Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.2001, Blaðsíða 3
HM Í FRAKKLANDI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 B 3 ÞEGAR forráðamenn Póstsins, að- alstyrktaraðila HM í Montpellier, kvöddu þátttakendur og blaða- menn í lokahófi eftir að riðlakeppn- inni lauk þar í borg, hélt forstjóri fyrirtækisins ræðu. Þar þakkaði forstjórinn mönnum fyrir komuna og sagði í lokin að vonandi mættust Frakkar og Svíar í úrslitum þar sem Frakkar hefðu betur. Ungur sænskur piltur, sem er við frönskunám í Montpellier, þýddi ræðu forstjórans, fyrst á ensku og fór þá rétt með allt nema hann þurfti að hósta þegar kom að því að vona að Frakkar færu með sigur. Þegar hann snaraði ræðunni hins vegar yfir á sænsku var hann ekk- ert að hafa fyrir því að þýða rétt, sagðist vonast til að Svíar færu með sigur í úrslitaleiknum við Frakka. Tvöfaldir meistarar FRAKKAR tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handknattleik í París. Þar með léku þeir eftir leik franskra knatt- spyrnumanna, sem urðu heimsmeistarar í París 1998. Frakkar eru því heimsmeistarar bæði í knattspyrnu og hand- knattleik. Þeir hafa fetað í fótspor Þjóðverja, sem voru tvöfaldir heims- meistarar 1978, þegar handknattleikslandsliðið varð heimsmeistari í Danmörku, en þá voru Þjóðverjar handhafar heimsmeistaratitilsins í knattspyrnu, sem þeir hömpuðu í München 1974. MAGNUS Wislander, hinn 36 ára gamli línumaður Svía, setti markamet á heimsmeistaramótinu. Fyrir mótið hafði Per Carlén gert 1.032 mörk í landsleik fyrir Svía og var þar efstur á lista. Annar var Erik Hajas með 996 mörk og Wislander í þriðja sæti með 995 mörk. Wislander gerði fimm mörk í fyrsta leiknum á móti Íslendingum og síð- asta mark hans í þeim leik var hans 1.000 fyrir Svía. En þessi magnaði línumaður hélt áfram að skora og þegar riðlakeppninni lauk í Montpell- ier hafði hann gert 1.021 mark fyrir landsliðið. Í 16 liða úrslitum mættu Svíar Arg- entínumönnum og þar gerði Wisland- er fjögur mörk og í 8 liða úrslitum mættu þeir Úkraínu og þar var Wis- lander með sjö mörk og sló þar með met Carléns. Hann bætti síðan enn um betur og skoraði fjögur mörk í undanúrslitaleiknum við Júgóslava og í úrslitaleiknum við Frakka gerði hann fjögur mörk og hefur því gert 1.041 mark í 335 landsleikjum fyrir Svía, eða 3,12 mörk að meðaltali í leik. SÆNSKI leikmaðurinn Stefan Löv- gren var útnefndur leikmaður HM í Frakklandi. Hann var einnig í liði HM ásamt David Barrufet, mark- verði Spánar, Eduard Kokscharov, Rússlandi, Hussein Zaky, Egypta- landi, Kyung-Shin Yoon, Suður- Kóreu, Zikica Milosavljevic, Júgó- slavíu, og Bertrand Gille, Frakk- landi. Lövgren bestur OLA Lindgren fékk mikið högg á nefið undir lok leiks Svía og Úkra- ínu í 8-liða úrslitunum í Toulouse á fimmtudaginn. Við rannsókn kom í ljós að hann hafði nefbrotnað og frekar en leggja árar í bát var útbúin á hann mikil gríma og lék hann með grím- una á móti Júgóslövum í undan- úrslitunum og Frökkum í úrslitum. „Ég sagði við Bengt að ég vildi spila,“ sagði Lindgren sem sagði að það hefði ekki hvarflað að sér að sleppa síðustu leikjunum vegna þessa. Lindgren nefbrotnaði Frakkar töpuðu fyrir Svíum ímóti í Svíþjóð helgina áður en heimsmeistaramótið hófst og eftir þann leik sagði Daniel Costantini, þjálfari Frakka, að það væri hægt að leggja Svía. Hann reyndist sannspár og menn hans fögnuðu ógurlega á meðan Svíar voru nið- urlútir með annan silfurpening sinn á einu ári en þeir urðu í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Sydney í haust. Frakkar fengu óskabyrjun á sunnudaginn, komust í 4:0 og flöt vörn Svía virkaði ekki nægilega vel. Það breyttist þó og með bar- áttu og vinnusemi náði liðið að jafna 7:7 og var 11:10 undir í leik- hléi. Svíar komust síðan yfir í fyrsta sinn er staðan var 12:13 og skömmu síðar varð örvhenta skytt- an Patrick Cazal að fara meiddur af velli. Þessi skemmtilegi baráttu- jaxl hágrét þegar hann var studdur af leikvelli en læknar liðsins stífuðu ökklann á honum þannig að hann gat komið inn á að nýju. Í millitíðinni hafði Svíum tekist að ná þriggja marka forystu, 14:17 en sjálfstraustið kom á ný í leik Frakka þegar Cazal mætti til leiks á ný, Bruno Martini varði vítakast og Frakkar náðu að jafna 17:17 þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Svíar voru fyrri til það sem eftir var leiksins en Frakkar jöfnuð jafn harðan. Þegar 17 sekúndur voru til leiksloka skoraði Stefan Lövgren 22. mark Svía og kom þeim marki yfir og héldu menn að hann væri með þessu að endurtaka leikinn frá því daginn áður er hann tryggði Svíum eins marks sigur á Júgóslöv- um. En Gregory Anquetil var á öðru máli, á meðan Svíar skiptu varnarmönnum inn á brunaði hann upp hægri kantinn og fór inn úr horninu og jafnaði. Fyrri hálfleikur framlengingar- innar var fjörugur og hvoru liði tókst að skora í þrígang. Í síðari hálfleiknum náðu Svíar hins vegar ekki að skora, misnotuðu meðal annars vítakast, en Frakkar gerðu þrjú mörk og fögnuðu heimsmeist- aratitlinum. Bruno Martini, markvörður Frakka, varði vel þegar á þurfti að halda, Jerome Fernande byrjaði vel, sást síðan ekki langtímum sam- an en kom sterkur á lokakaflanum. Besti maður Frakka var þó án nokkurs vafa Patrick Cazal og það kom í ljós þegar hans naut ekki við hversu mikilvægur hann er liðinu. Hornamaðurinn Gregory Anquetil átti einnig góðan dag og í raun má segja að allir leikmenn liðsins hafi átt góðan dag. Gentzel stóð í marki Svía allan leikinn og stóð sig mjög vel, hélt liðinu á floti á löngum köflum. Flestir leikmenn Svía hafa leikið betur en í þessum leik, en þó átti Stefan Lövgren ágæta spretti. APFrönsku leikmennirnir fagna heimsmeistaratitlinum í París, eftir sigurinn á Svíum 28:25. Frakkar meistarar FRAKKAR fögnuðu öðrum heimsmeistaratitli sínum í handknattleik karla í Bercy- höllinni í París á sunnudag. Árið 1995 fögnuðu þeir í Laugardals- höll, en að þessu sinni á heima- velli eftir að hafa lagt Svía, 28:25, í framlengdum úrslita- leik.                              ! "#    $     %  &' ()*'+    ,-$ +. /+$ -" 0-$" 01 $              ,-$$ $). &1 +2 ' 3.+12       !"  #" $   % &'$!        !      2 2  2     +$)0/ +     45"-   45"-       45"-   45"-      6 + $  &5)      45      45                ! "#      6 + $ &5)   7 ) -  6 + $   8 +  45   9                                                  ; ; ;  ; ;  ;  ; ;  ;  ;  ;  9 9 Póstmeist- aranum varð að ósk sinni Glæsilegt markamet hjá Wis- landers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.