Vísir - 20.04.1979, Page 16

Vísir - 20.04.1979, Page 16
vism ' Föstudagur 20. april 1979. Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir Endurfundlr Ljósmyndun er skemmtilega margræö. HUn gefur i meginþátt- um tvo möguleika. Annars vegar sem heimild um sekúndubrotsög- unnar, öörum til skoðunar, minn- ingareða sönnunar, og hins vegar er svo hin listræna beiting þegar það, sem upp er stillt eöa inn er raðað myndar heild, sem vekur með manni tilfinningu. Þessa einu sem fer I gang þegar einhver strengur lffshörpunnar er sleginn af skynfærunum er þau meðtaka listina. Svo eru sumir myndasmiöir, sem ná að sameina þessa tvo þætti, ná listrænu handbragði Ut úr sögulegum atburöum. Nú veit myndlist P j e t u r Þ. Maack skrifar um ljósmyndir. ■■■■■■ ég ekki, en ég held að ætlun fréttaljósmyndaranna hafi ein- mitt verið þessi samtvinning. Ég hef nefnilega oft heyrt þá lýsa skotinu góöa sem allir virtust sið- an keppast við að eyðileggja fyrir þeim. Fyrst var filman framköll- uð I einhverju sulli því það þurfti að flýta sér i stressi blaða- mennskunnar. Ef myndin komst nokkuð þokkalega þar I gegn þá var hún klippt og skorin til að passa við annaö efni, venjuiega prentað mál, sem á siðuna var sett og skipaði lengst af veglegri sess hjá bókaþjóöinni. En ég minnist samt ágætra mynda frá þeim öllum viö aðskiljanleg tæki- færi, mynda sem sögðu miklu meira en prentaða máliö, sem þær urðusvo oft að vikja fyrir. Ég mætti þvi spenntur út i Norræna hús, nú réöu ljósmyndararnir sjálfir skurði, uppsetningu og öðrum frágangi. Ég tek nefnilega undir um með þeim, sem segja, að vel unnin mynd er alltaf betri en illa gerö. Sýning fréttaljósmyndara er stór og mikil. Rúmlega 200 mynd- ir hanga á veggjum Norræna hússins til og með 25. aprfl. Heildaryfirbragö sýningarinnar er ágætt. Myndir unnar og frá- gengnar undir stjórn þannig að heildarblær er yfir sýningunni. Ljósmyndararnir, sem þarna sýna,eru 19 talsins og komast nokkuð misjafnlega frá öllu sam- an. Þeir yngstu i faginu bregöa fyrir sig slysaskotinu upp á von og óvon, miðaldra i faginu eru með meiri pælingar myndbygg- ing er atriði og biðin eftir rétta augnablikinu vegur þungt. Þeir elstu voru farnir að þreytast, þeirra bestu myndir voru ekki þær nýjustu. Flestir sýndu þó ágæt tilþrif. Ég ætla nú að hætta mér út á hala isinn og pikka aöeins út. Mér fannst mynd Rax af Storr heitn- um sú besta á sýningunni, sterk mynd og hreinleg. Róbert á Tim- anum fannst mér koma sterkast- ur út þegar á heildina er litið, kómísk augnablik alvarlega fólksins úr pólitikinni eru alltaf skemmtileg. Aðrar myndir, sem standa mérfyrir hugskotssjónum þegar heim er komið eru t.d. „Haust i kirkjugarði” eftir Leif, „Fasteignamat rikissins” eftir Hörð, þrjár ágætar eftir vin minn Þjófinn „Konan meö eplið,” „Andlit á glugga” og „Bakhús- Frá ljósmyndasýningu fréttaljósmyndara ið”, Einnig er „Ragnarsmál- verk,” Ragga TH. klassisk mynd. En af revnslu minni af liós- myndun og sýningum þeirra, þá held ég að fáar eða nokkur list- grein sé jafn persónubundin og ljósmyndalistin. Þvi býst ég við að ekki séu mér allir sammála i þessum dómum. En það er af nóguaö taka á þessari sýningu og ég er viss um að allir finna eitt- hvaö við sitt hæfi. Fólki finnst ljósmynd annaðhvort góð eða slæm og ekkert þar á milli. Svo ef þú gengur áð áhorfandanum þá getur hann rökstutt hvorugt. „The little something” kallaði Gunnar heitinn Hannesson það, sem eerði ljósmynd góða. Þessi sýning ér stór og ég er sannfærður um að þessi siöustu 15-20 ár Islandssögunnar, sem nú hanga á veggjum Norræna húss- ins höfða til margra. Margar myndanna eru nefnilega góðir kunningjar og ég átti ágætan endurfund þessa kvöldstund. Þökk sé nútima söguriturum, fréttaljósmyndurunum. Passlukórinn gegnir miklu hlutverki á Tónlistardögunum. t þetta sinn er verkefni kórsins Arstiðirnar eftir Handel. Tonllstardagar ð Akureyrl Það er orðin venja á Akureyri að efnt sé til mikillar tónlistarhá- tiðar á hverju vori. Tónlistardag- arnir hefjast að þessu sinni föstu- daginn 27. april. Sinfóniuhljómsveit Islands rið- ur á vaðið með tónleikum i íþróttaskemmunni að kvöldi 27. april kl. 8.30. Hljómsveitin flytur verk eftir Handel, Mozart og Mahler undir stjórn Hollendings- ins Huberts Soudants. Stjórnandinn er ekki með öllu ókunnur á Akureyri, þvi hann stjórnaði Sinfóniuhljómsveitinni á Tónlistardögum 1977. Soudant er ungur maður, fæddur árið 1946, en hefur eigi að siður stjórnað frægum hljómsveitum viða um heim, hlotið mikið lof og unnið til ýmissa verðlauna. Einsöngvari á þessum tónleik- um er Sieglinde Kahmann óperu- söngkona. Hana mun óþarfi að kynna fyrir islenskum tónlistar- unnendum. Flauta og semball Laugardaginn 28. april verða hljómleikar i Akureyrarkirkju kl. 5. Þar koma fram listakonurnar Manuela Wiesler flautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari. Þær flytja verk eftir Joh. J. Quantz,Egil Hovland, Atla Heimi Sveinsson, Joh. Seb. Bach, Leif Þórarinsson, Aake Hermanson og G.Fr. Handel. Þessa efnisskrá fluttu þær á tónleikum i Kaup- mannahöfn i nóvember 1978 og luku gagnrýnendur i Danmörku miklu lofsorði á verkefnavalið og frábæra túlkun þeirra. Fram til þessa hefur hlutur is- lenskra tónskálda verið fremur litill á Tónlistardögum, en með þessum tónleikum er þar bætt úr, þvi á efnisskrá þeirra Manuelu og Helgu eru tvö ný islensk tónverk. Árstiðirnar Tónlistardögunum lýkur svo i tþróttaskemmunni sunnudaginn 29. april með flutningi Arstiðanna eftir Joseph Haydn. Árstiðirnar eru oratorium fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Passiukórinn á Akureyri hefur æft þetta mikla verk á liðnum vetri og er það frábrugðið fyrri verkefnum kórsins að þvi leyti að það er ekki kirkjulegt. Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar það um árstiðirnar fjórar, hefst á lofgjörð um vaknandi lif á vori og rekur siðan söguna með miklum blæbrigðum. tónlist Sigurveig Jóns- dóttir skrifar um tóniist. 60 manns syngja nú í Passiu- kórnum og hafa aldrei verið fleiri. Einsöngvarar eru þrir, þau Ólöf K. Harðardóttir sópran, Jón Þorsteinsson tenór og Halldór Vilhelmsson bassi. 36 hljóðfæra- leikarar úr Sinfóniuhljómsveit Is- lands aðstoða við flutninginn. Stjórnandi er Roar Kvam, en hann hefur stjórnað Passiukórn- um frá stofnun hans 1972.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.