Morgunblaðið - 02.03.2001, Page 5

Morgunblaðið - 02.03.2001, Page 5
ÍKÁRSNESI er hópur mannaönnum kafinn við bygginga-vinnu en þar rísa nú iðn- aðarhús að kanadískri fyrirmynd. Verkið er á vegum byggingafélags- ins Desember ehf. sem sérhæfir sig í byggingu iðnaðarhúsnæðis og er í eigu Kristins Ragnarssonar, Sig- urðar Gunn- arssonar og Gunn- ars Ragnars Gunnarssonar. Í símann svarar hins vegar bygg- ingastjórinn Kristján Þorkelsson sem stýrir aðgerðum á vettvangi í Kársnesinu og öðrum þeim stöðum þar sem Desember-menn eru að störfum. „Hjá fyrirtækinu vinna fimmtán og upp í tuttugu manns. Arkitektinn er með aðstöðu á Smiðjuveginum en skrifstofa fyr- irtækisins er eiginlega færanleg, hún er í gámi sem komið er fyrir á byggingasvæðinu í hvert sinn,“ út- skýrir Kristján. Hann segir fyrirtækið hafa verið stofnað árið 1996 í desember og því hafi legið beint við að gefa fyrirtæk- inu nafn mánaðarins. „Já, nafnið hefur vakið býsna sterk viðbrögð,“ svarar hann að bragði. „Sérstaklega þegar fer að nálgast jólin. Þá eru menn með fimmaurabrandara um nafnið – yf- irleitt reyndar svo lélega að ég hef ekki lagt þá á minnið. En sumir spyrja til dæmis hvort við skiptum um nafn í hverjum mánuði, hvort við ætlum að stofna Janúar ehf. í janúar og svo framvegis. Þetta er eiginlega orðið þreytandi því við höfum heyrt þetta svo oft,“ segir hann og brosir. „Annars er þetta fínt nafn og hefur aldrei orðið okkur til trafala, ef und- an er skilin þessi hótfyndni.“ Áttu eitt sinn Október ehf. Hann segir mjög mikið að gera í byggingabransanum og til að mynda sé mikil spurn eftir kanad- ísku iðnaðarhúsunum, eins og þeim sem nú rísa í Kársnesinu. En Des- ember-menn hafa fengist við fleira en iðnaðarhús. „Já, einu sinni vorum við með fyrirtæki sem hét Október ehf. Það var líka byggingafyrirtæki en sá líka um hótelrekstur. Við gerðum til dæmis upp gamalt hús á Njálsgötunni og standsettum þar lít- ið hótel sem hét Öld. En svo seldum við iðnnemum fyrirtækið á sínum tíma.“ Þar með er Kristján rokinn aftur til verkstjórnar og ekki gefst tóm til þess að spyrja hvers vegna fyr- irtækið hið fyrra var nefnt Október ehf. Kannski er ekki nema von að fólk spyrji hvort félagarnir ætli að stofna Janúar ehf. í janúar. Byggingafélagið Desember ehf. Hótfyndni fyrir jólin þess að fólk setji nafnið ekki í sam- bandið við mánaðarheitið. „En svo eru reyndar aðrir sem spyrja hvort ég sé fædd í júlí.“ Júlí Ósk líkar vel við nafnið sitt og kveður sér ekki hafa verið raun af því. „Það kom fyrir þegar ég var yngri að krakkarnir söngluðu mán- aðavísurnar, „Janú-a-a-r, Febrú-a- a-r...“ og svo framvegis,“ rifjar hún upp en bætir við að hugmyndaflug hafi sjálfsagt ekki verið fyrir hendi til þess að finna upp annars konar at. Í það heila tekið finnst fólki nafnið hennar fallegt og öllum er það eft- irminnilegt. „Ef ég hitti aftur eftir mörg ár fólk sem ég hef einhvern tíma átt samskipti við, og segi til nafns, þá lifnar yfir fólki og það seg- ist aldeilis muna eftir þessu nafni.“ sdóttir, 17 ára detta ranna Morgunblaðið/Kristján Júlí Ósk Antonsdóttir í blíðunni á Akureyri þar sem hún er við nám. Heba sem er ekki íslenskt nafn. Önnur skýring sem þeir hafa gefið er að þetta sé karlkyns orð, þar sem mánuðurinn apríl sé karlkyns. En það eru ýmis nöfn sem bæði eru til sem karl- manns- og kvenmannsnöfn, til dæmis Júlí. Og af hverju þá ekki Apríl?“ spyr Heba. Hún segir dóttur sína ekki hafa orðið fyrir stríðni eða óþægindum sökum nafnsins, og undir það tekur Apríl Sól sjálf. „Nei, aldrei,“ segir hún og sér heldur ekki hvers vegna það ætti að gerast. Henni finnst nafnið hennar hreint ekkert skrýtið. „Mér finnst þetta fal- legt nafn,“ segir stúlkan að- spurð. Móðir hennar bætir við að í bókum eins og Nöfn Íslendinga og Hvað á barnið að heita? sé nafnið Apríl ekki að finna. „Apríl Sól hefur verið að fletta í þessum bókum og auðvitað finnst henni skrýtið að finna þar ekki sitt eigið nafn, en hins vegar fullt af nöfnum sem henni þykja mjög und- „Samt er ekki eins og nafnið Apr- íl sé ekki til á Íslandi. Í þjóðskrá má sjá að það hefur verið gefið þó nokkrum stúlkum, en munurinn er sá að þær eiga allar erlenda móður eða föður,“ bendir hún á. Nafnið er í nefndum tilfellum rit- að með „i“ en ekki „í“ og Heba kveðst hafa verið tilbúin að breyta rithættinum á þann hátt ef slíkt yrði til þess að leyfi fengist. „En það mátti ekki heldur. Við fáum ein- faldlega ekki að skíra þessu nafni því barnið á íslenska foreldra. Hins vegar hefðum við mátt skíra hana Aprílsól eða jafnvel Aprílínu, því þá eru ekki lengur vandræði með beygingarnar. En ekki Apríl Sól.“ Stúlkan var skírð í Óháða söfn- uðinum um páskana í fyrra, en inn- an þjóðkirkjunnar er hún óskírð. Heba bendir á að nafn dóttur henn- ar eigi sér þó fordæmi. Þegar nafn hennar var ákveðið hafi tvær stúlk- ur þegar borið nafnið, önnur hafi þá verið búsett erlendis en hin hér- lendis. Sú síðarnefnda var, líkt og Apríl Sól, skráð á annan hátt í þjóð- skrá. Apríl Sól í geislandi sól í byrjun mars. Morgunblaðið/Árni Sæberg arleg,“ segir hún og vísar í öll þau sérstæðu og sjaldgæfu nöfn sem leyfi er fyrir í íslenskum nafngift- um. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 D 5 ÉG HEITI nú bara íhöfuðið á afa mínumog ömmu,“ segir Ágúst Mars Valgeirsson, mál- ari, og þykir engin furðufregn að tvö mánaðanöfn tengist í nafni hans. Amman og afinn hétu Ágúst og Marsibil; afinn hét að líkindum eftir mánuð- inum en meiri tilviljun er að mánaðanafn skuli hafa komið út úr afleiðslu af nafni ömm- unnar. „Seinna nafn mitt hef- ur þannig ekkert með mán- uðinn að gera og hefur til dæmis aldrei verið skrifað með zetu,“ segir Ágúst Mars sem reyndar er hættur að nota millinafn sitt fyrir um þrjátíu árum. „Þegar ég er spurður að nafni, þá segi ég bara Ágúst Valgeirsson. Ef mér er hins vegar flett ein- hversstaðar upp, svo sem í þjóðskrá eða símaskrá, þá koma alltaf bæði skírnarnöfn- in fram.“ Hann segir reyndar enga sérstaka ástæðu vera fyrir því að hann hætti að nota síðara nafnið, á sínum tíma. Það hafi bara æxlast þannig. Sjálfur sé hann vanur nöfn- unum og hafi alls ekkert á móti þeim. „Ég hef heldur aldrei heitið neitt annað,“ bætir hann við og brosir út í annað. Afa sínum kynntist Ágúst Mars á sínum tíma og þykir vænt um að bera nafn hans, en amma Marsibil var látin áður en pilturinn fæddist. Ekki veit hann til þess að vand- kvæðum hafi verið bundið að fá leyfi til þess að skíra nafninu Mars, enda fordæmi fyrir því á landsvísu. Í nán- ustu fjölskyldu Ágústs hefur nafnið ekki verið notað aftur, né heldur önnur fágæt mánaðanöfn. Eða eins og Ágúst Mars segir kíminn að lok- um: „Ég er einstakur á þessu sviði.“ Ágúst Mars Valgeirsson, 56 ára Afa og ömmu að þakka Ágúst Mars Valgeirsson málari tók sér kaffihlé til þess að vera á mynd. Morgunblaðið/Árni Sæberg ber sem leitt er af latneska töluorðinu septem ’sjö’ en samkvæmt rómversku tímatali var þessi mánuður hinn sjö- undi í röðinni.“ OKTÓBER. „Samkvæmt manntali bar einn karl í Rvík nafnið sem síðara af tveimur árið 1910. Nafnið er sama orð og mánaðarheit- ið október, úr latínu october, af octo ’átta’. Mánuðurinn var áttundi í röðinni samkvæmt rómversku tímatali.“ NÓVEMBER. „Samkvæmt mann- tali báru fjórir karlar nafnið 1910, þar af þrír sem síðara af tveimur. (...). Nafnið er sama orðið og nóvember ’ellefti mánuður ársins’. Það er töku- orð úr latínu november, af latínu nov- em ’níu’. Samkvæmt rómversku tímatali var mánuðurinn hinn níundi í röðinni.“ Úr bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni, 1991. Birt eru valin brot úr hverri nafnskýringu. ÞEGAR hringt er í hljóðverið September ehf. svarar Matthías Matthíasson í símann, enda eini fasti starfsmaður fyrirtækisins. Það segir þó alls ekki alla söguna því á staðnum starfar jafnframt fjöldi verktaka við ýmis verkefni. Líf og fjör er þannig meira en halda mætti í fyrirtæki með einn starfsmann á skrá. „Þetta er í rauninni eitt fullkomnasta hljóðver landsins,“ upplýsir Matthías af ískrandi hógværð og bætir við að aðstaða sé til fjölbreyttrar hljóðvinnslu. „Hingað kemur til dæmis mikið af hljómsveitum og svo erum við talsvert í því að hljóð- og talsetja auglýsingar og annað myndefni. Þetta er ekki sérhæft hljóðver, heldur er það hugsað fyrir allt mögulegt.“ Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og var strax nefnt nafninu sem það ber. „Sagan á bak við nafnið er sáraeinföld. Fyrirtækið September var stofnað í september,“ upplýsir Matthías og hlær. Þrír menn stofnsettu hljóðverið en mannabreytingar hafa síðan orðið í brúnni. Núverandi eigendur eru Sig- geir Pétursson, fyrrum bassaleikari í Vinum vors og blóma, og tónlist- armennirnir Bergur Geirsson og Matthías Matthíasson sem m.a. eru félag- ar í Buff, húshljómsveit Skjás eins. Eiga líka járnbrautafyrirtæki Á nafni þeirra félaga er einnig skráð firmanafnið Íslenskar járnbrautir ehf. sem er eins konar bakhjarl hljóðversins. Það er ekki síður frumlegt nafn og Matthías er spurður um söguna að baki. „Eiginlega er þetta gamall draumur Bergs, að eiga fyrirtæki sem heitir Íslenskar járnbrautir. Honum hefur lengi þótt freistandi að eiga nafnspjald þar sem letrað er The Icelandic Railroad Company og geta slegið um sig með því í útlöndum – sérstaklega þar sem menn vita ekki að engar járn- brautir eru á Íslandi. Hins vegar uppgötvuðum við, tveimur dögum eftir að við skráðum nafn- ið, að úti í bæ var nýbúið að stofna tölvufyrirtækið Íslenska eimreið- arfélagið, þannig að þetta var allt í einu ekki eins frumlegt og ráðgert var,“ bætir Matthías við og greina má bresti í bjartri röddinni. Að lokum er talinu vikið aftur að September ehf. og spurt hvort árlega sé haldið upp á afmæli fyrirtækisins í nefndum mánuði. „Að sjálfsögðu. Yf- irleitt er haldið upp á það um miðjan mánuðinn, ég man samt ekki alveg hvaða mánaðardag það var stofnað. Ég get þó komist að því ef þú vilt,“ býður hann en það er afþakkað. „Ég á sjálfur afmæli í september þannig að ég reyni yfirleitt að slá veislunum tveimur saman. Eða réttara sagt: það er afmælisveisla allan mánuðinn.“ Hljóðverið September ehf. Afmæli allan mán- uðinn VIÐ hjónin eigum bæði af-mæli 1. nóvember,“ segirKristín Helgadóttir þegar spurt er hvers vegna Nóvember ehf. hafi verið valið sem nafn á útgerð hennar og eiginmannsins, Brynjars Gunnarssonar. Brynjar er úti á sjó þeg- ar hringt er og því verður Kristín fyrir svörum. Gert er út frá Þingeyri og var fyrirtækið stofnað haustið 1998. „Fyrst vorum við reyndar að hugsa um nafnið Dreki, því við er- um bæði í sporðdrekmerkinu, en þá var það í notkun,“ rifjar Krist- ín upp. Hún segir að nafnið þyki æði sérstakt, sér í lagi fyrir útgerð, enda byrji nöfn slíkra fyrirtækja gjarnan á Fisk-, Sæ- eða öðrum forliðum sem minni á starfsemina. „Það sem mér finnst mjög jákvætt og gott við þetta nafn er að allir sem við eigum viðskipti við leggja nafnið samstundis á minnið og muna vel eftir okkur. Þessu fyr- irtæki er því ekki ruglað saman við önnur í sama geira.“ Útgerðarfélagið Allir muna eftir okkur Nóvember ehf. ÞAÐ er nú þannig að fjöldi fyr-irtækja á Íslandi er slíkur aðöll nöfn virðast bókstaflega vera upptekin,“ segir kankvís Þor- valdur Þorvaldsson húsasmíða- meistari, þegar spurt er um ástæður þess að hann nefndi byggingafyr- irtæki sitt Maí ehf. Fyrirtækið var stofnað í desember síðastliðnum en er kennt við mánuðinn maí. „Í húsasmíðageir- anum er búið að nota heiti flestra verkfæra, trjáteg- unda og húshluta, þannig að ég fór að velta fyrir mér nafni af öðrum toga. Ég diskúteraði þetta við kon- una og niðurstaðan var þetta nafn, án þess að ég muni nákvæmlega frá hvoru okkar það er komið. Reyndar var annað mánaðarnafn sem við at- huguðum fyrst, október, en þá var það upptekið. Ég er sjálfur fæddur í október og var líka svolítið að hugsa um októberbyltinguna en maí er líka ágætur mánuður. Minnir til dæmis á 1. maí fyrir þá sem vilja. Þetta er líka vormánuður og honum fylgir ákveðin birta. Og ef satt skal segja hafa fleiri haft orð á þessu en ég bjóst við – það er almenn skoðun fólks að léttleiki sé í nafninu. Almennt séð finnst mér það höfuðatriði með nöfn á fyr- irtækjum að þau séu þjál og ekki erfið í notkun,“ segir húsasmíða- meistarinn. Hann var áður með rekstur undir sínu eigin nafni en stofnaði form- lega Maí ehf. í vetur. Síðan þá hafa viðskipti gengið vel, að sögn, þótt enn sé fyrirtækið hógvært í um- svifum. „Þetta er almennt bygginga- fyrirtæki og eru starfsmenn nú þrír; ég sjálfur, annar smiður og verka- maður. En það gæti reyndar breyst á næstunni – það er aldrei að vita.“ Byggingafélagið Maí ehf. Október var upp- tekinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.