Morgunblaðið - 31.01.2001, Page 46
DAGBÓK
46 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Lag-
arfoss kemur og fer í
dag. Northern Lindnes
Freyja RE, Dimas og
Freri RE koma í dag.
Dettifoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Saltor kom í gær. Lag-
arfoss fer í dag.
Fréttir
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda. Svarað
er í síma Krabbameins-
ráðgjafarinnar, 800-
4040, kl. 15–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–16.30
klippimyndir, útsaumur
o.fl., kl. 13 smíðastofan
opin og spilað í sal, kl. 9
hár- og fótsnyrtistofur
opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl.9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 10 banki, kl. 13
spiladagur og vefnaður.
Laust í glerskurði, upp-
lýsingar í síma 568-
5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós! Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum, kl. 13–16,30, spil
og föndur. Leikfimi er í
íþróttasal á Hlaðhömr-
um á þriðjudögum kl.
16. Sundtímar á Reykja-
lundi kl. 16 á mið-
vikudögum. Kóræfingar
hjá Vorboðum, kór eldri
borgara í Mos., eru á
Hlaðhömrum
á fimmtudögum kl. 17–
19. Uppl. hjá Svanhildi í
s. 586-8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan og handa-
vinnustofan opnar, kl.
13 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting og
verslunin opin til kl. 13,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðju-
dögum kl. 13.30. Spilað í
Holtsbúð 1. feb. kl. 13.30
bókmenntahópur og les-
hringur í bókasafninu 5.
feb. kl. 10.30. Spila-
kvöld, félagsvist á Álfta-
nesi 8. feb. kl. 19.30.
Akstur skv. áætlun.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
10. Söngfélag FEB, kór-
æfing kl. 17. Línudans-
kennsla kl. 19.15.
Baldvin Tryggvason
verður til viðtals um
fjármál og leiðbeiningar
um þau mál á skrifstofu
FEB á morgun 1. febr-
úar kl. 11–12. Panta þarf
tíma. Leikhópurinn
Snúður og Snælda
munu frumsýna 4.
febrúar „Gamlar perl-
ur“, þættir valdir úr
fimm gömlum þekktum
verkum. Sýningar eru
fyrirhugaðar á mið-
vikudögum kl. 14 og
sunnudögum kl. 17.
Laugardagur 10. febr-
úar kl. 13.30. Fyrsti
fræðslufundur „Heilsu
og hamingju“ verður
laugardaginn 10. febr-
úar kl. 13.30 í Ásgarði,
Glæsibæ. Ólafur Ólafs-
son, formaður FEB og
fyrrverandi landlæknir,
gerir grein fyrir rann-
sóknum sínum á heilsu-
fari aldraðra. Þorsteinn
Blöndal yfirlæknir
greinir frá helstu sjúk-
dómum í lungum, sem
aldraðrir verða fyrir.
Allir velkomnir. Upplýs-
ingar á skrifstofu FEB í
s. 588-2111 kl. 10 til 16.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Línudans kl. 11. Getum
bætt við byrjendum.
Myndmennt kl. 13. Get-
um bætt við í fáein
pláss. Píla kl. 13.30. Á
morgun er púttæfing í
Bæjarútgerðinni kl. 10–
12.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. almenn
handavinna, umsjón
Eliane Hommersand, kl.
10.30 gamlir leikir og
dansar, frá hádegi spila-
salur opinn. Kl. 13.30
tónhornið. Mynd-
listasýning Ólafs Jakobs
Helgasonar stendur yf-
ir. Fimmtudaginn 22.
febrúar er leikhúsferð í
Þjóðleikhúsið að sjá
leikritið „Með fulla vasa
af grjóti“, skráning haf-
in. Aðstoð frá Skattstofu
við skattframtöl verður
veitt miðvikudaginn 7.
mars, skráning hafin.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. hringdansar, kl. 17
bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.10 og 10.10 leikfimi, kl.
10 ganga, kl. 13 ker-
amikmálun, kl. 13.30
enska.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl. 9–
12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 11
banki, kl. 13 brids.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9 opin
vinnustofa, postulíns-
málun og fótaaðgerð, kl.
13 böðun, kl. 13.30 sam-
verustund.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir,
hárgreiðsla, keramik,
tau- og silkimálun og
jóga, kl. 11 sund í
Grensáslaug, kl. 14
danskennsla, Sigvaldi,
kl. 15 frjáls dans, Sig-
valdi, kl. 15 teiknun og
málun. Þorrablót verður
haldið föstudaginn 2.
febrúar kl. 19, húsið
opnað kl. 18.30. Þorra-
hlaðborð, kaffi og kon-
fekt, skemmtiatriði.
Ræðumaður kvöldsins
Kolbrún Halldórsdóttir
alþingismaður, tæ-
lenskur dans, Borg-
ardætur syngja við und-
irleik Eyþórs
Gunnarssonar. Ólafur
B. Ólafsson leikur á
harmónikku og píanó og
leiðir söng. Sigvaldi
stjórnar dansi. Skráning
í síma 588-9335.
Norðurbrún 1. Fótaað-
gerðarstofan opin frá kl.
9–14, kl. 9–12.30 út-
skurður, kl. 9–16.45
handavinnustofurnar
opnar, kl. 10 sögustund,
kl. 13–13.30 bankinn, kl.
14 félagsvist, kaffi og
verðlaun. Þorrablót
verður haldið föstudag-
inn 2. febrúar kl. 19.
Vesturgata 7. Kl. 8.30
sund, kl. 9 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
aðstoð við böðun, mynd-
listarkennsla og postul-
ínsmálun, kl. 13–16
myndlistarkennsla,
glerskurður og postul-
ínsmálun, kl. 13–14
spurt og spjallað.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bankaþjónusta, kl. 10
morgunstund og fótaað-
gerðir, bókband og
bútasaumur, kl. 13
handmennt og kóræf-
ing, kl. 13.30 bókband,
kl. 14.10 verslunarferð.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun,
fimmtudag, kl. 10, á
Korpúlfsstöðum. Pútt-
að, kaffi og spjallað. All-
ir velkomnir. Nánari
upplýsingar veitir Ingi-
björg Sigurþórsdóttir í
síma 545-4500.
Bústaðarkirkja, starf
aldraðra, miðvikudaga
kl. 13–16.30 spilað,
föndrað og bænastund.
Boðið upp á kaffi.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12. Í
dag kl. 19.30 félagsvist.
Félag kennara á eft-
irlaunum. Fimmtudag-
ur 1. febrúar kl. 14 bók-
menntahópur, kl. 16
EKKÓ-kórinn, söng-
æfing. Laugardagur 3.
febrúar kl. 14 skemmti-
fundur, dagskrá: félags-
vist, kaffiveitingar, frá-
sögn, söngur.
Rangæingar – Skaft-
fellingar. Félagsvist í
Skaftfellingabúð kl. 20 í
kvöld, kaffiveitingar og
góð verðlaun.
Hana-nú, Kópavogi.
Af óviðráðanlegum
ástæðum verður næsti
fundur í Bókmennta-
klúbbi Hana-nú ekki í
kvöld heldur nk. mið-
vikudag 7. febrúar kl. 20
á LesstofuBókasafns
Kópavogs. Dagskrá
auglýst síðar.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105, kl. 14–17:
Handverk af ýmsu tagi í
styrktar- og fjáröfl-
unarskyni. Allir vel-
komnir.
Í dag er miðvikudagur 31. janúar,
31. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Óttast eigi land! Fagna og gleðst,
því að Drottinn hefir unnið stórvirki.
(Jóel 2, 22.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
HEITIÐ Staðardagskrá 21, semsnýst um margs konar verk-
efni á sviði sjálfbærrar þróunar,
hefur alltaf vafist nokkuð fyrir Vík-
verja. Er það notað almennt um að-
gerðir sem sveitarfélög og önnur yf-
irvöld hyggjast ráðast í á þessu
sviði. Orðið staðardagskrá segir
ekki beint mikið. Er ekki hugsan-
legt að nefna þetta fyrirbæri svæð-
isstefnu eða svæðisverkefni? Sam-
anber svæðisútvarp sem er að mati
Víkverja vel heppnuð samsetning á
því sem fer fram eða er bundið við
tiltekið svæði. Svæðisstefna er í það
minnsta ívið meira lýsandi heiti en
staðardagskrá. Þetta geta kannski
orðhagari menn en Víkverji er í dag
ígrundað.
x x x
GÓÐ þjónusta er lykilatriði íverslun og viðskiptum og raun-
ar í samskiptum manna á öllum
sviðum. Þetta vita flestir sem gegna
þjónustustörfum en stundum verð-
ur á veginum fólk sem ekki gerir sér
gjörla grein fyrir þessu mikilvæga
atriði í starfi sínu.
Víkverji varð nýlega fyrir barðinu
á lítils háttar þjónustumistökum hjá
Búnaðarbankanum (Það er sem
sagt nöldurdagur hjá Víkverja í
dag). Hugðist hann bregða sér í
útibú í Kringlunni og var ekki viss
um að það væri opið jafnlengi og
verslanirnar þar og klukkan rétt að
verða fjögur. Hafði því vaðið fyrir
neðan sig, að því er hann hélt, og
hringdi í aðalsíma bankans og
spurði hvort umrætt útibú væri opið
lengur en til kl. 16. Var því svarað
játandi, opið væri til kl. 18. Enn var
spurt hvort það væri daglega, nei,
aðeins á fimmtudögum, en þá var
einmitt fimmtudagur.
Góður banki, hugsar Víkverji,
sem nennir að hafa opið lengur en til
fjögur einn dag í viku. Arkar hann
svo yfir götuna og hyggur á innlegg
(!) en yfirleitt er erindið í banka
frekar að greiða reikninga. Um kl.
16.07 er Víkverji við bankainngang-
inn og þar eru þá allar gáttir harð-
lokaðar með gleri og ógjörningur að
ráðast til inngöngu. Á glerið var af-
greiðslutíminn letraður og þar kom
fram að bankinn væri opinn kl. 17–
18 á fimmtudögum. Þetta vissi ekki
starfsfólk á aðalsímaborði bankans
og það finnst Víkverja skortur á
vitneskju sem þar með þýðir laka
þjónustu. Víst var það rétt að bank-
inn var opinn til kl. 18 en í samtalinu
við skiptiborð bankans átti vitan-
lega að fylgja með að hann væri lok-
aður milli kl. 16 og 17. Víkverji gerir
sér grein fyrir að hér er ekki við
símaverðina að sakast. Þeir geta
ekki bergmálað annað en það sem
þeir eru upplýstir um. Þess vegna er
mikilvægt að slíkt andlit fyrirtækja
sem starfsmenn skiptiborðanna eru
sé vel inni í öllu sem snýr að þjón-
ustu og fái að vita allar nýjar fréttir
og breytingar sem upp kunna að
koma.
x x x
AÐ endingu er rétt að slá á já-kvæðari strengi. Jeppadeild
Útivistar hefur safnað jeppaeigend-
um í sérstakar ferðir sem er góður
kostur að mati Víkverja. Bæði er
farið á jökla á breyttum og dugmikl-
um bílum og einnig boðið uppá ferð-
ir fyrir hina sem leggja aðeins í
„venjulega“ fjallvegi. Þannig eru
t.d. í bígerð næsta sumar ferðir um
Vestfirði og Gæsavatnaleið. Þetta er
góð aðferð til að kynna mönnum há-
lendið og til að venja jeppaeigendur
til vandaðra fjallaferða. Auðvitað
kunna þeir það langflestir en þeir
sem lítið hafa farið á fjöll á þessum
farartækjum sínum ættu að skella
sér í leiðangra sem þessa, ferðast
með vönum mönnum sem þekkja
leiðirnar út og inn og landið líka.
LANDSSÍMINN blekkir
viðskiptamenn sína með
villandi „upplýsingum“ á
þjónusturás farsíma. Í
símaskrá sem send er not-
endum er skráð farsíma-
númer séra Geirs Waage í
Reykholti. Ég ætlaði að
hafa tal af honum vegna
kirkjuvígslu í Hvalnessókn,
brauði séra Hallgríms Pét-
urssonar. Vel prentað núm-
er Reykholtsprestsins sam-
kvæmt upplýsingum
símans er birt á bls. 92 í
símaskránni 2000. Svara-
köld tölvurödd ansar „Þetta
númer er ekki til. Vinsam-
legast athugið hvort rétt
hefir verið valið“. Ég hugsa
með mér „Bannsettur
klaufinn. Sérð ekki lengur á
símaskrá. Flettu upp aft-
ur“. Leita í heimildarbók
Landssímans. Landsbyggð.
Sama númer kemur upp.
Hringi enn. Sama svara-
kalda tölvurödd mælir
dómsorðin. „Þetta númer
er ekki til. Vinsamlegast at-
hugið hvort rétt hefir verið
valið“. Ég hringi í 118. Ung
og aðsópsmikil rödd svarar.
Mér fannst ég kannast við
KEA-blæinn, undan kirkju-
tröppunum á Akureyri. Eða
var það kannske úrsvöl Ísa-
fjarðardama með hafís-
hreim, tæpast engjarós á
Egilsstöðum. 118 er um-
hverfisvæn byggðalína. Ég
tjáði símastúlkunni vand-
ræði mín. Bað hana að
hringja í farsímanúmer
Reykholtsklerksins og
hlusta á svör Landssímans.
Símadaman brást hin
versta við. Kvaðst hafa ann-
að að starfa en að sinna er-
indum gamalla ruglukolla.
Sleit síðan sambandi að
loknum fúkyrðaflaumi.
Mér varð hugsað til
„Ebbu góðu“, Elínborgar
Gísladóttur frá Mosfelli,
mágkonu Davíðs Ólafsson-
ar seðlabankastjóra. Hún
var gimsteinn í starfsliði
Landssímans. Skildi aldrei
við viðskiptamenn fyrr en
vandi þeirra var leystur.
Landssíminn hefir nú tekið
upp aðra starfshætti en á
dögum Ebbu góðu.
Nýr stjórnandi Lands-
símans, Þórarinn fyrrum
vinnuveitendasambands-
forstjóri, horfir stórum
spurnaraugum, rétt eins og
hann heyri enn örlagadyn
Þjóðviljapressunnar, mál-
gagns þjóðfrelsis, verka-
lýðshreyfingar og sósíal-
isma í fjarska, en hefir nú
stofnað til vináttusambands
við dillibossakór í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna. Þar
sveiflar hann síðpilsum í
kántrýdansi með mislitum
Suðurríkja símabellum „á
hverfanda hveli“. Lætur
sem hann sjái ekki Sigríði
systur Hannibals og Finn-
boga Rúts, með skotthúf-
una og skapfestuna, þótt
hún búi í símablokkinni á
Birkimel, hvað þá Ásthildi
Steinsen og stelpurnar á
stöðinni. Vandséð hvaða er-
indi engilsaxneskur sálma-
söngur á í sjónvarpsauglýs-
ingar Landssímans á
kostnað þjónustunnar við
klerkinn í Reykholti.
Við, aldraðir elliglópar
sem göngum í gildru
Landssímans og trúum
símaskránni, verðum svo að
greiða herkostnaðinn af því
að hringja í síma 118.
Landssímanum ber að
grisja í blómareit sínum.
Hann á að reita illgresið og
ráða til sín starfsstúlkur af
gerð Ebbu góðu.
Farsímanúmer séra
Geirs Waage er enn hið
sama í skránni. Ef þú hring-
ir færðu enn hið sama svar.
Reykholtsbóndinn
Snorri Sturluson hafði eng-
an síma. En hann kunni að
koma fyrir sig orði. Um
framkomu stjórnenda sím-
ans sem auglýsa „rétt skal
vera rétt“ hefði hann sagt
„þeim var ekki gefin hin
andlega spektin“.
Snorri gleymdi ekki
ákveðna greininum í þessu
samhengi.
Pétur Pétursson þulur.
Tapað/fundið
Svartur silkitrefill
tapaðist
SVARTUR silkitrefill með
kögri og flauelsmunstri
tapaðist í sólarkaffi á veg-
um Ísfirðingafélagsins á
Broadway, föstudaginn 26.
janúar sl. Vinsamlegast
hafið samband í síma 564-
2810 eða 866-5663.
Dýrahald
Lilli er týndur
LILLI er mjög stór, gulur
og hvítur köttur, óvenju-
lega gæfur. Hann býr að
Hrísateig 8 og er merktur,
bæði með hálsól og eyrna-
merktur. Hann hvarf að
heiman miðvikudaginn 24.
janúar sl. Mig langar að
biðja fólk að athuga bíl-
skúra og kjallara ef hann
skyldi hafa lokast inni. Vin-
samlegast hringið í síma
553-9766.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Landssíminn
dregur dár að
ellimóðum og
sjóndöprum
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 kvenvargur, 4 viðureign-
ar, 7 bál, 8 vitlaus, 9 mein-
semi, 11 framkvæmt,
13 trylltar, 14 árnar, 15
sorg, 17 duft, 20 lemja, 21
að baki, 23 mjó málmstöng,
24 dreng, 25 fargar.
LÓÐRÉTT:
1 karlfugl, 2 sálir, 3 meiða,
4 líffæri, 5 reiðar, 6 afkom-
endur, 10 stór, 12 frístund,
13 heiður, 15 farmur, 16
skrifar, 18 verk, 19 korns,
20 slöngu, 21 ávíta.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kjánaskap, 8 eitur, 9 kyssa, 10 auk, 11 aumar, 13
innan, 15 snarl, 18 sakir, 21 ána, 22 gnauð, 23 kinda, 24
klæðnaður.
Lóðrétt: 2 játum, 3 nárar, 4 sekki, 5 ausan, 6 nema, 7 fann, 12
aur, 14 nóa, 15 saga, 16 aðall, 17 láðið, 18 sakka, 19 kunnu, 20
róar.