Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 1
2001  ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HAMAR OG ÍR MÆTAST Í BIKARÚRSLITUM / B6, B7 ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangar- stökkvari úr FH, vann öruggan sig- ur í stangarstökki á Virginia Tech Challenge í Georgíuríki í Banda- ríkjunum á laugardaginn. Þórey stökk 4,25 metra, 45 sentimetrum hærra en Corrie Drakulich, sem hafnaði í öðru sæti og sú sem hafn- aði í þriðja sæti stökkk aðeins 3,35 metra. Kepppnin fór fram innan- húss. Þetta er annað mótið í röð þar sem Þórey fer með sigur úr býtum í stangarstökki en fyrir viku stökk hún 5 sentimetrum hærra á móti í Johnson City. Þórey þarf að verða sér úti um stífari stangir til þess að geta átt raunhæfa möguleika á að bæta sig enn frekar og mun málið með stangirnar vera í skoðun. Þórey hefur hæst stokkið 4,37 metra inn- anhúss. Heimsmet hjá Dragila Bandaríski heims- og ólympíu- meistarinnn í stangarstökki kvenna, Stacy Dragila, bætti eigið heimsmeti í stangarstökki innan- húss á Milrose-leikunum í New York á laugardaginn. Dragila stökk yfir 4,63 metra í annarri tilraun, en hún vann öruggan sigur í greininni á mótinu. Var árangur hennar há- punktur mótsins og eina heims- metið sem sett var. Eins vakti frammistaða Merlene Ottey mikla athygli. Hún sigraði í 60 m hlaupi á 7,20 sekúndum og var ekki sjáan- legt að þar færi tæplega 41 árs gömul kona. Yfirburðir hjá Þóreyju Eddu HELGI Sigurðsson, landsliðsmaðurí knattspyrnu, æfði í gær með enskaúrvalsdeildarliðinu Derby en eins og fram kom í Morgunblaðinu á föstu- daginn er möguleiki á að Derby fái Helga að láni í þrjá mánuði frá gríska liðinu Panathinaikos. Helgi fylgdist með leik Derby gegn Sunderland á laugardaginn. Þá átti hann fund með forráðamönnum liðsins auk þess sem hann mætti á létta æfingu. Það skýr- ist væntanlega í dag hvort af því verður að Helgi gangi til liðs við Derby en félagið vantar tilfinnanlega markaskorara. Helgi hélt frá Eng- landi til Aþenu í morgun en ef Derby ákveður að fá hann í sínar raðir kem- ur hann til baka á fimmtudag. „Ef Derby vill fá mig reikna ég fastlega með að slá til í þessa þrjá mánuði. Ég fann það á æfingunni að þetta er fótbolti sem hentar mér mjög vel, betur en sá gríski, en ég verð þó að viðurkenna að þegar ég kom í þennan kulda sá ég hvað ég hef það gott í Grikklandi svona fyrir utan fótboltann. Ég veit að félögin hafa rætt sín á milli um skiptin. Það á allt að vera klárt varðandi þau en boltinn er hjá Derby og ég eða umboðsmað- ur fáum væntanlega svar á morgun frá liðinu (í dag). Ef þetta gengur upp lít ég á þetta sem ákveðið ævintýri fyrir mig en ég mun ekki leggjast í neitt þunglyndi ef þetta dettur upp fyrir.“ Todd ræddi við Las Palmas um Þórð Guðjónsson Þórður Guðjónsson landsliðsmað- ur sem leikur með Las Palmas á Kanaríeyjum er eins og Helgi einnig undir smjásjá Derby. Colin Todd, að- stoðarframkvæmdastjóri Derby, kom til Kanaríeyja um helgina og átti fund með stjórnarmönnum Las Palmas um hugsanlegan lánssamn- ing um Þórð út leiktíðina. „Ég hef ekkert heyrt ennþá en ég reikna með að málin skýrist mjög fljótlega,“ sagði Þórður við Morgun- blaðið í gær. Helgi Sigurðsson og Þórður Guðjónsson Boltinn er hjá Derby JÓHANNES B. Jóhannesson varði Norðurlandameistaratitil sinn í einliða- leik í snóker, þegar hann vann Gunnar Hreiðarsson í úrslitum, 5:0. Hér mundar Jóhannes kjuðann í úrslitaleiknum. Nánari umfjöllun er á B2. Morgunblaðið/Jim Smart Jóhannes B. Jóhannesson Norðurlandameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.