Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 2
DAGLEGT LÍF
2 D FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR sem búsettir eru á Íslandi en eiga
annað móðurmál en íslensku, kynnast
málinu með ýmsum hætti. Margir fara á
kvöldnámskeið, aðrir sitja í íslenskum
skólum og einnig má mikið læra af fjöl-
miðlum, bóklestri og samtölum við vini
og kunningja.
Netið er jafnframt vettvangur til ís-
lenskunáms og á meðal þess sem þar er
í boði er vefurinn Nýbúinn. Um er að
ræða vefsíður sem eru liður í samstarfs-
verkefni Íslands, Spánar og Svíþjóðar á
vegum Sókrates-áætlunar Evrópusam-
bandsins og stýrir Ísland verkefninu.
Markmiðið er að nota Netið sem miðil
til að efla menntun nýbúa og annarra
minnihlutahópa en verkefnið heitir á
ensku „Immigrant Children learning
through the Internet“.
Á síðum Nýbúans má meðal annars
finna gagnvirk verkefni handa ís-
lenskunemendum á öllum aldri, bæði
skemmtileg og gagnleg. Til dæmis má
fræðast um sögu tyllidaga á borð við
öskudag, bóndadag, jól og fardaga, með
tilheyrandi orðskýringum. Einnig er að
finna sögur með efnislegum spurn-
ingum í lokin, verkefni þar sem tengja
á saman orð og myndir, að ógleymdum
setningum sem
raða á saman í
sögur. Ein síð-
an nefnist
Veðrið, og þar
má fræðast um
stjörnu- og
veðurfræði um
leið og íslenski
orðaforðinn er aukinn til muna.
Markmiðið að ná til sem flestra
„Þarna er heilmikið hægt að gera og
ýmis verkefni í boði sem auka orða-
forða og málskilning,“ segir Guðlaug
Snorradóttir, einn umsjónarmanna
Nýbúans. Hún er jafnframt fagstjóri í
sérkennsludeild Hjallaskóla í Kópavogi
en í Hjallaskóla eiga á þriðja tug nem-
enda annað tungumál en íslensku að
móðurmáli.
Guðlaug segir verkefnin á vefnum
ekki aðeins ætluð börnum, heldur mið-
ist þau fremur við hvar notandinn er
staddur í máltöku. „Verkefnin geta nýst
átta ára barni til þjálfunar en næsti
notandi getur auðveldlega verið fertug-
ur útlendingur sem er að hefja ís-
lenskunám. Þetta efni hefur aðallega
verið notað innan skólanna og þá mikið
í sérkennslu en þar sem það er á Netinu
er öllum frjálst að skoða það og nýta
sér. Það er einmitt markmiðið – að það
nái til sem flestra og nýtist sem best.“
Í því skyni er fyrirhugað að koma
efninu á CD-ROM svo þeir sem ekki
hafa góða nettengingu geti einnig nýtt
sér verkefni Nýbúans. Einnig er á döf-
inni að bæta nýju efni í verkefnabank-
ann.
Slóð Nýbúans er http://hjalla-
skoli.kopavogur.is/nybuinn og þar er,
auk kennsluefnis í íslensku, að finna
upplýsingar um íslenskukennslu erlend-
is á grunnskólastigi, umfjöllun um
margmenningarlega kennslu, fréttir af
nýbúafræðslu og annað tengt efni.
sþ
Íslenska sem
annað mál
Kíkt inn á vefinn Nýbúann.
Gagnvirk verkefni í íslenskukennslu
SÝNISHORN af efni úr verkefnabanka Nýbúans. Sagt er
frá íslenskum tyllidögum og hefðum þeim tengdum til þess
að auka þekkingu á þjóðlegum siðum í nýja landinu. Orð-
skýringar eru gefnar á viðeigandi stöðum til þess að efla
orðaforða og í lokin eru spurningar úr efninu sem reyna á
lesskilning. Þessi kafli er ekki úr gagnvirka hluta bankans
enda örðugt að gefa dæmi um slík verkefni á prenti.
Fyrsti apríl er alþjóðlegur gabbdagur. Það er þekkt frá
17. öld að menn hafi „hlaupið apríl“ þ.e. að láta gabba sig til
að hlaupa eitthvað í erindisleysu. Fjölmiðlar á Íslandi hafa
tekið siðinn upp og hafa alltaf eitthvert aprílgabb þann 1.
apríl sem reynt er að fá fólk til að hlaupa eftir.
Fyrsta aprílgabbið í fjölmiðli á Íslandi var frétt um
fljótaskip á Ölfusá frá fréttastofu útvarps árið 1957. Þá
þóttust fréttamenn vera með beina útsendingu um komu
fljótaskipsins Vanadísar þegar það sigldi áleiðis til Selfoss.
Síðan hafa flest blöð og útvarpsstöðvar haft aprílgabb á
hverju ári.
alþjóðlegur: al – Forskeyti almennt, eitthvað sem nær
yfir allt. Þjóð, fólk sem býr á ákveðnu svæði, í einu landi
gabb: Plat
að hlaupa apríl: Að láta plata sig til þess að hlaupa
erindisleysa: Án þess að hafa erindi. Hlaupa eftir
einhverju sem maður finnur ekki.
fjölmiðlar: fjöl – margir, miðill – að miðla. Allt sem
miðlar upplýsingum fyrir fjöldann, þ.e. dagblöð,
útvarp, sjónvarp, tímarit ofl.
fréttastofa: Stofa, herbergi þar sem fréttir eru
búnar til.
fljótaskip: Skip sem siglir upp og niður fljót.
VERKEFNI:
-Er haldið upp á fyrsta apríl í þínu landi?
-Hvernig er haldið upp á daginn?
-Eru fjölmiðlar í þínu landi með aprílgabb?
-Hefur þú hlaupið 1. apríl?
-Ef svo er, segðu frá því...
1. apríl
VARALÍFFÆRI úr vefj-asýnum eru ekki eins fjar-lægur möguleiki og ein-hverjir kynnu að ætla.
Vísindamönnum hefur tekist að um-
breyta heilafrumum fullorðins ein-
staklings í blóðfrumur, sem vekur
vonir til þess að hægt verði í framtíð-
inni að rækta ný líffæri úr vefjum
manna í stað skemmdra. Blóðfrum-
urnar voru myndaðar með því einu að
sprauta stofnfrumum úr heila í bein-
merg músa. Ef maðurinn lýtur sömu
lögmálum og mýsnar er hugsanlegt
að með sömu aðferð verði unnt að búa
til líffæri og vefi eftir hendinni, fyrir
hvern og einn, án þess að nota til þess
fósturfrumur, en notkun stofnfrumna
mannsfósturs til rannsókna hefur
verið afar umdeild hingað til.
Vísindamennirnir sem einræktuðu
ána Dollí, hafa sýnt fram á að hægt sé
að endurheimta vaxtargetu frumna í
fullorðnum einstaklingi, sem áður var
talið ógerlegt, og bendir ýmislegt til
þess að virkni frumna megi snúa við
svo þær öðlist áþekka eiginleika og
fósturfrumur til vaxtar og verka-
skiptingar.
Finnbogi Þormóðsson, doktor í
taugalíffræði, segir möguleika til líf-
færaræktunar byggja á tveimur mik-
ilvægum þáttum. „Í fyrsta lagi þarf
frumur með eiginleika til þess að
mynda mismunandi vefi, í öðru lagi
mótandi umhverfi í formi vaxtarþátt-
ar, sem gefur frumunum merki og
beinir starfsemi þeirra í réttan far-
veg, og oft og tíðum einhvers konar
stoðgrind, eða mótandi umhverfi, svo
frumurnar raði sér á réttan hátt,“
segir hann.
Uxatennur Etrúra
Gervihlutir í líkamann eru ekki
jafn nýir af nálinni og maður skyldi
ætla og má rekja dæmi um notkun
þeirra, allt að því 2.500 ár
aftur í tímann. Etrúrar
smíðuðu brýr úr uxabeini
til þess að bregðast við
tannmissi og merki um
gervitennur hafa bæði
fundist í mannvistarleifum
Rómverja frá 1. eða 2. öld
eftir Krist, sem og íbúa
Suður og Mið-Ameríku fyr-
ir daga Kólumbusar.
Fyrsta þekkta dæmið um kvikasilf-
ursblöndu til tannviðgerða er skráð
hjá Kínverjum árið 659. Um miðja
síðustu öld litu eilítið fágaðri hjálp-
artæki dagsins ljós, svo sem gangráð-
ur, gervihjartalokur og gerviliðir í
mjaðmir og hné. Líffæra- og vefj-
askemmdir hafa á hinn bóginn aðal-
lega verið lagfærðar með skurðað-
gerðum og úrræðum á borð við
gervinýru og ígræðslu.
Yfirstandandi rannsóknir á endur-
myndun vefja eru byggðar á áratuga-
löngum athugunum á vexti beina. Ár-
ið 1964 komst einn vísindamanna á
vegum National Institute of Dental
and Craniofacial Research (NIDCR)
í Bandaríkjunum, Marshall Urist, að
því að hægt væri að koma beindufti
fyrir í vöðva kanínu til þess að ýta
undir vöxt nýrra beina. Síðar upp-
götvuðu Urist og aðstoðarmenn hans
að virka efnið í þessu ferli væri pró-
tein, hefði beinmótandi eig-
inleika og nefndu bone
morphogenetic protein,
BMP.
Umrædd uppgötvun
markaði slík tímamót að
margir tóku að keppast við
að bera kennsl á þætti í
beininu sem hefðu afger-
andi áhrif á vaxtarferlið.
Þurftu vísindamenn rúm-
lega eitt tonn af beini til þess að ein-
angra nægilegt magn beinmyndunar-
þáttar og í dag er búið að bera kennsl
á 15 þætti BMP. Þá hefur komið í ljós
að BMP er framleitt í vefjum öðrum
en beini, og að það gegni jafnframt
lykilhlutverki í myndun nýrna,
taugakerfa, lifrar, lungna, hjarta,
eista, húðar og tanna. Bendir Finn-
bogi á að þótt vaxtarþættirnir séu
kenndir við bein, finnist þeir í fleiri
vefjum á borð við blóð og taugar.
„Vaxtarþættir eru oft kenndir við vef
eða frumugerð sem tengist uppgötv-
un þeirra, en virkni þeirra getur verið
víðar og jafnvel meiri í öðrum vefj-
um,“ segir hann.
Goðafræði, þróunarkenningin
og endurmyndun vefja
Endurmyndun vefja er ekki nýtt
fyrirbæri. Grikkir voru meðvitaðir
um vaxtargetu lifrarinnar, svo sem
fram kemur í goðsögninni um Próme-
þeif, sem refsað var grimmilega fyrir
að stela leyndarmáli eldsins frá guð-
unum á Ólympus-fjalli. Til þess að
gjalda fyrir misgjörðir sínar mátti
Prómeþeifur þola að örn kroppaði
hluta lifrar hans á hverjum degi. Lifr-
in óx jafnóðum aftur og varð erninum
þannig endalaus mataruppspretta og
Prómeþeifi tilefni stöðugs sársauka.
Aristóteles skráði getu kambsala-
möndru til þess að endurnýja hala
sinn árið 330 fyrir Krist og á síðari
hluta 18. aldar veitti vísindamaðurinn
Spallanzani því eftirtekt að útlimir
hennar gætu vaxið að nýju. Bakteríur
og frumdýr endurnýjast í heilu lagi
við frumuskiptingu og ýmsir hrygg-
leysingjar hafa umtalsverða getu til
endurvaxtar. Sumar tegundir fla-
torma mynda til dæmis bæði höfuð
og hala að nýju séu þeir skornir í
tvennt. Sá galli er hins vegar á gjöf
Njarðar að því þróaðri sem lífverur
eru, því takmarkaðri er geta þeirra til
endurnýjunar.
Þótt spendýr geti endurnýjað vefi
á borð við lifur, skortir þau getu til
myndunar nýrra útlima með ósér-
hæfðum endurmyndunarfrumum.
Spurningin er hins vegar sú hvort
þau hafi glatað hæfileika sínum til
meiriháttar endurnýjunar einhvers
staðar á þróunarferlinu, eða hvort
hann liggi einungis í láginni.
Geta hreindýrastofnsins til þess að
mynda ný og ný horn vekur hins veg-
ar vonir í brjósti. Leðurblökur geta
stoppað í holur á vænghimnu, göt í
eyrum kanína, heimiliskatta og leð-
urblaka hverfa af sjálfsdáðum og tá-
broddar músa vaxa aftur. Möguleikar
mannslíkamans til áþekkrar endur-
nýjunar þóttu til dæmis vaxa til muna
þegar í ljós kom að fingurgómar
gætu vaxið aftur á mjög ung börn.
Þekjuvefur og blóðfrumur
En þótt maðurinn búi sem stendur
ekki yfir viðlíka endurnýjunargetu og
sum spendýr á mikill vöxtur sér stað í
ýmsum vefjum líkamans, þar sem
húð, neglur og hár vex til dæmis án
afláts. Tennur í sumum óæðri hrygg-
dýrum endurnýjast og sé rótin opin,
líkt og hjá nagdýrum, geta þær vaxið
aftur og aftur, ævi þeirra á enda. Aðr-
ir vefir með viðlíka endurnýjunar-
getu eru blóðið, þekjuvefur þarm-
anna og lifrin. Þekjuvefur þarma-
totanna endurnýjast til dæmis á
tveggja til þriggja daga fresti og
meðalmaðurinn framleiðir meira en
tvær milljónir blóðfrumna á sekúndu.
Lifrarfrumur fjölga sér ekki, alla
jafna, skemmist lifrin byrja þær hins
Hreindýrshorn
vísa veginn.
Hægt er að sá taugafrumum eins
og fræjum á stoðgrind.
Vísindamenn reyna nú að rækta
tennur, liðamót og húð til vara.
Goðsögnin um Prómeþeif teng-
ist endurnýjunargetu lifrar.
Vísindamenn hafa samtvinnað lögmál líf-
fræði og verkfræði og leita nú leiða til þess
að gera við tiltekna líkamshluta eða búa til
nýja. Helga Kristín Einarsdóttir leitaði
fróðleiks á Netinu og álits Finnboga
Þormóðssonar, doktors í taugalíffræði.
Varalíffæriúr vefjasýnum