Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 7
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 B 7 LÁRUS Ingi Friðfinnsson, formað- ur Hamars, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna. „Þetta er stærsta stundin í sögu okkar unga félags og ég verð að vera hreinskilinn þegar ég segi að ég átti ekki von á því að okkur tækist að leggja Keflvíkinga að velli í þessum leik. Við töpuðum stórt fyrir Njarðvík í deildini og menn tóku þá ákvörðun að hafa gaman af þessum leik og njóta þess að vera í undanúrslitum keppninnar. Það tókst svo sann- arlega, við höfðum engu að tapa,“ sagði Lárus. „Það verður spennandi og gam- an að fara í bikarúrslit og takast á við allt umstangið sem því fylgir. Við komum til með að reka okkur á margt sem ekki hefur verið til í reynslubanka félagsins en ein- hverntíma er allt fyrst og við hlökkum til að fara í Laugardals- höllina,“ sagði Lárus. Ætluðum ekki að borga okkur inn í Höllina Miðherjinn Hjalti Pálsson var ið- inn við kolann í fjórða leikhluta og hann var varla búinn að átta sig á því að hann væri að fara að leika til úrslita í bikarkeppninni seinna í mánuðinum. „Þetta var spennandi og við er- um varla búnir að átta okkur á því að við erum komnir alla leið í úr- slitaleikinn,“ sagði Hjalti sem var ásamt leikmönnum Hamars mætt- ur í Grindavík til að fylgjast með hvaða liði þeir myndu mæta í úr- slitaleiknum. „Við ætluðum okkur alla leið þar sem við vorum komn- ir þetta langt og það var búið að grínast með það í okkar hópi að það yrði lélegt hjá okkur ef við þyrftum að borga okkur inn á úr- slitaleikinn í Laugardalshöllinni. Við erum fullir sjálfstrausts þessa dagana og núna taka við verkefni í deildinni og við ætlum ekkert að spá í bikarúrslitaleikinn fyrr en þeim verkefnum er lokið,“ sagði Hjalti. Stærsta stund í sögu Hamars Við lögðum okkur fram í 45mínútur og börðumst um hvern bolta í vörn og sókn og það var lykillinn að sigri okkar. Við vissum það að við erum ekki með betra lið en Keflavík ef menn ættu að mæta hvor öðrum einn gegn einum, en sem lið erum við góðir og vinnum við saman eig- um við möguleika gegn öllum liðum, líka í Laugardalshöll- inni,“ sagði Pétur. Félagar mínir studdu vel við bakið á mér „Mér líður mjög vel núna,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Chris Dade eftir leikinn. Ég lék illa í síðasta leik gegn Njarðvík og vandamál tengd minni fjölskyldu í Bandaríkj- unum lágu þungt á mér síðustu vikurnar. Félagar mínir í liðinu og margir aðrir studdu vel við bakið á mér undanfarna daga og ég get ekki verið ánægðari en ég er í dag. Þetta er aðeins annar sigur okkar á útivelli í vetur og við erum farnir að þekkja betur okkar veikleika og styrkleika sem lið og þegar við vinnum svona vel saman getum við flest. Það býst ekki neinn við að vinnum leiki gegn stærri liðum deildarinnar og við verðum alltaf taldir vera „litla“ liðið í slíkum leikjum og það er í góðu lagi því þá er minni pressa á okkur. Sjálfs- traust félaga minna í liðinu er alltaf að aukast og með tíð og tíma verðum við sterkari á öll- um sviðum. Hvernig líst þér á úrslitaleik í Laugardalshöllinni? „Þetta verður stórkemmtil- egt fyrir leikmenn og alla stuðningsmenn liðsins. Það voru margir sem studdu við bakið á okkur í þessum leik og ég held að það verði ekki marg- ir í Hveragerði sem láta úr- slitaleikinn framhjá sér fara,“ sagði Chris Dade. Getum unnið hvaða lið sem er EF lið getur unnið Keflavík á heimavelli í mikilvægum leik getum við unnið hvaða lið hvar sem er,“ sagði Pét- ur Ingvarsson, þjálfari Hamars, þegar hann var spurður hvort honum þætti betra að fá ÍR eða Grindvík- inga sem mótherja í úrslit- um bikarkeppninnar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Óhætt er að segja að úrslit leiks-ins hafi komið flestum á óvart, Hamar hefur aðeins unnið einn úti- leik í vetur og Kefl- víkingar hafa ávallt verið sterkir á heimavelli. Hamarsliðið hef- ur yfir að ráða seiglu og dugnaði sem einkennir lið sem þarf að ávinna sér virðingu þar sem liðið er tiltölulega óþekkt stærð. Vankantar leikmanna liðsins eru margir, en þeir bæta veikleika sína upp með baráttu og skynsamlegum sóknar- leik. Flest lið sem leika gegn Kefla- vík hafa reynt að hægja á leik liðs- ins og frá fyrstu mínútu var Hamarsliðið í þeim hugleiðingum. Keflavíkurvörnin var hins vegar arfaslök og gestirnir gátu því farið að keyra upp hraðann þegar þeim hentaði. Pétur Ingvarsson og Bandaríkjamaðurinn Chris Dade skoruðu rúmlega helming stiga liðs- ins og voru þeir mjög ógnandi, og áttu varnarmenn Keflavíkur í nokkrum vandræðum með að stöðva þá. Pétur hitti vel fyrir utan á meðan ekkert gekk hins vegar hjá Dade, en sá síðarnefndi var lunkinn við að fiska villur á Keflvíkinga og keyra upp að körfunni. Gunnlaugur Erlendsson kom nokkuð á óvart í liði Hamars, en hann skoraði bæði með langskotum og einnig undir körfunni á mikilvægum augnablik- um. Oftar en ekki hefur keflvísk pressuvörn lagt grunninn að sigri liðsins á heimavelli, en einhvern neista virtist vanta í leikmenn liðs- ins til að klára verkefnið almenni- lega. Reynslulítill bakvörður á borð við Lárus Jónsson í liði Hamars ætti ekki undir venjulegum kring- umstæðum að geta farið í gegnum leik gegn Keflavík án þess að tapa boltanum frá sér, en Lárus sýndi varnarmönnum Keflvíkinga það að viljinn ber menn oft hálfa leið, en viljann skorti hjá Keflvíkingum. Calvin Davis, leikmaður Keflvík- inga, var óvenjudaufur í sóknar- leiknum, en hann skoraði fyrstu tvö stig sín í leiknum þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Án mik- illar ógnunar frá Davis var sókn- arleikur heimamanna brothættur, skyttur liðsins hittu illa framan af og það var ekki fyrr en Guðjón Skúlason kom inn á að hlutirnir fóru eitthvað að ganga. Gunnar Einarsson fór fyrir sínum mönnum og skoraði fimm þriggja stiga körf- ur, en aðrir leikmenn voru að leika langt undir getu. Villuvandræði Calvins Davis og Jóns Nordals Haf- steinssonar í leiknum sýnir að veik- leiki liðsins er skortur á hæð. Eftir að Jón fékk fimmtu villu sína í fjórða leikhluta og Davis fékk sína fjórðu í upphafi fjórða leikhluta, tók Hjalti Pálsson við að raða niður stigunum, en hann hafði áður ekki komist á blað í leiknum. Birgir Örn Birgisson og nafni hans Guðfinns- son eru ekki eins beittir sóknar- menn og leikmenn Hamars nánast hvöttu þá til að skjóta á körfuna á lokakafla leiksins en til samans skutu þeir félagar 17 sinnum á körf- una og Birgir Örn hitti aðeins úr fjórum skotum. Oftar en ekki er sagt að um van- mat hafi verið að ræða þegar „litla“ liðið vinnur í viðureignum sem þessum og leikmenn Keflvíkinga geta talist sekir um að hafa van- metið seiglu og kraft liðsins frá Hveragerði, en leikmenn Hamars langaði virkilega í úrslitaleikinn 24. febrúar og gátu sýnt það í verki og í því lá munurinn á liðunum að þessu sinni. Ævintýri Hamars heldur áfram Morgunblaðið/Ásdís Svavar Pálsson, Birgir Örn Birgisson og Pétur Ingvarsson fylgjast hér spenntir með rimmu Kefl- víkingsins Jóns N. Hafsteinssonar og Hvergerðingsins Skarphéðins Ingasonar um boltann. HAMAR frá Hveragerði leikur til úrslita í bikarkeppni karla í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir að hafa lagt Keflvíkinga að velli í spennandi, framlengdum leik. Í hálfleik höfðu bæði lið skorað 38 stig og að loknum venjuleg- um leiktíma var staðan enn jöfn 89:89 og leikurinn framlengdur. Margir héldu að Gunnar Ein- arsson, fyrirliði Keflavíkur, væri að tryggja sigur liðsins með þriggja stiga körfu þegar eftir þriggja mínútna leik í framleng- ingunni en staðan var þá 94:91 heimamönnum í vil. Pétur Ing- varsson, þjálfari og leikmaður Hamars, var ekki alveg á sama máli og svaraði í sömu mynt með þremur stigum. Í kjölfarið skoruðu Hamarsmenn fimm stig án þess að heimamenn gætu svarað fyrir sig og leikurinn endaði með sögulegum sigri Hamarsmanna, 94:99. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar ar r- m eg nn r- ra ri, ma m rt ar st ir ta n- k, sdís uð- ns- -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.