Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 B 9 Marseille vill fá Eið Smára ENSK blöð skýra frá því um helgina að franska lið- ið Marseille hafi mikinn áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen í sínar raðir. Fregnir herma að for- ráðamenn Marseille hafi fylgst með Eiði um hríð og séu að undirbúa tilboð upp á um 8 milljónir punda sem samsvarar um 990 milljónum króna. Leikmannamarkaðurinn er lokaður í Frakklandi svo ef að kaupunum yrði gæti Eiður ekki farið til Marseille fyrr en eftir tímabilið. Ólíklegt þykir að Chel- sea taki væntanlegu til- boði frá Frökkunum enda líta forráðamenn Lund- únaliðsins á Íslendinginn sem framtíðarmann hjá félaginu. Marseille er gamalt stórveldi sem hampaði Evrópumeist- aratitlinum fyrir um ára- tug. Heldur hefur hallað undan fæti hjá liðinu á undanförnum árum – liðið er í 14. sæti af átján liðum í 1. deildinni. FÓLK  GUÐNI Bergsson lék allan leikinn í vörn Bolton sem gerði 1:1 jafntefli gegn QPR í 1. deildinni. Bolton lék manni færri í 72 mínútur eftir að markverðinum Steve Banks var vikið af velli. Daninn Per Frandsen tryggði Bolton annað stigið en hann jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok.  BJARKI Gunnlaugsson lék síðustu sex mínúturnar í liði Preston sem sigraði Portsmouth á útivelli, 1:0.  HEIÐAR Helguson lék allan leik- inn í framlínu Watford sem vann góð- an útisigur á Sheffield Wednesday, 3:2. Heiðar var ekki á meðal marka- skorara en hann nældi sé í gult spjald.  LÁRUS Orri Sigurðsson var ekki í leikmannahópi WBA sem gerði 2:2 jafntefli gegn Crystal Palace eftir að hafa lent 2:0 undir.  ÓLAFUR Gottskálksson og Ívar Ingimarsson léku báðir allan tímann með Brentford sem gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Wygombe í 2. deildinni..  BJARNÓLFUR Lárusson og sam- herjar hans í Scunthorpe fengu háð- uglega útreið gegn Blackpool í 3. deildinni en úrslit leiksins urðu, 6:0. Bjarnólfur lék allan leikinn.  TONY Adams og Ray Parlour leik- menn Arsenal verða báðir í leikbanni þegar Arsenal tekur á móti Chelsea í 5. umferð bikarkeppninnar. Þeir fengu báðir að líta gula spaldið gegn Coventry um helgina sem var þeirra fimmta spjald.  HENRIK Larsson heldur upptekn- um hætti með liði Celtic í skosku úr- valsdeildinni en þessi frábæri fram- herji skoraði öll þrjú mörk sinna manna sem lögðu Hearts á útivelli. Larsson hefur þar með skorað 36 mörk á leiktíðinni.  NORSKI framherjinn Egil Osten- stad er kominn til Manchester City en Joe Royle, stjóri City, hefur gert tveggja mánaða lánssamning við Blackburn liðið sem Ostenstad er á mála hjá.  HARRY Redknapp, stjóri West Ham, mun á næstu dögum skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2005. Eftir þann tíma ætlar Redknapp að hætta knatt- spyrnustjórastörfum en hann hefur unnið gott starf hjá Lundúnaliðinu. Andy Cole hélt upp á nýjan fjög-urra ára samning við Man- chester United með því að tryggja sínum mönnum sigurinn gegn Ever- ton á Old Trafford. Eins og í leikn- um gegn Sunderland í síðustu viku þá skoraði Cole eina mark leiksins, sem þótti ekki góður, en eins og stundum áður þá hafði United meistaraheppnina með sér. Alex Ferguson hvíldi fyrirliðann, Roy Keane, og Ryan Giggs lék aðeins seinni hálfleikinn og David Beck- ham fékk að hvíla síðustu 20 mín- úturnar. „Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og við þurfum að hafa heppn- ina með okkur til að vinna,“ sagði Alex Ferguson eftir leikinn. „Ég er vonsvikinn með þessi úr- slit því mér fannst við vera sterkari aðilinn,“ sagði Walter Smith, stjóri Everton, eftir leikinn. United-menn urðu fyrir áfalli því Paul Scholes fór meiddur af velli og er óvíst hvort hann geti leikið gegn Valencia í meistaradeildinni 14. febrúar. Fowler kominn á skrið West Ham, sem ekki hefur unnið Liverpool á Anfield Road í 38 ár, réð ekkert við Robbie Fowler en þessi snjalli framherji er heldur betur að vakna til lífsins. Fowler var allt í öllu í sóknarleik Liverpool. Hann skor- aði tvö mörk og ef ekki hefði komið til frábær markvarsla Craig Forrest í marki West Ham þá hefði Fowler skorað fleiri mörk. „Þetta er það besta sem ég hef séð til Robbie í langan tíma og það er mjög ánægjulegt að hann sé að komast í sitt gamla form,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool. „Liverpool var miklu betri aðilinn. Það var eins og mínir menn væru þreyttir enda kannski engin furða eftir þrjá erfiða leiki á einni viku,“ sagði Harry Redknapp, stjóri West Ham, sem var án Ítalans Paolo Di Canio. Langþráður útisigur Arsenal Arsenal vann sinn fyrsta útisigur í þrjá mánuði þegar liðið lagði Cov- entry, 1:0. Dennis Bergkamp skor- aði sigurmarkið með skalla skömmu fyrir leikslok og var þetta fyrsta mark hans í tíu leikjum. „Mér er létt að hafa loksins náð að sigra á útivelli. Coventry lék vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðum við tökum á leiknum og það var gaman fyrir Dennis að skora þetta mikilvæga mark,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Coventry, sem aldrei hefur fallið úr úrvalsdeildinni síðan hún var stofnuð, er í mjög vondri stöðu og það skyldi þó ekki fara svo að liðið félli í fyrsta sinn. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu sig alla fram og úrslitin voru mér og þeim mikil vonbrigði,“ sagði Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Coventry, sem sá sína menn tapa fimmta leiknum í röð. Keane hetja Leeds Leeds fagnaði sigri í fyrsta sinn á Portman Road, heimavelli Ipswich, og skoraði Robbie Keane annað af mörkum Leeds. Keane hefur hleypt nýju lífi í leik Leeds en hann hefur nú skorað sex mörk í jafnmörgum leikjum síðan Leeds fékk hann að láni frá Inter. Hermann Hreiðars- son lék í vörn Ipswich en var skipt útaf á lokamínútunni. Ipswich lék manni færri síðasta stundarfjórð- unginn eftir að markahrókurinn Marcus Stewart fékk að líta rauða spjaldið. „Við áttum að fá þrjú stig út úr þessum leik. Við réðum ferðinni megnið af leiknum en svona er fót- boltinn. Það er ekki alltaf sem betra liðið vinnur,“ sagði George Burnley, stjóri Ipswich. Middlesbrough er enn ósigrað á árinu og hefur aðeins tapað einum leik af tíu síðan Terry Venables tók við þjálfun liðsins. „Boro“ og Manc- hester City deildu með sér stigunum og í fallbaráttunni er hvert stig mik- ilvægt. Steve Wickers varð fyrir því óláni að skora í eigið mark og koma City yfir en varnarjaxlinn Colin Cooper tryggði sínum mönnum ann- að stigið með öðru marki sínu í jafn- mörgum leikjum. Aston Villa, sem ekki hafði unnið í síðustu fimm leikjum, komst á sig- urbrautina á ný þegar liðið skellti botnliði Bradford á útivelli, 3:0. Dar- ius Vassell skoraði tvö mörk með átta mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks og Julian Joachim innsigl- aði sigur Villa seint í leiknum. Brad- ford er komið með annan fótinn í 1. deildina en liðið hefur ekki skorað mark í heilar 507 mínútur. „Ég vona að með þessum sigri komist liðið í gang að nýju og tak- markið er að ná Evrópusæti,“ sagði John Gregory, stjóri Villa. Chelsea vinnur ekki útileik Slæmt gengi Chelsea á útivelli hélt áfram um helgina en Lundúna- liðið varð að sætta sig við tap gegn Leicester, 2:1, og hefur enn ekki unnið leik á útivelli í deildarkeppn- inni á leiktíðinni. Þetta var fyrsti sigur Leicester í sex leikjum en fyrsti ósigur Chelsea í átta leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen hóf leikinn á bekknum en kom inná eftir leik- hléið fyrir Gianfranco Zola. Arnar Gunnlaugsson sat hins vegar sem fastast á bekknum. Muzzy Izzett kom Leicester yfir í fyrri hálfleik en Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði metin 15 mínútum fyrir leikslook. Chelsea-menn voru vart búnir að fagna markinu þegar Gary Rowett skoraði annað mark Leicester og sigurmark leiksins. „Ég er svekktur að hafa ekki náð að vinna þennan leik en ég verð þó að viðurkenna að Leicester var betri aðilinn,“ sagði Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Chelsea. Leik Newcastle og Southampton varð að fresta á sunnudaginn vegna erfiðra vallarskilyrða en mikið snjó- aði á Bretlandseyjum á sunnudag. AP Lucas Radebe, leikmaður Leeds, reynir hér að stöðva Hermann Hreiðarsson, Ipswich. Meistaraheppni á Old Trafford ÞAÐ breytir litlu þó svo að meistarar Manchester United leiki illa og hvíli lykilmenn sína, þeir vinna samt leiki sína í ensku úrvalsdeild- inni. United lagði Everton, 1:0, og þegar 36 stig eru eftir í pottinum þá skortir meistarana 22 stig til að tryggja sér titilinn í sjöunda skipti á síðustu 10 árum. Arsenal og Liverpool unnu einnig sína leiki og ef að líkum lætur kemur keppnin til með að standa á milli þessara liða um annað sætið í deildinni. ■ Úrslit/B10  Staðan/B10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.