Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFA, Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hf., var rekið með 274,6 millj- óna króna tapi í fyrra en árið áður nam hagnaður félagsins 552,4 millj- ónum króna. Í tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands kemur fram að meginskýringin á þessari slöku af- komu sé erfiðar aðstæður, bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði. Þá segir að breytingar hafi verið gerðar á ársreikningnum í samræmi við reglur um gerð ársreikninga við- skiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana. Nú séu eingöngu skráð verðbréf, sem flokkuð eru sem veltu- verðbréf, færð til eignar á markaðs- verði. Eiginfjárreikningurinn óinn- leystur gengishagnaður hafi því verið leystur upp. Samanburðarfjárhæðum í ársreikningnum hafi verið breytt til samræmis við breyttar reiknings- skilaaðferðir. Mat á hluta- og skuldabréfum fært niður um 327 milljónir „Mat á hlutabréfum í ársbyrjun hefur verið lækkað um 242,9 milljónir og mat á skuldabréfum hefur verið lækkað um 84,4 milljónir. Við þessar breytingar lækkar eigið fé í ársbyrj- un um 228,9 milljónir eftir að tekið hefur verið tillit til áhrifa tekjuskatts- skuldbindingar sem lækkar um 98,1 milljón. Hagnaður samkvæmt rekstr- arreikningi ársins 1999 lækkar um 64,6 milljónir. Hreinar fjármuna- tekjur á árinu voru neikvæðar um 34,7 milljónir króna í stað 86,9 millj- óna króna hagnað árið áður. Megin- skýringin á þessari lækkun er aukin skuldsetning félagsins vegna fjárfest- inga í óskráðum hlutabréfum. Geng- istap af annarri fjármálastarfsemi nam 519 milljónum á móti 418,5 millj- óna gengishagnaði á árinu 1999. Breytingin á milli ára var því 937 milljónir og skýrir að mestu lækkun hagnaðar frá fyrra ári. Þess má geta að EFA færir allar eignir sem skráðar eru í kauphöll, hvort sem þær eru í veltubók eða fjárfestingarbók, á markaðsvirði í árslok. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri EFA, segir að afkoman valdi auðvitað miklum vonbrigðum og hún sé langt undir því takmarki sem menn hafi sett sér en hún þurfi þó ekki að koma gríðarlega á óvart. Þá beri þess að geta að undanfarin 5 ár hefur raunávöxtun eigin fjár verið að meðaltali 16,4%. Menn séu að vinna á sveiflukenndum mörkuðum en sé horft á afkomu EFA síðustu tíu árin eða svo þá hafi það verið markmið að vera með eignasamsetningu félagsins þannig að það væri svona innbyrðis jafnvægi í henni. „Við erum með stór- an hluta af okkar eignum í skulda- bréfum, skráðum og óskráðum hluta- bréfum. Það hefur verið þannig á þessum markaði að ákveðið samhengi hefur verið á milli hluta- og skulda- bréfamarkaðar. Hið nýja sem gerst hefur á Íslandi á síðustu tveimur til þremur árum að umfangi er að erlend hlutabréfaeign hefur bæst við. Í fyrra var staðan einfaldlega þannig að bæði skráði hlutabréfamarkaðurinn og skuldabréfamarkaðurinn lentu í ákveðinni kreppu sem gerði það að verkum að það sem verið hefur jafn- vægistæki í afkomu félagsins brást algerlega.“ Aðspurður segir Gylfi að þróun eigna EFA í óskráðum félög- um hafi verið ágæt á árinu og menn séu sáttir við þá stöðu. Öll óskráð félög séu færð á upphaflegu kaup- verði. „Við fylgjumst auðvitað reglu- lega með stöðu þessarar óskráðu eignar og fylgjum þeirri stefnu að ef áætlað markaðsverðmæti þessarar eignar er lægra en kaupverðið er það fært til gjalda á rekstur. Okkar mat er aftur á móti það að verðmæti óskráðra bréfa okkar sé talsvert miklu meira en bókfært virði.“ Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn 825 milljóna króna sveifla á milli ára            .   !$  2  3 45  !$    3 45 /           0  !  " 3 65#$                            !      02265 05.62  0206-  /56% %62  -06%    3"#5%60 3"42%6-    256% 556%7 1%657 ))(,' '*1,) )*7( (1%,) .(+7- "),) ',* .+(7' +'$(,1   )#')",% )#$2",*  + "(,'- )*,%- 8., .*, 8.9, )-, %*', +., )-, ', +.,      /#$ 0$ 1$1 0$ 1$1 0$ 1$1     /#$32"20" 32"20"        RANGT var farið með söluhagnað Sparisjóðs vélstjóra í fyrirsögn á frétt sem birtist á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær. Þar kom fram að söluhagnaður vegna sölu á hlutabréfum í Kaupþingi hafi numið 1,6 milljörðum króna. Hið rétta er að söluandvirði bréfanna nam rúmum 1,6 milljörðum króna. Beðist er vel- virðingar á þessum leiðu mistökum. Leiðrétt Rangt farið með sölu- hagnað AFKOMA Norræna fjárfestingar- bankans (NIB) í fyrra var sú besta í sögu bankans. Vaxtamunur jókst um 11,4% í 12,3 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 10,2 milljörðum króna og jókst um 22,6% á milli ára. Í tilkynningu bankans kemur fram að bankinn greiddi út lán að fjárhæð 1.101 milljón evra samanborið við 1.322 milljónir árið áður. Útistandandi lán NIB í árslok námu 9.288 milljónum evra og jukust um 434 milljónir milli ára. Bankinn tók á árinu að láni á alþjóðamarkaði að jafnvirði 1.865 milljóna evra sam- anborið við 2.478 milljónir árið 1999. Útistandandi skuldir NIB á fjár- málamörkuðum námu í lok ársins 11.376 milljónum og hækkuðu um 40 milljónir evra á milli ára. Greiðir 3,1 milljarð í arð til aðildarlanda Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings voru 13,9 milljarðar evra sam- anborið við 13,34 milljarða í árslok 1999. Eigið fé bankans nam 1.326 milljónum evra og jókst um 9,2% á milli ára. Stjórn bankans leggur til að hann greiði aðildarlöndunum arð að fjárhæð 39 milljónir evra eða jafn- gildi 3,1 milljarðs íslenskra króna. Í tilkynningu bankans segir að í heild sé útlánasafn bankans sem fyrr í afar háum gæðaflokki og sama megi segja um gagnaðila hans á sviði fjár- mála. „Ekki hefur orðið útlánatap á árinu en lagt hefur verið til hliðar í rekstrarreikningi fé vegna taps- áhættu að upphæð 3,1 milljón evra. Bankinn tók þátt í fjármögnun um 60 fjárfestinga- og lánaverkefna á Norðurlöndum. Stór hluti þessarar fjármögnunar var til fjárfestinga fyr- irtækja yfir landamæri og nýrra fyr- irtækja á Norðurlöndum. Lán til iðn- aðar eru fyrirferðarmest í lánasafni bankans á Norðurlöndum.“ Sænsk fyrirtæki eru áfram stærstu lánþegar NIB á Norðurlönd- um með um 38% af útlánastofni bankans. Þá koma finnskir lántak- endur með um 27%, danskir með 14%, norskir með 13% og íslenskir með 8%. Um fimmtungur lána Norð- urlandadeildar bankans á árinu var til fjármálastofnana en auk þess hef- ur NIB lánað til um 30 landa utan Norðurlandanna. Aukning í útlánum utan Norðurlanda hefur verið mest í Mið- og Austur-Evrópu og í Mið- og Suður-Ameríku. 5,7 milljarðar til Íslands í fyrra Útistandandi lán til íslenskra lán- takenda námu ríflega 40 milljörðum króna í árslok og samsvarar það nærri 8% af heildarútlánastofni bankans á Norðurlöndum. Þessu til viðbótar koma umsamin en óútborg- uð lán til Íslands að jafnvirði þriggja milljarða. Útborguð lán til Íslands á árinu námu um 5,7 milljörðum sem er svipað og á árinu 1999. Samþykkt ný en óútborguð lán á árinu námu 600 milljónum króna. Útborguð eða samþykkt voru ný lán til 14 verkefna á árinu. Í tilkynningu NIB segir að bank- inn leggi áherslu á aukið samstarf við íslenska banka með rammalánum og samstarfi í útlánum og umhverfis- málum. Bankinn lánaði Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis sem samsvarar 300 milljónum íslenskra króna í fyrra til endurlána til smárra og meðal- stórra fyrirtækja. Þá tók NIB þátt í tveim sambankalánum undir forystu Íslandsbanka-FBA annars vegar og Landsbanka hins vegar. Rúmlega helmingur útistandandi lána NIB til Íslands er til margvíslegra innviða- framkvæmda á sviði raforkudreifing- ar og -framleiðslu, fjarskipta og sam- gangna. Lán til byggðamála nema um 9% af útlánum bankans til Íslands og í fyrra voru veitt lán til bæði Byggða- stofnunar og Ferðamálasjóðs til end- urlána í ýmis verkefni á landsbyggð- inni. Norræni fjárfestingarbankinn Hagnaðurinn nam 10,2 millj- örðum króna NÝR þjónustuvefur, stora.is, var opnaður í gær. Á vefnum geta ein- staklingar, einyrkjar og lítil fyrir- tæki skráð netföng ókeypis á þjón- ustuvef, og stærri fyrirtæki á lágu verði. Þá geta fyrirtæki í fyrsta sinn, samkvæmt fréttatilkynningu frá stora.is, birt eigin fréttatilkynningar á vefnum. Aðalhönnuður stora.is er Ingibergur Þorkelsson en sú ný- breytni var viðhöfð að forritun stora.- is fór fram á Indlandi. Á stora.is er að finna leitarvél, netfangaskrá, gular síður og vettvang fréttatilkynninga fyrir atvinnulífið. Markmiðið er að skráð fyrirtæki og einstaklingar verði orðin 5.000 talsins 1. maí nk. Netfangaskrá stora.is er fyrir alla sem hafa netfang, fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Stærri fyrirtæki geta skráð netföng og símanúmer allra starfsmanna sinna fyrir 4.900 krónur á ári og er innifalið í verðinu tenging við allt að 50 leitarorð í leit- arvél stora.is auk birtingar þriggja fréttatilkynninga á þjónustuvefnum. Einstaklingar og fyrirtæki sem að- eins þurfa að skrá eitt netfang fá ókeypis skráningu. Netfangaskráin er jafnframt við- skiptaskrá þar sem einnig er hægt að skrá fyrirtæki sem ekki hafa netfang. Fréttatilkynningar á stora.is mega vera allt að 1000 orð og má fylgja lítil mynd, allt að 15 Kb. Fyrirtækið Bella símamær ehf. var stofnað 1997 til þess að veita símaþjónustu og sér starfsfólk þess um svörun og úthringingar fyrir stora.is en vefurinn er vistaður hjá Hýsingu. Notaður er Microsoft gagnagrunnur en forritunarvinnan fór fram hjá Java Entech Ltd. á Ind- landi. Hönnuður og vefstjóri er Ingi- bergur Þorkelsson. Þjónustuvefurinn stora.is Ókeypis skráning netfanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.