Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 39
Ég fór frá honum neðar í ána og eftir
hæfilega stund fór ég uppeftir aftur
og mætti mínum manni með 18
punda lax á bakinu og eitt sólskins-
bros á vör og sagði er ég mætti hon-
um. „Þetta er nú ekki alvitlaust.“ Eft-
ir þetta fórum við saman í nokkrar
veiðiferðir og að lokum tók hann smá
á á leigu og naut sín vel, ekki síst
einn.
Elsku Palli minn, það er svo margs
að minnast að því verða ekki gerð skil
í nokkrum línum en við Inga systir
þín söknum þín innilega og eigum
ekki lengur von á að einhver banki
upp á og segi: „Nú, eruð þið heima?“
Við sættum okkur við að þú sért far-
inn yfir móðuna miklu þar sem Ninna
konan þín og foreldrar þínir taka á
móti þér og umvefja þig.
Palli minn, við Inga kveðjum þig
með söknuði, en þó er söknuður
barna og barnabarna mestur og biðj-
um við Guð að blessa þau og styrkja.
Vertu ávallt Guði falinn.
Þín systir,
Ingibjörg Helgadóttir og
Steingrímur Gíslason mágur.
Hinn 21. janúar sl. lést vinur minn,
Páll S. Helgason, á Landspítalanum í
Reykjavík. Kallið kom snöggt og
óvænt þótt allir mættu við því búast
því Páll hefur átt við mikil veikindi að
stríða í langan tíma. Kynni okkar
Páls hófust árið 1978 þegar við stóð-
um saman að stofnun óháðs flokks
um bæjarmálefni í Kópavogi, „Borg-
aralistans“. Það kom fljótt í ljós að
Páll var traustur og trúr, enda var
honum trúað fyrir sæti í bygginga-
nefnd Kópavogs það kjörtímabil. Þar
vann hann sér traust allra sem með
honum störfuðu. Næsta kjörtímabil
varð hann formaður bygginganefnd-
ar en þá fyrir Framsóknarflokkinn.
Páll lærði vélsmíði á Patreksfirði
ungur að árum og rak vélsmiðju til
margra ára í Reykjavík. Hann þótti
nettur og fínn smiður enda eftirsótt-
ur í faginu og ósjaldan sóttur til að
gefa ráð og fleira. Gaman var að
koma í litlu kaffistofuna á verkstæði
hans, en þar var oft þröngt á þingi því
vinirnir voru margir. Þá fann maður
hvað velkominn hver og einn var. Ég
og fjölskylda mín höfum átt því láni
að fagna að njóta vináttu Páls allt frá
fyrstu kynnum og er því margs að
minnast. Oft fórum við saman í stutta
bíltúra um nágrennið og einkanlega
eftir að hann veiktist. Þá var skrafað
um heima og geima. Hann var mikill
útivistarmaður og fór gjarnan í göng-
ur sér til heilsubótar.
Páll var ættrækinn með afbrigðum
og hafði sérstakt yndi af sinni heima-
byggð, Patreksfirði. Enda fór hann
þangað eins oft og hann gat, meðal
annars átti hann um tíma lítinn veiði-
kofa á Rauðasandi. Þar undi hann sér
vel.
Nú þegar komið er að skilnaðar-
stund bið ég góðan guð að vaka yfir
börnum hans og fjölskyldum þeirra.
Sárt er vinar að sakna,
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi féll á brá,
lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó falli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Fjölskyldu Páls og ættingjum
vottum við samúð okkar. Blessuð sé
minning hans.
Alexander Alexandersson
og fjölskylda.
Öll getum við átt von á því að fá af
því fréttir að einhver samferðamaður
sé látinn, það er gangur lífsins að eft-
ir því sem árin líða kveðja þeir sem
áður settu svip sinn á mannlífið og
umhverfi líðandi stundar.
Að sjálfsögðu snertir það hvern
einstakling misjafnlega eftir því hve
viðkomandi hefur staðið honum
nærri.
Til þess að minnast vinar míns,
Páls Helgasonar, þarf ég að gang-
setja hugarflugið og rekja ofan af
tímahjólinu ein þrjátíu ár.
Fyrstu kynni mín af Palla Helga
voru er við hjónin keyptum húseign-
ina númer 93 við Kópavogsbraut. Þá
var þar frekar snaggaralegur þybb-
inn maður að aðstoða fyrrum eiganda
hússins við ísetningu á innihurðum.
Sá ég þá strax að þarna var handlag-
inn maður sem kunni að halda á og
beita verkfærum rétt.
Þarna kynntumst við hjónin þess-
um mikla öðlingi, Páli S. Helgasyni.
Ég er þess fullviss að einmitt á
þessu væntanlega heimili okkar Ás-
dísar minnar, og allri fjölskyldu,
byrjuðu örlögin að spinna sína ósýni-
legu þræði milli fjölskyldna okkar
Palla, sem eru oft og tíðum sterkari
heldur en þeir sem sjást með berum
augum.
Tilviljum ein réð því að lóðir okkar
lágu saman, þ.e. horn í horn þótt Palli
ætti hús við aðra götu, Þinghólsbraut
54. Fljótlega voru því nokkrar spýtur
teknar úr minni girðingu svo hægara
væri með samgang á milli heimila.
Svo sterk voru vináttubönd okkar,
að ævinlega ræddum við saman í ein-
rúmi um ýmsar hugmyndir og mik-
ilvægar ákvarðanir sem Palli tók á
sinni lífsgöngu og sýndi þar með vini
sínum mikið traust, sem ég verð æv-
inlega hreykinn af. Þótt ævistarf
Palla hafi lengst af verið vél- og
rennismíði var eins og sjómennskan
togaði pínulítið í hann.
Árið 1952 var ég vélstjóri á mb.
Helga Helgasyni undir skipstjórn
Finnboga Magnússonar, sem var
frændi Palla, og atvikaðist það þann-
ig að við Palli færum til Vestmanna-
eyja til að undirbúa skipið til síld-
veiða, vélbúnað þess og ýmislegt
annað. Þetta varð mjög eftirminnileg
síldarvertíð og urðu aflabrögð með
eindæmum góð. Oft höfum við vin-
irnir rifjað upp að gamni okkar þegar
við sátum að kvöldlagi í íbúð Palla í
Gullsmára 9 ýmis atvik, sem gerðust
þetta eftirminnilega sumar og læt ég
hér kyrrt liggja.
Eins var þegar hann ákvað að
stofna til síns eigin atvinnurekstrar
eftir að hafa unnið í mörg ár og verið
meðeigandi í Vélsmiðju Jens Árna-
sonar. Það tók okkur Palla nokkra
daga að finna heppilegan stað til að
setja á stofn eigið vélaverkstæði. Þá
fundum við hús í byggingu og var
neðri hæðin einungis rúmlega fok-
held, Páll kaupir þá hæðina og stofn-
ar þar Vélsmiðju Páls Helgasonar við
Síðumúla 11 í Reykjavík. Það var
aldrei neitt kannski eða ætli ef Páll
ætlaði að gera eitthvað, það var gert
á stundinni. Þetta fyrirtæki stækkaði
fljótt, veitti mörgum mönnum vinnu
og gekk afskaplega vel.
Nú vil ég snúa mér að félagsmála-
manninum Páli S. Helgasyni og
sleppa stórum kafla úr lífshaupi hans.
Áður hefir komið fram um ýmsar
nefndir sem hann sat í fyrir sitt sveit-
arfélag. Eins og fyrr er sagt ræddum
við ýmsa mikilvæga hluti í einrúmi og
er þá komið að inngöngu hans í Odd-
fellow-regluna, þ.e. stúku nr. 11 Þor-
geir. Gamalt máltæki segir „lengi býr
að fyrstu gerð“ og þar á ég við hlut-
verk hans í skátahreyfingunni á Pat-
reksfirði. Hann hafði alla burði til
þess að verða sannur Oddfellow,
enda kom það fljótt í ljós. Ég sem var
Oddfellowi var að sjálfsögðu leiðtogi
hans við inngöngu. Páll var mjög
virkur félagi í reglunni og gegndi þar
mörgum mjög þýðingarmiklum emb-
ættum og margt sem honum fannst
betur mega fara lagfærði hann sjálf-
ur eða fékk aðstoð við. Þannig var að
Páll hafði næmt auga fyrir flestum
hlutum, hvort sem var innanhúss eða
utan.
Ég vil helst ekki rifja mikið upp
veikindasögu vinar míns, þótt ég hafi
fylgst grannt með henni alveg frá
upphafi, einhver annar gerir það
kannski betur en ég. Ég bý í Gull-
smára 7 í Kópavogi og eftir að konan
mín elskuleg, Ásdís Ólafsdóttir, lést
þ. 26. júní í sumar hefir ekki fallið úr
einn einasti dagur, þannig að við Palli
hefðum ekki samband. Og ósköp leið
mér vel að geta rölt yfir til hans, sest í
góða stólinn hans, rabbað saman um
gamla daga eða þá horft á eitthvað
skemmtilegt í sjónvarpinu. Þannig
eyddum við kvöldunum oft fram yfir
miðnætti og höfðum báðir gagn og
gaman af. Það líður sjálfsagt nokkur
tími þar til maður sættir sig við að
Palli sé ekki lengur á fimmtu hæðinni
á nr. 9 bjöllu 20. Þegar þú ert nú horf-
inn af sjónarsviðinu erum við öll, sem
stóðum þér næst, fátækari og sökn-
um góðs vinar og félaga. Það var allt-
af gott að leita til þín og frá þér fór
enginn bónleiður til búðar.
Hafðu heila þökk fyrir órofa vin-
áttu. Ég bið góðan guð að styrkja
ykkur öll og votta mína innilegustu
samúð.
Enginn veit hver annan grefur
allt er líf í drottins hendi.
Menn vita best er misst hann hefur,
mætan vin er vel ég kenndi.
(I.G.)
Ingimundur Guðmundsson.
Á Þinghólsbraut 54 bjó Páll Helga-
son og fjölskylda hans lengst af.
Heimsóknirnar þangað voru margar
og minningarnar góðar. Alltaf feng-
um við hlýjar móttökur, kossa og
klapp á kollinn.
Sem barn hafði ég ekki hugmynd
um hvernig við tengdumst Palla og
fjölskyldu hans. Þau voru bara alltaf
til staðar þegar mamma og pabbi
þurftu að bregða sér frá og við vorum
alltaf velkomin. Þar sem ég ólst ekki
upp í návist ömmu og afa þá hafa þau
Palli og Ninna sjálfsagt fengið það
hlutverk.
Maður þarf ekki að vera hár í lofti
til að skynja þá gagnkvæmu virðingu
og óskaplega miklu væntumþykju í
sambandi mömmu og Palla sem síðan
við systkinin nutum góðs af.
Nú í seinni tíð var Palli sá ættingi
mömmu sem stóð henni næst, því er
missir hennar mikill en minning hans
mun lifa með okkur öllum.
Þótt heimsóknum okkar hafi fækk-
að með árunum minnkaði ekkert
væntumþykjan, hann hefur alltaf átt
stórt hlutverk í lífi okkar og mun allt-
af eiga.
Með þessum línum kveð ég Palla
og sendi aðstandendum hans mínar
innilegustu samúðarkveðju.
Theodóra Þorsteinsdóttir.
Góður vinur minn, Páll Helgason,
er nú genginn á vit feðra sinna og það
er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun
að fá aldrei að sjá hann aftur, tala við
hann, hlæja með honum. Eina hugg-
unin er sú fallega minning sem hann
skilur eftir sig.
Við Páll kynntumst við dálítið
óvenjulegar aðstæður, á skemmti-
siglingu í Karíbahafi. Þegar á fyrsta
degi um borð í skipinu tókst með okk-
ur góð vinátta, sem varð traustari
með hverjum deginum sem leið. Ég
fann hvílíkur sómamaður hér var á
ferð og mér leið vel í návist hans og
hið sama má segja um Björgu konu
mína. Ófáum stundum eyddum við
hjónin saman með Páli þessa daga
sem siglingin tók og það er gott að
geta nú ornað sér við þær ljúfu minn-
ingar.
Í þessari skemmtisiglingu var Páll
á ferð með reglubræðrum sínum úr
Oddfellowreglunni, úr stúku númer
11, Þorgeiri. Þetta voru fyrstu kynni
mín af Oddfellowreglunni. Það fór
ekki framhjá mér hversu sterk þau
voru vináttu- og bræðraböndin, sem
batt þessa menn saman, og þessi
óvenju mikla samstaða, ásamt glað-
værð og hlýju viðmóti stúkubræðra
og eiginkvenna þeirra, vakti áhuga
minn á starfsemi reglunnar. Það var
síðan vinur minn Páll Helgason, sem
leiddi mig fyrstu sporin inn í Odd-
fellowregluna, og fyrir það verð ég
honum ævinlega þakklátur því þetta
voru vissulega gæfuspor.
Ég gæti rifjað upp margar
skemmtilegar stundir sem við Páll
áttum saman eftir þetta. Í minning-
unni stendur ljúfmennska og traust
vinátta upp úr, þótt vissulega mætti
benda á fjölmarga fleiri góða eigin-
leika sem Páll var gæddur. En orð
mega sín harla lítils þegar söknuður
og tómarúm fylla hjartað. Páls
Helgasonar verður lengi minnst og
sárt saknað úr röðum okkar Þor-
geirsbræðra, enda er með honum
genginn góður félagi og virkur og
traustur reglubróðir.
Við Björg sendum aðstandendum
hans okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að blessa þau
og minningu Páls Helgasonar.
Sveinn Guðjónsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 39
KIRKJUSTARF
Bústaðakirkja: Starf aldraðra í safn-
aðarheimili Bústaðakirkju kl. 13.30.
Þar verður spilað, föndrað, sungið,
spjallað og boðið upp á kaffi. Allir
velkomnir.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl.
12.10. Léttur málsverður á eftir.
Grensáskirkja: Foreldramorgunn
kl. 10–12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín. Samverustund
eldri borgara kl. 14. Biblíulestur,
bænastund, kaffiveitingar, og sam-
ræður. TTT (10–12 ára starf) kl.
16.30.
Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna kl. 10–12.
Fræðsla: Gátlisti fyrir heimili. Her-
dís Storgaard, verkefnisstj. Árvekni.
Háteigskirkja: Samverustund eldri
borgara kl. 11–16 í Setrinu í umsjón
Þórdísar Ásgeirsdóttur þjónustu-
fulltrúa. Viðtalstímar Þórdísar eru
alla virka daga kl. 10–11. Sími 551
2407. Kórskóli fyrir 5–6 ára börn kl.
16. Barnakór 7–9 ára kl. 17. Kvöld-
bænir og fyrirbænir í dag kl. 18.
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Kirkjuprakkarar (6–7 ára)
kl. 14.30. Fermingarfræðsla kl.
19.15. Unglingakvöld Laugarnes-
kirkju, Þróttheima og Blómavals kl.
20. Gospelsamvera í Hátúni 10 kl. 20
í samvinnu kirkjunnar og ÖBÍ.
Langholtskirkja: Kyrrðar- og fyrir-
bænastund er kl. 12–12.30. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests og djákna. Létt máltíð gegn
vægu gjaldi á eftir í safnaðarheim-
ilinu. Samvera eldri borgara er kl.
11–16. Spjall, kaffisopi, heilsupistill,
létt hreyfing, slökun og kristin íhug-
un er á dagskrá kl. 11–12. Bænagerð,
sálmasöngur og orgelspil er í kirkj-
unni kl. 12–12.30. Síðan er létt máltíð
(500 kr.) í safnaðarheimilinu. Frá kl.
13 er spilað, hlustað á upplestur eða
málað á dúka og keramik. Kaffisopi
og smákökur eru í boði kirkjunnar
kl. 15.20. Stundinni lýkur með söng-
stund á léttu nótunum undir stjórn
Jóns Stefánssonar organista. Um-
sjón hefur Svala Sigríður Thomsen
djákni.
Neskirkja: Orgelandakt kl. 12. Jónas
Þórir organisti spinnur af fingrum
fram stef á sálmum. Ritningarorð og
bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14–15.
Opið hús kl. 16. Kaffiveitingar.
Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór
Reynisson.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur málsverður
á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyr-
ir 11–12 ára börn kl. 17.
Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús i dag kl. 13–16. Hand-
mennt, spjall og spil. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðarins.
„Kirkjuprakkarar“, 7–9 ára kl. 16–
17. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–
18.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í
dag kl.12.10. Tónlist, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
„Kirkjuprakkarar“, starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 17.15.
Digraneskirkja: Æskulýðsstarf
KFUM og Digraneskirkju fyrir10–
12 ára drengi kl. 17.30. Unglinga-
starf KFUM & KFUK og Digranes-
kirkju kl. 20.
Fella- og Hólakirkja: Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Opið hús fyrir fullorðna til
kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má
koma til Lilju djákna í s. 557-3280.
Látið einnig vita í sama síma ef ósk-
að er eftir akstur til og frá kirkju.
Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 15–
16. Helgistund í Gerðubergi á
fimmtudögum kl. 10.30.
Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12með altarisgöngu og
fyrirbænum. Boðið er upp á léttan
hádegisverð á vægu verði. Allir vel-
komnir. KFUM fyrir drengi á aldr-
inum 9–12 ára kl. 16.30–17.30.
„Kirkjukrakkar“ í Engjaskóla kl.
18–19.
Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja: Samvera 8–9 ára
barna í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. TTT, sam-
vera 10–12 ára barna, í dag kl. 17.45–
18.45 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir
hjartanlega velkomnir. Léttur
kvöldverður að stund lokinni. Tekið
á móti fyrirbænaefnun í kirkjunni í
síma 567 0110.
Vídalínskirkja: Foreldramorgnar,
starf fyrir foreldra ungra barna kl.
10–12 í safnaðarheimilinu.
Víðistaðakirkja: Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14–16.30. Helgistund,
spil og kaffi.
Hafnarfjarðarkirkja: Kyrrðarstund
í hádeginu kl. 12, altarisganga og
fyrirbænir. Léttur hádegisverður
frá kl. 12.30–13.
Kletturinn, kristið samfélag: Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Landakirkja í Vestmannaeyjum: Kl.
12 kyrrðar- og bænastund í hádegi.
20 mín. hlé frá amstri dagsins.
Klukkan 20 er opið hús fyrir ung-
linga (8.–10. bekkur) í KFUM&K-
húsinu.
Fíladelfía: Súpa og brauð kl. 18.
Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung-
lingafræðsla, kennsla fyrir ensku-
mælandi og biblíulestur. Allir vel-
komnir.
Hvammstangakirkja: Kapella
sjúkrahúss Hvammstanga: Bæna-
stund í dag kl. 17. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja: Kirkjan opnuð kl.
12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12.25 – súpa, salat og
brauð á vægu verði. Allir aldurshóp-
ar. Umsjón: Ásta Sigurðardóttir.
Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og
lýkur í kirkjunni um kl. 22.
KEFAS: Samverustund unga fólks-
ins kl. 20.30.
Ytri-Njarðvíkurkirkja: STN-starf
miðvikudaginn 31. janúar kl. 16.30 í
umsjá Vilborgar Jónsdóttur og er
ætlað börnum sex til níu ára.
Hvalsneskirkja: Safnaðarheimilið í
Sandgerði.Fundur með foreldrum
fermingarbarna í Sandgerði kl.
20:30.
Safnaðarstarf
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Kaffi-
bollar
Nýtt - nýtt
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14