Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 4
FRJÁLSÍÞRÓTTIR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vilborg tók forystuna strax ífyrstu grein, 60 metra hlaupi, og lét hana ekki af hendi það sem eftir var. Hún bætti sig í fimm greinum af sex, aðeins í kúluvarpinu tókst Vilborgu ekki að gera betur en hún hefur áður gert, varpaði kúlunni 11,57 metra. Alls bætti hún sig um 23/100 úr sek- úndu í 60 m hlaupi, hljóp á 8,15 sekúndum. Þá bætti hún fyrri ár- angur sinn í langstökki um 21 sentímetra, stökk 5,46 metra. Í há- stökki stökk Vilborg 1,61 metra, einum sentímetra hærra en hún hefur hæst stökkið innanhúss. Í 60 m grindahlaupi kom Vilborg í mark á 9,14 sekúndum, sem er 26/ 100 úr sekúndu hraðar en hún hef- ur áður hlaupið þessa vegalengd. Í síðustu greininni, 800 m hlaupi, bætti Vilborg sig um 8 sekúndur, hljóp á 2.33,08. Íslandsmetið var þar slegið en fyrra metið setti hún fyrir réttu ári þegar hún vann fyrsta sinni. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með sigurinn og Íslands- metið, en ég hefði viljað bæta mig í öllum greinum, það var bara stressi um að kenna að mér tókst ekki að bæta mig í kúluvarpinu,“ sagði Vilborg. „Eins vonaðist ég til að fara hærra í hástökkinu. En þetta var ágætt og ekki síst vegna þess að ég hef ekkert keppt í sex- þraut innanhúss síðan ég varð meistari í fyrra. Árangurinn er fyrst og fremst að þakka því að ég hef æft mjög vel frá því í fyrra. Í sumar stefni ég á að bæta Íslandsmetið í sjö- þraut utanhúss,“ sagði Vilborg. Ís- landsmetið er 16 ára gamalt, 5.204 stig, í eigu Birgittu Guðjónsdóttur, HSK. Vilborg náði 4.905 stigum í sjöþraut í fyrrasumar. „Ég æfi að jafnaði sjö sinnum í viku, fimm sinnum fyrir norðan á Sauðárkróki og kem ég suður með félögum mínum og við æfum í Reykjavík um helgar. Á Sauðár- króki vantar okkur tilfinnanlega betri aðstöðu utanhúss og vonandi rætist úr því þegar menn hafa tek- ið af skarið og ákveðið að byggja nýjan völl og sækja um landsmótið 2004. Nýr völlur myndi bylta allri aðstöðu fyrir okkur frjálsíþrótta- fólk á Sauðárkróki og vonandi hafa menn þor til þess að fara út í þá framkvæmd,“ sagði Vilborg. Önnur var Ágústa Tryggvadótt- ir, HSK, með 4.161 stig, sem er nýtt telpnamet og þriðja Gunnhild- ur Hinriksdóttir, HSK, 3.956 stig. Ólafur Guðmundsson, vann í karlaflokki með 4.916 stig. Þetta var fimmta árið í röð sem Ólafur verður Íslandsmeistari. „Jón Arn- ar tekur aldrei þátt, þannig að á vissan hátt má segja að hann gefi mér þetta,“ sagði Ólafur sem oft hefur verið í betri æfingu en nú. Hann hljóp 60 metrana á 7,32 sekúndum, stökk 6,62 metra í lang- stökki, vippaði sér yfir 1,74 metra í hástökki, varpaði kúlu 14,44 metra, hljóp 60 m grindahlaup á 8,67 sek- úndum, stökk 4,10 metra í stang- arstökki og hljóp 1.000 metra á 3.04,37 mínútum. Annar varð Theódór Karlsson, UMSS, önglaði saman 4.797 stig- um. Þriðji varð hinn ungi og efni- legu Hafnfirðingur, Jónas Hall- grímsson, með 4.719. Jónas stökk m.a. 4,20 í stangarstökki og bætti sinn persónulega árangur nokkuð. Þá gerði hann tilraun við nýtt ung- lingamet, 4,30 metra, en hafði ekki erindi sem erfiði að þessu sinni. Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Guðmundsson með Vilborgu Jóhannsdóttir, meistara í sexþraut, á háhesti. Íslandsmet hjá Vilborgu í sexþraut VILBORG Jóhannsdóttir, UMSS, setti Íslandsmet og varð Íslands- meistari í sexþraut kvenna annað árið í röð á sunnudaginn. Vilborg hafði umtalsverða yfirburði í kvennaflokki, fékk 4.407 stig og bætti eigið Íslandsmet frá síðasta ári um 278 stig. Í sjöþraut karla vann Ólafur Guðmundsson, HSK, átakalítinn sigur, hlaut 4.916 stig. Mót- ið fór fram í Baldurshaga og í íþróttahúsinu Smáranum. Ívar Benediktsson skrifar Íslands- og Norðurlanda-met Jóns Arnars í sjö- þraut er 6.293 stig. Það setti hann á heimsmeist- aramótinu í Maebashi í Japan fyrir tveimur árum. Um mótið í Tallin sagði Jón að sprett- hlaupin, 60 metrarnir og 60 m grindahlaupið hefði verið gott, eins langstökkið og kúluvarpið hefði verið í lagi. Þá hefði herslumuninn vantað upp á að hann næði yfir 5,05 metra í stangar- stökki. „Eitt þúsund metra hlaupið gekk illa. Ég fékk krampa í báða kálfana þeg- ar fjögur hundruð metrar voru eftir. Þar með var úti um að ég næði að komast yfir 6.100 stig samanlagt eins og ég stefndi að,“ sagði Jón. Hann gerir sér hæfi- legar vonir um að þessi árangur nægi til þess að tryggja honum far- seðilinn á HM í Lissabon í næsta mánuði. „Það væri öruggara með þátttöku á HM hefði ég farið yfir 6.100 stigin. Nú er bara að vona, en það verður enginn heimsendir hjá mér komist ég ekki á HM, það eru næg verkefni framundan, bæði við æfingar næstu mánuði og síðan í tugþrautinni þegar kemur fram á vorið,“ sagði Jón Arnar. Jón hljóp 60 m á 6,99 sekúndum og varð í 5. sæti, 13/100 á eftir Lev Lobodin, Rússlandi sem var fráast- ur á fæti. Lobodin varð í öðru sæti í þrautinni með 6.196 stig. Jón stökk næst lengst keppenda í lang- stökki, 7,65 metra, tveimur senti- metrum skemur en Sebrle. Lengsta stökki sínu náði Jón í ann- arri umferð en fyrstu umferð stökk hann 7,02 og 7,48 í þriðju tilraun. Í öðru stökki varð Jón fyrir því að brjóta alla gaddana undan stökks- kónum á uppstökksfætinum við uppstökkið. „Ég hef aldrei lent í þessu fyrr, aðeins orðið fyrir því að beygja gaddana,“ sagði Jón um óhappið. Honum tókst að ná brot- unum úr skónum og setja nýja gadda í fyrir lokastökkið. Jón varpaði lengst 15,88 metra í kúluvarpi sem hann taldi vera við- unandi, en best á hann innanhúss 16,37. Jón var nokkuð frá sínu besta í hástökki, fór yfir 1,95 metra. Sagði hann tæknileg atriði hafa komið í veg fyrir að hann færi hærra. „Í næstu hæð, 1,98 metrar, þá felldi ég alltaf á niðurleið. Þetta er tækniatriði sem ég verð að vinna betur í.“ Sebrle stökk hæst allra í hástökki, 2,10 metra. Jón var aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu í 60 m grinda- hlaupi, kom í mark á 8 sekúndum sléttum. Lobodin varð fyrstur í mark á 7,87. Hann varpaði einnig keppenda lengst í kúluvarpi, 16,02 metra. Ólympíumeistarinn í tugþraut, Erki Nool frá Eistlandi, stökk manna hæst í stangarstökki, 5,25 en Jón varð að láta sér 4,95 nægja. „Þetta er það hæsta sem ég hef stokkið í Eistlandi, þannig að þetta er framför,“ sagði Jón. „Það þýðir ekkert annað en að líta á björtu hliðarnar.“ Eins og fyrr segir gekk Jóni illa í 1.000 metra hlaupinu vegna krampa í kálfa. „Nú er bara að vinna í því betur og halda sér heilum. Mér finnst út- litið vera gott og ég er bjartsýnn á að nú liggi leiðin upp á við,“ sagði Jón Arnar Magnússon og leit já- kvæðum augum fram á veginn. Alls tóku 18 keppendur þátt í sjöþrautinni í Tallin, þar af komust 14 þeirra klakklaust í gegnum allar greinarnar sjö. Jón Arnar Magnússon í 5. sæti í sjöþraut í Tallin í Eistlandi Morgunblaðið/Sverrir Jón Arnar Magnússon er kominn af stað. Þurfti á þessu að halda „ÉG er fyrst og fremst ánægður með að komast í gegnum þrautina og finna að það eru engin meiðsl að plaga. Á þessu þurfti ég að halda til þess að sanna ýmislegt fyrir sjálfum mér og öðrum,“ sagði Jón Arnar Magnússon, Norðurlandamethafi í sjöþraut karla eftir að hann hafnaði í fimmta sæti á alþjóðlegu móti í sjöþraut í Tallin í Eistlandi á sunnudag. Jón Arnar fékk 6.056 stig, 111 stigum minna en sigurvegarinn, Roman Sebrle, Tékklandi. „Það var gífurlega mik- ilvægt fyrir mig að komast heill í gegnum þrautina, ekki síst fyrir sjálfstraustið, en vissulega þarf að vinna í ýmsum atriðum til þess að ná enn betri árangri,“ sagði Jón ennfremur. Ívar Benediktsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.