Vísir - 29.03.1979, Page 16

Vísir - 29.03.1979, Page 16
Fimmtudagur 29. mars 1979 LÓÐAÚTHLUTUN Reykjavíkurborg mun á næstunni úthluta lóö- um i Syðri-Mjóumýri/ Seljahverfi, 75-90 íbúð- um. Skipulagsskilmálar eru rúmir, enda reiknað með því að úthlutunaraðilar taki þátt í mótun skipulagsins. Þó er gert ráð fyrir að um „þétt lága" byggð verði að ræða með tiltölulega háu hlutfalli sérbýlisíbúða (lítil einbýlishús. rað- hús, gerðishús). Reiknað er með úthlutun til fárra aðila, ;,em stofna verða framkvæmdafélag er anna?;t á eigin kostnað gerð gatna, holræsa og vafns- lagna inni á svæðinu, skv. nánari skilmálnm, er settir verða. Gatnagerðargjald miðast við raðhúsataxta 1850 kr/rúmm. og verður notað sem meðal- gjald fyrir allt svæðið. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyðublöð sem fást afhent á skrifstofu borgarverkfræð- ings, Skúlatúni 2. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl n.k. Athygli er vakin á því að allar eldri umsóknir eru hér með fallnar úr gildi og ber því að endurnýja þær. Allar nánari upplýsingar verða veittar á skrif- stof u borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, þar sem jaf nf ramt er tekið á móti umsóknum. Borgarstjórinn í Reykjavík Nýtt úrvol of prjónagarni Sérstæð tyrknesk ontikyQfQ. Hýkomið úrvQi Qf hQnnyrðoyörum. Opið fyrir hódegi ó lougofdögum UAF Ingólfsstrætí 1 ■Iwr Gegnt GomlQ Ðioi. i Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir Gefur engum griö Þjóðleikhúsið: Stundarfriður eftir Guð- mund Steinsson.Lýsing:Ás- mundur Karlsson. Leik- hljóð: Gunnar Reynir Sveinsson.Leikmynd: Þór- unn Sigriður Þorgríms- dóttir . Leikstjóri: Stefán Baldursson Nýi vasinn fellur i gólfiö Hann brotnar i þúsund mola og móöir- in verður viti sinu fjær af harmi. Þessi fánýtu glerbrot skipta hana miklu meira máli en dóttir henn- ar, hún Gunna, sem hun talar aldrei viö, sér ekki. Samt er hún lika brothætt eins og þessi ó- merkilegi vasi, hún þarfnast um- hyggju og ástúöar. „Þetta er dauður hlutur, mamma” — ,,þú getur keypt nýjan vasa.” En mamma skilur ekki samhengið og argar á hana. Samt veit hún og „Þetta er falleg fjölskylda þrátt fyrir tómleikann i sálinni.” leiklist hefur sjálf sagt, að ,,það sé ekki nóg að koma börnunum I heim- inn,” Og pabbi hefur lika misst áttirnar. Gunnu langar til aö vera litil og hjúfra sig upp að pabba, finna snertingu hans. En pabbi skilur ekki lengur svo frumstæðar hvatir, hann hefur engan tima, kastar i hana þúsundkalli og hleypur á fund. Þessi tvö atvik verka á mig sem kjarnahugmyndin að leikriti Guð- mundar Steinssonar. Hugmynd, sem síðan hefur vafið utan um sig, þar til bæði orsakir og afleið- ingar fara aö skýrast. Hús eru ekki lengur heimili, þar sem fólk býr, heldur staður, þar sem fólk kemur til að sofa, til að skipta um föt, til að segja hæ og bless. Fólk i svona húsum ræður ekki sinu lifi sjálft. Slmi, sjón- varp, útvarp og önnur hávær tæki hafa fyrir löngu tekið stjórnina i sinar hendur. Heimilið er eins og járnbrautarstöð, þar sem aldrei er stundarfriður. 1 svona um- hverfi fá blómin ekki þrifist, að- eins gerviblóm. Gunna finnur ekki sjálfa sig, hún kann ekki enn að klæða af sér tómleikann eins og pabbi og mamma og systkinin. Og svo koma afi og amma skyndilega inn i þessa gervi- veröld, eins og til þess aö minna okkur á eitthvaö, sem var, en aldrei kemur til baka, Þau geta heldur ekki skotið rótum og eru firrt i þessu nýja umhverfi. Guðmundur Steinsson hefur mjög sérkennilegan stil. Hann sparar orðin. Hann yddar text- ann, þar til ekkert er eftir nema það allra brýnasta Stundum ligg- ur viö, að manni finnist textinn einum of hversdagslegur jafnvel flatneskjulegur. En viö nánari umhugsun virðist einmitt þetta vera styrkur Guðmundar. Við erum I „leik”-húsi. Hann lætur athafnirnar tala, bregður upp ör- stuttum myndum, skirskotar til augans fremur en eyra. Nútima- fólk talar ekki saman, timinn er naumur, og þar með undirstrikar hann sjónarmið sin. En það er ekki nóg aö skrifa texta, og einmitt hinn knappi still Guðmundar krefst þess, aö þaö sé valinn maður i hverju rúmi. Og Guðmundur hefur svo sannarlega verið heppinn, hann er um- kringdur úrvalsfólki, sem allt lagði sig fram um að gera sýning- una krefjandi og slitandi. A sama hátt og setningar eru markvissar, þá hefur hver athöfn,. hver hlutur og hver tónn ákveöinn tilgang og stefnir að einu marki. Leikmynd- in er i beinu framhaldi af kjarna verksins, þó aö manni fyndist stundum eins og textinn risi ekki undir þessari glæsilegu yfirbygg- ingu. Búningar hafa sjaldan eða aldrei sést rikmannlegri og fall- egri á sviði hérlendis (þaö fór um hegómalegar konur i áhorfenda- hóp), og tónröðunin og hljóð „effektarnir” voru frábærir. En iburðarmikil flik verður ekki falleg nema hún sé borin af glæsilegu fólki. Og þetta er falleg fjölskylda þrátt fyrir tómleikann i sálinni. Það er meira aö segja svipur með Kristbjörgu og Lilju Þorvaldsdóttur. Fjölskyldufaðir- inn i höndum Helga Skúlasonar varö annað og meira en innan- tómur velferðarstreðari hvers lifsmáti er i æpandi mótsögn við sjálfsimyndina, og afi og amma (Þorstein ö. Stephensen og Guð- björg Þorbjarnardóttir) voru aldeilis dýrlega utangátta i gler- höllinni. Þaö er svo sannarlega ástæða til aö óska höfundi og leikstjóra til hamingju með frábærlega vel unniö verk. Og ekki var hlutur þeirra Þórunnar Sigriöar og Gunnars Reynis Sveinssonar siðri. Stundarfriöur gaf engum griö. Menn sneru heim mettir, uppgefnir og svolitið æstir. Kannski varö sumum ekki svefn- samt. Er þá svona komið, spyrja menn og lita i eigin barm. B.S. „Aö væmnin nær aldrei yfirhönd- inni er ef til vill fyrst og fremst islenska leikstjóranum Hauki J. Gunnarssyni, að þakka, en hann hefur með raunsærri og strangri leikstjórn fært persónurnar inn I ramma raunveruleikans.” Þetta hefur Per Boye Hansen gagnrýnandi norska Morgun- blaösins meðal annars aö segja um leikstjórn Hauks á leikritinu Mýs og menn, sem gert hefur ver- ið eftir samnefndri sögu Johns Steinbecks. Leikritið var frum- sýnt fyrir skömmu I Trondelag Teater i Þrándheimi, en viö það leikhús hefur Haukur starfaö i vetur. Sömu dómar alls staðar Haukur hóf nám sitt i leikhús- fræöum i Japan þar sem hann dvaldist i þrjú ár. Næstu þrjú árin stundaöi hann framhaldsnám i Englandi en siöan hefur hann að mestu dvalið i Skandinaviu og að- eins komiö heim i fri af og til. „Mýs og menn” fær almennt mjög góða dóma i norskum blöð- um og er Hauki að verulegu leyti þakkað hve uppsetningin tókst Haukur J. Gunnarsson viö leikstjórn á Músum og mönnum. vel. Þannig segir Alf Harmann i Verdens gang: „Islenskir leikstjórinn Haukur, J. Gunnarsson hefur i þetta sinn unnið frábært starf í samvinnu viö leiktjaldamálarann Alister Powell. Viö fáum að sjá trúlegt umhverfi stóru hveitibýlanna.” Og I Arbeider-Avisa segir Tor- alf Berg: „Gegnum allt leikritið gengur áberandi og sterk mótsögn milli draumaheims persónanna og hins harða kalda raunveruleika, sem þær hræðast i. Allt frá fyrsta þætti nær islenski leikstjórinn Haukur J. Gunnarsson fram þessari mótsögn. Og eftir þvi sem sýningin verður lengri þvi sterk- ari verður hún og nær hámarki i lokin þegar draumar allra eru endanlega bflnir.” — SJ Haukur slær I gegn í Noregf

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.