Vísir - 13.02.1979, Qupperneq 10
10
/HWiP'
títgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davfö Guömundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltróar: Bragi Guðmundsson, Elfas Snæland Jónsson. Fréttastjóri’
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helaarblaði: Arni
Þórarinsson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónfna
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrfn Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli
Týnes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós-
myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. títlit og hönnun: Jón Oskar
Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Sföumúla 8. Slmar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sfmi 86611.
Ritstjórn: Sföumúla 14 sfmi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 2500 á mánuöi
innanlands. Verö i
lausasölu kr. 125 eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f
Rétt olíuverð og
brýnar breytingar
Þær olíuverðshækkanir, sem nú eru að koma til fram-
kvæmda í olíusöiuríkjum hafa orðið til að hrella ráða-
menn hér á landi, ekki síður en í nágrannalöndum okkar.
Hækkanirnar bæta hér gráu ofan á svart, þar sem ef na-
hagsvandinn er ærinn fyrir og landsfeðurnir hafa átt
fullt í fangi með að leysa hann, þótt enn ein heims-
markaðshækkun á olíuvörum hefði ekkí dunið yfir.
En það vekur nokkra furðu, að leiðtogar þjóðarinnar
skuli ekki hafa fylgst betur með þeirri þróun sem orðið
hef ur upp á síðkastið á sviði olíuverðs en raun ber vitni.
Forsætisráðherra sagði um helgina, að þetta væri svo
geigvænlegt vandamál að sér félli allur ketill í eld.
Mjög nákvæmir spádómar komu f ram um þessa þróun
þegar í ágúst og september á síðasta ári, eða fyrir tæpu
hálfu ári, og ætti því að hafa verið nægur umþóttunar-
tími fyrir íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við á
skynsamlegan hátt, en menn hafa verið uppteknir af svo
mörgu öðru undanfarna mánuði að þess er varla að
vænta að þeir hefðu haft tíma til þess að sinna þessum
málum, þótt þeir hefðu vitað um vandann í tíma. Að vísu
skal viðurkennt að ástandið í íran hef ur eitthvað aukið á
olíuverðshækkanirnar frá því sem búist hafði verið við.
Þaðeina, sem hér hefur verið gerter að liggja á olíu-
hækkunum í ríkisstjórninni eins og mögulegt hef ur verið
og virðast menn alls ekki hafa viljað horfast f augu við
þá hækkunarþörf, sem olíufélögin hafa reynt að sýna
fram á.
Auðvitað hefur ákvörðun um að hleypa þessum
hækkunum inn í verðlagið alvarlegar afleiðingar, og
nauðsynlegt getur orðið að gera ýmsar ráðstafanir sam-
hliða slíkri ákvörðun.
Forráðamenn olíufélaganna hafa skýrt frá því að
þann tíma, sem olíur og bensín hafi verið selt undir
kostnaðarverði, hafi safnast upp skuldir innanlands
sem haf i nú um helgina numið milli 800 og 900 milljónum
króna, og er áætlað að mismunurinn á kostnaðarverði
olíuvaranna og söluverði nemi nú um 14-15 milljónum
króna á dag að meðaltali.
Slíkur bolti er f I jótur að hlaða utan á sig ef hann fær að
velta miklu lengur, ekki síst vegna ríkjandi haftastefnu í
verðlagsmálum og þess, hvernig innlend skattheimta
magnar erlendar olíuverðshækkanir. Um verðlagning-
una sjálfa ætti ríkisstjórnin að fara að fordæmi frænda
okkar, Dana. Dönsk stjórnvöld hafa gefið olíufélögum
þar í landi ieyfi til að hækka olíu- og bensínverð sjálf-
krafa með tilliti til breytinga á innkaupsverðinu, en
breytingar á því verða nánast daglega og því miður allar
til hækkunar.
Hugmyndir um að breyta grondvelli olíuverðsútreikn-
inganna stef na sumar hver jar í rétta átt, þar á meðal sú
hugmynd, að skattlagning ríkisins á hvern lítra olíu eða
bensíns verði föst upphæð í stað prósentu af verði . Það
er fráleitt fyrirkomulag, að ríkisstjóður hagnist á hverri
hækkun á olíuverði erlendis eins og verið hefur. Sömu-
leiðis er óeðlilegt að um það bil helmingur útsöluverðs á
bensíni f ari beint í ríkiskassann, eins og nú er.
Á meðan um þessar skipulagsbreytingar er fjallað
þýðir ekki fyrir ráðamenn að stinga höfðinu f sandinn og
forðast þannig að horfast í augu við olíu- og bens-
inhækkanir á heimsmarkaðnum. Þær verða verðlags-
yf irvöld að viðurkenna, jafnvel þótt það þýði í raun enn
einu sinni, að ríkissjóður fái i sinn hlut hærri upphæð en
olíuf urstarnir.
Því sjálfvirka hækkunarkerfi er aftur á móti brýnt að
Þriöjudagur 13. febrúar 1979 VISIR
FRAMLAG REYKJA-
VÍKURBORGAR TIL
ÁRS FATLAÐRA '81
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra i
Reykjavik, efridi i fyrrahaust til
aðgerða til þess að vekja athygli
á vandamálum fatlaðra i höfuð-
borg islands og raunar um land
allt. Fór félagið fram á það að fá
aðskiptast á skoðunum viö full-
trúa þeirra fiokka, sem aðild
eiga að borgarstjórn Reykja-
vikur og var ákveðið að sá fund-
ur skyldi fara fram á Kjarvals-
stöðum. Jafnframt ákvað
Sjálfsbjörg að fundurinn skyldi
hafa aðdraganda, fatlaðir færui
fylkingarbrjösti jafnréttisgöngu
frá Sjómannaskóla tii Kjarvals-
staða en tilgangurinn var sá aö
kanna undirtektir borgarbúa.
Þær reyndust jákvæðari en
nokkur hafði þorað að gera sér
vonir um: blööin töldu að um tiu
þúsundir manna hefðu tekið
þátt i göngunni eða fvlgst meö
henni og tekið undir jafnréttis-
kröfuna: ég hef ekki fregnir af
hliöstæðum stuöningi við fatiað
fólk I nokkru ööru landi.
Inni á Kjarvalsstöðum
blómgaðist þennan dag mikU
bjartsýni með skjótum hætti.
Fulltrúar allra flokka i borgar-
stjórn kepptu hver við annan i
yfirlýsingum um skilning á hög-
um fatlaðra, stuðning við mál-
stað þeirra og mikla hlýju. Svo
mikil var bjartsýnin að ferli-
nefnd fatlaðra sem hefur það
verkefni að fylgjast með fram-
kvæmdum utan húsa og innan
og kanna hvort tekið sé tillit tU
fatlaðra við gerð þeirra, bauðst
til þess aöfesta upp merki í and-
dyri Kjarvalsstaða sem sönnun
hefur meltingarfæri og flest
meira að segja þvagblöðru.
„Leyfið börnunum
að koma til min"
Jafnréttisdagurinn i fyrra
kom upp i huga minn á dögun-
um, þegar ég las í blöðum að
allir borgarfulltrúar i Reykja-
vik virtust sammála um að
breyta Austurbæjarbarna-
skólanum i ráðhús. Hugmyndir
um ráðhús i Reykjavik hafa alla
tið verið torskildar, og verða
væntanlega ekki skýrðar nema
með hliðsjón af kenningum
Freuds; ég minnist þess t.a.m.
mjög vel þegar borgarstjórn
Reykjavi'kur samþykkti ein-
róma að byggja ráöhús úti i
Reykjavikurtjörn, væntanlega
við ljós draumsjóna um Fen-
eyjar á Italiu og sætti færi að
dagsetja samþykktina á afmæli
borgarstjórans, sjálfs Gunnars
Thoroddsens. Nú virðist borgar-
stjórnin afturvera sammála um
ráðhús þótt samþykkt hafi enn
ekki verið gerð formlega enda
veit ég ekki hvort Egill Skúli á
stórafmæli i bráð.
Astæðan til þess að hús
Austurbæjarbarnaskólans
virðist liggja á lausu er sú
stgfna Reykjavikurborgar að
þenja byggðina út um holt og
grundir; éinkanlega holt, þar
sem hægt er að hýsa fólk sem
hæst ofan sjávarmáls, þar sem
frost verða hörðust, rammastir
vindar gnauða og félagslegur
kostnaður reynist mestur. I
- V ■
Magnús Kjartansson skrifar:
„I engu húsi í Reykjavik af svipaðri stærð hefur ver-
ið komið fyrir jafn-níðangurslegu tröppukerfi"og i
Austurbæjarbarnaskólanum, þaðan sem þessi mynd
er.
þess að húsið fullnægði öllum
þörfum fatlaðs fólks. Borgar-
stjórn Reykjavikur þáði þessa
viðurkenningu ogtók þar með á
sig siðferðilega skuldbindingu.
Eftir að Kjarvalsstaðir höföu
tæmstað ioknum fundinum tóku
verkamenn til við að jafria möl-
ina fyrir framan húsið og afmá
bráðabirgðabrautina sem fatlað
fólk i hjólastólum hafði notað til
þessaðkomast inn þó með hjálp
ófatlaðra. Siðan hefur enginn
fatlaöur maður, bundinn við
hjólastól, komist inn á Kjar-
valsstaði til þess að skoða
merkið frá ferlinefndinni, gera
vettvangskönnun I bitbeini
skriffinna og listamanna, eða
ganga örna sinna á salerninu
sem lagfært var fyrir jafnréttis-
daginn f fágætum skilningi þess
að fatlað fólk i hjólastólum
slíkum hverfum býr nú megin-
þorri ungra foreldra i Reykja-
vik ásamt börnum sinum en i
hinni upphaflegu Reykjavik býr
aldrað fólk ogfatlað og fær fæst
að sjá barnabörnin sin nema
endrum og eins. 1 hverfi þvi sem
Austurbæjarbarnaskólinn átti
að þjóna búa nú fá börn og er þá
ekki tilvalið aðstugga þeim burt
og breyta skólabyggingunni i
ráðhús? En það væri einnig
hægt að fara hina leiðina. Ef
hinn sameiginlegi flokkameiri-
hluti i Reykjavikurborg og
rikisstjórn vildi væri sjálfsagt
að breyta Hallgrimskirkju i
sambýlishús handa barnmörgu
ungu fólki. Siöan væri hægt að
skrá á stórhýsin bæði hin fleygu
orð Jesúsar Jósefssonar:
„Leyfið börnunum að koma til
Grein Magnúsar
Kjartanssonar, fyrrv.
ráðherra, fjallar sér-
staklega um þær hug-
myndir, sem uppi eru
um að gera Austur-
bæjarbarnaskólann að
ráðhúsi fyrir Reykja-
víkurborg. „I engu
húsi í Reykjavík af
svipaðri stærð hefur
verið komið fyrir jafn
níðangurslegu tröppu-
kerfi", segir hann. „ Ef
stjórnsýslukerfi Reyk-
javíkurborgar yrði
komið fyrir í þessari
byggingu, væri komið
á algeru torleiði milli
fatlaðs fólks og skrif-
finnskukerfis borgar-
Jnnar."
Framlag til órs
fatlaðra?
Annars voru það ekki skipu-
lagsmál Reykjavikur sem komu
upp i huga minn þegar ég las i
blöðum um sameiginlegan
áhuga allra borgarfulltrúa á
ráðhúsi við Skólavörðuholtið
heldur annað vandamál sem
hefur verið áleitnara við mig
siðustu árin. Þegar Austur-
bæjarbarnaskólinn var byggður
var það viðhorf algerlega rikj-
andi að fatlaö fólk væri utan-
garðsmenn i þjóðfélaginu og um
það ætti alls ekkert að hugsa. 1
samræmi við það var skóla-
byggingin teiknuð og byggð. I
engu húsi i Reykjavfk af
svipaðri stærð hefur verið kom-
ið fyrir jafn niðangurslegu
tröppukerfi, erfið þrep sem
teygja sig stall af staíli með
greinum upp í afkima i öUum
áttum. Þetta tröppukerfi er ær-
in torfæra fyrir ófatlað fólk á
öllum aldri enda hafa margir
faUasti skólanum, þótt tölur um
það séu trúlega engar. Ef
stjórnsýslukerfi Reykjavikur-
borgaryrði komið fyrir i þessari
byggingu væri komið á algeru
torleiði milli fatlaðs fólks og
skriffinnskukerfis borgarinnar,
einnig þeirra stofnana sem eiga
að sinna fötluðum, öldruðum,
sjúkum og snauðum. Ráðhús
Reykjavikur mundi þá bætast i
hóp sem ærinn er fyrir, Al-
þingishús, Stjórnarráð, Þjóð-
leikhús, Tryggingastofnun
rikisins, Norræna húsið og Þjóð-
minjasafnið, svo að dæmi séu
nefnd. Þjóðminjasafnshúsið var
gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sin i
tilefni lýðveldisstofnunar — en
auðvitað eru fatlaðir ekki hluti
af þjóðinni.
Samkvæmt blöðunum eru
þetta þær hugmyndir sem nú
eru i fyrirrúmi hjá borgarfull-
trúunum sem héldu ræðurnar
fögru á Kjarvalsstöðum i fyrra-
haust. Kannski á þessi fram-
kvæmd að verða framlag
Reykja vikurborgar til árs
fatlaðra 1981.