Vísir - 27.01.1979, Síða 10

Vísir - 27.01.1979, Síða 10
10 Laugardagur 27. janúar 1979. Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Heloarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónína Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuði innanlands. Verö I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Að rcekja skyldur við lesendur Eitt af meginhlutverkum sjálfstæðra fjölmiðla er að fylgjast vel með hvað er að gerast i kerfi hins opinbera og meðal annarra aðila og draga fram i dagsljósið mál sem al- menningur á heimtingu á að f á að fylgjast með og fá fréttir af. Sú vika sem nú er á enda, er dæmigerð fyrir það, hvernig Vísir rækir þessar skyldur sín- ar við lesendur sína. Á mánudaginn skýrði Vísir fyrstur fjölmiðla frá því að framkvæmdir væru hafnar á lóð Framkvæmdastofnunar ríkisins, þarsem kommissarar hafa látið teikna fyrir sig stór- hýsi. Þessi frétt vakti að von- um mikla athygli á sama tíma sem ráðamenn þessarar ríkis- stofnunar og aðrir þjóðmála- foringjar tala um aðhald og hvetja alla landsmenn til þess að herða sultarólina og draga saman seglin. Þá ætla þeir að reisa sér höll. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ekki haft hugmynd um byggingarbrölt kommissar- anna fyrr en hún sá fréttina í Vísi og nú hef ur hún tekið mál- ið fyrir og beðið kommissar- ana að stöðva jarðýturnar. Ovíst er þó hvort þeir háu herrar taka mark á ríkisstjórn landsins ef marka má ummæli Sverris Hermannssonar í VIsi í gær og verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu máls- ins. Þá má nefna að Vísir birti fyrstur frétt í vikunni um að Flugleiðir hefðu tryggt sér aðra breiðþotu frá Douglas- verksmiðjunum, sem í sjálfu sér er ánægjulegt — en önnur flugvélakaupafrétt Vísis fékk ekki eins jákvæðar viðtökur. Það var frétt um að flug- málastjóri hefði fest kaup á lúxus-skrúfuþotu fyrir em- bætti sitt á 160 milljónir króna. Sá sem hafði mælt með kaupunum var Ragnar Arnalds samgönguráðherra. Fram kom í fréttinni að verið væri að útvega erlend lán til þessara flugvélakaupa. Ef stjórnvöld telja sig á annað borð geta bætt enn við skuldasúpuna erlendis hefði verið æskilegra að fá fé til þess að kaupa nauðsynlegan tækjabúnað á einhverja af þeim flugvöllum landsmanna, sem flugmálastjóri og menn hans hafa talið fyrir neðan allt velsæmi. Flugmálastjóri yrði þá að skjótast í gömlu vélinni sinni um landið enn um sinn og hún ætti einnig að vera nógu góð fyrir Ragnar Arnalds, þegar hann þarf að skreppa norður í kjördæmíð sitt. Lúxusskrúfuþota flugmála- stjórnar ætti að bíða betri tíma. Um miðja vikuna var Vísir fyrstur með frétt um að Pundsmálið svonefnda hefði fyrnst í höndum rannsóknar- lögreglumanna með þeim af- leiðingum að saksóknari ríkis- ins taldi tilgangslaust að ákæra í málinu. Þetta vakti undrun og hneykslan margra enda talandi dæmi um þann seinagang, sem kvartað hefur verið yfir í réttarkerf inu. I fyrradag skýrði svo Vísir einn f jölmiðla frá niðurstöðum nefndar sem unnið hefur að könnun á innflutningsverslun landsmanna á vegum viðskiptaráðherra. Þar komu fram mjög sláandi upplýsing- ar um að nefndin teldi inn- f lutningsverð almennt vera 14- 19% of hátt. Sömuleiðis var mat nefndarinnar að um þriðjungur umboðslauna er- lendis frá skilaði sér ekki til gjaldeyriseftirlits Seðlabank- ans og sú upphæð kæmi hvergi fram í skattf ramtölum, þannig að gjaldeyristekjurnar væru einnig sviknar undan skatti. Þessar upplýsingar birtust í Vísi á undan öðrum fjölmiðl- um og í viðtali við Þjóðviljann í gær upplýsti viðskipta- ráðherra að hann hefði þá enn ekki fengiðskýrsluna í hendur. Þetta eru talandi dæmi um það hvernig Visir þjónar les- endum sínum. Sjálfstæð og óhlutdræg fréttaþjónusta blaðsins undan- farin misseri hefur vakið verulega athygli. Slíkri upp- lýsingamiðlun mun blaðið halda áfram. Jafnframt verður kappkostað að starfa undir kjörorði Visis „Fyrstur með fréttirnar". Af munaði Oft hefur vegur minn legiö á Amtsbókasafniö.eöa Amtiö eins og krakkarnir segja. Þetta er greiöfær og góöur vegur og gaman aö fara hann. Hann ber i sérfyrirheit um einhvern mesta munaö sem hægt er aö veita sér: aö grúska og rannsaka i friöi. Og mér liggur viö aö jafna þvi til búmannsdrýginda yfir stórri hjörö og fullri hlööu, þeg- ar ég lit yfir lestrarsalinn þaul- setinn skólafólki viö fræöa- og rannsóknarstörf. Mörgu verki ætti ég ólokiö og margt óhafitymeira aö segja, ef Amtsins nyti ekki viö og þess einstaka viömóts sem gestir eiga þar aö fagna meöal starfe- fólksins. Hugsa sér, aö mega setjast inn i klefa og fá hjálp viö aö sanka aö sér bókum og blööum, fletta upp, leita og sannprófa. Og þaö sem meira er. Leitin aö einu vekur leitina aö ööru. Þaö er sú eina sanna hungurvaka. Alltaf kemur eitt- hvaö nýtt og aldrei er fullreynt. ,,Orö mér af oröi / orös leitaöi / verk mér af verki / verks leitaöi”, segir i Hávamálum. Þetta finn ég á Amtinu, hvernig leitin veröur aö þrotlausri, vax- andi ástrföu. Mestur er munaöurinn aö fara á Amtiö i algerri erindisleysu, á Amtinu þurfa engu skylduverki aö gegna. Ganga inn i helgidóminn sem geymir blöö og timarit, skoöa, fletta og gramsa. Mér er i minni aö i jaröskjálftanum mikla heima i Svarfaöardal 1934 hrundu bækur og timarit afa mins i bing á baöstofugólfinu. Þaö var ekki á hverjum degi sem ég fékk aö handleika þaö safn, og nú sat ég eins og i leiÖ6lu og flettiiákafa. Ég haföi ekki tima til aö veröa hræddur fyrr en daginn eftir. En þá hræddist ég lika svikalaust af öllu hjarta og allri sálu og grét beisklega. Þá var ég átta ára. Ég finn til meö eitthvaö svipuöum hætti á Amtinu og i bingnum hans afa. Ég hef alltaf haft óskaplega mikiö gaman af blööum, og stundum finnst mér ég heföi átt aö veröa blaöa- maöur. Samt er nú meira gaman aö fletta þeim og lesa þauheldur en búa þau til, a.m.k. fyrirhafnarminna þegar stofnun eins og Amtiö er á næstu grös- um. Þaö fylgir þvi ólýsanleg stemmning aö fletta gömlum blööum, t.d. frá þeim tfma.þeg- ar ég man fyrst eftir mér og safnaöi myndum af svo altækri ástriöu aö ég klippti allt mynd- efni út úr blööunum, sem mátti eyöileggja, og limdi I sérstakar bækur. Nú get ég glaðst yfir þvi aö hafa ekki fengið aö eyöi- leggja eins mikiö og ég vildi þá. Hann afi minn var ekkert fyrir þaöaö eyöileggja blööin. Og nú fer ég á Amtiö og fletti upp öll- um blööunum frá 1933-’34, og þarna er þetta allt, sem mig minntiaö ætti aö vera, og margt fleira, auk heldur myndir af hrundum húsum og hrörlegum tjaldbúöum frá þvi á dögum Jaröskjálftans mikla. Og þaö kemur viö h jartaö I mér aö sjá á ný frambjóðendur og miöstjórnarmenn Bændaflokks- ins skarta á myndapappir i Framsókn, alla á sinum staö, frambjóöendur og miöstjórnar- menn flokksins mins, sem ég trúöi svo fast á, aö ég skil ekki enn þann dag i dag, aö hann skyldi ekki fá nema þrjá þing- menn kjörna. Óskaplega fannst mér þjóðin vitlaus. Og ég horfi I gamalgróinni lotningu á mynd Tryggva Þórhallssonar sem var guö margra Svarfdælinga um og eftir 1930. Eldgömul blöö eru sérstakt hnossgæti. Blöö fyrir daga fyrirsagna, mynda og letur- breytinga. Ég er aö fara hönd- um og augum um Skuld Jóns Olafesonar, heldur svona tæpi- tungulaust skrifaöa en síöurnar oft ansi tilbreytingarlitlar ásýndum. Ogþó. Hvaösé égnú? Allt i einu svartur sorgarrammi og fyrirsögn. SLYSFOR. Hvaö skyldu nú margir sjómenn hafa farist I einum róöri frá Suöur- nesjum? En slysiö er, sem betur fer, ekki svo bágt, heldur þetta: Rétt áöur en póstskip fór að heiman siðast, vildi þaö slys til, aö dr. Grimur Thomser. féll á hesti niöur um is á Lambhúsa- tjörn á Alftanesi og — drukknaöi ekki. „Isalands/óhamingju/veröur allt aö vopni/”! Þannig var nú blaöamennsk- an fþá daga. Hluti af munaöinum á Amtinu er aö umgangast starfsfólkiö og koma fram i eldhús i kaffi- timanum. Þá eru sagöar sögur og fariö meö visur, kennt og numiö, ennþá einu sinni leitaö og fundiö. Enda ævinlega skáld og fræöimenn viö iöju sina á Amtinu, stundum svo stranga, einkum ef þeir eru langt aö komnir, aö þeir mega rétt aö- eins vera aö þvi aö svelgja i sig tebolla, svo aö þeirfaristekkiúr fróöleikshungri. 1 dag hefur veriö keypt ný gerö af tei, eitt- hvert forkunnarfint austur- lenskt ávaxtate, eöa kryddte sem svo er framandi aö venju- leg norölensk 4% samlagsmjólk ystir iþvi. Þá horfir Sverrir Páll vinur minn, þýskur I framættir, mæddur ofan i tekönnuna, en segir meö heimspekilegu æöru- leysi: ,,Es ist”. 20.1. ’7S G.J.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.