Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 45
Síðasti dagur
útsölunnar
Nú 40%
aukaafsláttur f l tt r
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
Opið daglega kl. 10—18
laugardag kl. 10—14
Heimferðir bjóða nú beint flug alla
föstudaga til Kaupmannahafnar í sum-
ar, á lægsta verðinu á Íslandi. Brottför
frá Keflavík kl. 17.10 á föstudögum og þremur tímum síðar lend-
ir þú á Kastrup flugvelli. Heimflug á miðvikudagsmorgnum frá
Kaupmannahöfn. Hjá Heimsferðum getur þú valið um flugsæti
eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, og við bjóðum gott úrval
gististaða í hjarta Kaupmannahafnar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 16.400
Gildir fyrir fyrstu 300 sætin sem bók-
uð eru til Kaupmannahafnar í sumar.
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Skattar, kr. 3.780 fyrir fullorðinn, kr.
3.090 fyrir barn, ekki innifaldir.
Verð kr. 18.900
Flugsæti fyrir fullorðinn.
Skattar kr 3.780 ekki innifaldir.
300
sæti til
Köben
í sumar
frá
16.400*
Flug alla föstudaga
Brottför frá Keflavík kl.17.10
Flug heim á
miðvikudagsmorgnum
Opið í dag
frá kl. 12-16
SIGURÐUR var orðinn aldraður
maður – kominn hátt á níræðisaldur.
Hann hafði verið hraustur alla ævi.
Eftir að hann settist í helgan stein
naut hann þess að fara í góða göngu-
ferð á hverjum degi. Dag einn þegar
Sigurður var á sinni daglegu göngu
hné hann niður. Hjartað var hætt að
slá. Sjónarvottar hringdu á sjúkrabíl
sem kom á mikilli ferð. Lífgunartil-
raunir voru þegar hafnar með raflosti
og hjartahnoði og þeim haldið áfram á
meðan ekið var með blikkandi ljós og
sírenur á sjúkrahús. Hjarta Sigurðar
fór aftur að slá. Og fáeinum dögum
síðar komst hann aftur til meðvitund-
ar.
Ósjálfbjarga maður
Það var gjörbreyttur maður sem
vaknaði til lífsins á ný. Nú gat Sig-
urður ekki staðið, ekki talað, ekki
skrifað, ekki lesið og hvorki stjórnað
hægðum né þvagi. Maðurinn sem
hafði notið þess að ganga úti, hitta
fjölskyldu og vini, spila við félagana í
hverri viku, lesa blöð og bækur gat nú
ekkert af þessu. Sigurður gat ekki
einu sinni sinnt sínum persónulegu
þörfum eins og að klæða sig, borða
sjálfur, baða sig eða fara á klósettið.
Þegar ástand Sigurðar var orðið
stöðugt, eins og kallað er, var reynt að
þrýsta á konuna hans að taka hann
heim. Það gat hún ekki öldruð konan
og farin að heilsu. Hún gat ekki með
nokkru móti sinnt manninum sínum
sem var hjálparvana eins og ungbarn
– aðeins 80 kílóum þyngri.
Sigurður fór á langlegudeild. Tím-
inn leið. Sigurður fékk lungnabólgu.
Mikil lyfjagjöf læknaði lungnabólg-
una. Um sumarið var deild Sigurðar
lokað og hann fluttur ásamt öðrum
sjúklingum á aðra deild. Um haustið
voru þeir fluttir aftur til baka. Og tím-
inn leið. Sigurður fékk aftur lungna-
bólgu. Aftur fékk hann lyf og lungna-
bólgan lét sig.
Sorg á tækniöld
Árin liðu. Ástand Sigurðar breytt-
ist ekkert. Hann var áfram fullkom-
lega ófær um að njóta nokkurs af því
sem hafði gefið lífi hans gildi áður en
hann fékk slag. Loks dó Sigurður.
Konan hans, ættingjar og vinir
syrgðu hann mjög en sorg þeirra var
blandin létti yfir því að Sigurður var
nú loks laus úr þeim viðjum sem líf
hans var komið í. En einnig mikilli
sektarkennd yfir þeim létti. Sorgin
fékk á sig afskræmda mynd. Þau
byrjuðu öll að sakna Sigurðar þegar
hann fékk áfallið. Þá hvarf sá Sigurð-
ur sem þau höfðu þekkt og þótt vænt
um. Árin liðu milli vonar og ótta. Von-
ar um að honum myndi batna og von-
ar að hann myndi deyja – og ótta um
að hann væri að deyja. Þetta er sú
nýja tegund af sorg sem hátæknivætt
heilbrigðiskerfið færir okkur.
Fyrir nokkrum árum hefði þetta
farið á annan veg. Þá var einfaldlega
litið svo á að þegar hjarta einstaklings
stoppaði væri viðkomandi dáinn. Nú
er öldin önnur. Nú hafa slíkar fram-
farið orðið í læknavísindum og tækni
að hægt er að fá hjarta sem hefur
stansað til þess að byrja aftur að slá.
Þessi tækni er ekki spöruð en notuð
við alla sem hjartað stansar í – nema
annað sé fyrirfram ákveðið.
Hvað með þig, ágæti lesandi?
Hvernig vilt þú hafa þetta þegar röðin
kemur að þér? Ef þú ert fylgjandi því
að alltaf sé allt gert sem í mannlegu
valdi stendur til þess að hindra það að
einstaklingur deyi getur þú verið al-
veg rólegur. Þótt þú náir háum aldri
þegar þú færð hjartaáfall eða heila-
blóðfall verður ekkert til sparað að
kalla þig aftur til lífsins með full-
komnasta hátæknibúnaði sem völ er
á.
Að deyja með reisn
Ef þú vilt að dauðinn fái óhindraður
að hafa sinn gang ef þú færð hjarta-
áfall eða heilablóðfall sem aldraður
einstaklingur verður þú að gera ráð-
stafanir í tíma. Þá verður þú að ræða
opið við ættingja þína um hvað þú vilt
ekki að gert sé við þig ef þú verður
veikur eða slasast. Gott ráð er líka að
skrifa það niður og geyma skjalið á
aðgengilegum stað og láta nánaustu
aðstandendur eða vini hafa eintak.
Víða í öðrum löndum eru til eyðu-
blöð sem fólk getur fyllt út og eru
upplýsingarnar síðan geymdar hjá
slysa- og bráðamóttökudeildum. Þá
geta starfsmenn sjúkrahússins at-
hugað hvort þeim er heimilt að reyna
að endurlífga viðkomandi einstakling.
Hér á landi ríkir mikil óvissa í hug-
um almennings hverju fólk ráði varð-
andi læknismeðferð í eigin veikindum
og við ævilok. Því miður gera heil-
brigðisyfirvöld lítið til þess að fræða
fólk um þann rétt sem það hefur til
þess að ráða eigin meðferð í veikind-
um og slysum.
Lög um réttindi sjúklinga frá 1997
nr. 74 kveða skýrt á um réttindi sjúk-
linga til þess að hafna meðferð. Þar
segir í 7. gr.:
Virða skal rétt sjúklings til þess að
ákveða sjálfur hvort hann þiggur
meðferð.
Og í 8. gr. segir svo:
Sjúklingur getur stöðvað meðferð
hvenær sem er.
24. gr. fjallar einnig um sjálfs-
ákvörðunarrétt einstaklings:
Dauðvona sjúklingur á rétt á að
deyja með reisn. Gefi dauðvona sjúk-
lingur ótvírætt til kynna að hann óski
ekki eftir meðferð sem lengir lífið eða
tilraunum til endurlífgunar skal
læknir virða þá ákvörðun.
Val einstaklingsins
Þótt hver einstaklingur hafi rétt
skv. lögum til þess að hafna meðferð
leysir það ekki lækna undan þeirri
skyldu að vera þeir sérfræðingar sem
val einstaklingsins byggist á. Opin og
heiðarleg umræða lækna við sjúkling
og aðstandendur hans um heilsufar
hans og möguleika á bata er sá grunn-
ur sem val sjúklings eða aðstandenda
hans byggist á.
Um þetta atriði segja lögin um rétt-
indi sjúklinga:
5. gr. Sjúklingur á rétt á upplýs-
ingum um:
heilsufar, þar á meðal læknisfræði-
legar upplýsingar um ástand og bata-
horfur,
fyrirhugaða meðferð ásamt upplýs-
ingum um framgang hennar, áhættu
og gagnsemi,
önnur hugsanleg úrræði en fyrir-
hugaða meðferð og afleiðingar þess ef
ekkert verður aðhafst.
Einnig segir í 5. gr.:
Upplýsingar samkvæmt þessari
grein skulu gefnar jafnóðum og tilefni
skapast og á þann hátt og við þau skil-
yrði að sjúklingur geti skilið þær.
Hvað um það ef sjúklingur er ófær
um að taka ákvarðanir fyrir sig sjálf-
ur? Lögin um réttindi sjúklinga taka
einnig á því. Í 24. gr. segir:
Sé dauðvona sjúklingur of veikur
andlega eða líkamlega til þess að geta
tekið þátt í ákvörðun um meðferð skal
læknir leitast við að hafa samráð við
vandamenn sjúklings og samstarfs-
fólk sitt áður en hann ákveður fram-
hald eða lok meðferðar.
Þessvegna er það ekki síst í þágu
okkar nánustu að við mótum okkar
eigin skoðun á því hvernig við viljum
að brugðist verði við í alvarlegum
veikindum eða slysum sem geta verið
ævilok okkar. Það léttir þungbæra
ákvarðantöku aðstandenda ef sjúk-
lingurinn hefur áður lýst vilja sínum
varðandi læknismeðferð við ævilok.
Frásögnin af Sigurði er sönn en
nafni og öðrum kennileitum er breytt.
Hún er skrifuð til þess að vekja fólk til
umhugsunar að það hefur val hvernig
það vill haga málum þegar þar að
kemur.
JÓRUNN SÖRENSEN,
Hlíðarhjalla 2a, Kópavogi.
Við ævilokFrá Jórunni Sörensen:
NÝTT frumvarp til laga um tekju-
tengingu lífeyris er orðið að lögum.
Með kúnstum segja sumir. Ekkert
bendir þó til þess að deilum um
tekjutenginguna sé lokið.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvern-
ig ríkisvaldið geti sett lög, sem heim-
ili Tryggingastofnun að ráðstafa
hluta launatekna einstaklings til
framfærslu annars einstaklings án
þess að viðkomandi launþegi hafi til-
lögurétt þar um. Ég hélt að samn-
ingsbundin laun, sem einstaklingur
hefur unnið fyrir, væru alfarið hans
eign eftir að hann hafi greitt af þeim
skatt og útsvar. Mér finnst því illa
vegið að persónufrelsi og eignarétti
einstaklingsins með þessari laga-
setningu. Það er aftur á móti spurn-
ing, úr því Hæstiréttur dæmdi
skerðingu tekjutryggingar vegna
launa maka ólögmæta, hvort skerð-
ing ráðstöfunartekna launþegans
hefur þá ekki verið ólögmæt. Sé svo
er það líka spurning hvort launþeg-
inn eigi ekki fullan rétt á því að
skerðingunni verði skilað 7 ár aftur í
tímann og jafnvel eigi rétt á skaða-
bótum. Um það fjallaði Hæstiréttur
ekki.
Ákveðið hefur verið að miða lífeyr-
ir við 43 þús. kr. en ekki 51 þús. krón-
ur. Það er því ljóst að ákvörðunin um
að halda inni tekjutengingu losar
hærra launaða að mestu við tekju-
tenginguna, en full tenging helst inni
hjá þeim sem lægst hafa launin. Rétt
er svo að hafa í huga að þótt miðað
hefði verið við 51 þús. kr. verður
launþeginn að greiða allverulegan
hluta framfærslu lífeyrisþegans hafi
hann lágar greiðslu úr lífeyrissjóði,
því 51 þús. kr. eru ekki nema lítill
hluti af framfærslukostnaði einstak-
lings, svo þessi ákvörðun virkar ein-
göngu sem skerðing á framfærslu
þeirra sem verst eru settir.
Stjórnarliðar kvörtuðu undan því
að með þessum dómi væri verið að
færa þeim hærra launuðu mesta pen-
inga. Það er einmitt það sem nýju
lögin gera og er bara í samræmi við
annað í þjóðfélaginu. Sé eitthvað
gert fyrir þá sem búa við lægstu
kjörin fá þeir hærra launuðu það til
sín margfalt, eins og t.d. alþingis-
menn. Þessi nýju lög færa þeim
hærra launuðu kjarabætur, en þeim
lakast settu ekkert og á það virðast
stjórnarliðar leggja mikla áherslu,
með því að viðhalda skerðingar-
ákvæðinu. Ef menn í alvöru vilja
gera eitthvað fyrir þá sem verst eru
settir þarf að afnema tekjuteng-
inguna alveg eða tengja hana ein-
göngu við háar launatekjur.
Í umfjöllun um öryrkjamálið var
mikið talað um fjölskyldutekjur.
Slíkar kúnstir eru ekki notaðar nema
þegar rætt er um kjör þeirra sem al-
þingismenn og atvinnurekendur
telja vera í jaðri mannréttinda.
Gagnvart þeim hærra launuðu er
starfið metið til verðgildis launa ein-
staklings og þá oftast margfalt
hærra en fjölskyldulaunin, þannig að
hálaunafjölskylda getur verið með
margra ára tekjur láglaunafjölskyld-
unnar í mánaðarlaun. Þessara háu
tekna njóta þeir ekki síst sem leggja
mikla áherslu á fjölskyldulaunakerf-
ið fyrir aðra en sjálfan sig.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
Eru öryrkjar
og ellilíf-
eyrisþegar
niðursetn-
ingar?
Frá Guðvarði Jónssyni: