Vísir - 31.01.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 31.01.1979, Blaðsíða 3
VISIR Miövikudagur 31. janúar 1979 2 Aðild Fœreyinga að Norðurlandaróði rœdd í Stokkhólmi: „HEFUR SÁRNAÐ AF- STAÐA ÍSLENDINGA segir Erlendur Patursson, lögþingsmaður í Fœreyjum „Tillagan um fulla aöild Fær- eyinga aO Norðurlandaráöi kemur aftur á dagskrá þings Norðurlandaráös sem haldið verður I Stokkhólmi 19.-23. febrúar. Mér hefur sárnað af- staða Islendinga i þessu máli hingaö til”, sagði Erlendur Patursson, lögþingsmaður i Færeyjum I samtali viö VIsi. Erlendur sagöi að Færeying- ar ættu ekki beina aðild aö Norðurlandaráði heldur til- heyrðu þeir dönsku nefndinni þar sem Færeyingar ættu tvo fulltrúa. ,,Um 1970 settum við fram kröfu um beina aðild en hún náði ekki fram að ganga. Viö skoðum núverandi fyrirkomu- lag alltaf sem bráðabirgöa- lausn, enda hefur lögþing okkar krafist beinnar aðildar”, sagði Erlendur. Hann sagöi að siðast heföi þetta mál komið til atkvæöa á Norðurlandaþinginu i Osló, en tillaga um beina aðild Færey- inga verið felld. ,,Þá greiddi Magnús Kjartans son einn islensku fulltrúanna at- kvæði með beinni aðild okkar. Erlendur Patursson Hinir sátu hjá eða greiddu at- kvæði á móti. Þetta sárnaöi mér mjög, en aö ööru leyti hefur samstarfið viö Islendinga verið ágætt. Nú er að vita hvað skeður á þinginu I Stokkhólmi”, sagði Erlendur Patursson. —SG Umsóknir um netaveiðileyfi: Svipaðar og í fyrra „Fjöldi umsókna um netaveiöi- leyfi virðist vera svipaður og var i fyrra”, sagði Jón B. Jónasson deildarstjóri I sjávarútvegsráöu- neytinu. Jón sagöi að þaö hefði ekki verið tekið saman hve marga um- sóknir hefðu borist, enda gæfi sú tala litlar upplýsingar um endan- legan fjölda, þvi umsóknir gætu verið að berast fram i marsmán- uð. Enginn umsóknarfrestur er gefinn og sækja bátarnir þvi um leyfi jafnóðum og þeira fara út. „Skylda okkar að standa JJftf £ M M haft i för með sér mótaögeröir við gerða samnmga — segir Þórhallur Ásgeirsson „Ég sé ekki, að það geti rétt- lætt þá fullyrðingu, að ég sé óvinur iðnaðarins, að ég telji að standa eigi við gerða samn- inga”, sagði Þórhallur Asgeirs- son ráðuneytisstjóri I viðskipta- ráðuneytinu, þegar Visir bar undir hann ummæli ólafs Ragn- ars Grimssonar i blaðinu þess efnis, aö ráöuneytisstjórinn væri fremstur i flokki þeirra, sem hefðu lagst gegn frestun tollalækkana og væru helstu óvinir islensks iðnaöar. „Þetta eru frjálsir samningar, sem við gengum að vegna þess að við töldum okkur hafa hag af þvi, og þá er auðvitað skylda okkar að standa við þá. Ef við hinsvegar teljum okkur ekki hafa hag af þeim lengur, er spurning hvort eigi að segja þeim upp. Ég held að menn sjái, ef þeir athuga málið, að þaö yrði ákaflega óhagstætt fyrir okkur. Það hefur mikið gildi fyrir frek- ari iðnþróun að hafa aðgang að þessum tollfrjálsu löndum. Ein- hliða frestun tollalækkana gat serri sviftu okkur þeim friöind- um sem við höfum haft. Þó einhverjar iðngreinar kunni aö hafa oröið fyrir áfalli vegna aukinnar samkeppni álit ég að þaö séu smámunir á móti þvi sem áunnist hefur, vegna þessara samninga. Ég hef staðið i samningum viö EFTA og Friverslunarbanda- lagið og það er skylda hvers embættismanns að láta i ljós álit á hlutum sem hann hefur sjálfur unnið að. Hinsvegar er pólitisk ákvörðun tekin af ráð- herra en ekki mér”, sagði Þór- hallur Asgeirsson. —JM KLASSÍK -POPP - KASSETTUR - JAZZ - LÉTT TÓNLIST - KLASSÍK - POPP - KASSETTUR - JAZZ A1 ttk Okkar landsfræga hljómplötuútsala: stendur sem hæst. Við bjóðum upp á stórkostlegt úrval af popptónlist, jazz, léttri tónlist, klassik og kasettum. F ALKIN N Laugavegi 24, sími 18670 - Suðurlandsbraut 8, sími 84670 - MEÐAL POPPTÓNLISTAR ER AÐ FINNA: BEE GEES ANDYGIBB TOIVI PETTY BLUE OYSTER CULT DARTS DAVID GILMOUR CHICAGO FRANK ZAPPA MOTORS STRANGLERS BOSTON PLAYER NEILYOUNG KINKS Kiss BLACK SABBATH STATUSQUO COMMODORES STEPHEN STILLS ABBA YES GERRY RAFFERTY WINGS WHO MOODY BLUES GILLA ALVIN LEE ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR m> POPP - KASSETTUR - JAZZ - LÉTT TÖNLIST - KLASSÍK - POPP - KASSETTUR - JAZZ - POPP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.