Vísir - 24.02.1979, Page 7

Vísir - 24.02.1979, Page 7
<VxV A\ *í V \ Laugardagur 24. febrúar 197» 7 Krakkarnir á elstu deildinni á Austurborg, ásamt Astu Bjarnadóttur fóstru. HVER BOLLAR SEM BETUR GETUR Vísismynd ÞG Smáfólkið býr sig nú undir bolludaginn og allar likur benda til þess að foreldrar og aðrir ættingjar fái að kenna á vendinum á mánudaginn. Bolluvöndurinn er ómissandi, hann er aðalatriðið en bollurn- ar verða oft útundan, því rjómabollu er jú hægt að fá aðra daga arsins. Krakkarnir á elstudeildinni á Austurborg fá hver sinn bollu- vönd. Fóstrurnar á deildinni hafa gertum tuttuguvendi til aö krakkarnir geti „bollaö” hver sem betur getur. Danskir og norskir bakarar áttu frum- kvæðið. Liklegter aö sá siöur aö halda bolludag í núverandi mynd, sé kominn frá Dönum og Norö- mönnum, fyrir um hundraö ár- um siöan. Munu þaö vera bak- arar sem eiga frumkvæöiö og komu meö þennan siö hingaö til lands. A Bolludaginn er um aö gera aö vera snemma á fótum. Upp- haflega var siöurinn sá aö flengja menn meö vendi, áöur en þeir komust á fætur. Sá sem fyrir flengingunni varö, átti aö punga út einhverju góögæti, sem nú eru rjómabollur,—- Til að minnast pinu frelsarans. Sá siöur aö flengja menn meö vendi mun eiga rót sina aö rekja tilpislasem menn lögöuásig til aöminnast pinu frelsarans. Eft- ir siöaskiptin, þá þróaöist þessi siöur smám saman yfir i gam- anmál. Hér áöur fyrr var þaö siöur á Norðurlöndum aö boröa feit- meti eöa bollur á þriöjudegin- um, þ.e. daginn eftir bolludag- inn. Hér á tslandi festist þessi siður viö mánudaginn til aö trufla ekki sið Sprengidagsins. Bolluátiö má hins vegar rekja langt aftur i aldir, þegar menn föstuðu viö hvitan mat, eins og þaö var kallaö. —KP.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.