Vísir - 27.01.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 27.01.1979, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 27. janúar 1979. hringja. Hann talahi viö mig eins og ég vissi allt um máliö. En ég vissi ekki neitt. bd haföi þetta gerst á mánudeginum. Þaö aö sonur minn varö vinstúlku sinni aö bana.” „Ég trúöi þessu ekki. Ekki fyrr en ég haföi hringt bæöi i rann- sóknarlögregluna og ráöuneytiö. Ég haföi ekki fengiö aö vita þetta fyrr, þvíþeirhélduaöégværienn úti á landi. Og ég sem var löngu komin I bæinn.” „En þetta var þaö versta sem ég haföi nokkru sinni orðiö fyrir. Þaö alversta. Ég heföi hreinlega ekki trúaö þvi. Ég held þaö væri varla hægt aö hugsa sér nokkuð verra. Þaö er allt annaö aö missa manninn sinn eöa hvaö annaö en þetta.” „Ég vareins ogskjálfandi lauf i vindi og ég baö manninn minn aö reyna aö koma heim eins og skot. Þetta gæti ég ekki. Ég gat ekki tekið þessu ein. Og hann fékk mánaöarfrí. Ég veit ekki hvernig ég heföi farið aö annars.” „Ég skrifaöi syni mínum strax bréf. Þar baö ég hann af hafa ekki áhyggjur af okkur ogsagöi aö viö' fyndum tii meö honum. Ég baö hannlfka aö reyna aö stappa f sig stálinu. Þaö var ekkert hægt aö yfirheyra hann f viku og ég fékk ekki aö hafa neitt samband viö hann, ööruvisi en skriflega. En svo fór hann aö taka viö sér og byrjaði aö skrifa mér lfka.” „Finnst þér ekki ógeðs- legt....” „Daginnsem ég frétti þetta átti ég aö fara meö yngsta soninn i innritun i skólann. Ég herti mig upp og fór, — útgrátin. Svo stóö ég þarna i' skólanum og heyröi I for- eldrum aö baki mér, sem vissu ekki hver ég var: „Ertu búin aö lesa blööin?” sögðu þeir. „Finnst þér ekki ógeöslegt hvernig hann fór aö þessu?” Þaö fannst mér erfitt.” „Þaö var ægilegt átak aö láta fjölskylduna vita af þessu. Þaö uröu allir harmi lostnir. Þegar þetta geröist fannst mér fólk finna til meö mér. Og ég fann aö fólk fann til meösyni mlnum. Þaö vildu allir senda honum kveöju. Þetta var svo hörmulegt.” „En þegar þetta geröist meö manninn minn fann maöur kulda frá fólki. Þaö er eins og þaö sem hann geröi hafi hreinlega ekki veriö nógu alvarlegt til þess aö fólk fyndi til meö mér. „Ég fæ aö heimsækja son minn i klukkutlma á hverjum laugar- degi. Þaö er mjög gott samband á miUi okkar, og svo er líka á milli mln og mannsins mins. Mér finnst þaö gott hjónaband.” ,,Hann gerirþetta aldrei aftur.” „Aö hann fór aö brjótast inn kenni ég um aö við uröum pen- ingalaus. Hann var kominn á vonarvöl meö peninga og greip þvi til þess. Ef hann hefði veriö I venjulegri vinnu, heföi hann aldrei gert þetta.” „Og ég veit aö hann á aldrei eftir aö gera þetta aftur. Af hverju? Af þvl aö þá missir hann allt. Ég gæti ekki meira. Ég treysti mér ekki til að standa í svona aftur. Nú finnur hann lika hversu alvarlegt þetta er. Aöur en viö gif tumst var hann laus og liö- ugur. Þetta er allt annaö þegar hann er giftur. Ég held hann hafi ekki gert sér grein fyrir því. En ég veit aö hann gerir þetta ekki aftur. Ekki á meöan ég er ná- lægt.” -EA — Fyrri hluti greinor eftir Skúla Magnússon THE WORLD IS TURNING ON WHALES. Heimur- inn hefir nú snúiö sér aö hvölunum. Athygli heims- ins hvílir á þeim . Söngur hnúfubaksins hef ir veriö gefinn út á hljómplötu sem fer víöa, og menn hlusta á sér til ánægju. Textinn á bakhliö plötu-umslagsins hefst einmitt með þessum orðum: The World Is Turning OnWhales. Á islandi hefir verið meö ólíkindum hljótt um málefni hvala. Það er ein af kúnstugum tiltektum forsjónarinnar að útskæklarnir tileinka sér hroðann úr menningu samtímans meðan þeir láta hitt fara framhjá garði sem til mestra heilla horfir: tyggja jafnan uppá dönsku. I síðasta hefti NÁTTÚRUFRÆÐINGSINS birtist samt grein eftir Einar Jónsson (Hafrannsóknar- stofnuninni) sem ber heitið „Skynsamur hvalur". Einar á miklar þakkir skildar, þó ekki væri nema fyrir það eitt að vekja máls, brjðta ísinn. Nú mun skuturinn ekki eftir liggja. Greinin gaf mér kær- komið tækifæri til að láta eilítið til mín heyra varð- andi þetta heillandi viðfangsefni. og manna Greind hvala Dýrum raöaö eftir heildarþunga heilans (a), hlutfallinu milli heila og likamsþunga (b) og hlutfallinu milli þunga heilans og þunga heilastofn- ins. (c) Búrhvalurinn er efstur ibæöi röö a og c, en maðurinn er efstur I röö b sem er rangt, — þar ætti marmosetapinn eöa hugsanlega snjáldurmúsin aö vera efst. Hvalur og trilla útaf Sléttanesi Ég vlsa nú til greinarinnar. En I sem stystu máli verö ég aö rekja megin-efni hennar: Trilla er á handfæraveiöum útaf Sléttanesi (sem er milli Arnar- og Dýra- fjaröar) I júll-mánuöi 1971. Kem- ur þá hvalur aö trillunni, syndir umhverfis hana, leggur uppaö henni; og gerist stöðugt nærgöng- ulli. Sáu bátsverjar aö netadræsa var föst á trjónu skepnunnar og myndaöi múl yfir kjaftinn, þann- ig aö hann var harðlokaður. Hrefnan þvl dæmd til aö veröa hungurmoröa. Greinarhöfundur hefir oröib: „Allar hreyfingar skepnunnar voru þó svo rólegar og ærslalausar, aö ekki segjast þeir félagar (þrlr bátsverjar) hafa fengið mikinn beyg af hvaln- um, þótt stór væri og nærgöngull geröist.” Hrefnan var óvenju-stór og lengri en trillan sem var 5 m aö lengd. Ennfremur: „og hreyfing- ar hans (hvalsins) voru svo róleg- ar og hnitmiðaöar, aö hann snerti varla færin, sem lágu niöur frá bátnum, þótt hann færi hvaö eftir annað undir trilluna, hvaö þá aö hann flækti linurnar saman.” Enn seinna segir: „Þaö sem næst geröist er næsta ótrúlegt. .. Hvalurinn ... hvarf undir bátinn aö hluta ... Og nú uröu hreyfingar bátsins skyndilega óeölilegar. Hann tók aö rugga og mennirnir fundu greinilega, aö hrefnan var aö nudda sér vib kjölinn. Báts- verjar eru samrnála um, aö heföi þessi atburöur ekki átt sér svo langan aödraganda, heföi þeim sennilega oröiö meira um en I raun varö, þegar þessi stórvaxna skepna fór aö kljást viö kjöl trill- unnar ... Hrefnan fór ofur varlega viö iöju slna og báturinn tók ekki ýkja stór hliöarföll né harkalegar veltur. Ekki gera skipverjar sér fyllilega grein fyrir, hversu lengi þessi leikur fór fram, en telja, að þaö geti hafa veriö um 5 mlnutur. „Síðan hætti hrefnan aö nugga sér uppvib kjölinn og hvarf um tlma. „Eftirá aögiska lOmlnútur skaut henni upp nokkuö frá trill- unni. ... Og sjá! Netadruslan var horfin af haus dýrsins.... Aö sögn þeirra félaga liöu á aö giska 1 1/2 til 2 klukkustundir frá þvl þeir uröu hrefnunnar fyrst varir þar til hún var laus viö netiö.” Fagnaðardans hrefnunnar Sagt er frá fagnaöardansi hrefnunnar og fylgd hennar viö bátinn á leið til hafnar: annars er sjálfri frásögninni lokiö. Seinna i greininni koma svo ályktanir og bollaleggingar höfundar Hann segir: „Þegar öll frásagan er skoöuð veröur sú hugsun næsta áleitin, aö hrefnan hafi sýnt óvenjulega skynsemi og öll breytni hennar ber vitni um þroskaö vitsmunallf ... fagnaöardansinn og fylgdin meö bátnum, segir ef til vill ööru fremur meira um þroskað vits- munallf eöa andlegt atgervi, sem er annaö og meira en eölislæg breytni eöa eölisávisun, er viö kennum titt viö blindu.” Höfundur nefnir þaö ekki ber- um oröum sem mér finnst lang- aödáunarveröast og bera ótvi- ræöast vitni um mikla greind: Þaö er ekki fum á hrefnunni þótt hún sé I nauðum stödd. Hún venur bátsverja viö nærveru slna 11 til 2 klukkustundir áöur en hún reynir aö losa sig viö dræsuna sem ekki tekur hana nema um 5 mln. Svo ofurvarlega ber hún sig aö, aö mennirnir vlkja aö þvi þráfald- lega og oftar en skýrleiki frá- sagnarinnar krefst, vegna þess aö þaö er þeim hreint undrunarefni. Hún flækir ekki llnurnar sem eru úti og hún ógnar ekki bátnum sem hún heföi hæglega getað hvolft eöa höggviö á gat. Meö öörum oröum: Hrefnan sýnir fullan skilning bæöi á eöli manna (pass- ar aö hræöa þá ekki) sem eöli bátsins (styrkleika, flothæfni). Auk þess notfærir hún sér járn- klæddan kjöl bátsins tilaö nugga netiö I sundur, sem bátsverjar telja „nær útilokaö” aö hrefnan hefði getaö smokkað eða dregiö framaf trjónunni. Sennilega ætlar greinarhöfund- ur lesendum sinum að draga svo augljósar ályktanir. Kannski er hann aö kanna greind þeirra. Er þaö viturlega aö fariö. Greindin Skal nú vikiö aö megin-viö- fangsefni greinar þessarar: greind hvala. Einar segir réttil-1 grein sinni: „Allt frá tlmum Forngrikkja og Rómverja eru til sagnir um þaö, að menn hafa ætl- aö hvölum óvenju mikiö vit, þótt sú staöreynd, aö menn og hval- skepnan iifa i tveimur óllkum efnisheimum, hafi lengst af mein- aö mönnum aö skyggnast aö ráöi inn I hina votu veröld hvala, hvaö þá hugarheim þeirra. (feitletrun min, SM) Ennfremur segir höf- undur: „A síöari árum hafa veriö geröar margar og viöamiklar til- raunir með smáhveli I búrum og nokkrar tilraunir meö hrefnur. .. Sumir þeirra, sem staöiö hafa aö slikum rannsóknum, hafa þóst finna þá greind meö hvölum, er gangi hinni mannlegu næst. Aðrir hafa bent á, aö flest þaö sem tek- ist hefur að láta hvali fram- kvæma, væru hverjum sæmilega greindum hundi ætlandi (sic! SM) .. Þeir sem fengist hafa viö þessar rannsóknir eru þó flestir sammála um aö hvalir, sumar tegundir a.m.k., séu meöal greindari dýra: erfitt sé hins veg- ar setja greind þessara lagar- spendýra undir mælistiku (rétt, SM).” Rannsaka má greind dýra meö þvi aö athuga hátterni þeirra i náttúrunni (1), meö þvi aö gera tilraunir I búrum eöa leggja fyrir þau einskonar gáfnapróf (2) og loks má kanna stærö , lögun og gerð (strúktúr) heilans (3). Tvö fyrri atriöin falla bæði undir hátt- erni. Heilinn Þveröfugt viö þaö sem kemur fram hjá Einari er þegar fyrir hendi næg vitneskja, sem aflaö hefir verib meö tilraunum, tilaö fullyröa aö greind hvala sé meö afburðum og margföld viö þaö sem nokkrum manni heföi til hug- ar komiö fyrir fáum áratugum. Þessi dæmi eru aö einhverju leyti kunn. Ég mun ekki gera þessa grein lengri með þvi aö rekja þau — þaö veröur gert i annan tima: en ég mun nú víkja aö ööru atriði sem er gerð heilans. Allt lif lýtur sömu llffræöinni, sömu eðlis- eöa efnafræöinni. Þaö eru þannig sameiginleg einkenni td. i gerö augans þótt um annars ólikar tegundir sé aö ræöa. Eftir þvl sem ofar kemur I þróun teg- undanna — eftir þvf sem borin eru saman greindari dýr, eftir þvl stækkar og þróast heili (og tauga- kerfi). Þróun þessi er ekki sitt á hvaö — út um hvippinn og hvapp- inn: hún stefnir I vissa átt, þaö gætir ákveöinnar tilhneigingar. Þannig er það aö geta má (ég segi aðeins geta) sér til um greind dýrs eftir stærð og allri gerö heil- ans. Menn álykta þannig t.d. að skriödýr Miöalda hafi veriö afar- heimsk þótt enginn maöur hafi kannaö hátterni þeirra (þvl þau voru löngu útdauö áöur en mann- kyniö kom til sögunnar). Meö þetta I huga skulum viö nú athuga heila höfrunga og búrhvala I samanburöi viö aörar tegundir og þá einnig manninn. Ein leiö til aö lýsa heilaþroska: þvl minni sem hlutfallsleg fjar- lægö milli neöri hluta einnis- deildar heilans til efri marka gagnaugadeildarinnar þeim mun þroskaöri er heilinn. Þessi fjar- lægð er styst hjá búrhval. Stærð heilans Aður fyrr mun hafa veriö talið aö hlutfallsleg stærð heilans miö- aö viö líkamsþyngd skipti öllu eða amk. mestu. Svo er ekki. Þvi miö- ur viröist fólk almennt standa I þessari trú. Væri þessi skoöun rétt væri feitur maöur heimskari en grannholda, ungbarniö yrði heimskara eftir þvl sem þaö yxi, því hlutfallslega er heilinn þyngstur viö fæðingu! Sennilegt er aö þessi skoðun hafi komiö upp vegna þess aö þetta er sá eini mælikvaröi sem skipaöi mannin- um i fyrsta sætiö (engin prent- villa Iþessu: sá eini sem skipaöi). Slöan hefir fundist apategund nokkur (apaköttur, ekki mann- api) I skógum Brasiliu sem hefir meiri hlutfallslega heilaþyngd miöaö viö likamsþunga en maö- urinn. Tegundin nefnist marmos- et og hefir ekki sý-nt nein merki góörar greindar og er auk þess I öllu tilliti frumstæö af apa ab vera (tegundir Nýja heimsins eru aö öllu jöfnu yfirleitt frumstæöari en samsvarandi tegundir hins gamla). (Sjá Monkeys and Apes eftir Prue Napier: Hamlyn all- colour paperbacks). Samkvæmt Karl-Erik Fichtelius & Sverre

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.