Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG gæti sagt ykkur frá öllum þeim
verðlaunum sem þessi plata hefur
verið tilnefnd til, sem eru þónokkur,
eða á hversu mörgum listum hún var
yfir bestu plötur síðasta árs, því hún
var á þeim flestum, eða hvaða stór-
kostlegu söngkonum er búið að líkja
henni við, því henni hefur verið líkt
við þær flestar, en ég ætla ekki að
gera það. Þess í stað ætla ég að segja
ykkur frá söngkonu sem heitir Jill
Scott og hún er einstök.
Hún byrjaði að skrifa ljóð sem hún
síðan las á sérstökum kvöldum sem
hún kallaði Orð og hljóð sem urðu þó
nokkuð vinsæl í heimabæ hennar
Philadelphiu, New York og New
Jersey og eftir að hafa hlustað á
diskinn skilur maður af hverju.
Trommuleikarinn í Roots heyrði í
henni og örfáum dögum síðar var
hún búin að semja Grammy-verð-
launalagið „You Got Me“ sem Roots
fluttu með Erykuh Badu (eitt allra
besta r og b/hip-hopp lag síðustu
ára). Síðan þá hefur hún verið á
ferðalagi með Roots, unnið með Eric
Benet, Will Smith og snillingnum
Common og nú loksins er komin út
hennar fyrsta plata.
Það er eiginlega alveg sama hvar
þú dettur inn á þennan magnaða disk
því ferðalagið sem Jill Scott leiðir
okkur í gegnum gæti byrjað á fyrstu
mínútu disksins eða þeirri síðustu.
Eins og hún segir í upphafinu
„Jilltro“ þá fær hún sinn sterkasta
innblástur frá ást. Um það snýst tón-
list hennar og þetta túlkar Jill Scott
með ótrúlega fallegum textum ljóða
sinna sem pottþéttur hljóðfæraleik-
ur og frumleg útsetning, ramma inn
á frábærum geisladiski. Þetta er
ekki hefðbundin r og b tónlist heldur
ástríðufull og einlæg sögustund
sungin með flauelsmjúkri rödd og
maður getur ímyndað sér stemmn-
inguna á reykmettuðum klúbbum í
New York þegar Jill Scott steig á
svið og las upp úr bókum sínum.
Ferskar og frumlegar lagasmíðar,
yndislegur söngur og þægileg spila-
mennska skapa einstakt andrúmsloft
sem verður betra og betra við hverja
hlustun. Lög eins og „Do You Rem-
ember“, „Getting in the Way“, hinn
gullfallegi óður til elskhuga hennar
„He Loves Me (Lyzel in E Flat)“,
„Love Rain“, „Watching Me“ og
aukalagið „Try“ eru nokkur sem ég
einfaldlega verð að nefna því þau eru
mögnuð. Takið líka sérstaklega eftir
„Exclusively“ sem er algjör snilld!
En það er samt heildin sem gerir
þennan disk svo eftirminnilegan.
Platan heitir Hver er Jill Scott? og
mér fannst ofboðslega gaman að
komast að svarinu við þessari spurn-
ingu því hér er á ferðinni einn allra
besti diskur í safni undirritaðs. Í
hnignandi heimi færibandafram-
leiddrar popptónlistar fagnar maður
því þegar maður heyrir í tónlistar-
mönnum sem hafa eitthvað að segja.
Þessir tónlistarmenn semja lög sem
hreyfa við manni, hvort sem er and-
lega eða líkamlega. Jill Scott er slík-
ur tónlistarmaður.
Í nýlegu viðtali var hún beðin um
að lýsa sér sem tónlistarmanni og
hún sagði einfaldlega: „Ég vona bara
að þetta sé byrjun á hreyfingu sem
sýnir að góð, ekki bara grípandi, tón-
list er að koma aftur, með lifandi
hljóðfæraleik og söng sem kemur frá
sálinni.“ Ég vona það svo innilega
líka.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Jón Gunnar Geirdal fjallar um
fyrstu plötu r og b listamanns-
ins Jill Scott, Who Is Jill
Scott?: Words and Sounds,
Vol. 1
Jill Scott lyftir r og b tónlistinni
upp á hærra plan á frumburði
sínum og gefur hnignandi heimi
popptónlistarinnar langt nef að
mati Jóns Gunnars Geirdals.
Hver er nú
þessi Jill Scott?
Á GRAND ROKK tefla menn ekki
við páfann. Þó er deginum ljósara
að ef hann léti sjá sig yrði skorað
á hann af áhugasömum skák-
áhugamanni, því eins og flestir
vita er barinn helstu húsakynni
þeirra.
Á laugardaginn síðasta fór þar
fram firmaskákmót á vegum skák-
félagsins sem þar er starfandi og
leiddu mörg þjóðþekkt andlit sam-
an hesta sína, biskupa og hróka.
„Mótið fór þannig að SkjárEinn
sigraði með sjö og hálfan vinning,“
tilkynnti Hrafn Jökulsson. „Björn
Þorfinnsson tefldi fyrir þeirra
hönd. Þetta voru 28 keppendur,
níu umferðir og baráttan var
býsna hörð á toppnum enda voru
þarna nokkrir mjög snjallir skák-
menn. Tómas Björnsson, sem
tefldi fyrir Esso, varð í öðru sæti
með sjö vinninga. Það var svo Ró-
bert Harðarson er tefldi fyrir
strik.is sem varð í þriðja sæti.“ En
þarna mætti líka áhugafólk. Logi
Bergmann Eiðsson fréttamaður
tefldi fyrir hönd Íslandssíma og
kom á óvart með óvæntum sigri á
Guðfríði Lilju Grétarsdóttur,
margföldum Íslandsmeistara
kvenna í skák, og fékk kúbanskan
vindil að launum. Jakob Bjarnar
Grétarsson fékk einnig vindil af-
hentan fyrir að sýna mikinn
drengskap og réttan keppnisanda.
Lenka Ptáckíkova keppti fyrir
hönd Morgunblaðsins og náði best-
um árangri kvenna á mótinu, lenti
í fjórða til sjöunda sæti með sex
vinninga.
Það verða sem fyrr miklar
hreyfingar á taflborðunum á
Grand Rokk á næstunni. Í febrúar
heldur skákfélagið þar ásamt Við-
skiptanetinu tvö úrtökumót sem
skera úr um hvaða 16 einstakling-
ar keppa svo til úrslita. Verðlaunin
í því móti eru 130 viðskiptanets-
krónur en fyrir þær er víst hægt
að kaupa flest það sem hugurinn
girnist. Öllum er velkomið að
mæta til leiks. Þá er bara að læra
mannganginn.
Morgunblaðið/Jim
A-liðsmenn Skákfélags Grand Rokks: Hrafn Jökulsson, Ómar Jónsson,
Róbert Harðarson og Tómas Björnsson.
SkjárEinn vann
Fyrsti leikur mótsins. Jakob
þiggur góð ráð frá Hrafni.
Vantar Loga? Logi Bergmann
með verðlaunavindilinn.
Skák og mát á Grand Rokk
@ ((@?(5%% '
' 5((@?(
@> 4 #
@ (6(@?(&885
4 #
' 5(I(@?(
@> 4 #
@ (H(@?(
@> 4 #
!
= $ &#$ '
&
=
#$ '
!"
!
###
Anddyri
LINKIND EÐA HARKA?
Í KVÖLD: Mið 31. jan kl. 20
Umræðufundur um stöðu leiklistargagnrýni
á Íslandi í dag. Fyrir hvern og til hvers er
leiklistargagnrýni? Hverju getur hún komið
til leiðar? Hvert er hlutverk leiklistargagnrýni,
skyldur hennar og staða?.
Þátttakendur í umræðunum eru: Gunnar
Smári Egilsson, blaðamaður, Halldóra
Friðjónsdóttir, leiklistargagnrýnandi DV, Páll
Baldvin Baldvinsson, formaður Leikfélags
Reykjavíkur og Soffía Auður Birgisdóttir,
leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins.
Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson.
Litla svið - VALSÝNING
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Fim 1. feb kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fös 2. feb kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh
Fös 16. feb kl. 20
Fös 23. feb kl. 20
Stóra svið
LED ZEPPELIN TÓNLEIKAR
Fös 2. feb kl. 19.30 og kl. 22.00
Hljómsveitin Dúndurfréttir flytur tónlist Led
Zeppelin. Meðal gesta sem einnig koma
fram eru: Pink Floyd og Deep Purple.
Forsala aðgöngumiða er í Japis.
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason
Lau 3. feb kl. 19 – UPPSELT
Lau 10. feb kl. 19– ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fös 16. feb kl. 20 - UPPSELT
Fös 16. feb kl. 20 - UPPSELT
Stóra svið
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Sun 4. feb kl. 14 - UPPSELT
Sun 4. feb kl. 17 - AUKASÝNING
Sun 11. feb kl. 14 – UPPSELT
Sun 11. feb kl. 17 - AUKASÝNING
Sun 18. feb kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Stóra svið
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
Fös 9. feb kl. 20 FRUMSÝNING
Ertu í saumaklúbbi? Skráðu klúbbinn á
póstlistann á www.borgarleikhus.is og
fáðu glæsileg leikhústilboð fyrir hópinn
vikulega. Mánaðarlega er einn sauma-
klúbbur dreginn út og öllum meðlimum
boðið á leiksýningu í Borgarleikhúsinu.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
$%&'(
&)*'(&
(
+,-
.
/0
% 0!
@ .
$ %'@ .1
%%@ !
1
2.
34567843
.
99
%%
= $ &@
%
= ?@
!
/@ .
:-;*
$4+55(&*44
.
3
2
6 @ $% .* $%" .
%%@ $% .
%?@ $
% <
2.
* $%"<
2.
1
8@ <
2.
$% * $
%"
2.
1
@&$%
.
* $%"<
2.
1
%%@&$%
2.
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
)'
(--3
=33
3
7&/85*
.
/
A!$&%@% .
%@ .
$ &@ .1
@ .
"@ .1
?@ .
!
/@ .
% @ .1
$
%"@ .
*
%?@ .1
@ .
$ @ .
8@ .1
?@ <
2.
;5>%4(&
?*@3%
:
A3 0!
@
2.
1
!
/@
$ %'@
Litla sviðið kl. 20.30:
/;1
$3 *47/34
.
>.B<
C9
$
0!
@ .1
$ &@ .1
!
/@
$ %'@
###
0
D 0
6 $%'
<
EF
EG1
E
E
552 3000
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
sun 4/2 örfá sæti laus
fös 9/2 örfá sæti laus
lau 17/2 laus sæti
lau 24/2 laus sæti
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG
lau 3/2 kl. 20 örfá sæti laus
lau 10/2 kl. 20 örfá sæti laus
fös 16/2 kl. 20 örfá sæti laus
530 3030
SÝND VEIÐI
lau 3/2 kl. 21 laus sæti
fös 9/2 kl. 20 laus sæti
TRÚÐLEIKUR
fös 2/2 kl. 20 laus sæti
lau 3/2 kl. 13 laus sæti
Síðustu sýningar
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is
.
7A
?AA !
%3#$ '
$<. $ %"#$%/
&
= !
&#$ '
=
8#$%/
3.0
H..
.
<
0*
$
+
+,$
2$
$
/
$* $%87%/ 7$ *
=
=
6
$$%'
I
!