Morgunblaðið - 07.03.2001, Side 40

Morgunblaðið - 07.03.2001, Side 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana slæst fólk um að lýsa flugvallarmálinu sem „landsbyggðarmáli“ og er landsbyggðarbúum þar att á borgarbúa. Lélegir pólitíkusar hafa oft í gegnum sög- una notað fordóma og minnimáttarkend til að koma sér til valda. „Landsbyggðar“-fas- istar eru slíkir pólitík- usar. Rúmlega helm- ingur þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu, en atkvæðamagn ein- staklinga borgarinnar miðað við landsbyggð- ina er lítið. Sáralitlu fé er eytt af rík- inu í samgöngur og þjónustu í borg- inni, þar fær landsbyggðin stærsta skerfinn. Oft virðist ekki skipta hver nýting er af fjármagni almennings, heldur hver þingmaður sveitarinnar er. Reykvíkingar eru annars flokks Íslendingar. Það eina sem borgarbú- ar heyra almennt frá landsbyggðinni í fjölmiðlum eru „talsmenn“ lands- byggðarbúa að heimta þetta eða heimta hitt, göng hér og hesthús þar. Á milli setninga eru Reykvík- ingar síðan málaðir sem skrattinn á vegginn. Nú heimta „talsmenn“ landsbyggðarinnar að fá að ráða innra skipulagi borgarinnar og stað- setningu flugvallar. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er jú, hvort sem okkur líkar betur eða verr, innan lögsögu Reykjavíkur og er í raun mál Reyk- víkinga og engra annarra, ekki einu sinni Kópavogsbúa, þeir eru nefni- lega ekki Reykvíkingar. Ef lands- byggðarfólk vill flugvöll nálægt borginni er ekkert sem stöðvar það við að finna aðra staðsetningu fyrir hann. Utan miðborgar! Sannleikurinn er í raun sá að það skiptir landsbyggðarfólk afskaplega litlu hvor flugvöllurinn er 40 mín- útur til eða frá Reykjavík, lands- byggðarmenn velja í raun frekar að keyra til Reykjavíkur en fljúga. Þeir einu sem myndu í raun finna veru- lega fyrir flutningnum eru Vest- mannaeyingar. Það tekur margar klukkustundir fyrir Eyjabúa að keyra til Reykjavíkur, en ein- ungis 20 mínútur að fljúga í miðbæinn. Árni Johnsen, alþingismað- ur Vestmanneyja, er því fljótari í vinnuna frá heimili sínu í Vest- mannaeyjum en íbúi í Grafarvogi. Árni John- sen er jú líka formaður samgöngunefndar þingsins sem telur allt tal um flutning vallar- ins óhæft rugl. Kannski er Reykjavík- urflugvöllur einkaflug- völlur þingmannsins í bakgarði Alþingis? Alþjóðavæðing þýðir að markaðir íslenskra fyrirtækja eru í dag í auknum mæli erlendis. Ef lands- byggðin vill stemma stigu við brott- hvarfi fólks og fyrirtækja, ættu sveitungar að athuga tengingu sína við alþjóða markaði. Landsbyggðin ætti í raun að berjast fyrir flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, og breyta núverandi aðstæðum þar sem allar samgöngur fara í gegnum Reykjavík. Staðsetning Þrjár meginstaðsetningar fyrir innanlandsflug utan Vatnsmýrar hafa verið settar fram, allar með sína kosti og galla. Flugvöllur í Skerjafirðinum er aðlaðandi kostur, nálægt núverandi staðsetningu, en utan byggðar. Kostnaðurinn er þó gífurlegur, og alltaf virðist gleymast að flugvöllur á uppfyllingu hér á norðurslóðum þarfnast mikilla sjó- varnargarða, slíkir varnargarðar geta verið dýrari en uppbygging flugvallarins. Staðsetningin er einn- ig því miður það nálægt byggð að ör- yggismál eru ekki leyst af alvöru og framtíðarþróun borgarinnar getur enn verið skorður settar. Flugvöllur í hrauninu vestan Hafnarfjarðar er vinsælasti kostur- inn um þessar mundir. Völlurinn er utan byggðar, og „stutt í bæinn“. Framtíðarstækkun borgarinnar í suður er þó skert, og öryggissvæðið undir völlinn er gífurlega stórt. Þar að auki er sá flugvöllur í 20 mínútna akstri frá Keflavík. Viljum við eyða milljörðum króna í byggingu flug- vallar sem er í 20 mínútna ökufæri frá fullbúnum millilandaflugvelli? Strætisvagnar borgarinnar koma á 20 mínútna fresti! Ekki heldur löng ferð ef valinn væri síðasti kosturinn og sá besti. Keflavíkurflugvöllur er í um 40 mín- útna akstur frá Reykjavík. Íbúar út- hverfanna eru oft lengur að komast í vinnuna á morgnana. Staðsetning innanlands- og millilandaflugs á sama stað hefur líka mikla þýðingu fyrir ferðamannaþjónustu og at- vinnumál á landsbyggðinni. Það vekur furðu að landspólitíkus- ar skuli í einu orði tala um bætur á „landsbyggðarvandanum“, en í hinu vinnu við að byggja nýjan Reykja- víkurflugvöll sem alþjóðamillilanda- flugvaöll. Jú! Sú endurbygging flug- vallar sem lögð er til gerir ráð fyrir að hægt sé að taka við stærstu milli- landaflugvélum sem gerðar eru í dag. Vilja landsmenn tvo millilanda- flugvelli á Reykjanesi? Nóg er kvartað um kostnaðinn við þennan eina! Ef við viljum byggja annan al- þjóðaflugvöll, væri þá ekki gáfulegra að líta til varaflugvallar Keflavíkur? Alþjóðaflugvöllur á Egilsstöðum væri góð sárabót í stað álvers. Al- þjóðaferðamennska, tengd starfsemi þjóðgarða og afþreyingar, yrði mikil lyftistöng fyrir byggð á Austurlandi. Ferðamannaþjónusta er mest vax- andi iðnaður í heiminum í dag, áliðn- aður er það ekki. Hvað kemur í Vatnsmýrina? Þessi spurning er mikilvægasta spurningin í öllu þessu máli, við er- um jú að reyna að bæta skipulag borgarinnar. Brotthvarf flugvallar er einungis helmingur lausnarinnar. Besta tækifæri Reykjavíkur á þétt- ingu byggðar er svæði Reykjavík- urflugvallar. Flugvallarsvæði eru skilgreind sem hættuleg þungaiðnaðarsvæði, slík svæði eiga ekki heima í miðbæjum. Staðsetning við miðborgina og stærð svæðisins býður upp á aðstöðu fyrir mikla þéttingu byggðar með þéttbyggðu miðborgarskipulagi. Skýrslur borg- aryfirvalda um byggð á svæðinu eru áhyggjuefni: Þéttleikinn sem sjálf- stæðir ráðgjafar borgarinnar leggja til er uppbygging úthverfaskipu- lags!... Það er erfitt að kenna göml- um hundi að sitja. Þrátt fyrir brýna þörf á flutningi flugvallar, benda skammsýn viðbrögð ráðgjafa á að kannski séu hæfileikar ekki fyrir hendi til að leysa skipulag svæðisins svo vel sé. Skipulag svæðisins hefur mikla þýðingu fyrir samfélag borg- arinnar, og klúður verður áfall. Ef Vatnsmýrin á að verða framlenging úthverfa Ægisíðunnar, fremur en vaxtarsvæði miðborgar, er gáfulegra að gera ekkert við núverandi að- stæður, þær eru líka tímabundnar. Samskipti og sam- göngur við landsbyggð Guðjón Þór Erlendsson Flugvöllur Það skiptir landsbyggð- arfólk afskaplega litlu hvort flugvöllurinn er 40 mínútur til eða frá Reykjavík, segir Guðjón Þ. Erlendsson, því það velur í raun frekar að keyra til Reykjavíkur en fljúga. Höfundur er arkitekt. AÐ undanförnu hef- ur farið fram nokkur umræða í fjölmiðlum um vaxandi kynþátta- fordóma meðal ungs fólks á Íslandi. Komið hefur fram í skoðanna- könnunum að það er unga fólkið sem er hvað mest í nöp við innflytj- endur. Mörgum þykir þetta undarlegt og hefðu talið að yngri kynslóðirnar ættu nú að vera fordómalausari en þær eldri. Hið marg- rómaða upplýsinga- samfélag ætti að búa unglingum góð skilyrði til þess að fræðast um og læra betur að skilja fólk frá öðrum menning- arsvæðum. En sú er ekki raunin. Enda velja unglingar sjálfir þær upplýsingar sem þeir vilja sækja sér og hafa greinilega ekki notað mikinn tíma í heimasíður á Netinu sem fjalla á hlutlausan hátt um kynþátta- fordóma eða samskipti þjóða af ólík- um uppruna. Að einu leyti má kenna yfirvöldum framhaldsskólanna í landinu um þessa þró- un. Hér á landi er trúarbragðafræði nefnilega ekki skyld- ugrein í framhalds- skólum. Nemendur þar fá því enga fræðslu um það fólk sem hing- að flytur og hafa engar forsendur til þess að skilja það eða menn- ingu þess. Trúar- bragðafræði heitir sú fræðigrein sem fjallar um trúarbrögð hvers konar eins og nafnið bendir til. Innan trúar- bragðafræðinnar eru trúarbrögð rannsökuð og greind í frumþætti sína og borin saman við annan átrúnað. Markmið trúar- bragðafræðinnar er að komast til botns í því hvaða áhrif átrúnaður hefur á samfélagið. Eins og sést af þessu er trúarbragðafræðin mjög yf- irgripsmikil fræðigrein og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Átrún- aður varpar ljósi á menningu, sögu, siði og samfélagsgerð þjóðfélagsins. Segja má að ómögulegt sé að skilja framvindu sögunnar og þau félags- legu öfl sem skapa hana og móta, án þess að skilja átrúnaðinn sem að baki býr. Til þess að ná þessum markmiðum sínum fær trúarbragða- fræðin aðstoð frá öðrum fræðigrein- um. Félagsfræði, mannfræði, sálar- fræði, dulsálarfræði, heimspeki, guðfræði, fornleifafræði og sagn- fræði, allt eru þetta hjálpartæki trúarbragðafræðinnar. Um allan hinn vestræna heim gera menn sér grein fyrir því að erfitt, ef ekki ómögulegt, er að eiga samskipti við framandi þjóðir í síminnkandi heimi, án þess að skilja átrúnað þeirra og þar með siði og venjur. Þetta hefur orðið æ ljósara á síðustu árum, þar sem flutningar fólks á milli menn- ingarsvæða gerast algengari og þar með hættan á árekstrum og átökum. Í þeim löndum sem við á Íslandi gjarnan viljum bera okkur saman við er trúarbragðafræðin talin sjálf- sagður hluti af menntakerfinu. Ís- lenskir nemendur framhaldsskól- anna kynnast ekki þeirri hugsun og heimspeki sem trúarkerfin búa yfir. Þar með verða þeir þröngsýnni og einhæfari en jafnaldrar þeirra t.d. á Norðurlöndunum. Þessi skortur á trúarbragðafræðslu gerir okkur einnig fátækari sem menningarþjóð og þar með vanhæfari en efni standa til á alþjóðavettvangi. Og þar með fær vofa fordómanna greiðari að- gang að unglingum á Íslandi en ella væri. Kynþáttafordómar og trúarbragðafræði Þórhallur Heimisson Fordómar Trúarbragðafræði er ekki skyldugrein í framhaldsskólum hér á landi, segir Þórhallur Heimisson, og því kynnast íslenskir ung- lingar ekki þeirri hugs- un og heimspeki sem trúarkerfin búa yfir. Höfundur er prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.