Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 35
UM áramótin síð-
ustu tóku gildi lög um
sjúklingatryggingu
(nr. 111/2000). Þeim er
er ætlað að tryggja
betur en áður réttindi
sjúklinga sem verða
fyrir líkamlegu eða
geðrænu tjóni í
tengslum við rannsókn
eða sjúkdómsmeðferð.
Talsvert hefur verið
fjallað um þessi nýju
lög opinberlega en
engu að síður er
ástæða til að benda á
nokkur atriði þeirra til
frekari glöggvunar.
Sjúklingatrygging allra
heilbrigðisstofnana og
heilbrigðisstarfsmanna
Sjúklingatryggingin nær nú til
allrar heilbrigðisþjónustunnar en
ekki einungis opinberra sjúkra-
stofnana eins og var samkvæmt
eldri sjúklingatryggingu. Er þetta
veigamikið nýmæli í lögunum.
Tryggingastofnun ríkisins annast
sjúklingatryggingu fyrir heilsu-
gæslustöðvar, sjúkrahús og aðrar
heilbrigðisstofnanir sem ríkið á í
heild eða að hluta, svo og heilbrigð-
isstarfsmenn sem annast sjúkra-
flutninga á vegum ríkisins. Enn
fremur annast Tryggingastofnun
sjúklingatryggingu vegna sjúklinga
sem fengið hafa samþykki stofn-
unarinnar til vistunar á erlendu
sjúkrahúsi vegna þess að ekki er
unnt að veita nauðsynlega hjálp í
íslensku sjúkrahúsi.
Samkvæmt nýju lögunum er öll-
um heilbrigðisstofnunum sem ekki
eru í eigu ríkisins, svo og öllum
sjálfstætt starfandi heilbrigðis-
starfsmönnum er hafa starfsleyfi
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, skylt að hafa sjúklingatrygg-
ingu hjá vátryggingafélagi vegna
þeirra tjóna sem eru bótaskyld
samkvæmt þessum lögum. Þetta
þýðir m.a. að héðan í frá er t.d.
einkareknum læknastofum, lyfsöl-
um, hjúkrunarheimilum og dvalar-
heimilum með hjúkrunardeild, svo
nokkuð sé nefnt, skylt að hafa slíka
vátryggingu. Sjálfstætt starfandi
heilbrigðisstarfsmenn geta verið:
læknar, tannlæknar, sjúkraþjálfar-
ar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar,
lyfjafræðingar, sálfræðingar, fóta-
aðgerðafræðingar, sjúkranuddarar,
tannfræðingar, félagsráðgjafar,
iðjuþjálfar, ljósmæður, aðstoðar-
lyfjafræðingar, lyfjatæknar, meina-
tæknar, sjóntækjafræðingar,
sjúkraliðar, þroskaþjálfar, lækna-
ritarar, matarfræðingar, matar-
tæknar, matvælafræðingar, nátt-
úrufræðingar í heilbrigðisþjónustu,
næringarfræðingar, næringarráð-
gjafar, röntgentæknar, sjúkraflutn-
ingamenn og talmeinafræðingar.
Bótaskyld atvik
– bótafjárhæðir
Í nýju lögunum eru bótaskyld at-
vik tilgreind nákvæmlega. Þau at-
vik eru: 1) tjón sem ætla má að
komast hefði mátt hjá ef rannsókn
eða meðferð við þær aðstæður sem
um ræðir hefði verið hagað eins vel
og unnt hefði verið og í samræmi
við þekkingu og reynslu á viðkom-
andi sviði, 2) tjón sem hlýst af bilun
eða galla í tæki, áhöldum eða öðr-
um búnaði, 3) tilvik þar sem mat
sem síðar er gert leiðir í ljós að
komast hefði mátt hjá tjóni með því
að beita annarri meðferðaraðferð
eða -tækni sem völ var á og hefði
frá læknisfræðilegu sjónarmiði get-
að gert sama gagn við
meðferð sjúklings og
4) tjón sem hlýst af
meðferð eða rannsókn,
þ.m.t. aðgerð sem er
ætlað að greina sjúk-
dóm og tjónið er af
sýkingu eða öðrum
fylgikvilla sem er
meiri en svo að sann-
gjarnt sé að sjúklingur
þoli það bótalaust.
Þeir sem gangast und-
ir læknisfræðilega til-
raun sem ekki er liður
í sjúkdómsgreiningu
eiga að öllu jöfnu
sama rétt og sjúkling-
ar sem og þeir sem
gefa vef, líffæri, blóð eða annan lík-
amsvökva.
Lágmark og hámark bótafjár-
hæða eru tilgreind í lögunum. Bæt-
ur greiðast ekki nema tjón nemi kr.
50.000 eða hærri fjárhæð en há-
mark bótafjárhæðar fyrir hvert
einstakt tjónsatvik er kr. 5.000.000.
Þessar fjárhæðir eru bundnar vísi-
tölu neysluverðs og breytast 1.
janúar ár hvert. Ef sjúklingur er
meðvaldur að tjóni af ásetningi eða
stórfelldu gáleysi er heimilt að fella
niður bætur eða lækka þær.
Hvert eiga sjúklingar
að snúa sér?
Sjúklingur sem telur sig hafa
orðið fyrir tjóni í tengslum við
rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á
sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða
annarri heilbrigðisstofnun í eigu
ríkisins leggur inn umsókn um bæt-
ur hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Sama gildir varðandi sjúkdóms-
meðferð erlendis og sjúkraflutn-
inga á vegum ríkisins. Sjúklingur
sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni
hjá sjálfstætt starfandi heilbrigð-
isstarfsmanni eða stofnun sem ekki
er í eigu ríkisins leggur inn umsókn
um bætur hjá vátryggingafélagi
viðkomandi starfsmanns eða stofn-
unar. Heilbrigðisstofnanir og heil-
brigðisstarfsmenn veita sjúklingum
sínum upplýsingar um hvaða vá-
tryggingafélags þeir geti snúið sér
til.
Sérnorrænt fyrirbrigði
Með sérstökum lögum um sjúk-
lingatryggingu hafa Íslendingar nú
skipað sér við hlið hinna Norður-
landanna í þeirri viðleitni að
tryggja rétt sjúklinga sem best.
Lög um sjúklingatryggingu eru
sérnorrænt fyrirbrigði. Fyrstu lög-
in af þessu tagi voru sett í Svíþjóð
árið 1975, Finnar settu sérlög 1987
og Danir árið 1992. Norðmenn hafa
að vísu ekki sérstök lög en þeir
hafa reglur um sjúklingatryggingu
sem byggjast á samkomulagi.
Fyrsti vísir að sjúklingatrygg-
ingu hérlendis er lög sem sett voru
á Alþingi árið 1989. Samkvæmt
þeim lögum var sjúklingatrygging-
in hluti af slysatryggingum al-
mannatrygginga. Þau lög voru
bráðabirgðaúrræði þar sem ætlunin
var að setja síðar sérstök lög um
sjúklingatryggingu. Þau hafa nú
verið sett en tíminn og reynslan
munu að sjálfsögðu leiða í ljós
hvernig til hefur tekist.
Víðtækari réttur
til bóta en áður
Sæmundur
Stefánsson
Sjúkratryggingar
Með sérstökum lögum
um sjúklingatryggingu
hafa Íslendingar nú
skipað sér við hlið hinna
Norðurlandanna, segir
Sæmundur Stefánsson,
í þeirri viðleitni að
tryggja rétt sjúklinga
sem best.
Höfundur er deildarstjóri kynning-
armála hjá Tryggingastofnun
ríkisins.
MIKIÐ getur nú ver-
ið fróðlegt að sjá hversu
auðvelt sumir stjórn-
endur stórfyrirtækja
eiga með að þurrka út
þann hluta kvótasögu
fyrirtækisins sem þeir
starfa hjá. Sem hentar
ekki í væli þeirra um að
kvótasöfnun þeirra sé
ekki nógu hröð og mikil,
eins og Guðbrandur
Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri ÚA gerir
í Fiskifréttum 19. janú-
ar sl.
Auðvitað heldur
framkvæmdastjóri
skipulega til haga öllu
því sem hann telur til hagsbóta fyrir
sig í árvekni sinni við að safna saman
sem mestum kvóta inn á eignarreikn-
ing ÚA.
Það er jafnljóst að í þeim tilgangi er
best að minnast alls ekki á hvaðan
kvótinn kom til ÚA né frá hvaða fólki
og byggðarlögum atvinnurétturinn
var tekinn þegar ÚA keypti og yfirtók
veiðiréttinn, fiskinn óveiddan í sjón-
um, kvótann.
Í lögum ber þessi réttur nafnið
aflahlutdeild og gengur á milli fyrir-
tækja í frjálsri sölu kvótabrasksins
sem engu eirir og drepið hefur niður
búsetu, atvinnu og eignarétt fólks í
mörgum sjávarbyggðum víða um
land.
Lokaða tölvuminnið í ÚA
Nú væri fróðlegt ef Guðbrandur
Sigurðsson vildi opna lokaða minnið í
tölvunni og veita upplýsingar um það
sem passaði ekki í umrædda grein um
yfirgang smábátasjómanna á skipu-
lagða kvótasöfnunargleði ÚA sem
orðið hefur svo illa fyrir barðinu á ein-
staklingsframtaki trillukarla, að það
jafngildi tapaðri vinnu 16 sjómanna
sem gætu unnið hjá ÚA og fengið
borgað það handstýrða þorskverð
sem ÚA greiðir sínu fólki.
Að sjálfsögðu hefur í huga Guð-
brands líka verið þurrkað út úr tölvu-
minninu, að fisktonnin sem hann
saknar svo mjög í kvótaskúffum ÚA
hafa verið undirstaða atvinnu og
mannlífs annars staðar á landinu. Er
það virkilega svo að kvótakaup ÚA og
yfirtaka þessa fyrirtækis á skipum og
kvóta hafi ekki áhrif á fólk annars
staðar á landinu, atvinnu þess og lífs-
öryggi? Verða störfin bara til hjá ÚA,
án annarra áhrifa? Var kvótinn send-
ur af himnum til ÚA? Fróðlegt væri
að fá yfirlit um skipa- og kvótakaup
ÚA á þeim undanförnu 17 árum sem
Guðbrandur gerir að umtalsefni í
grein sinni. Hvaðan komu þau fiski-
skip og kvótar þeirra? Notaði fyrir-
tækið sér fjölmargar smugur kvóta-
braskskerfisins á undanförnum
áratugum með því m.a. að notfæra sér
alkvótareglu norðursvæðis meðan
þær reglur voru við lýði, eða val um
sóknarmark meðan það var í gildi?
Það væri skemmtilegt ef upplýst yrði
fyrir alþjóð hvernig ÚA hefur nýtt sér
göt og glufur í fiskveiðistjórnunar-
kerfinu á undanförnum árum eins og
orðrétt segir í grein Guðbrands í
Fiskifréttum en þar átti hann við að
smábátasjómenn hefðu gert slíkt á
kostnað ÚA.
Eftir miðjan níunda áratuginn voru
togskip tvö, um 5-600 brúttólestir, er
hétu Bjarni Herjólfsson og Dag-
stjarnan, gerð út frá suðursvæði en
um þær mundir var kvótasetningunni
skipt í norður og suðursvæði. Norð-
ursvæðaskipin voru að meðaltali með
mun meiri þorskveiðiúthlutun. Aftur
á móti voru suðursvæðaskipin með
mun meira af karfa- og ufsakvóta og
öðrum ruslfiski sem þá var verðlítill.
Skipin tvö sem hér um ræðir voru
með verðlítinn og lélegan kvóta. Á
þessum tíma kaupir ÚA skipin, hlutu
þau nöfnin Hrímbakur og Sólbakur.
Þá er það Halldór Ásgrímsson sjáv-
arútvegsráðherra sem grípur inn í
með pólitískum og ósiðlegum hætti,
hann breytir þessum litla ruslkvóta,
sem skipin tvö höfðu, yfir í meðaltals-
þorskveiðiheimildir á
norðursvæði. Verðgildi
þessara umskipta voru
ríflega ígildi þessara
2.600 kvótatonna sem
Guðbrandur telur ÚA
vanta frá smábáta-
mönnum.
Hlutur
smábátamanna
Við síðustu stjórn-
valdsaðgerðir var um
219 smábátum leyft að
vera áfram í dagakerfi.
Þessu sér Guðbrandur
ofsjónum yfir. Árið
1996-7 höfðu bátar
þessir 84 sóknardaga á
ári. 9́7 og 9́8 voru þeir skornir niður í
40 sóknardaga. Árið 1998-9 voru þeir
færðir niður í 23 sóknardaga leyfilega
á ári og svo gildir enn í dag. Þeim er
sannarlega mjótt á milli augnanna
sem öfunda smábátamenn við þessi
starfsskilyrði. Greinarhöfundur, Guð-
brandur, bendir á að hlutfall þorskafl-
ans sem veiddur var af smábátum sl.
ár hafi verið 16% en fyrir 17 árum hafi
það verið 2%. Í þessu sambandi má
koma fram að allt fram til ársins 1975
var afli vertíðabátanna svokölluðu um
75% af lönduðum þorski landsmanna.
Vertíðabátar voru almennt á bilinu 50
til 150 brúttólestir. Eftir að kvóta-
kerfið tók völdin var vertíðabátunum
útrýmt að mestu, þeir úreltir, þeim
sökkt og þeir brenndir. Þeir sem það
gerðu voru að mestu stórútgerðar-
menn skuttogara og annarra stærri
skipa. Þar fékk ÚA ríflega sinn skerf.
Sjómennirnir á þessum vertíðabát-
um stóðu margir uppi atvinnulausir
og reyndu að klóra í bakkann með því
að færa sig niður á trillur og smábáta.
Með þeim hætti tókst þeim að ná í lít-
inn hluta af aflaafköstum vertíðabát-
anna sálugu. Mesti hlutinn fór til
stóru togskipanna. Nú vilja stórút-
gerðirnar á hlutabréfmörkuðunum ná
öllum smábátunum yfir í aflamarks-
kerfið (braskkerfið) og kaupa þá síðan
upp og höggva í spað, eins og gert var
við vertíðabátana. Þá yrði strand-
veiðiflotinn, sem bjargar mörgum
byggðarlögum, í stórri útrýmingar-
hættu. Við eigum því ekki von á góðu
af hálfu stjórnvalda frekar en fyrri
daginn í stjórnskipan fiskveiða og
meirihluta Alþingismanna getum við í
engu treyst, fullum af þrælslund til
ríkisstjórnarinnar.
Ég hvet smábátamenn til þess að
standa saman og fólkið að baki þeim í
sjávarplássunum sem nú eiga í vök að
verjast. Það getur orðið stutt í harðari
átök en áður hafa þekkst.
P.s. Nú kvað stefna í ca. 600 milljón
króna tap hjá ÚA á sl. ári. Hann Guð-
brandur er aldeilis heppinn að hafa
haft meiri fisk til ráðstöfunar en nú
er. Annars hefði tapið orðið mun
meira. Blessaður maðurinn tapar á
hverju fiskkílói sem hann meðhöndl-
ar.
Guðbrandur
í glerhúsinu
Halldór
Hermannsson
Kvóti
Ég hvet smábátamenn
til þess að standa
saman, segir Halldór
Hermannsson, og fólkið
að baki þeim í sjávar-
plássunum sem nú eiga í
vök að verjast.
Höfundur er skipstjóri á Ísafirði.