Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s  Teiknimyndasögur  Myndir  Þrautir  Brandarar  Sögur  Pennavinir Guðmundur Guðmundsson hættur hjá Dormagen / C4 Mikil spenna í meistaradeild Evrópu / C3 4 SÍÐUR 4 SÍÐUR Í VERINU í dag er m.a. sagt frá söluaukningu söluskrif- stofu SÍF í Þýskalandi, fjallað um fiskvinnslu í Norður- Þýskalandi og sjávarútveg í Brasilíu. Í blaðinu er einn- ig að finna fréttir af aflabrögðum og markaðsmálum. ÍSLENSK erfðagreining og Roche Diagnostics hafa ritað undir viljayfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði DNA-greiningarprófa. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að samningurinn auki tekjur fyrirtækisins um að minnsta kosti 50%. Samningurinn er til fimm ára. Á þeim tíma veitir Roche umtalsverða fjármuni, 7–10 millj- ónir dollara á hverju ári, að mati ráðgjafarfyrir- tækisins Morgan Stanley, í rannsóknir sem framkvæmdar verða af ÍE. Morgan Stanley metur samninginn á 50 milljónir dollara, tæpa 4,5 milljarða ÍSK. Roche Diagnostics er stærsta fyrirtæki á sviði greiningartækni í heiminum. Það er dótturfyr- irtæki svissneska lyfjafyrirtækisins F. Hoff- mann-La Roche í Sviss. „Þetta er samningur sem kemur til með að hafa mótandi áhrif á þann iðnað sem við störfum við. Þetta er stærsti samningur sem gerður hef- ur verið um notkun á erfðaefni til sjúkdóms- greininga. Þegar erfðaefni er notað til slíkra greininga er yfirleitt ekki verið að greina sjúk- dóm heldur að finna þá einstaklinga sem hafa tilhneigingu til þess að fá sjúkdóm. Annað erfitt úrlausnarefni sem tengist þessu er hvernig á að miðla niðurstöðum til lækna og sjúklinga. Við setjum því ekki einvörðungu saman aðferðir til þess að gera greiningar, heldur setjum við einn- ig saman hugbúnaðarkerfi til þess að koma nið- urstöðunum til skila til lækna og sjúklinga á þann hátt að það verði heilbrigðisþjónustunni og einstaklingum til góða.“ Unnt að setja vöru fyrr á markað Kári segir að greiningaraðferðirnar sem hér um ræðir geri kleift að þróa vöru og setja hana á markað mun fyrr en þegar lyf eru þróuð. „Við reiknum með því að samningurinn leiði til þess að fyrstu greiningartækin verði komin á markað eftir u.þ.b. tvö ár, eða í ársbyrjun 2003.“ Kári segir að þessi samningur sé í upphafi ekki jafnstór og samningurinn við Hoffmann-La Roche. „Þessi samningur er ekki jafnstór þegar litið er til þeirrar upphæðar sem við fáum greidda áður en vara kemur á markað. En tæki- færi okkar til að fá hluta af arði af vöru á mark- aði er miklu meiri í þessum samningi. Ég er ekki viss um hvor samningurinn muni skila okkur meiru þegar upp verður staðið eftir fimm ár og við förum yfir málið,“ segir Kári. Í umsögn Morgan Stanley, sem fyrirtækið gaf út í gær, segir að það telji að þessi samningur sé hinn fyrsti af mörgum stórum viðskiptasamn- ingum sem deCODE Genetics geri á þessu ári. BYGGINGAKRANI féll á hliðina í íþróttahúsi sem verið er að byggja við Reykjalund í Mosfellsbæ í gær. Að sögn Unnsteins Eggertssonar, framkvæmdastjóra Kraftvaka ehf., sem sér um framkvæmdirnar, var mikil mildi að enginn skyldi slasast, en um rúmlega 20 manns vinna á staðnum. Unnsteinn sagði að ekki væri ljóst hvað hefði valdið því að kran- inn féll en að verið væri að rann- saka það mál. Hann sagði að kran- inn hefði eitthvað eyðilagst sem og steypumót sem hann hefði fallið á. Að sögn Unnsteins tefur þetta óhapp framkvæmdir eitthvað. Hann sagði að ráðgert væri að ná krananum upp í dag en til þess þyrfti að fá annan stóran krana á svæðið. Ef það tækist gætu fram- kvæmdir hafist aftur fljótlega. Morgunblaðið/Golli Byggingakrani við Reykjalund féll á hliðina í gær en ráðgert er að reyna að ná honum upp í dag. Mildi að enginn skyldi slasast þegar krani féll SNJÓFLÓÐ féll austan við bæ- inn Brekku í Mjóafirði um kl. 8.30 í fyrradag. Flóðið lenti á heyvinnuvélum og hreif þær með sér en stöðvaðist að mestu á vegamótum og olli ekki skaða á húsum. Tunga úr flóðinu rann þó áfram og stöðvaðist í aðeins 70-80 metra frá húsinu Kastala, þar sem býr þriggja manna fjöl- skylda. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku og hreppstjóri, kvaðst ekki alveg gera sér grein fyrir umfanginu en þó sé ljóst að flóðið sé mikið. Það kom niður 500-600 metrum austan við bæ- inn Brekku. Niður við sjóinn er annar bær sem heitir Kastali og þar búa hjón og einn drengur þeirra. Sigfús segir að allt hafi þó sloppið enda stöðvaðist megnið af flóðinu á vegamótum að Brekku og að Dalatanga. Síðan féll tunga áfram niður og stöðvaðist 70-80 metra frá Kast- ala. Heyvinnutæki sem geymd voru við vegamótin lentu í flóð- inu, þar á meðal ein dráttarvél og hafði hvorki fundist tangur né tetur af henni þegar rætt var við Sigfús í gær. Hann segir að sem betur fer hafi enginn verið kominn út þegar flóðið féll en fólkið í Kastala heyrði hvin frá flóðinu. Það leitaði sér síðan skjóls í öðru húsi. Sigfús kvaðst einnig hafa heyrt hvininn en taldi hann vera vindhviðu. Síðast féll umtalsvert flóð í Mjóafirði í maímánuði 1979. Snjóflóðið stöðvaðist 70 metra frá húsinu ÁTTA fulltrúar hafna á Íslandi eru nú í Flórída í Bandaríkjunum að skoða stærstu sýningu um skemmtiferða- skip og sitja ráðstefnu um sama efni. Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykjavík, sagði að þetta væri stærsta ráðstefna og sýning um skemmtiferðaskip í heiminum. Þarna hittust þeir sem gerðu út skemmti- ferðaskip, fulltrúar ferðskrifstofa og og fulltrúar hafna. Hann sagði að margir Íslendingar hefðu sótt þessa ráðstefnu á síðustu 10 árum, en hún er haldin einu sinni á ári. Hannes sagði að Reykjavíkurhöfn, Akureyr- arhöfn og Ísafjarðarhöfn hefðu haft samstarf við hafnir í Færeyjum og á Grænlandi um kynningarbás á sýn- ingunni. Hannes sagði að markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar hefði sótt þessa sýningu reglulega, en núna hefðu þrír fulltrúar úr hafnarstjórn Reykjavíkur farið með honum auk tveggja fulltrúa frá Akureyrarhöfn og tveggja fulltrú- ar frá Ísafjarðarhöfn. Átta fulltrúar á ráðstefnu um skemmtiferðaskip VON er á um 20 til 25 flóttamönnum frá Balkanskaga í sumar af blönd- uðum uppruna Serba og Króata. Að sögn Árna Gunnarssonar, formanns flóttamannaráðs, var fyrir tæpum mánuði auglýst eftir sveitarfélögum til að taka á móti þeim og barst að- eins umsókn frá Skagafirði. Árni ræddi í gær um verkefnið við Snorra Björn Sigurðsson, sveitar- stjóra Skagafjarðar. Árni sagði að eftir ætti að ræða við Rauðakross- deildina á staðnum sem væri mik- ilvægur hlekkur í svona verkefni. Hún sæi um túlkaþjónustu og stuðn- ingsfjölskyldur, sem hefðu m.a. það hlutverk að hjálpa flóttamönnunum að aðlagast. Að sögn Árna hafa Íslendingar tekið á móti um 20 til 30 flóttamönn- um á hverju ári frá árinu 1996 og yf- irleitt hefur það gengið vel. Hann sagði að nú virtist aftur á móti sem samdráttur í atvinnulífinu úti á landi hefði áhrif á áhuga sveitarfélaga til að taka á móti flóttamönnum. Rætt við Skagfirðinga um að taka á móti flótta- mönnum Samningur ÍE og Roche met- inn á yfir 4,5 milljarða ÍSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.