Vísir - 20.03.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 20.03.1979, Blaðsíða 3
Þri&judagur 20. mars 1979. vism Þroskahett- ir (stapa Þroskaheftum er ár- lega boðið til skemmt- unar i félagsheimilinu Stapa i Keflavik. Skemmtun þessi var haldin nú siðast 11. mars. Hljómsveit lék fyrir dansi og boðið var upp á tertur, kaffi og fleira góðgæti. Fy rir þessari skemmtun s tanda hjónin Ardis Þorgilsdóttir og Guðjón Valdimarsson forstjóri félagsheimilisins Stapa. Nutu þau aöstoöar starfsfólks félags- heimilisins Systra og Kvenfélags- ins i Njarðvik og húsmæöra af Suöurnesjum sem bökuöu kökur og tertur. Hljómsveitin Astral skemmti. —SG Séöyfir veislusalinn i Stapa, þar sem þroskaheftir skemmtu sér. Aöur auglýst erindi Georgs Ölafesonar verölagsstjóra sem halda áttiaðGrettisgötu 89 á miö- vikudaginn fellur niöur en áformaö er aö taka þetta efni upp að nýju siðar, segir i frétt frá fræöslunefnd BSRB. HUS- EIGENDUR varanleg álklæðning, á þök, loft og veggi- úti og inni. Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum, auðveldar i uppsetningu, þarf aldrei að mála, gott að þrífa, og gefa fallegt útlit.Tilvalið á ný hús, gömul hús, stór hús, lítil hús, lek hús og öll hús sem þörf er á góðri varanlegri klæðningu. Aukin einangrun, sparar hitakostnað. Vandið valið og setjiftatoagataraf á húsið. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við íslenskar aðstæður. Hafið samband við okkur og fáið upplýsingar, verðtilboð og góð ráð. INNKAUP HF ÆGISGÖTU 7 REYKIAVÍK. SlMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTIÓRl: HElMASlMI 71400. Bókhald hjá Breiðholtl enn athugað Engar nýjar upplýsingar komu fram á skipta- fundi i þrotabúi Breiðholts h.f. sem haldinn var i gær. Unnið er við bókhald félagsins og vart tiðinda að vænta fyrr en þvi verki er lokið. A fundinum i gær lagöi Unn- steinn Beck skiptaráöandi áherslu á nauösyn þess aö hraöaö veröi eftir mætti athugun á stööu Breiöholts er nokkrir stór- ir hluthafar gengu úr félaginu og hvernig háttaö var þeim upp- skiptum sem þá fóru fram. Fundi var siöan frestaö og veröur næsti fundur um máliö haldinn eftir einn mánuö. —SG A sjöunda hundraö börn viös vegar af aö landinu fjöimenntu til Akureyrar fyrir helgina á Landsmót islenskra barnakóra, sem haldiö var þar á laugardag- inn, en samtais mættu 16 kórar til leiks. Þetta var fimmta barnakóra- mótið sem haldiö hefur verið. A kóramótinu sem haldið var i Reykjavik árið 1977 mættu 11 kórar eöa um fjögur hundruö börn. tþróttaskemman á Akureyri en þar fór mótið fram, er ekki tónleikahús og mikil vinna viö að koma henni i þaö ásigkomu- lag að viö megi una, en börnin eru ekki kröfuhörö og voru hin glöðustu. Undur voru að heyra hvað samstilling 640 radda var sóö er bau sungu saman i lok tónleikanna undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Þaö vakti mikla athygli manna hér hve einbeitt börnin voru og hegðun þeirra til fyrir- myndar. Þvi miöur munu aörir landsmenn ekki fá aö sjá hve glæsilega tókst til með tón- leikana þvi sjónvarpiö mun ekki hafa haft nægan áhuga á fyrir- brigðinu á barnaárinu 1979 en starfsmenn útvarpsins voru hins vegar mættir. LH — Akureyri .og þá var kátt i skemmunni gæti þessi mynd heitiö en þar má sjá kórana alla samankomna f einu. Á SJðUNDA HUNDRAO SYNGJANDI BðRN A MðTI FYRIR NORÐAN Ekkl nýr voivo 1 bilablaðinu sem fylgdi Vísi á mánudaginn var á tveim stöðum talað um Volvo 324, en það er teg- und sem Volvo-verksmiðjurnar kannast ekkert viö. Þar var átt við smábilinn frá Volvo sem ber númerið 343 og mátti nú raunar sjá það á þvi sem undan haföi fariö. Þetta leiðrétt- ist þó hér meö. íslendingar í alplóðlegrl telknisamkeppnl Akureyrardelld Neytenda- samtakanna stolnuð Akureyrardeild Neytendasam- takanna var stofnuö s.I. laugar- dag. Er það þriöja deildin sem stofnuö er utan höfuöborgar- svæðisins á skömmum tima. Aö sögn Arnar Bjarnasonar starfemanns Neytendasamtak- anna var fundurinn vel sóttur og var Svavar Gestsson viöskipta- ráðherra á meðal fundarmanna. Flutti hann ávarp þar sem hann lýsti yfir stuðningi við frjáls neyt- endasamtök, jafnframt þvi sem rikiö heföi á höndum neytenda- vernd. Aö auki fluttu framsögu- ræöur Jóhannes Gunnarsson úr Borgarnesi og Rafn Jónsson rit- ari Neytendasamtakanna. A fundinum var kosin stjórn og er formaður Steinar Þorsteinsson tannlæknir. A hún að vinna aö undirbúningi starfs deildarinnar, m.a. hvaö snertir f jármál og hús- næði. Er svo ætlunin aö halda framhaldsstofnfund þegar nauö- synlegum undirbúningi er lokið. Þess má aö lokum geta aö um 40 manns gengu I Neytendasamtök- in á fundinum. —HR Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna (UNESCO) Barna- hjálp og Flóttamannastofnun S.þ. munu itilefni af alþjóðaári barns- ins efna til alþjóðlegrar teikni- samkeppni meðal barna 11 ára og yngri. íslenskum börnum gefst kostur aö taka þátt i samkeppn- inni. Viöfangsefnið er „Lif fólks áriö 2000”. Vinnuaðferðir viö mynda- gerðina eru frjálsar og stærðin er ekki tiltekin. Skilafrestur rennur út 18. april 1979. Sérstök dómnefnd mun velja bestu myndirnar frá Islandi sem siðan verða sendar til aðalstööva UNESCO og þar mun alþjóðleg dómnefnd velja 10 bestu myndirnar sem berast frá þátt- tökuþjóöunum. Höfundar þeirra mynda fá að verðlaunum ferð til Parisar og 8 daga dvöl þar. Höf- undar 25 bestu myndanna frá ts- landi fá sérstök verðlaun s.s. hljómplötur, myndskreytt timarit eða bækur Utanáskrift islensku dóm- nefndarinnar: Teiknisamkeppni barna, íslenska UNESCO-nefnd- in, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Myndunum þurfa að fylgja upp- lýsingar um nafn, aldur og heimilisfang höfundar. Sýning á verðlaunamyndunum veröur haldin á þessu ári hjá höfuðstöðvum UNESCO i Paris.á sýningunni „Maðurinn ogheimur hans” I Montreal og i aðal- stöövum Sameinuðu þjóöanna i New York og Genf. A næsta ári verður þátttökurikjum UNESCO gefinn kostur að fá verðlauna- myndirnar til sýningar. UNESCO áskUur sér rétt til út- gáfu á verðlaunamyndunum,t.d. á veggspjöldum og póstkortum. —SS— Erlndl frestað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.