Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Evrópuvinnuréttur og jafnréttislög Þörf á fræðslu og umræðu HALDIN verðurráðstefna dagana9. og 10. mars nk. um Evrópuvinnurétt og jafnréttislöggjöf. Það eru Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina sem halda þessa ráðstefnu á Hótel Loftleiðum og hefst hún klukkan 10 árdegis báða dagana. „Ég vil vekja athygli á að ráð- stefnan er tvískipt, er í tveimur sjálfstæðum hlut- um,“ sagði Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlög- fræðingur SA, „það er því hægt að sækja annan hvorn hluta ráðstefnunn- ar eða báða.“ – Hvert er markmið þessarar ráðstefnu? „Það er að auka fræðslu og umræðu um Evrópuvinnuréttinn og jafnréttislöggjöfina, en Evr- ópureglur á þessu sviði hafa haft veruleg áhrif á íslenskan rétt og svo mun verða áfram. Breyting- arnar á þessu sviði eru mjög ör- ar. Við höfum fengið fjölda laga á þessum grundvelli.“ – Þú sagðir að ráðstefnan væri í raun alveg tvískipt, hvers vegna er hún það? „Annars vegar erum við að fjalla um almennar vinnuréttar- reglur og höfðum þá fyrst og fremst til lögfræðinga og þeirra sem starfa að starfsmannamál- um. En jafnréttisdagskráin á laugardeginum hefur reyndar víðari skírskotun. Þar er ekki að- eins verið að fjalla um jafnrétt- islögin heldur líka reynslu fyr- irtækja. Hvernig er staðið að gerð jafnréttisáætlana og einnig hvað fyrirtæki gera til að gæta samræmis í launasetningu. Og það hvað fyrirtækin geta gert til þess að auðvelda starfsfólki sínu að samræma vinnu og fjölskyldu- líf. Þá mun einnig verða fjallað um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Mikilvægt er að taka á því hvoru tveggja. Því má bæta við að þessi jafnrétt- isdagskrá er framlag SA til verk- efnisins: Konur og lýðræði.“ – Hverjir tala um þessi mál? „Seinni daginn, þegar jafnrétt- ismálin eru á dagskrá, er það annars vegar fólk úr fyrirtækj- unum og lögmaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og hins vegar ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis og formað- ur kærunefndar jafnréttismála.“ – Eru þessi vinnuréttarmál hjá okkur á svipuðu róli og gerist er- lendis í kringum okkur? „Íslensk löggjöf í þeim efnum byggist á Evrópureglunum og er því að mörgu leyti mjög svipuð.“ – Eruð þið með erlenda gesta- fyrirlesara sem tala um jafnrétt- ismálin? „Já, við fengum hingað Rut Nielsen, prófessor við verslun- arháskólann í Kaupmannahöfn, sem flytur erindi þarna um jafn- réttismál. Hún hefur fjallað mjög mikið um jafnréttislöggjöf og Evrópurétt og skrifað fjölmargar bækur um efni á því sviði.“ – Hvers vegna takið þið þessi málefni fyrir núna? „Við teljum þörf á aukinni um- ræðu og umfjöllun um Evrópu- réttarreglurnar og jafnréttislög- in líka. Ef við tölum sérstaklega um Evrópuvinnuréttinn, sem er á dagskrá fyrri daginn hefur ekki verið mikil umfjöllun um þá fræðigrein hér á Íslandi til þessa. Á Norðurlöndunum og í Evrópu hefur verið skrifað all- mikið um þetta, auk þess sem dómstóll Evrópubandalagsins hefur kveðið upp fjölmarga dóma sem hafa þýðingu við túlkun ís- lenskra laga. Við getum tekið sem dæmi um lög sem byggjast á Evrópulöggjöfinni, lög um hóp- uppsagnir, lög um réttarstöðu starfsmanna við eigendaskipti fyrirtækja og reglur um vinnu- tíma. Samkvæmt EES-samningnum tökum við yfir reglur Evrópu- sambandsins á sviði vinnuréttar. Íslenskur vinnuréttur hefur þó að mörgu leyti verið sveigjan- legri. Reglur hér hafa verið frjálslegri heldur en gerist í mörgum öðrum Evrópuríkjum. Eitt af því sem verður fjallað um á málþinginu er einmitt þessi staða íslensks vinnuréttar. Sig- urður Líndal prófessor mun fjalla um að hvaða leyti íslenskur vinnuréttur hefur sérstöðu og Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, hvort ís- lenski sveigjanleikinn sé í hættu og hver sé framtíðarsýnin. Við verðum með yfirlit yfir vinnu- réttarákvæði Evrópuréttarins og fjöllum um áhrif þess á norræn- an vinnurétt. Þau Birgitta Ny- ström, prófessor við háskólann í Lundi, og Niklas Bruun, prófess- or við verslunarháskólann í Hels- inki, tala um áhrif Evrópuréttar á norrænan vinnurétt. Birgitta Nyström hefur skrifað mikið um Evrópuvinnurétt og Niklas Bruun hefur verið virkur á þessu sviði, bæði í Finnlandi og í Svíþjóð. Hann á nú sæti í nefnd sem vinnur að endurskoðun sænskrar vinnulöggjafar. Auk þess verður umfjöllun um reglur um eigenda- skipti að fyrirtækjum, viðurlaga- kröfur Evrópuréttarins, sem Stefán Már Stefánsson prófessor mun fjalla um, og eftirlitskerfi EES-samningsins, sem Jónas Friðrik Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá Eftirlitsstofun EFTA, mun fjalla um. Hrafnhildur Stefánsdóttir  Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist 18. nóvember 1946 í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og lögfræðiprófi 1974 frá Háskóla Íslands. Hún stundaði framhaldsnám í vinnu- rétti við háskólann í Lundi 1985 til 1987 og varð héraðsdóms- lögmaður 1992. Hún var starfs- mannastjóri í Svíþjóð 1978 til 1985, lögfræðingur hjá Vinnu- veitendasambandi Íslands 1987, og er nú yfirlögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins SA. Hún á tvö uppkomin börn. Breytingar á þessu sviði eru mjög örar Svona drífum okkur bændur og búalið, þetta er einstakt tækifæri til að komast í þessa pest á góðum afsláttarkjörum. SIGRÍÐUR Stefánsdóttir, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) í Reykjavík, segir ekkert liggja fyrir um hvort VG leiti eftir samstarfi við þá flokka sem standa að R-listanum um fram- boð í næstu sveitarstjórnarkosning- um. Stjórn VG í Reykjavík samþykkti á mánudagskvöld sérstaka ályktun vegna umræðu í fjölmiðlum um framboðsmál í Reykjavík. Þar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð á ekki aðild að Reykjavíkurlistanum nú. Engin ábyrgur aðili hefur leitað eftir samstarfi um næstu borgar- stjórnarkosningar við VG. Þar af leiðandi hefur VG vitaskuld ekki sett fram neinar kröfur, hvorki um sæti í borgarstjórn né annað. Stjórn VG í Reykjavík skilur ekki umræð- ur um prófkjör og sætaskipan sam- eiginlegs framboðs í ljósi þess að VG hefur ekki ennþá átt viðræður við aðra flokka um borgarmál.“ Sigríður sagði Morgunblaðinu að VG væri að vinna málefnavinnu. Stefnt væri að því að ljúka henni í lok apríl eða byrjun maí og nið- urstaðan yrði lögð fyrir félagsmenn og þeir tækju ákvörðun um hvort óskað yrði eftir viðræðum við aðra flokka um samstarf fyrir næstu kosningar eða hvort óskað yrði eftir viðræðum eftir kosningar. Það væri því ekki um það að ræða að VG hefði neitt frumkvæði að viðræðum á þessu stigi og raunar væri það al- veg órætt hvort það yrði gert. Óljóst hvort VG óskar eftir viðræðum við R-listann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.