Vísir - 20.03.1979, Qupperneq 12
12
Þriðjudagur 20. mars 1979
vtsnt
vtsm
Þriðjudagur 20. mars 1979,
13
ðLAFUR JÓHANNESSON MÆLTIIGÆR FYRIR
FRUMVARPI SÍNU UM EFNAHAGSMÁL, SEM
ALÞÝRUBANDALAGSMENN ERU ENN Á MÓTI:
HNÍPNIR AB
HLUSTA Á
RÆÐU ÓLAFS
„Frumvarp þaö sem ég nú flyt flyt ég sem þingmaður f þessari háttvirtu þing-
deild og það á sér langan og merkilegan aðdraganda", sagði ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, i upphafi máls sfns þegar hann fylgdi úr hlaði frumvarpi sínu
um efnahagsmál í efri deild í gær.
Umræöum þessum var Ut-
varpaö og fékk hver stjórn-
málaflokkur eina klukkustund
til umráöa. Þingmenn virtust
ekki I neinu uppnámi þennan
daginn og voru margir þeirra
þreytulegir og daufir i dálkinn.
Þegar forsætisráöherra hóf
mál sitt, sem hann flutti af
stóiskri ró, var hvert sæti skipaö
i efri deild og þingpallar þétt-
setnir, einkum af ungu fólki.
Olafur Jóhannesson sagöi, aö
ágreiningurinn um þetta frum-
varp heföi komiö sér nokkuö á
óvart, því fyllsta ástæöa heföi
veriö til aö ætla aö samkomulag
heföi veriö komiö á um þaö.
Hann heföi kosiö aö þaö yröi
flutt sem stjórnarfrumvarp og
hann legöi þaö fram óbreytt i
þeirri von, aö Alþýöubandalagiö
legöi þvi liö þegar þaö heföi átt-
aö sig.
Mikið í mun að ekki slitni
upp úr
Þegar Ragnar Arnalds, sem
talaöi einn af hálfu Alþýöu-
bandalagsins, tók til máls, sagöi
hann, aö flokki hans væri mikiö i
mun aö ekki slitnaöi upp úr
þessu stjórnarsamstarfi og þeir
Alþýöubandalagsmenn mundu
leggja sig alla fram um aö ná
samkomulagi. Hinsvegar létu
þeir ekki ganga yfir sig.
Hann reifaöi siöan muninn á
þessu frumvarpi og þvi, sem áö-
ur haföi komiö fram, og skýröi
þau atriöi, sem ágreiningur
stæöi um. Hann lauk máli slnu á
þvi aö undirstrika samstarfs-
vilja Alþýöubandalagsins og
sagöi aö allur þorri fólks vildi aö
þessi stjórn sæti áfram.
„Pólitískir geldingar"
Allir fimm þingmenn Alþýöu-
flokksins I neöri deild tóku til
máls um frumvarpiö og var
þeim meira niöri fyrir en öörum
og bersýnilega þungt i huga til
samstarfsflokks sins á vinstri
vængnum.
Talaö var um, aö gengiö heföi
á ýmsu I stjórnarsamstarfinu og
aö hin ábyrgöarlausu öfl heföu
ráöiö of miklu. Þeir vildu láta
reka á reiöanum, og aö þetta
yröi ferö án fyrirheits. 1 Alþýöu-
bandalaginu væru hugsjóna-
menn i minnihluta, en vonandi
væri aö þeir bæru hina pólitisku
geldinga i flokknum ofurliöi.
Þá var sagt aö þetta frum-
varp væri mikill sigur fyrir
Alþýöuflokksmenn, þvi svo
margt I þvi væri samkvæmt
stefnu hans. Veröur aö teljast
vafasamt aö siikar yfirlýsingar
séuséríegBjveltil þess fallnar aö
auka á sáttfýsi Alþýöubanda-
lagsins.
Af hálfu Sjálfstæöismanna
töluöu Ragnhildur Helgadóttir,
Eyjólfur Konráö Jónsson og Jón
Sólnes.
Skrifuðu bréf og lásu blöð
Þaö er athyglisvert aö fylgj-
ast meö þingmönnum aö störf-
um. Menn eru mikiö á feröinni
og spjalla saman i göngum og
hliöarsölum, eflaust um lands-
ins og þingsins gagn og nauö-
synjar. Einnig voru menn iönir
viö aö taka til I skjalabunkanum
á boröinu hjá sér og rifa upp
bréf og skoöa hin ýmsu gögn.
Einn þingmaöur sökkti sér
niöur i Vikuna meöan forsætis-
ráöherra flutti frumvarp sitt og
aö minnsta kosti þrir þingmenn
skrifuöu sendibréf, tveir i efri
deild og einn I neöri.
Tveir ungir menn, fimmtán
og sextán ára, sem eru i starfs-
kynningu á VIsi, voru meö
blaöamanni og ljósmyndara i
þinginu. Þeir höföu gaman af
heimsókninni og geröu þaö sér
til dundurs aö telja hvaö vantaöi
aö jafnaöi marga þingmenn i
salina. Þeir sögöu aö oftast
heföi veriö fullsetiö I efri deild,
en i neöri deild heföi jafnan
vantaö tuttugu manns.stundum
tuttugu og fjóra. Þeim fannst
ámælisvert aö ekki skyldi vera
setuskylda þegar mál væru tek-
in fyrir og drógu af þvi þá álykt-
un, aö þegar menn greiddu
atkvæöi i málum eins og til
dæmis um landbúnaöinn, sem
þeir hlýddu á I neöri deild, þá
hlytu þeir aö gera þaö sam-
kvæmt flokksfyrirmælum en
ekki af þvi þeir heföu kynnt sér
málin.
.íí:.xÁÍ
Alþýðubandalagsþingmenn voru margir þungir á brúnina I þinginu I gær þegar ólafur Jóhannesson, forsætisráöherra, mæiti fyrir frumvarpi sinu um efnahagsmáiin. Hér sjást þeir Lúðvfk Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins (t.v.), Geir Gunnarsson formaður
fjárveitinganefndar, og Helgi Seljan, alþingismaöur, hnipnir.
« n||
W f M
• ■ j W u \
Vandamálin framundan
„Þaö gerist ekkert strax. Þetta
veröur sett i nefnd, sem heyrist
ekki frá fyrr en I fyrsta lagi eftir
tiu daga, þvi þeir þurfa tima til aö
brúa biliö, sem er á milli þeirra”,
sagöi einn sjálfstæöisþingmaöur i
samtali viö Visi.
Alþýöuflokksmenn, sem viö var
rætt, voru mismunandi haröir I
afstööu sinni til hugsanlegra
breytinga á frumvarpinu. Nokkr-
ir vildu ekki giröa fyrir einhverj-
ar breytingar, en aörir sögöu
afdráttarlaust, aö ekkert nema
minniháttar oröalagsbreytingar
kæmii til greina. Þá væri stjórn-
arsamstarfinu lokiö!
Sjálfstæöismaöur sagöi aö
stjórnin væri þegar búin aö gefast
upp á aö ná veröbólgunni niöur i
30%, og þaö sem menn væru nú aö
rifast um væri hvort hún ætti aö
veröa 34% eöa 37%. Talaö væri nú
um vinstri viöreisn til aö ráöa
niöurlögum vinstri veröbólgu.
Ölafur Jóhannesson heföi i raun
gert sér vonir um, aö samstarfs-
flokkum hans tækist aö fá ASf til
aö setjast niöur og semja um nýj-
an visitölugrundvöll. Heföi sú
oröiö raunin á, heföi þessi stjórn
átt fullan rétt á sér, en þaö heföi
gersamlega mistekist.
Annar sjálfstæöismaöur sagöi
aö veriö væri aö deila um tvö
prósent til eöa frá, en þaö væri
alls ekki rætt um brýnustu vanda-
málin, sem biöu þessarar rikis-
stjórnar. Stærst þeirra á næstunni
yröi þaklyftingin hjá BHM.sem
ekki væri séö fyrir endann á hvaö
heföi I för meö sér, 3% kauphækk-
un BSRB j. april, og svo væri ekki
endalaust hægt aö reka rikisfyrir-
tækin meö halla mánuö eftir
mánuö.
Blaöamaöur hitti Ólaf
Jóhannesson á göngunum og
spuröi hvernig honum væri nú
innanbrjósts þegar hann væri bú-
inn aö leggja fram og mæla fyrir
einkafrumvarpi sinu. „Mér liöur
bara mjög vel” svaraöi hann og
brosti blitt.
—JM
Þlngmenn úr neðri deild fylgdust sumir hverjir með umræðunum f dyragætt efri deildar.
ólafur Jóhannesson flytur ræðu slna um efnahagsmálafrumvarpið
á Alþingi f gær.
„Mér liður bara mjög vel” sagði ólafur Jóhannesson og fékk sér
kaffi eftir ræðufiutninginn.
Benedikt Gröndal (t.v.) var kátur við hlið Geirs Hailgrlmssonar og Vilmundar Gylfasonar.