Vísir - 26.03.1979, Side 5

Vísir - 26.03.1979, Side 5
islenski burstabærinn á Skandinavlska torginu á Alþjóölegu feröamálasýningunni I Berlin 3.-11. mars. 1 5 Rðöstefna um betra umhverfl 1 tilefni barnaárs hafa Arki- tektafélag Islands, Félag hús- gagna- og innanhússarkitekta, og félag íslenskra landslagsarki- tekta ákveðið að hafa með sér víðtækt samstarf til þess að stuðla að betra umhverfi barna hér á landi. Fyrsti þáttur þessa samstarfs er ráðstefna sem félögin gangast barna fyrir í Hagaskóla laugardaginn 7. april, þar sem 15 aðilar sem starfa að mismunandi þáttum þessara mála halda fyrirlestra og taka þátt i umræðum. Þessi ráðstefna er öllum opin og vilja félögin hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt i umræð- um og koma ábendingum á fram- færi. -SS- KANHIÐ ÆTTERHI HUNDA (TÍMA Að marggefnu tilefni vill Hundaræktunarfélag Islands benda fólki á að afla sér áreiðan- legra upplýsinga um ætterni hunda, hafi það hug á að kaupa hreinræktaðan hund. Ráðleggur félagið þessu fólki að krefjast ættbókarskirteinis fé- lagsins með hundum sem sagðir eru hreinræktaðir og seldir sem slikir. -SG „ISLENDINGAR SKILJA EKKI TÚRISMA” - seglr Lúðvlk Hjálmtýsson framkvæmda- stlðrl Ferðamálaráðs „Ferðaiðnaður vex hraðar en nokkur annar iðnaður i heimin- um, þó það séu til slikir ein- angrunarsinnar á Islandi að þeir vilji engan ferðamann inn i landið”, sagði Lúðvik Hjálm- týsson framk væmdastjóri Ferðamálaráðs, þegar hann boðaði blaðamenn til fundar til að kynna annarsvegar starf- semi Ferðamálaráðs og hins- vegar til að segja frá þrettándu alþjóðlegu ferðamálasýning- unni, sem haldinn var i Berlin þriðja til ellefta mars og Island var aðili að. „barna var fólk frá öllum heimsálfum þó mest hafi verið frá Evrópu,og sóttu um tiu þús- und og fimm hundruð atvinnu- ferðamálamenn frá hundrað og tiulöndum þessa sýningu. Þetta er einskonar viðskipta- markaður,kaupstefna,og teljum við tvimælalaust mikinn árang- ur af þátttöku. Við Vorum staðsettir á skandinavisku torgi ásamt hin- um Norðurlöndunum þar sem hvert land útbjó svæði sem á einhvern hátt var táknrænt fyrir það. Við vorum til dæmis með burstabæ og Danirnir með krá. Þeir sem tóku þátt i þessu voru auk ferðamálaráðs Ferðaskrif- stofa rikisins, og ferðaskrif- stofurnar Atlantic, Samvinnu- ferðir og Gunnar Jónsson. Ég tel að það sé mikilvægt að auka ferðamannastraum til landsins og öll landkynning i þá átt er jafnframt ávinnmgur fyrir viðskipti og öll menningar- leg tengsl. Það er undarlegt hvað menn geta verið hræddir við að út- lendingar eyðileggi og troði niður landið. Islendingar skilja ekki túrisma. Beinar og óbeinar tekjur af erlendum ferðamönn- um voru á siðasta ári 10.3 mill- jarðar, en aflaverðmæti loðnu úr sjó sfðastliðna vertið nam 8-9 milljörðum. Ég held að land sem búið er að þola sauðkindina i 11 hundruð ár þoli einn og einn ferðamann”, sagði Lúðvik. jm Sambyggt útvarpkassettutæki Lang og miðbylgja Bæði fyrir rafhlöður eða venjulegan straum Verð aðeins kr. heimilistæki sf PHIUPS HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.