ekki þolir dagsins ljós. Árið 1996 voru sett sérstök lög, upplýs- ingalög, um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda og þar er einnig til- greint hvað skuli liggja í þagnargildi. Þessi lög fela í sér þá almennu reglu að upplýsingar skuli vera aðgengilegar almenningi, með nokkrum undantekn- ingum þó, og í sumum tilvikum gilda önnur lög, t.d. lög um per- sónuvernd. Nýjar reglur fela í sér breytta starfshætti og e.t.v. ekki síð- ur nýjan þankagang hjá opinberum starfsmönnum og hér verður fjallað um viðleitni sveitarfélaga almennt til þess að koma til móts við nýja tíma, jafnt í innra starfi sem ytra, með sér- stakri hliðsjón af upplýsingastarf- semi Hafnarfjarðarbæjar. Öll stærri sveitarfélög og mörg hinna smærri hafa opnað vefsíður á Netinu. Fyrst í stað miðuðu þessar síður að því að fræða borgarana um starfsemina og innviði hennar. Þar var jafnvel að finna fundargerðir af ýmsu tagi og almenna umfjöllun um sveitarfélagið. Smám saman hafa vefsíðurnar þróast í átt til aukinnar þjónustu þar sem borgararnir geta sinnt ýmsum erindum og sótt þjón- ustu sem eingöngu var hægt að inna af hendi á skrifstofum hins opinbera. Þróunin hefur verið ör undanfarin misseri, ekki síst fyrir tilverknað framsýnna stjórnenda opinberra stofnana, s.s. ríkisskattstjóra sem nú gefur í þriðja sinn kost á rafrænum skattskýrslum og hefur vissulega örvað þróun netlausna í opinberri starfsemi, og enn fremur með til- komu fyrirtækja eins og Form.is sem veitir borgurunum að segja má heild- arlausn í opinberum samskiptum, með rafrænum umsóknareyðublöð- um og erindrekstri þeim tengdum gegnum Netið. Má þar nefna ýmis fylgigögn sem sífellt fleiri verða að- gengileg á rafrænu formi þannig að erilsamar sendiferðir á marga staði heyra brátt sögunni til að mestu leyti. Lausnir, eins og þær sem hér hafa verið nefndar, ættu sveitarfélög að tileinka sér eins og þau hafa tök á. T.a.m. hefur Hafnarfjarðarbær gert samninga við hugbúnaðarfyrirtæki um gagnvirkar veflausnir sem miða að því að bæta þjónustu við borgar- ana og færa hana í auknum mæli inn á heimili og fyrirtæki. Betra skipulag Í innra starfi sveitarfélaganna sjálfra hafa haldið innreið sína ýmiss konar hópvinnukerfi sem miða að faglegum og skipulegum vinnu- brögðum, bæði í tíma- og verkefna- skipulagi og skjalastjórn. Þar má nefna Lotus Notes og íslenska kerfið Erindreka en hið síðarnefnda er nú verið að taka í gagnið hjá Hafnar- fjarðarbæ. Með þessum kerfum er komið á samræmdri skráningu er- inda hjá opinberum stofnunum og auðvelt á að vera að sjá stöðu erinda og hvaða meðferð þau hafa fengið hjá stofnununum. Tölvur eru sem sagt að leysa af hólmi bæði fólk og pappírsfjöll – einkum í þeim tilvikum þar sem við- skiptamenn stofnana vinna beinlínis sjálfir gögn sín inn á móðurtölvurnar. Þannig munu foreldrar sjálfir skrá börn sín inn í gagnagrunna Hafnar- fjarðarbæjar þegar nýtt kerfi, sér- staklega hannað til þess, verður tekið í gagnið við skráningu nemenda á leikskóla á næstu mánuðum. Hins vegar ber að gjalda varhug við raf- rænni geymd gagna eingöngu, með- an ekki er að fullu ljóst hvernig að- gengi verður að þeim í framtíðinni. Að ýmsu slíku verða stjórnendur sveitar- félaga að hyggja í starf- semi sinni, nú þegar rafræn vistun og miðl- un gagna hefur hafið innreið sína í starfsemi þeirra af fullum krafti. Sérstök upplýsingastefna Þróun sú, sem hér hefur verið lýst, miðar að því að auðveldara sé að upplýsa borgarana um starfsemi hins opin- bera, að þeir hafi greið- an aðgang að upplýs- ingum sem varðar þá persónulega eða mál- efni sem þeir vilja kynna sér án þess að eiga beinna hagsmuna að gæta og veita þjónustu án milliliða til hags- bóta fyrir báða aðila. Þá hafa sveit- arfélög, eins og Hafnarfjarðarbær, tekið þann kost að miðla fleiri upplýs- ingum um starfsemi sína en beinlínis er beðið um með borgaralegum er- indum eða með lagaákvæðum. Þetta er gert með öflugum vefsíðum Hafn- arfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur- .is og www.hafnarfjordur.org, með útgáfu fréttablaðs nokkrum sinnum á ári og með öflugri miðlun frétta og upplýsinga beint til fjölmiðla. Hjá Hafnarfjarðarbæ er unnið samkvæmt upplýsingastefnu sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar þann 24. október 1999 og öðl- aðist gildi 1. janúar síðastliðinn. Mér er ekki kunnugt um að sveitarstjórn annars sveitarfélags hafi samþykkt slíka stefnu en borgarráð Reykjavík- ur hefur samþykkt upplýsingastefnu fyrir sitt leyti nýverið og fleiri sveit- arfélög fylgja vonandi í kjölfarið. Í upplýsingastefnu Hafnarfjarðar- bæjar er m.a. tilgreint að upplýsing- ar skuli almennt vera aðgengilegar, til þess fallnar að styrkja lýðræði, með upplýsingum skuli bæjarbúar og starfsmenn sveitarfélagsins meðvit- aðir um starfsemina, réttindi sín og skyldur, að upplýsingamiðlun sé mik- ilvægur hluti starfseminnar og í sam- ræmi við umhverfisstefnu skuli ávallt leitast við að nota rafræna miðlun upplýsinga og gagnvirknimöguleik- um Netsins skuli beitt markvisst. Upplýsingastefnan – með dálítilli greinargerð, nánari útfærslu, skil- greiningum, ábyrgðarsviðum og upp- lýsingum um upplýsingaveitur bæj- arsjóðs Hafnarfjarðar og markmið með starfrækslu þeirra – er aðgengi- leg í heild sinni á vefsíðu Hafnar- fjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Eins og sjá má af framangreindu liggja fjölmargir möguleikar í upp- lýsingatækninni sem eru beinlínis til hagsbóta fyrir alla sem hlut eiga að þjónustuveitu sveitarfélaga og ann- arra opinberra aðila. Með því að nýta þessa möguleika markvisst má nýta skattfé almennings mun betur til þess að veita skattborgurunum sjálf- um betri sýn yfir reksturinn og betri þjónustu. Það hlýtur að vera mark- mið allra þeirra sem veita opinbera þjónustu. Upplýsingamál sveitarfélaga Jóhann Guðni Reynisson Höfundur er forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Hafnarfjarðarbæjar. Skattar Nýta má skattfé mun betur, segir Jóhann Guðni Reynisson, til að veita skattborgurum betri sýn yfir reksturinn og betri þjónustu. Stöðvunarvega- lengd er ekki sama og hemlunarvegalengd – það er rétt hjá Margréti Sæmunds- dóttur sem sendir mér móðurlega ádrepu í Mbl. 25. jan. sl. Á þessu hafði ég ruglast tveimur dög- um áður, þegar ég ranglega taldi tölur hennar um stöðvunar- vegalengd eiga við hemlunarvegalengd. Mér þykir leitt að hafa ruglast þarna á merkingarfræðinni. Því miður held ég að það hafi komið fyrir fleiri en mig. Stöðvunarvegalengd er hemlun- arvegalengd að viðbættri hugsaðri tölu fyrir umhugsunartíma og við- bragð, meðan ökumaður metur hvort nauðhemlunar sé þörf. Sam- kvæmt því sem Baldur Grétarsson, verkfræðingur umferðardeildar Borgarverkfræðings segir í tilvitn- un Margrétar er sá tími áætlaður 1–2 sek- úndur. Hlutfallsleg vegalengd bætist við hemlunarvegalengd- ina í samræmi við það. Það er augljóst mál að því svifaseinni sem ökumaður er því lengri verður stöðvun- arvegalengdin. Fyrir fáeinum ára- tugum, þegar ég var gripinn úr vinnu á Keflavíkurflugvelli og færður í fyrirvara- laust ökupróf amer- ískt, af því að upp komst að ég hafði verið látinn aka bíl vinnuflokksins (í amerískri eigu) í forföllum og það aðeins með íslenskt ökuskírteini, var þessi við- bragðstími prófaður í ökuhermi – „linki“. Ef hann var ein sekúnda eða meira í einu tilviki af tiltekn- um fjölda prófana – mig minnir fimm – þýddi það fall. Sem fyrr segir er ég miður mín yfir að hafa ruglast á þessum tveimur hugtökum – annars vegar áþreifanlegri og mælanlegri heml- unarvegalengd, en hins vegar stöðvunarvegalengdinni. Eftir stendur það sem var inn- tak greinar minnar frá 23. janúar, að ég skora á umferðaryfirvöld að setja raunhæfar reglur og öku- menn að fara eftir þeim. Reglur sem fólk sættir sig ekki við geta ekki verið góðar reglur og eru af- siðandi í eðli sínu. Það á t.a.m. við um 30 km hámarkshraða þar sem hann er ekki eðlilegur aðstæðna vegna. Þetta hafa dómstólar séð og þetta er það sem lögreglan er að reyna að afstýra. Það er okkur öllum í hag. Hankaður á merkingar- fræðinni Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Akstur Mér þykir leitt að hafa ruglast þarna á merk- ingarfræðinni, segir Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, en því miður held ég að það hafi komið fyrir fleiri en mig. Höfundur er bílablaðamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.