Vísir - 20.04.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 20.04.1979, Blaðsíða 24
C7 Föstudagur 20. apríl 1979/ 88. tbl. 69. árg. síminner86611 veðrið hén og ðar Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri, rigning 2, Bergen, rigning og súld 6, Helsinki, léttskýjað -1, Kaupmanna- höfn, rigning 3, Osló, rigning 4, Reykjavik, úrkoma i grennd 4, Stokkhólmur, skýjað 3 Þórs- höfn, súld 5. Veðrið kl. 18 i gær: Aþena skýjað 13, Berlin, skýjað 6, Chicago, alskýjað 16, Feneyj- ar, léttskýjað 13, Frankfurt, skýjað 11, Godthaab, skýjaö 0, London, rigning 11, Luxem- burg, léttskýjað 10, Las Palm- as, léttskýjað 20, Mallorka skýjað 12, Montreal léttskýjað 10, New York, léttskýjað 10, Paris, skýjað 12, Róm, skýjað 12, Malaga, mistur 16, Winni- peg, skúr 8. Loki segir Og þá eru gárungarnir farnir að tala um Hrædýrasafnið... KONA ÆTLAÐI AÐ KLAPPA LJÓNINU í SÆDÝRASAFNINU: Spásvæöi Veðurstofu tslands eru þ^si: 1. Faxaflól. 2. ■ Breiöafjörður. 3. Vestfirðir. 4. g Norðurland 5.Norðausturland. ■ 6. Austfiröir. 7. Suðaust- 1 urland. 8. Suðvesturland. veðursDág dagsins K1 6 var 990 mb lægð skammt út af Vesturlandi og hreyfðist NA, en lægðardrag lá vestur um land. Hiti verður nálægt frostmarki fyrir norð- an, en á Suðurlandi verður vfðast 5 stiga hiti. SV land, Faxaflói, SV mið og Faxaflóamið: V 3 — 4en víða 4 — 6 á miðum siðan hægari, slydduél eða skúrir fram eftir degi, siðan þurrt að mestu. Breiðafjörður og Breiða- fjarðarmið: NV 2 — 4 til lands- ins, en 2 — 6 á miðum, snjó- koma með köflum. N land, NA land, N mið og NA mið: N 2 — 3 til landins en 3 — 5 á miðum, dálitil slydda eða rigning. Austfirðir og Austfjarða- mið: Léttir til með V 3 — 5. SA land og SA-mið: V 4 — 5 á landi 5 — 7 á miðum, skýjað. Austurdjúp og Færeyjadjúp: hægviðri og siðan 3 — 4 skúrir eða slydduél. FEKK UNI 20 SAR Á HAHDLEGG Ung kona slasaðist verulega á handlegg i Sædýra- safninu við Hafnarfjörð i gærkvöldi, þegar hún fór inn fyrir varnargrindur við annað Ijónabúrið og reyndi að klappa ljóninu. Að sögn Leifs Jónssonar, læknis á Borgarspítal- anum, var konan heppin að þvi leytinu til að hún er óbrotin. Aftur á móti er mikil hætta á ígerð, eins og i öllum bitsárum. Konan fékk um 20 stór og smá sár á handlegginn og sum voru þess eölis, að ekki var hægt að sauma þau saman, heldur varð að græða nýja húð á þau. „Við höfum grun um, að konan hafði verið undir áhrifum áfeng- is,” sagði Jóhannes Jónsson, rannsóknarlögreglumaður i Hafnarfirði, i viðtali við Visi i morgun. ,,t fylgd með konunni var önnur kona, en sú var alsgáð og i skýrslu hennar, sem ég tók, kemur fram að sú, sem slasað- ist, hefði klifraö inn fyrir varnar- grindur, sem eru um metra frá búrinu sjálfu. Þarna er einnig stórtaðvörunarskilti.sem bannar fólki stranglega að fara inn fyrir grindurnar: Eftir að konan var komin inn fyrir teygði hún annan handlegginn inn i búrið og ætlaði greinilega að klappa ljóninu. Ljónið greip höndina og sleppti henni auðvitað ekki.” Visir hafði i morgun einnig samband við Jón K. Gunnarsson, forstöðumann Sædýrasafnsins, og sagði hann, að varúðarráðstaf- anir við ljónabúrið væru fullkom- lega fullnægjandi, ef fólk færi eft- ir þvi, sem á viðvörunarskiltun- um stæði. Jón sagöi, að hér væri um að ræða kvenljónið, en kvenljónin eru yfirleitt árásargjarnari en karlljónin. — SS — Þetta er gin Ijónsins I Sædýrasafninu. Visismynd: ÞG. Benslnveröhækkunln verður ákveðln á briðjudaginn: 59% af verði hvers lítra tii rfkislns „Ég held aö væntanleg oliu- verðhækkun hafi i för með sér sáralitlar viðbótartekjur fyrir rikissjóö", sagöi Tómas Arnason fjármálaráðherra viö Visi i morgun er hann var spuröur hvort hlutur rikisins f hækkuninni myndi fara af fullum þunga lit I verölagið. „Þaö fé sem notaö er til viö- bótar til að greiöa fyrir oliuvörur, þaö veröur ekki notaö til annarra hluta t.d. til innflutnings bila. Þetta hefur þvi óbein áhrif á af- komu rikisins”, sagði Tómas. Tómas sagöi að það væri veriö aö kanna þessi áhrif hvaö tekjur rikisins á öörum sviöum minnk- uöu mikiö, áöur en ákvöröun um hvort tekjur rikisins af væntan- legri oliuveröshækkun veröi skertar. Um þaö hvort hugsanlegar viö- bótartekjur rikissjóðs yrðu not- aöar til veröjöfnunar: „Þaö er ljóst aö þaö þarf aö greiöa niður olíu til húshitunar en ég er and- vigur niöurgreiöslum aö ööru leyti. Tómas sagöi aö embættismenn væru ennþáaöskoöa þetta mál en það væri stefnt að þvi að taka þetta mál fyrir á rlkisstjórnar- fundi á þriðjudaginn og þá yrði tekin ákvöröun um hvehækkunin yröi mikil. Sem kunnugt er lýstu nokkrir stjórnmálamenn og embættis- menn þvi yfir viö slöustu verö- hækkun á oliuvörum aö þaö væri óeölilegt aö rikissjóöur hagnaöist á þessum veröhækkunum. Oliufélögin hafa fariö fram á talsveröa hækkun á olium og bensini.Til dæmiserfariöfram á aö bensinlit rinn hækki úr 205 krónum i 258 krónur og aö litrinn af gasoliu fariúr 68,50 krónur 1105 krónur. Opinber gjöld af hverjum bensínlltra er nú um 59% eöa 121 króna af hverjum litra. —KS Gjaldprot Breiðhoils hi.: LYSTAR KRÖFUR HEMA 420 MIUJðHUM KRÓHA Lýstar kröfur I þrotabú Breiðholts h f. nema nú um 420 milljónum króna aö höfuðstóli. Þá munu vera ólýstar verðkröf- ur á steypustöð félagsins þessu til viðbótar og nema þær hærri upphæð en fæst fyrir stöðina. Unnsteinn Beck borgarfógeti hélt skiptafund I þrotabúi Breiöholts á miövikudaginn en þar kom ekkert afgerandi fram. Stööugt er unniö aö athugun á bókhaldi Breiöholts meö tilliti til þeirra eigendaskipta sem áttu sér staö I félaginu fyrir ekki alllöngu, en þeirri athugun er ekki lokiö. Samkvæmt þeim eignalista sem Breiöholt hefur lagt fram telur félagiö sig eiga um 250 milljónir upp i skuldir, en óvist er meö öllu hvort um sé aö ræöa svo miklar eignir. Stærsti liöur- inn eru viöskiptamannaskuldir sem taldar eru nema 197 milljónum króna. —SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.