Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 24.03.1979, Blaðsíða 12
Laugardagur 24. mars 1979. BARHAKÖRJIMðl á AKUREYRI UM SfflUSTU HELGI Síöasta atriði á dagskrá barnakóramótsins var samsöngur allra kóranna undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, alls 640 börn. Vakti þetta atriöi mikla hrifningu áhorfenda, sem voru fjölmargir. Myndir: Heigi Baldvinsson FRABÆR samstill- ING 640 RAUUA Sigrún Nikuiásdóttir, Mýrarhúsaskóla, Halldór óskarsson, Tónlistarskóla Rangæinga, Katrin Magnús- dóttir og Alda Baldursdóttir, óldutúnsskóia. „vi o æiium sko að haida áfram að æfa” Rætl vlð nokkra Uátltakendur á móllnu A æfingu fyrir tónieikana hitt- um viö fjóra hressa krakka og röbbuðum ögn viö þá. Það voru þau Sigrún Nikulásdóttir, sem er I kór Mýrarhúsaskóla, Ilalldór óskarsson og Katrln Magnúsdóttir, bæöi úr kór Tón- listarskóla Rangæinga, og Aida Baldursdóttir úr kór öidutúns- dkóla. Þau voru sammála um, aö þaö væri mjög gaman aö koma saman og kynnast starfi og árangri annarra kóra og sögöu öll, aö þau ætluöu sko aö halda áfram aö æfa þegar heim kæmi. Halldór og Katrin sögöu, aö erfitt heföi veriö aö koma saman á æfingar s.l. hálfan mánuö vegna ófærðar. „Þaö er enginn snjór hér á Akureyri, þiö ættuö bara að sjá snjóinn heima i Rangárvalla- sýslu”, sögöu þau. Fararkostnaöur þeirra er 15 þúsund krónur á mann, en þau hafa haldiö hlutaveltu og reynt aö afla tekna á ýmsan hátt til að lækka kostnaðinn. Sigrún sagöi, aö hennar kór æfði þrisvar sinnum I viku. Ferðakostnaöurinn hjá þeim er ekki eins mikill, þvi þau heföu fengiö fimm þúsund krónur i styrk á mann. Þeim peningum fannst okkur vel variö. Kór Mýrarhúsaskóla flutti m.a. lag Jóns Nordal, „Hvert örstutt spor” (viö texta Halldórs Laxness úr leikritinu Silfurtungliö) óbrenglaö og i réttum anda. „Ég syng i kór öldutúnsskóla eins og vera ber”, sagöi Alda Baldursdóttir og brosti. „Viö æf- um þrisvar sinnum I viku”. Aheyrendur fengu sannarlega aö heyra árangur erfiðsins. Kórinn er frábærlega vel þjálfaöur og sem áheyrandi spuröi undirrituösjálfa sig: Æfa þau ekki nema þrisvar sinnum I viku? Meöal annars flutti kórinn lag, sem var frumflutt og sérstak- lega samiö fyrir þetta kóramót. Þaö var lag Þorkels Sigur- björnssonar viö texta Hannesar Péturssonar, „Velferö”. —LH Síðastliðinn laugardag var haldið Landsmót íslenskra barnakóra á Akureyri. Á sjöunda hundrað börn víðs- vegar að af landinu fjölmenntu til Akureyrar/ en sam- tals mættu 16 kórar til leiks. Þetta var fimmta barna- kóramótið/ sem haldið hefur verið hér á landi. Mótiö fór fram i íþróttaskemm- unni á Akureyri, sem siöur en svo er tónleikahús, og þvi mikil vinna viö aö koma henni i þaö ásig- komulag, aö viö mætti una. En börnin eru ekki kröfuhörð og voru hin ánægðustu. Undur voru aö heyra hvaö sam- stilling 640 radda var góð, er þau sungu saman i lok tónleikanna undir stjórn Jóns Karls Einars- sonar. Akureyringar tóku til þess, hversu hegöun barnanna var góö, hreint til fyrirmyndar, og hversu einbeitt þau voru og ákveöin I aö mótiö mætti takast sem best. Kórarnir, sem tóku þátt i mót- inu voru: Barnakór Akureyrar, Stúlkna- kór Selfoss, Kór Mýrarhúsaskóla, Kór Lundarskóla, Skólakór Tálknafjaröar, Barnakór Húsa- vlkur, Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga, Kór Arbæjarskóla, Skólakór Glerárskóla, Kór Barnaskóla Akraness, Kór Breiöageröisskóla, Kór Melaskól- ans, Kór Barnaskólans I Hvera- geröi, Kór Flúöaskóla, Kór Laugarnesskóla og Kór öldutúns- skóla. Þess má geta, að Tónmenntafé- lagiö greiddi 1500 krónur fyrir hvert barn, en þaö svaraöi helmingi af fæðiskostnaði. Fariö var fram á þúsund króna styrk, á hvert barn frá menntamálaráöu- neytinu, en þar sem nú er „Barnaár” var beiöninni hafnaö. —LH Ingimar Eydal var kynnir mótsins. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.