Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 16
16 Maðurinn sem situr á móti mér/ er ekkert likur guðsmanninum sem ég hef séð við embættisstörf. Þetta er fágaðun en afslappaður og yfirlætislaus heimsmaður. Hann hlustar af athygli. Þegar hann tal- ar verður svipurinn ótrúlega lifandi. Stundum brosir hann með öllu andlitinu og þá leiftra augun eins og í litlum dreng sem býr yfir leyndarmáli. Þetta er séra Jón Auðuns. Við sitjum í stofunni hans I húsi sem stendur við Ægissíöuna. Gluggatjöldin eru dregin frá og ekkert skyggir á útsýni yfir hafflötinn. Þetta er kannski táknrænt fyrir húsráðandann sem hefur gert sér far um að lokast ekki inni í neinu kenninga kerfi og þrjóskast við aö tileinka sér viðteknar venjur ef hann hefur talið þær hindra hann í að hafa yfirsýn til allra átta. Með slíkt viðhorf að leiðarljósi hefur hann að sjálfsögðu ekki haft eintóma viðhlæjendur I llfinu. En Jón Auðuns er sáttur við lifið. Það hefur hann raunar alltaf verið. VÍSIR Laugardagur 24. mars 1979. Iðrast einskis „Mér finnst gaman aö vera gamall”, sagðir hann. Þaö er svo margt sem maður sér miklu betur og ef ég ætti aö lifa þetta allt upp aftur, mundi ég gera það öðru visi. Hins vegar iðrast ég ekki neins, þó það sé kannski skömm frá að segja fyrir prest. Ég þekki yfirleitt ekki af sjálf- um mér sekta&og iðrunarkennd og ég er viss um aö kristnin leggur of mikla áherslu á það fyrirbrigöi sem ég veit frá sál- gæslustarfi mínu að stundum getur orðiö nærgöngult geðheilsu viðkvæmra manna. Sú háskólaguðfræði sem er kennd er mér ekki að skapi og ég er hræddur um aö hún nái ekki tökum á þeirri kynslóö sem nú er aö vaxa upp. Að minu viti var ferskari, frjálslegri blær yfir þeirri guöfræðikennslu sem ég naut en siöar hefur orðið. Ég var stjórnskipaður próf- dómari við guðfræðideild háskólans i tuttugu og þrjú ár og þó ég væri oft ósammála þvi sem stúdentunum var kennt, hlaut ég auövitaö sem próf- dómari að gefa þeim fyrir þekk- ingu þeirra en ekki skoðanir. Svo skeöi það f prófi aö einn piltur sem fékk það verkefiii að fjalla um skírnina segir aö skírnin veiti fyrirgefningu syndanna. Ég sneri mér þá aö honum og kennaranum og spuröi: „Hvað veröur þá um hina sem aldrei skfrast, fara þeir til helvítis?” Prófessorinn sveigði óðara talið aö öðru, en á leiðinni heim sagði ég við sjálfan mig — ég nenni ekki að sitja yfir þessu lengur, og sagði af mér! Handónýtur predikari Ég hafði ekki mótaðar trúar- hugmyndir þegar ég settist i guðfræöideildina. Það var lítiö talað um trúmál á bernsku- heimili mfnu, rétt aöeins vikið að þeim stöku sinnum. Móðir min var prestsdóttir en hún var handónýtur predikari. Hins vegar kenndi hún okkur margtog m.a. feikn af ljóðum. Ekki eftir alþýðuskáld.heldur þjóðskáldin og eins erlendar þýðingar. Alþýðuskáldskap lærði ég fyrst aö meta eftir aö ég var fluttur að heiman,hjá þeim merku konum Olinu og Herdisi Andrésdætrum, Theodóru Thoroddsen ogfleirum. Þar var ekki I kot vfsað á þvi sviöi, þvi þær bæöi ortu snjallar visur og kunnu öðrum betur að fara með þær og meta. Ég hef mikið yndi af ljóöum og þykir vænst um ljóð Einars Benediktssonar og Matthiasar. Móðir mfn var sögufróð og góð tungumálamanneskja og við systkinin læröum erlend tungumál af henni. Hún byrjaöi kennsluna á þvi að láta okkur syngja með sér þjóðsöngva hinna ýmsu landa. Heimili foreldra minna var mjög frjálslegt. Okkur var ekki bannað, en samt stjórnað. Við vorum ekki skömmuð og fjarskalega litið um að okkur væri sagt fyr ir verkum. Ég held að þeim hafi fundist að það ætti að koma af sjáifusér og við ætt- um sjálf aö mynda okkur skoöanir þegar viö heföum vit og reynslu til”. Tvö heimili Jón Auöuns er eiginlega alinn upp á tveimur heimilum þvf hann var á hverju sumri, frá þvi hann var fimm ára gamall, þar til hann var sautján, hjá frænk- um sinum sem bjuggu stórbúi og höföinglegu i ögri .,f>ar var allt I föstum skoröum og þar rikti hlýðni sem ég hafði ekki vanist heima hjá mér”, segir hann. Frænkur minar voru báöar ógiftar og ráku lengst af tuttugu manna heimili þar sem enginn vilji rikti nema þeirra. Gamalla hefða jafnt og nýrri tima hátta var gætt. Þær voru ákaflega góðar viö mig. Báðar voru ljóöelskar en höföu geróllkan smekk á þvi sviöi. Eldri systirin hafði mestar mætur á Grfmi Thomsen, Staðarhóls-Páli og Páli Vídalin, en sú yngri var drukkin af Einari Benedikts- syni. Þeim lá þessi skáldskapur mjög á vörum og það er hollt fyrir ungling aö alast upp við ólik viðhorf á þessu sviöi sem öörum. Kristni og önnur trúarbrögð Eftir að ég lauk námi viö Háskólann árið 1929, fékk ég styrk úr Sáttmálasjóði til framhaldsnáms erlendis, að iqjphæð tvö þúsund krónur. Þaö voru miklir peningar þá, þegar markið jafngilti islensku krón- unni. Ég fór til Þýskalands þar sem ég stundaði nám i trúarbragöa- fræöi hjá tveim frægustu trúar- bragöafræðingum sem þá voru uppi. Ég varö fyrir miklum áhrifum frá þessum mönnum. Þá var ekki kennd trúarbragða- saga við háskólann hér heima og það fannst mér vanta til að geta borið kristni saman við önnur trúarbrögð. Þér spyrjiö um skoöun mina á trúboði — kristniboði. Það er hverjum þeim sjálfsagt, sem heita sannfæringu á, að boöa hana, og fjölmargir krisni- boöar hafa unniö hið fegursta verk, en hinsvegar eru þess engar likur að um óralanga framtiö takist að „kristna” allan heim. En ég lit svo á, aö ef unnt væri aö greiða hinni kristnu lífshugsjón veg meöal ekki — kristinna manna og trúarbragða skipti það miklu meira máli en þótt takist að stofna söfnuöi trúskiptinga, sem formlega hverfa frá fyrra átrúnaði sinum til þess að játa kristna trú. Magnús Jónsson, sem var einn kennara minna i Háskólan- um sagði eitt sinn við okkur”. Veriö þið, piltar mlnir eins „radikal” og þið viljið. Það smáhverfur meö aldrinum, þá verðiö þið fhaldssamari”. Mér hefur fariö alveg öfugt við þessi spádómsorð. Gagnrýni mfn hefur aukist frá fyrri árum. Ég hef orðið neikvæðari gagn- vart sumu því sem kirkjan kennir og sækir jafnvel f nýja testamentiö. Stefiiur fæðast feigar. Það sagði mér nýlega kunningi minn þýzkur, að sú guðfræöistefna1 sem var að ryðja sér til rúms l Þýskalandi þegar ég var viö nám væri nú oröin alveg áhrifa- laus. „Hvaö er komið I VISIR Laugardagur 24. mars 1979. Blaðamaður ræðir við séra Jón Auðuns f stofunni hans sem er búin miklum kjörgripum. Bækur eru þar i önd- vegi eins og sjá má af þessari mynd. skilyrði að hann ynni aðeins sem læknir en boöaöi ekki kristna trú. Svona geta menn orðið hræddir við frjálslyridið! Ég hygg að flestum beri saman um aö hann hafi veriö einn best kristni maður okkar aldar.” — Hvað er vel kristinn maður? „Sá sem nálgast Hann 1 sinni breytni. Enginn nær honum, en göfugustu menn hafa verið kristnir þó þeir hafi ekki játað kristna trú. Gandhi var til dæmis likari Honum en þorri manna sem játar kristna trú. Kirkja og kristni erekki endi- lega það sama. Dr. Benes, sem var forsætisráöherra frjálsra Tékka var eitt sinn spuröur um hvaða skoðun hann hefbi á kirkjunni. „Ég veit ekkert um kirkjuna, en ég veit aö kristnin deyr ekki” sagöi hann. Þaö er margt f guöspjöllunum sem stangast á og ymislegt um ævi meistarans er ekkert vitað. Fyrir nokkrum áratugum fundust merkilegir bókroðlar fyrir tilviljun I Kumranhellun- um skammt frá þeim staö sem Jóhannes skirari starfaöi. Þeir hafa veriö rannsakaðir m.a. bæði f tsrael og Bandarfkjunum og I bók sem ég hef nýlega lesiö kemur fram að í þeim eru setn- ingar sem i Bibliunni eru haföar eftir Kristi, þó þyki fullsannað að þessir bókroðlar eru siðan fyrir Krists burö. Þetta vekur upp spurningar um hvort hann hafi ekki haft samband viö Kumranmunkana sem bæði lifðu i lokuðu samfélagi og meöal almennings á þessum slóöum. Þaö er ekkert vitaö um ævi Jesú frá tólf ára aldri og fram að þritugu. Það er hins- vegar hvergi minnst á Kumran- munkana I Bibliunni þó voru þeir á dögum állka fjölmennir og Farfsearnir, sem nefndir voru rækilega á allflestum guðspjallanna. Hvað veldur? Þetta er afar merkilegt mál og hefur ekki verið rannsakaö sem skyldi. Verður aldrei stjórnmálamaður! Stjórnmál? „Faðir minn var þingmaöur i nálega 20 ár og frá þvf ég man fræöum nu oröið og eyða mest- um tima sinum i það áhugamál. Ég spyr hann á hvaöa stund- um ipreststarfi sínu honum hafi fundist hann komast næst Gubi. „Þaö var frammi fyrir altarinu, þá stuttu stund sem ég var þar áður en ég byrjaöi að vinna.” — Deilur innan kirkjunnar undanfarin ár, eru þær til óþurftar? „Nei, nei. Það þarf aö vera lif oghreyfing f öllu, en það sem er lffvænlegra þarf aö vera sterk- ara? — Hvað er mikilvægast? „Kærleikurinn” svarar séra Jón aö bragði. Lestu Fjallræðu Krists og þá þarf ekki frekari vitna við. Kynntu þér heimspeki Schweitzers um „lotninguna fyrir lffinu” og þá ertu á leiðum Krists. Ekkisvo að skilja að tilbeiðsla og helgihald kirkjunnar skipti engu, fjarri fer þvf. Einn preláti kirkju minnar spuröi mig eitt sinn ^Hvernig stendur á þvf aö þú, sem lagðir stund á helgisiðafræöi viö þýskan háskóla, ert andvfgur þeim til- raunum sem hér er verið að gera tilaðfærahelgisiðina aftur I aldir og innleiöa gregoríansk- an grallarasöng i messuna? Ég svaraði þvi til, aö ég teldi ekki að slikt messuform hæfbi kynslóðum framtiðarinnar, en ég hefði ekkert á móti þvl að slikar tilraunir væru geröar i i kirkjumunadeildum Þjóöminja- safnsins, þvi þar væru þær i sinu rétta umhverfi. Ég kynntist þessum tilraunum hjá viðfræg um mönnum aö vitsmunum og lærdómi i Þýskalandi og ég veit ekki til þess aö þær hafi boriö árangur I þýsku krikjulffi. Ég sé > ekki ástæðu til að ætla að þær beri meiri árangur hér. Eftir þvi sem aldur færöist yfirmig og égnýt meiri yfirsýn- ar en á yngri árum hneigist ég að þvf, að mótanleg verðmæti kirkju minnar verði túlkuö best meö þvi að horfa fram, en ekki aftur f aldir. Nema að upp- sprettulindunum sjálfum, frum- kristninni og þó með gagnf-ýni” sagði séra Jón Auöuns. farþegi. Honum var sagt á feröaskrifstofu I bænum aö hér væri sérkennilegt höggmynda- safn og hann sýndi mikinn á- huga aösjá þaö. Einar tók sjálf- ur á móti honum og sýndi hon- um safnið. Eftir aö Toscanini kom heim sendi hann Einari ákaflega lofsamlegt bréf, sem þvi miður mun glataö. Þegar Einar dó, var hann búinn að skrifa lista yfir þá sem hann vildi senda listaverkabók sfna og einn af þeim var Albert Schweitzer. Ég fékk siöar bréí frá Schweitzer þar sem hann sagöi „Ég hef engum myndhöggvara kynnst, sem hefur annað eins vald og Einar Jónsson til aö sameina hreyfingu og kyrrð i sömu myndinni.” Kristinn maður — Þekktust þiö Albert Schweitzer? „Við skrifuðumst á. Eitt sinn ætluðum viðaö hittast I Oxford, en þá veiktist naiin og gat ekki komið. Þaö er athyglisvert, aö þegar hann fór til starfa i Afriku þurfti hann að sækja um leyfi tii franska kristniboðssambands- ins. Hann fékk ab fara með þvi ...Þá sagði hann „Hvernig litist ykkur á, góðu konur sem hér eruðstáddar, að fara alveg eftir Gsmilaitestamentinu?— Þar er bannað að ganga I buxum. ■<------------------------m. staðinn?” spurði ég. „Ekkert” var svarið. Spiritisminn Ariö 1976 kom út bók eftir séra Jón Auðuns þar sem hann fjall- tir opinskátt um lif sitt og lifs- xnðhorf. Þar segir frá hvaða þýöingu spiritisminn hefur haft fyrir hann ekki sist I prestsstarfi og hver áhrif kvnni af þeim Haraldi Níelssyni og Einari Kvaran höfðu á viðhorf hans i þessu efni. Ég spyr hvernig þessir menn hafi verið i við- kynningu. „Einar Kvaran var einhver elskulegasti, ljúfasti og siðfágaðasti maður sem ég hef kynnst. Sumir rithöfundar verða leiöinlegri þegar maður kynnist þeim i eigin persónu eftir að hafa myndaö sér skoöun á þeim gegnum lestur verka þeirra, en aörir veröa enn yndislegri en áöur. Slikur var Einar Kvaran. „Það voru mikil forréttindi ung- um monnum aðnjóta leiösagnar hans!* Ég hef lesið ræður eftir suma frægustu predikara veraldar- innar, en enginn þeirra tekur honum fram. SéraHaraldur var trúmaður mikill. Sál hans var svo stór og heit, en helgislepja var honum fjarlæg og tilfinn- ingamolla, þegar hann túlkaði þaö sem honum var heilagt i lifi og trú, — eða þegar hann réðst gegn þvi sem hann taldi rang- túlkun á oröum Krists. — Er það rétt aö þið Niels Dungal hafið eitt sinn leitt sam- an hesta ykkar á kappræöufundi um spiritisma? „Nei, ekki er þaö nú rétt. Hinsvegar stóð það til. Ég var beðinn um að vera frummælandi á kappræðufundi Stúdentafélags Rvikur um kristindóm meö sérstöku tilliti til spiritismaogféllst ég strax á það. Niels ætlaði aö vera and- mælandi minn en hætti við á seinustu stundu af einhverjum ástæðum og Páll Kolka var fenginn i hans staö. Fundurinn var haldinn i Sjálfstæðfchúsinu og var hinn skemmtilegasti, enda Páll meb andrlkari og mfnum og sagði, „Trúir Páll Kolka þvi, að hákarl geti sent hugskeyti til miðils?” Páll svaraði hlæjandi, aö þvi tryöi hann að sönnu ekki. Én lang- algengasta skýringin ekki — spiritista á fyrirbærunum er sú, að um hugskeyti lifandi manna tilmiðils sé aö ræða. En að gera ráö fyrir slikum hæfileika hjá hákörlum er óneitanlega hæpið. Þessi fundur Stúdentafélags Reykjavfkur var haldinn fyrir fullu húsi og komust ekki allir inn sem vildu. Þarna fóru fram fjörugar umræður og meöal annara tók til máls séra Lárus frá Miklabæ sem var frjálslynd- ur spiritisti. Hann sagði meðal annars. „Hvernig litistykkur á góðu konur sem hér eruö staddar að fara alveg eftir gamla testamentinu? — Þar er bannaö aö ganga i buxum!” Myndhöggvarinn Jón Auöuns hefur um árabil verið formaður safnstjórnar Listasafns Einars Jónssonar myndhöggvara, enhann lét eftir sig mjög ákveðin fyrirmæli um rekstur safnsins. Jón Auöuns og Einar þekktust afar vel og ég ...Það gæti til dæmis veriö stör- hættulegt að gifta sig. hressari mönnum og' afar málsnjall. Ég dró þarna fram m.a. eitt dæmi máli mínu til sönnunar, sem varð nokkuð umtalað i bænum á eftir, og vakti mikla athygli. Ég sagöi frá þvi að Sir Arthur Conan Doyle hinn frægi rithöfundur, sem var einn af ötulustu talsmönnum spiritism- ans og ferðaðist um allan heim til aðkynna málstað hans, kom eitt sinn til Astraliu. Þegar hann kom þangab höföu nýlega horfið tveir ungir bræður, sem voru að leika sér á sundi við ströndina hjá Sidney og var almennt álitiö að þeir hefðu drukknað. Foreldrar þeirra sem auðvitað voru harmi lostnir fóru til miðils og náöu þar sambandi við annan bróður- inn sem staðfesti aö þeir hafi drukknað, en segir að rétt áður en hann hafi misst meðvitund hafi hann séö hákarl gleypa bróður sinn. Siðan skeður þaö nokkrum- vikum siðar að hákarl er veidd- ur og I honum finnast likams- leifar sem vitaskuld voru óþekkjanlegar, en jafnframt armbandsúr annars drengsins sem hafði horfið. Ég sneri mér að andmælanda „Hvað verður þá um hina sem aldrei skfrast, fara þeir til hel- vítis?,, spyr hvernig til þeirra kynna hafi veriö stofnað. „Viö kynntumst I afmælfchófi guöspekistúkunnar, þar sem við vorum báöir boðsgestir. Þetta var mikil og vegleg matar- veisla, nátttírlega með eintómu grænmeti, og Einar sat and- spænfc mér við sama borð. Hann vissiekkihver ég var en sánafn mittáspjaldinu sem var við diskinn hjá mér. Hann gaf sig á tal við migog við ræddum saman yfir boröum og þegar upp var staðið sagði hann „Við skulum tala betur saman, séra Jón” þetta var upphafið að okk- ar kynnum. Menn gátu ætlaö eftir stutt viðtal við Einar að hann væri einbert ljúflyndið, en hann var afskaplega geðrikur og gaus stundum upp hans stóra og mikla geð, sem miklir lista- menn margir eru gæddir. Annars hafa verið sagðar marga vitleysur um hann en Asgrimur Jónsson, frændi hans, sem þekkti hann manna best, hefur boriö sumt af þvi til baka. Tónlistarmaðurinn heims- frægi, Toscanini, kom eitt sinn hingað til lands i óformlega heimsókn með skemmtiferða- skipi og ferðaöist sem nafnlaus eftir mér voru kosningar rædd- ar og stjórnmál á heimilinu. Foreldrar mínir ræddu um pólitfk og voru samlynd i þvi eins og öðru. Það var Uka heitt I kolunum milli stjórnmálalegra andstæðinga á ísafirði i þá daga, en þó ekki verra en svo, aö börn andstæðinga föður mfns i pólitík eru meöal bestu vina minna enn 1 dag. Dægurmál gleymast en gamli Isafjöröur geymist I minningunni. Af stjórnmálamönnum, sem ég hef kynnst á seinni árum, hefurmér ekki fundist eins mik- ið til neins koma og Bjarna Benediktssonar. Hann var bráð- gáfaður og einn af þeim mönn- um sem var alltaf vakandi. Þaö er gaman aö þekkja þannig menn. Við vorum saman i háskóla og fyrsta skipti sem ég heyrði hann tala var á kappræðufundi hjá stúdentum. Eftir að hafa hlust- að á hann hugsaði ég meö mér: „hann verður aldrei stjórnmálamaður, en ég var fljótur aö skipta um skoöun.” Séra Jón Auðuns starfaði sem prestur i meira en fjóra áratugi. Hann segist hafa nóg að gera þó hann sé sestur I helgan stein, hafa mest gaman af sagn- Ég iðrast ekki neins, þó það sé kannski skömm frá að segja fyrir prest. Það hefur til dæmis enginn skrifaö af eins miklum skilningi um séra Jón Bjarnason, hinn merka t r ú a r 1 e i ö t og a Vestur-tslendinga, sem barðist gegn flestu þvf sem skipti Einar mestu máli. Hann var líka skjótur til svara. Eitt sinn var fundur um spiritistamál í Bárunni, þá kom upp f pontuna stjórnmálamaður sem talaöi mjög gegn spiritisma. Hann lauk máli sinu á þessa leið. „Menn geta oröiö veikir og þetta getur verið stór- hættulegt*’ Einar kom næstur f ræöustól- inn og sagði rólega að vanda. „Hættulegt, já, ég þekki engan hlut sem er nokkurs virði og ekki getur veriö hættulegur. Það getur til dæmis veriö stórhættulegt aö gifta sig!” — En Haraldur? Haraldur Nfelsson var kenn- ari minn i guöfræðideild. Hann var mestur áhrifamaöur I and- legum efnum hérlendis á sinni tið ásamt Einari Kvaran. Hann var ákaflega lifandi og fjörugurmaður,kennariaf Guös náð, meö eðlfclæga ánægju af að brjóta allt til mergjar og segja frá. Guömundur Kamban sagði við mig einhverju sinni: TEXTI: JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR MYNDIR: JENS ALEXANDERSSON segir séra Jón Auðuns f vlQCall vlð Helgarölaðlð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.