Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana slæst fólk um að lýsa flugvallarmálinu sem „landsbyggðarmáli“ og er landsbyggðarbúum þar att á borgarbúa. Lélegir pólitíkusar hafa oft í gegnum sög- una notað fordóma og minnimáttarkend til að koma sér til valda. „Landsbyggðar“-fas- istar eru slíkir pólitík- usar. Rúmlega helm- ingur þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu, en atkvæðamagn ein- staklinga borgarinnar miðað við landsbyggð- ina er lítið. Sáralitlu fé er eytt af rík- inu í samgöngur og þjónustu í borg- inni, þar fær landsbyggðin stærsta skerfinn. Oft virðist ekki skipta hver nýting er af fjármagni almennings, heldur hver þingmaður sveitarinnar er. Reykvíkingar eru annars flokks Íslendingar. Það eina sem borgarbú- ar heyra almennt frá landsbyggðinni í fjölmiðlum eru „talsmenn“ lands- byggðarbúa að heimta þetta eða heimta hitt, göng hér og hesthús þar. Á milli setninga eru Reykvík- ingar síðan málaðir sem skrattinn á vegginn. Nú heimta „talsmenn“ landsbyggðarinnar að fá að ráða innra skipulagi borgarinnar og stað- setningu flugvallar. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er jú, hvort sem okkur líkar betur eða verr, innan lögsögu Reykjavíkur og er í raun mál Reyk- víkinga og engra annarra, ekki einu sinni Kópavogsbúa, þeir eru nefni- lega ekki Reykvíkingar. Ef lands- byggðarfólk vill flugvöll nálægt borginni er ekkert sem stöðvar það við að finna aðra staðsetningu fyrir hann. Utan miðborgar! Sannleikurinn er í raun sá að það skiptir landsbyggðarfólk afskaplega litlu hvor flugvöllurinn er 40 mín- útur til eða frá Reykjavík, lands- byggðarmenn velja í raun frekar að keyra til Reykjavíkur en fljúga. Þeir einu sem myndu í raun finna veru- lega fyrir flutningnum eru Vest- mannaeyingar. Það tekur margar klukkustundir fyrir Eyjabúa að keyra til Reykjavíkur, en ein- ungis 20 mínútur að fljúga í miðbæinn. Árni Johnsen, alþingismað- ur Vestmanneyja, er því fljótari í vinnuna frá heimili sínu í Vest- mannaeyjum en íbúi í Grafarvogi. Árni John- sen er jú líka formaður samgöngunefndar þingsins sem telur allt tal um flutning vallar- ins óhæft rugl. Kannski er Reykjavík- urflugvöllur einkaflug- völlur þingmannsins í bakgarði Alþingis? Alþjóðavæðing þýðir að markaðir íslenskra fyrirtækja eru í dag í auknum mæli erlendis. Ef lands- byggðin vill stemma stigu við brott- hvarfi fólks og fyrirtækja, ættu sveitungar að athuga tengingu sína við alþjóða markaði. Landsbyggðin ætti í raun að berjast fyrir flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, og breyta núverandi aðstæðum þar sem allar samgöngur fara í gegnum Reykjavík. Staðsetning Þrjár meginstaðsetningar fyrir innanlandsflug utan Vatnsmýrar hafa verið settar fram, allar með sína kosti og galla. Flugvöllur í Skerjafirðinum er aðlaðandi kostur, nálægt núverandi staðsetningu, en utan byggðar. Kostnaðurinn er þó gífurlegur, og alltaf virðist gleymast að flugvöllur á uppfyllingu hér á norðurslóðum þarfnast mikilla sjó- varnargarða, slíkir varnargarðar geta verið dýrari en uppbygging flugvallarins. Staðsetningin er einn- ig því miður það nálægt byggð að ör- yggismál eru ekki leyst af alvöru og framtíðarþróun borgarinnar getur enn verið skorður settar. Flugvöllur í hrauninu vestan Hafnarfjarðar er vinsælasti kostur- inn um þessar mundir. Völlurinn er utan byggðar, og „stutt í bæinn“. Framtíðarstækkun borgarinnar í suður er þó skert, og öryggissvæðið undir völlinn er gífurlega stórt. Þar að auki er sá flugvöllur í 20 mínútna akstri frá Keflavík. Viljum við eyða milljörðum króna í byggingu flug- vallar sem er í 20 mínútna ökufæri frá fullbúnum millilandaflugvelli? Strætisvagnar borgarinnar koma á 20 mínútna fresti! Ekki heldur löng ferð ef valinn væri síðasti kosturinn og sá besti. Keflavíkurflugvöllur er í um 40 mín- útna akstur frá Reykjavík. Íbúar út- hverfanna eru oft lengur að komast í vinnuna á morgnana. Staðsetning innanlands- og millilandaflugs á sama stað hefur líka mikla þýðingu fyrir ferðamannaþjónustu og at- vinnumál á landsbyggðinni. Það vekur furðu að landspólitíkus- ar skuli í einu orði tala um bætur á „landsbyggðarvandanum“, en í hinu vinnu við að byggja nýjan Reykja- víkurflugvöll sem alþjóðamillilanda- flugvaöll. Jú! Sú endurbygging flug- vallar sem lögð er til gerir ráð fyrir að hægt sé að taka við stærstu milli- landaflugvélum sem gerðar eru í dag. Vilja landsmenn tvo millilanda- flugvelli á Reykjanesi? Nóg er kvartað um kostnaðinn við þennan eina! Ef við viljum byggja annan al- þjóðaflugvöll, væri þá ekki gáfulegra að líta til varaflugvallar Keflavíkur? Alþjóðaflugvöllur á Egilsstöðum væri góð sárabót í stað álvers. Al- þjóðaferðamennska, tengd starfsemi þjóðgarða og afþreyingar, yrði mikil lyftistöng fyrir byggð á Austurlandi. Ferðamannaþjónusta er mest vax- andi iðnaður í heiminum í dag, áliðn- aður er það ekki. Hvað kemur í Vatnsmýrina? Þessi spurning er mikilvægasta spurningin í öllu þessu máli, við er- um jú að reyna að bæta skipulag borgarinnar. Brotthvarf flugvallar er einungis helmingur lausnarinnar. Besta tækifæri Reykjavíkur á þétt- ingu byggðar er svæði Reykjavík- urflugvallar. Flugvallarsvæði eru skilgreind sem hættuleg þungaiðnaðarsvæði, slík svæði eiga ekki heima í miðbæjum. Staðsetning við miðborgina og stærð svæðisins býður upp á aðstöðu fyrir mikla þéttingu byggðar með þéttbyggðu miðborgarskipulagi. Skýrslur borg- aryfirvalda um byggð á svæðinu eru áhyggjuefni: Þéttleikinn sem sjálf- stæðir ráðgjafar borgarinnar leggja til er uppbygging úthverfaskipu- lags!... Það er erfitt að kenna göml- um hundi að sitja. Þrátt fyrir brýna þörf á flutningi flugvallar, benda skammsýn viðbrögð ráðgjafa á að kannski séu hæfileikar ekki fyrir hendi til að leysa skipulag svæðisins svo vel sé. Skipulag svæðisins hefur mikla þýðingu fyrir samfélag borg- arinnar, og klúður verður áfall. Ef Vatnsmýrin á að verða framlenging úthverfa Ægisíðunnar, fremur en vaxtarsvæði miðborgar, er gáfulegra að gera ekkert við núverandi að- stæður, þær eru líka tímabundnar. Samskipti og sam- göngur við landsbyggð Guðjón Þór Erlendsson Flugvöllur Það skiptir landsbyggð- arfólk afskaplega litlu hvort flugvöllurinn er 40 mínútur til eða frá Reykjavík, segir Guðjón Þ. Erlendsson, því það velur í raun frekar að keyra til Reykjavíkur en fljúga. Höfundur er arkitekt. AÐ undanförnu hef- ur farið fram nokkur umræða í fjölmiðlum um vaxandi kynþátta- fordóma meðal ungs fólks á Íslandi. Komið hefur fram í skoðanna- könnunum að það er unga fólkið sem er hvað mest í nöp við innflytj- endur. Mörgum þykir þetta undarlegt og hefðu talið að yngri kynslóðirnar ættu nú að vera fordómalausari en þær eldri. Hið marg- rómaða upplýsinga- samfélag ætti að búa unglingum góð skilyrði til þess að fræðast um og læra betur að skilja fólk frá öðrum menning- arsvæðum. En sú er ekki raunin. Enda velja unglingar sjálfir þær upplýsingar sem þeir vilja sækja sér og hafa greinilega ekki notað mikinn tíma í heimasíður á Netinu sem fjalla á hlutlausan hátt um kynþátta- fordóma eða samskipti þjóða af ólík- um uppruna. Að einu leyti má kenna yfirvöldum framhaldsskólanna í landinu um þessa þró- un. Hér á landi er trúarbragðafræði nefnilega ekki skyld- ugrein í framhalds- skólum. Nemendur þar fá því enga fræðslu um það fólk sem hing- að flytur og hafa engar forsendur til þess að skilja það eða menn- ingu þess. Trúar- bragðafræði heitir sú fræðigrein sem fjallar um trúarbrögð hvers konar eins og nafnið bendir til. Innan trúar- bragðafræðinnar eru trúarbrögð rannsökuð og greind í frumþætti sína og borin saman við annan átrúnað. Markmið trúar- bragðafræðinnar er að komast til botns í því hvaða áhrif átrúnaður hefur á samfélagið. Eins og sést af þessu er trúarbragðafræðin mjög yf- irgripsmikil fræðigrein og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Átrún- aður varpar ljósi á menningu, sögu, siði og samfélagsgerð þjóðfélagsins. Segja má að ómögulegt sé að skilja framvindu sögunnar og þau félags- legu öfl sem skapa hana og móta, án þess að skilja átrúnaðinn sem að baki býr. Til þess að ná þessum markmiðum sínum fær trúarbragða- fræðin aðstoð frá öðrum fræðigrein- um. Félagsfræði, mannfræði, sálar- fræði, dulsálarfræði, heimspeki, guðfræði, fornleifafræði og sagn- fræði, allt eru þetta hjálpartæki trúarbragðafræðinnar. Um allan hinn vestræna heim gera menn sér grein fyrir því að erfitt, ef ekki ómögulegt, er að eiga samskipti við framandi þjóðir í síminnkandi heimi, án þess að skilja átrúnað þeirra og þar með siði og venjur. Þetta hefur orðið æ ljósara á síðustu árum, þar sem flutningar fólks á milli menn- ingarsvæða gerast algengari og þar með hættan á árekstrum og átökum. Í þeim löndum sem við á Íslandi gjarnan viljum bera okkur saman við er trúarbragðafræðin talin sjálf- sagður hluti af menntakerfinu. Ís- lenskir nemendur framhaldsskól- anna kynnast ekki þeirri hugsun og heimspeki sem trúarkerfin búa yfir. Þar með verða þeir þröngsýnni og einhæfari en jafnaldrar þeirra t.d. á Norðurlöndunum. Þessi skortur á trúarbragðafræðslu gerir okkur einnig fátækari sem menningarþjóð og þar með vanhæfari en efni standa til á alþjóðavettvangi. Og þar með fær vofa fordómanna greiðari að- gang að unglingum á Íslandi en ella væri. Kynþáttafordómar og trúarbragðafræði Þórhallur Heimisson Fordómar Trúarbragðafræði er ekki skyldugrein í framhaldsskólum hér á landi, segir Þórhallur Heimisson, og því kynnast íslenskir ung- lingar ekki þeirri hugs- un og heimspeki sem trúarkerfin búa yfir. Höfundur er prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.