Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 2
SNÓKER 2 B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG átti möguleika í fyrst og þriðja leik en hún malaði mig í öðrum leiknum,“ sagði Rós Magn- úsdóttir, sem keppti við Charlotte Staun um Norðurlandameist- aratitil. Rós hefur lítið sem ekkert æft síðan í maí og hafði ekki ætlað sér að vera með en þegar ljóst var að einungis ein kona var mætt til leiks sló hún til. Hún fór því á nokkrar æfingar fyrir mótið en sagði að taugarnar hefðu verið þandar þegar hún gekk til leiks. „Það þarf fyrst og fremst reynslu í svona mót, maður þarf stáltaugar og pókerandlit því það má ekki láta sjá nein svipbrigði, það styrkir mótherjann ef hann sér einhvern veikleika,“ bætti Rós við. Hún hóf að leika snóker fyrir tveimur árum og segir að mótið hafi aukið áhuga sinn á ný. „Þetta mót kveikir áhug- ann á ný og ég vil æfa meira en vegna meiðsla eftir árekstur get ég ekki legið yfir þessu eins og strákarnir gera. Svo þarf líka mik- inn tíma ef vel á að vera því það þarf að æfa einn eða tvo tíma á hverjum degi. Annars á snóker er- indi til stelpna því einn þjálfari hérna segir að ef stelpur leggi á sig sömu vinnu og strákarnir geti þær orðið betri en þeir því það eru til dæmis meiri fínhreyfingar.“ Stáltaugar og pókerandlit Til að ná að fylla 32 manna töfluvar nítján Íslendingum boðin þátttaka og þegar átta keppendur voru eftir reyndust sex af þeim vera heimamenn. Í und- anúrslitum voru síð- an aðeins Íslending- ar. Þar hafði Gunnar Hreiðarsson 6:3-sigur á Brynjari Valdimarssyni en öllu lengri og átakameiri var viðureign Jóhannesar B. og Jó- hannesar R. Félagarnir skiptust á að vinna ramma svo að staðan var 5:5 eftir fimm tíma barning en sem fyrr segir vann Jóhannes úrslita- rammann. Það er því ljóst að Jó- hannes B. verður að hafa sig allan við til að verja Íslandsmeistaratitil sinn því Jóhannes R., sem tók sér ársfrí frá íþróttinni, er stigahæstur á Íslandsmótinu um þessar mundir og til alls líklegur. Keppni í kvennaflokki var aðeins einn leikur því Íslandsmeistarinn Rós Magnúsdóttir og Danmerkur- meistarinn Charlotte Staun voru þar einar. Í fyrsta rammanum voru stúlkurnar nokkuð taugaspenntar því hvorug hafði séð nokkuð til hinnar auk þess sem sjónvarps- vélar möluðu og ljósmyndarar smelltu af. Það fór svo að sú danska vann naumlega fyrsta rammann en þann næsta örugg- lega. Í þriðja fór Rós oft illa að ráði sínu en tók sig á þegar leið á leikinn. Það dugði hinsvegar ekki til og Charlotte varð Norðurlanda- meistari. Hún hefur æft snóker í fjögur ár og fær, vegna þess hve fáar konur æfa snóker í Dan- mörku, að keppa í karlaflokki og þar er hún í kringum miðju í styrkleika. Liðakeppnin fór fram á föstu- deginum og áttu Íslendingarnir ekki í vandræðum með að verja tit- il sinn þar, en í liðinu voru Krist- ján Helgason, Jóhannes B. Jó- hannesson og Brynjar Valdimarsson. Af þeim 27 römm- um, sem hvert lið spilaði, vann það íslenska 24 en hver Íslendinganna þriggja tapaði einum leik. Keppnin var því aðallega á milli Norðmanna og Svía og þar náðu Svíar að hreppa silfrið. Það lífgaði þó upp á liðakeppnina þegar Jóhannes náði að skora 120 stig í röð. Morgunblaðið/Jim Smart Jóhannes B. Jóhannesson varði báða titla sína á Norðurlandamótinu í snóker um helgina þegar hann sigraði bæði í liðakeppni og einstaklingskeppni. Auk þess fékk hann flest stig í einu stuði, 120. Jóhannes B. sópaði til sín verðlaunum JÓHANNES B. Jóhannesson, Íslandsmeistari í snóker, endurtók frækna frammistöðu sína frá Norðurlandamótinu í snóker í fyrra og sópaði til sín verðlaunum á Norðurlandamótinu í ár, sem haldið var í Hafnarfirði og Reykjavík um helgina. Hann vann gull í liðakeppninni og einnig í einstaklingskeppni en fékk auk þess verðlaun fyrir flest stig í einu stuði í báðum flokkum, 98 í einstaklingskeppninni og 120 í liðakeppninni. Alls mættu þrettán erlendir keppendur á mótið, sem var hið skemmtilegasta, en mesta athygli vakti tæplega sex tíma viðureign nafnanna Jóhannesar B. og Jóhannessar R. Jóhann- essonar í undanúrslitum. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart Rós Magnúsdóttir, sem hér mundar kjuðann af einbeitingu, fékk silfur á Norðurlandamótinu í snóker um helgina. „ÞETTA gekk allt eins og í sögu, sömu sögu og í fyrra þegar ég vann allt nema hvað ég var mjög smeykur í undanúrslitunum við Jó- hannes R., sem er að koma sterkur til leiks á ný og er mikill reynslubolti,“ sagði Jóhannes B. Jóhannesson að niðurlotum kominn eft- ir mótið en þá hafði hann leikið samfleytt í 8 klukku- stundir, þar af í tæplega 6 við Jóhannes R. og reyndi einbeitingin mikið á þrek- ið. „Sá nærri sex klukku- stunda leikur tók mikið á einbeitinguna, sem þarf að vera í góðu lagi. Leikurinn var hrikalega erfiður og fram að honum hafði ég aðeins tapað tveimur römmum. Ég var orðinn nokkuð svartsýnn á að mér tækist að halda áfram á mínum takti þegar stað- an var 5–5 hjá okkur, það gekk samt en þetta var með erfiðari leikjum á ferlinum.“ Jóhannes B. reyndi fyrir sér á erlendum atvinnu- mótum fyrir skömmu og langar út aftur. „Ég hef ekki getað æft mikið fyrir þetta mót því vinnan geng- ur fyrir en ég reyndi að koma eins mikið og hægt var til að æfa. Ég varð að fara að vinna af krafti því það eru enn skuldir síðan ég var erlendis að spila og lifði að mestu á kreditkort- inu. Hinsvegar vona ég að það gangi að finna styrkt- araðila svo að ég geti spreytt mig aftur úti því ég á fullt erindi á erlendu mótin og ég vona að þessi árangur í dag sýni pen- ingakörlunum á landinu hvað í mig er spunnið,“ bætti kappinn við og þeir sem sáu hann þrauka þess- ar átta stundir undir mikl- um þrýstingi kinkuðu kolli við því. Átta stunda þrekraun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.