Morgunblaðið - 31.01.2001, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 47
DAGBÓK
Aukið sjálfsöryggi
meira sjálfsöryggi
Upplýsingar í síma 694 5494
Nýtt námskeið hefst
7. febrúar
Með sjálfsdáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða upp-
byggingu á öllum sviðum.
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
Kæru ættingjar og vinir!
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heimsóttu
mig og glöddu með söng og góðum gjöfum á
níræðisafmæli mínu 10. janúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Pétur Einarsson,
Dalbraut 21.
3ja vikna ferð til Kanaríeyja fyrir 4
frá 14. febrúar til 7. mars á glæsilegasta
hóteli eyjarinnar sem er niðri við sjóinn.
Nánari upplýsingar gefur Óskar í
símum 587 1565 og 898 6405.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert rómantískur og lífs-
þorsti þinn vekur aðdáun
annarra. Gættu þess að eig-
ingirnin beri þig ekki ofurliði.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hver er sinnar gæfu smiður
og þú ekki síður en aðrir. Því
skaltu ekki gefast upp heldur
berjast áfram að því takmarki
sem þú hefur sett þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ferð langt á sjálfstraustinu
en þarft líka að gæta þess að
hafa fleiri tromp uppi í erm-
inni sem þú getur gripið til
þegar verkefnin liggja fyrir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það þýðir ekkert að berja
höfðinu við steininn þótt eitt-
hvert andstreymi sé um sinn.
Þú hefur alla burði til að sigr-
ast á erfiðleikunum og þarft
því engu að kvíða.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að gæta þess að
draga þig ekki um of inn í skel
þína heldur umgangast annað
fólk bæði þér til skemmtunar
og lærdóms. Mundu að maður
er manns gaman.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert í færi til að ná árangri
fyrr en þú áttir von á og það
er sjálfsagt að þú sýnir hæfni
þína með því að koma í mark
með slíkum glæsibrag.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Aðstæður kalla nú á að þú
sýnir sérstaka aðgæslu og
haldir þér til hlés meðan
ákveðin mál ganga yfir á
vinnustað þínum. Þinn hlutur
mun batna með þeim hætti.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Til þín verður leitað til þess
að skera úr viðkvæmu vanda-
máli og þá reynir á óhlut-
drægni þína og að þú kynnir
þér vandlega alla málavexti.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Valdið er vandmeðfarið og þú
skalt varast það eins og heit-
an eldinn að láta kné fylgja
kviði þótt þú hafir möguleika
á því. Lítillæti er aðal valds-
mannsins.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Nú er tími til að lyfta lokinu af
verkefni sem þú hefur verið
að vinna að í leynum. Viðtök-
ur annarra eiga eftir að koma
þér skemmtilega á óvart.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reyndu að finna þér tíma til
þess að vera úti í náttúrunni.
Útivist hleður batteríin til
nýrra átaka og er kjörin leið
til að lyfta líkama og sál.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nú getur þú ekki lengur vik-
ist undan því að ganga í
breytingar sem þú hefur
lengi vitað að vofðu yfir.
Mundu að hálfnað er verk þá
hafið er.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Farðu þér hægt þótt þér finn-
ist allt með þér því flas er ekki
til fagnaðar heldur er betra
að vera viss í sinni sök þegar
lagt er í hann.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, miðviku-
daginn 31. janúar, Gunnar
Yngvason, Breiðholti,
Garðabæ. Hann tekur á
móti gestum í samkomuhús-
inu á Garðaholti föstudaginn
2. febrúar eftir kl. 20.
LJÓÐABROT
Áfangar
Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili;
skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili;
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í dimmu gili.
Þverhöggvið gnapir þúfubjarg
þrútið af lamstri veðra;
Ægir greiðir því önnur slög,
ekki er hann mildur héðra;
iðkuð var þar á efstu brún
íþróttin vorra feðra:
Kolbeinn sat hæst á klettasnös,
kvaðst á við hann úr neðra.
Nú er í Dritvík daufleg vist,
drungalegt nesið kalda;
sjást ekki lengur seglin hvít
sjóndeildarhringinn tjalda;
Tröllakirkjunnar tíðasöng
tóna þau Hlér og Alda;
Fullsterk mun þungt að færa á stall,
fáir sem honum valda.
– – –
Jón Helgason
ÞÆTTINUM hefur borist
skemmtilegt bréf frá Sigur-
bergi M. Sigurðssyni í
Kópavogi, þar sem hann
veltir fyrir sér hvort keppn-
isformið tvímenningur
stuðli að „slæmri spila-
mennsku“. Hann nefnir til
þetta dæmi:
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ Á83
♥ Á1053
♦ 76
♣ ÁKG5
Vestur Austur
♠ G10976 ♠ K52
♥ D2 ♥ G9
♦ Á109 ♦ DG82
♣987 ♣D1043
Suður
♠ D4
♥ K8764
♦ K543
♣62
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf Pass 1 hjarta
Pass 4 hjörtu Allir pass
Gefum nú Sigurbergi orðið:
„Ég spila brids með eldri
borgurum í Kópavogi og
sendi þér þetta spil úr tví-
menningi í Gjábakka fyrir
áramótin. Ég sat í suður, en
makker minn í norður var
Björn A. Kristjánsson.
Vestur kom út með
spaðagosa, tekinn með ás.
Síðan tók ég hjartaás og
kóng, og spilaði því næst
laufi á gosann. Austur átti
slaginn á drottningu og
vörnin tók spaðakóng og tvo
slagi á tígul. Einn niður.
Minn makker var ekki
ánægður og hafði ég mér
ekkert til varnar, nema
sagði að þetta væri nú tví-
menningur. Allir aðrir sem
sögðu fjögur hjörtu höfðu
fengið tíu slagi. Það sem ég
ætlaði að gera ef laufsvín-
ingin tækist var að henda
spaðadrottningu í lauf og
vinna 5–6 hjörtu eftir atvik-
um. Svona getur græðgin
leikið mann grátt.
Nú spyr ég þig Guðmund-
ur; getur verið að tvímenn-
ingur stuðli að slæmri spila-
mennsku? Í sveitakeppni
hefði ég hleypt á spaða-
drottningu eftir útspilið og
fengið mína tíu slagi.“
Svar umsjónarmanns:
Þetta er áhugaverð spurn-
ing, en mín skoðun (og
margra annarra) er sú að
tvímenningur sé erfiðasta
keppnisformið og stuðli síð-
ur en svo að slæmri spila-
mennsku. Hver slagur
skiptir máli og aldrei má
slaka á klónni. Hitt er svo
annað mál hvaða taktík best
er að beita. Græðgi er sjald-
an til góðs – ekki einu sinni í
tvímenningi. Ásmundur
Pálsson heldur því fram að
það eigi að spila tvímenning
nákvæmlega eins og sveita-
keppni. Ekki er ég alveg
sammála Ásmundi, því
stundum er ástæða til að
taka áhættu fyrir yfirslag
þótt það gæti kostað samn-
inginn í slæmri legu. En
hvað viðkemur þessu spili
er örugglega ekki skynsam-
legt að svína laufgosa.
Betra er að taka ÁK og
reyna að trompa niður
drottninguna þriðju (áður
en hjartaás er tekinn). Bara
það að ná geiminu er gott og
því ættu tíu slagir að gefa
yfir 50% skor.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
SÍÐASTA umferð Skák-
þings Reykjavíkur fer fram í
kvöld, 31. janúar, kl. 19.30 í
húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur. Mikil spenna
hefur verið í mótinu og
margar áhugaverðar hildir
háðar. Staðan kom upp í
mótinu á milli Arnars E.
Gunnarssonar (2285), hvítt,
og Guðmundar
Kjartanssonar
(1860). 25. d5!
Dæmigert gegn-
umbrot sem opnar
allar línur að
svarta kónginum.
25...exd5 Ekki var
heldur björgulegt
að leika 25...Re7
þar sem eftir 26.
dxe6 Rf5 27. e7+
situr svartur uppi
með gjörtapað tafl.
26. Dh6+ Kg8 27.
Hh4 Re7 28. Hxe7
Df6 29. Hxb7 d4
30. Dxh7+ Kf8 31. Hf4! og
svartur gafst upp enda yrði
hann mát eftir 31...Dxf4 32.
Dh8# Staða keppninnar eft-
ir 10 umferðir er þessi: 1.–2.
Jón Viktor Gunnarsson og
Sigurbjörn Björnsson 8
vinningar af 10 mögulegum
3. Stefán Kristjánsson 7½ v.
4.–6. Björn Þorfinnsson,
Davíð Kjartansson og Guðni
Stefán Pétursson 7 v. Loka-
umferð mótsins fer fram í
kvöld, 31. janúar, kl. 19.30 í
húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik
Ljósmyndastofan Grafarvogi
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. ágúst sl. af sr.
Sigurði Kr. Sigurðssyni á
Borg á Mýrum Halla Eygló
Sveinsdóttir og Guðmund-
ur Jóhannsson. Heimili
þeirra er að Lágengi 31, Sel-
fossi.
Árnað heilla
FRÉTTIR
Árans. Við hefðum átt að nota stærra epli.
DREGIÐ hefur verið úr lukku-
potti B&L og Kringlunnar sem
komið var fyrir í Kringlunni í des-
ember sl. og hlaut Þóra Péturs-
dóttir vinninginn sem felst í fríum
afnotum af nýjum Renault Scenic-
bíl í eitt ár. Bíllinn sem Þóra fær
til afnota er fjölnota fjölskyldubíll
og er búinn fullkomnum tækni- og
öryggisbúnaði, segir í frétta-
tilkynningu. Á myndinni afhendir
Páll Líndal, markaðsstjóri B&L,
Þóru og dóttur hennar, Söndru
Steingrímsdóttur, bílinn en
Sandra á heiðurinn af að setja
nafn móður sinnar í lukkupottinn
sem varð til þess að hún hlaut
vinninginn.
Vinningshafi í lukkupotti
B&L og Kringlunnar
ÞRÍBURASÝNING frímerkja var
haldin helgina 17.–21. janúar í Tucs-
on, Arizona. Voru það sýningarnar
„NORDIA 2001“, „ARIPEX 2001“ og
„AMERISTAMP EXPO 2001“. Á
tveim þeim fyrstnefndu voru söfn ís-
lenskra frímerkja í efstu sætum.
Í heiðursdeild á Nordia-sýningunni
var safn Indriða Pálssonar „Sígilt Ís-
land 1836–1902“, sem hefir unnið sér
sæti þar með fyrri verðlaunum. Á
Aripex-sýningunni var það safn dr.
Roger G. Schnell, „Sígilt Ísland,
1788–1902“, sem fékk hæstu verð-
launin, eða „Aripex Grand Prix“. Eru
þetta vafalaust tvö bestu Íslandssöfn-
in á sýningum í dag.
Auk þessa voru fjögur önnur ís-
lensk söfn á Nordia: Safn Þórs Þor-
steins. „Íslensk stimpilmerki, söfnun-
ar og gjaldmerki“, sem fékk stórt
gyllt silfur, hamingjuóskir dómnefnd-
ar og aukaverðlaun. Vantaði þarna
aðeins eitt stig á að fara í gullverð-
laun. Safn Hjalta Jóhannessonar af
íslenskum Atiqua og Lapidar stimpl-
um, sem einnig hlaut stórt gyllt silf-
ur. Tegundasafn Guðna Friðriks
Árnasonar, sem hlaut gyllt silfur og
safn Jóns A, Jónssonar, „Danmörk
1979–1905, tvílit frímerki“, sem einn-
ig hlaut gyllt silfur.
Er þetta vafalaust besti árangur í
verðlaunum, sem íslensk frímerkja-
söfn hafa náð á erlendri sýningu.
Umboðsmaður sýningarinnar var
Sigurður R. Pétursson, sem einnig
var dómari. Auk þessa voru tvö með
sjaldgæfustu merkjum veraldar sýnd
þarna undir stöðugri lögregluvakt.
Það voru þrír skildingarnir gulu frá
Svíþjóð, en umboðsmaður eiganda
var Thomas Höyland frá Danmörku.
Hitt var ein af fjórum þekktum fjór-
blokkum af ameríska flugmerkinu
með miðhlutanum á hvolfi. Er hvort
um sig milljónavirði. Hátt í 20 þúsund
gestir komu á sýninguna.
Sígilt Ísland
í heiðursdeild
Söfn íslenskra frímerkja efst í Arizona