Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 D FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun   Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Borgartún ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Húsnæði Sindra er til leigu. Skiptist í verslunar- húsnæði á jarðhæð, lager í kjallara og tvær skrif- stofuhæðir. Mögul. að skipta í smærri einingar. O r t u s e h f . – Fa x a f e n i 1 2 – s í m i 5 5 3 7 4 0 0 OPNUNARTÍMAR MÁN-FÖS: 12-18 LAU: 11-16 Húsnúmer Hurðabankarar Innréttingahöldur Hurðahúnar Baðvörur Ryðfrí lína frá PHOS Innréttingahöldur frá SIRO Ryðfríir íhlutir frá PHOSBaðvörur frá KEUCO Hurðahúnar frá Karcher EIGINLEGA algjör draum-ur ... Þannig mátti hugsaþegar litið var yfir línuna, sem var lögð fyrir haust- og vetrar- tískuna á tískuvikunni í London í síðustu viku. Hentuga línan er lögð í New York, sú yfirkvenlega í París, en London er með unga og ferska tískuyfirbragðið. Fötin nú einkennd- ust af skraddaraútliti, en þó oft með óreglulegu yfirbragði, pilsum í óreglulegri sídd við hné og fullt af áhugaverðum efnum. Það eru varla einstaka litir, sem skera sig úr, nema hvað hvítt og svart var áberandi hjá mörgum hönnuðum. Skórnir eru líka fremur penir, mikið af lághæluðum og mjó- slegnum skóm án þess að vera með langa, mjóa tá, þótt hrikalegir og manndrápsmjóir hælar sjáist sann- arlega líka, að ógleymdu fallegu úr- vali stígvéla. Engar öfgar, en því er ekki að neita að mest af fötunum lítur betur út í stærðunum 36–44 en langt þar yfir ... en það er nú varla fréttnæmt. Stóru nöfnin Af 61 nafni, sem þarna sýndi – það eru stundum tveir eða fleiri hönn- uðir að baki einu nafni – voru auðvit- að sumir, sem drógu að sér meiri at- hygli en aðrir. Julien MacDonald er einna heitasti breski hönnuðurinn um þessar mundir, ef marka má um- fjöllun bresku blaðanna, þó föt hans séu tæplega fyrir nema fáar útvald- ar, sem ekki gera annað en þeysa milli glamúrtækifæra – og slíkt kvenfólk er sannarlega til í stórborg eins og London. MacDonald hefur verið kallaður bresk útgáfa af Donatellu Versace, því föt hans eru í þessum efnislitla og glamúrkennda stíl, sem hefur einkennt Donatellu. Hver hefur sinn smekk, en ástæðan fyrir athyglinni sem beinist að MacDonald hlýtur að liggja í góðu kynningarstarfi og framlagi frægra kvenna, sem taka þátt í að auglýsa hönnuðina, sem gefa þeim föt. Föt hans eru uppá- komur, sem eiga fátt skylt við raun- veruleika hvunndagsins. Arkadius Weremczuk er annar hönnuður, sem hefur vakið mikla at- hygli undanfarið fyrir hæfileika til að skapa dramatísk, en jafnframt einkar klæðileg föt. Eins og áður var hann hallur undir svart-hvítt. Eins og fleiri notaði hann lífstykki utan á skyrtum og kjólum. Mittið er ræki- lega á sínum stað hjá Arkadius eins og hjá fleirum. Breið belti sjást líka oft. Clements Ribeiro er hannað af Suzanne Clements og Inacio Rib- eiro. Þau hafa áður fengið bresku tískuverðlaunin. Auk eigin merkis hanna þau fyrir franska Cacharel. Rendur og mynstur einkenna létt föt þeirra og núna sýndu þau undra- verð, röndótt pils og kjóla, þar sem efnið er klippt svo rendurnar mynda óregluleg, ójöfn mynstur í sjálfu sér. Boudicca er hannað af Zovie Brosch og Brian Kirkby. Einnig hjá þeim gat að líta hvítt og svart í ýmsum út- gáfum, þar sem svartir og hvítir flet- ir skapa sláandi áhrif. Hussein Chalayan hefur tvisvar unnið tískuverðlaunin, en hefur einnig farið á hausinn. Verðlaun og athygli duga hönnuðum skammt, ef þeir hafa ekki fjárstuðning. Chal- ayan sýndi hrífandi einföld föt, yf- irleitt tekin í sundur í mittið, víð pils og stelpulegt útlit. Það er ekki hægt að nefna tísku- vikuna í London án þess að nefna Al- exander MacQueen, sem nú hannar fyrir Gucci. Sýningin hans nú var síðasta sýningin hans í London, alla vega í bili, því nú helgar hann sig Gucci, sem stjórnar því nú hvar hann sýnir. Hann hlaut tískuverð- launin í ár fyrir sýningu, sem var einkar slípuð og fáguð. Stíll hans er hið fullkomna skraddarasaumaða út- lit en með hráum og oft ósamstæð- um línum, svart var áberandi hjá honum. Dýra og ódýra leiðin Það virðist auðveldara en oft áður að draga saman í fáum orðum hver línan er næsta haust og vetur. Fötin eru einföld form og kvenlegar línur. Þó mikið sé um kjóla var mikið af tvískiptu, það er pilsum og jökkum eða skyrtum. Jakkarnir eru aðskornir og ná að- eins rétt niður fyrir mitti. Auk svarta og hvíta litarins gat að líta brúnt, bæði í ljósum tónum og suðu- súkkulaðilitum, einnig grænt í ýms- um tónum. Síddin er eindregið rétt fyrir neð- an hné, þó síðari pils sjáist og stöku stuttpils. Pilsin eru oft úr skáskornu efni, sem skapar léttleika við faldinn og ögn flögrandi áhrif. Mikið sést af léttum efnum, en einnig filt og veiga- meiri ullarefni inn á milli en oftast í mjúkum útgáfum. Skórnir eru yfir- leitt fremur þægilegir. Þó háháhæl- ar sjáist líka ber meira á þægilegum, nettum skóm, oft með ökklabandi. Þeir sem eru ekki á því að eyða peningunum í föt frá dýrum hönn- uðum geta farið ýmsar aðrar leiðir. Ýmsir þekktir hönnuðir hanna fyrir stóru bresku vöruhúsin. Hönnuðir Clements Ribeiro hanna TS-línuna fyrir Top Shop. Hussein Chalayan, MacDonald og fleiri hanna Auto- graph-línuna fyrir Marks & Spencer og Debenhams er einnig með hönn- uðalínu. Mikið af snilld hönnuða liggur í frábæru efnisvali og efnin eru oft hreinasta undur. Þeir sem eru snjallir að sauma geta fundið heil- mikið af spennandi efnum að moða úr í efnabúðunum í og í nágrenni við Berwick Street í Soho. ARKADIUS WEREMCZUK: Lífstykki utan á skyrtum og kjólum. BOUDICCA: Svart-hvítir fletir, sláandi axlaslá. ALEXANDER MCQUEEN: Skraddara- saumað glæsiútlit með votti af óreglulegum uppákomum.JULIEN MACDONALD: Stuttur, glansandi kjóll. Einfalt, kvenlegt og aðskorið Engir víðir og síðir jakkar, ekkert mussu- yfirbragð, heldur að- skornir jakkar og flögr- andi pils í siðsamlegri sídd fyrir neðan hné. Sigrún Davíðsdóttir var á tískuvikunni í London, þar sem pent útlit sjö- unda áratugarins gekk í endurnýjun lífdaga og svart sló, enn einu sinni, rækilega í gegn. HAUST- OG VETRARTÍSKAN 2001/2002 CLEMENTS RIBEIRO: Samklipptar línur og mynstur í flögrandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.