Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 37 Í LEIÐARA Morg- unblaðsins laugardag- inn 24. febrúar sl. er fjallað um sjálfstæðis- mál Færeyinga. Meðal þess sem nefnt er í leiðaranum er að Fær- eyingar hafi krafist þess að fá fjárstuðning næstu 10-15 árin og að Danir vilji einungis greiða fjárstuðning í fjögur ár. Fram kemur sú skoðun leiðarahöf- undar að afstaða Dana í þessu tilliti sé skilj- anleg enda hafi Danir haft meiri kostnað en ávinning af ríkjasam- bandinu við Færeyjar og krafa Færeyinga sé því ósanngjörn. Dan- ir hafi af sanngirni boðist til að bjóða Færeyingum sams konar samstarfssamning og önnur norræn ríki hafi við þá og að auki muni Færeyingar áfram njóta sömu rétt- inda í Danmörku og nú. Þá kemur fram sú föðurlega ábending leiðara- höfundar að sjálfstæði kosti sitt og það viti Íslendingar. Hins vegar hafi gilt önnur efnahagsleg lögmál þegar Íslendingar fengu fullveldi 1918 og Íslendingar að því leyti ver- ið í auðveldari stöðu. Líklegt er að frelsishetjur Íslend- inga myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir heyrðu þennan málflutning. Hið rétta er nefnilega að leið Ís- lendinga til sjálfstæðis var allt ann- að en auðveld. Íslendingar nutu fjárhagsaðstoðar frá Dönum í ára- tugi áður en þeir fengu fullveldi. Sem betur fer fyrir Íslendinga ákváðu Danir árið 1871 að minnka styrkinn í þrepum á næstu 30 árum en væri eftir það óbreyttur. Þetta hafði í för með sér að Íslendingar tóku meira og meira af eigin málum í eigin hendur og því var það léttara verk að yfirtaka öll mál árið 1918. Þó má ekki gleyma að Íslendingar fengu eingreiðslu frá Dönum árið 1918 og var hún af þeirri upphæð að ár- legir vextir af henni námu árlegum fjár- stuðningi Dana til Ís- lendinga á þeim tíma. Eingreiðsla þessi var síðan sett í háskóla- sjóð og notuð til að byggja upp Háskóla Íslands. Í Íslandssögu Björns Þorsteinsson- ar kemur skýrt fram að Danir töldu um og eftir miðja 19. öld að Íslendingar væru baggi á dönsku þjóð- inni líkt og þeir og leiðarahöfundur Morgunblaðsins tala nú um Færeyinga. Jón Sig- urðsson taldi hins vegar að Íslend- ingar ættu mikið fé inni hjá danska ríkinu vegna margs konar féflett- ingar og vildi að Danir greiddu hærri fjárstuðning vegna þess. Þeim sem hafa kynnt sér frelsisbar- áttu Íslendinga ætti að minnsta kosti að vera ljóst að mikill hluti þeirrar baráttu snerist um efna- hagsmál og fjárhagslegar skuld- bindingar Dana við Íslendinga vegna viðskilnaðarins. Til gamans má geta þess að á seinni hluta 19. aldar voru Færeyingar í þeirri stöðu að þeir greiddu til danska rík- isins á meðan Íslendingar nutu fjár- hagsaðstoðar. Á sama hátt og Jón Sigurðsson taldi að Íslendingar skulduðu Dön- um ekki neitt hafa Færeyingar sýnt fram á að Danir hafa líklega fengið hærri upphæðir til baka frá Fær- eyjum en þeir hafa greitt í formi fjárstuðningsins. Þá er talið að Danir hafi sparað sér mikil útgjöld vegna hernaðarmála danska ríkis- ins vegna herstöðva NATO og Bandaríkjanna í Færeyjum en ein- hverra hluta vegna eru Danir tregir til að veita upplýsingar um það. Því hefur þó verið haldið fram að sparn- aður þessi nemi einn og sér mun hærri upphæðum en fjárstuðningur Dana til Færeyinga. Árið 1918 fengu Íslendingar rétt- indi til jafns við Dani í Danmörku og öfugt. Færeyingum bjóðast hins vegar sömu réttindi og aðrir Norð- urlandabúar hafa og því er það rangt sem fram kemur í áðurnefnd- um leiðara að þeim hafi boðist að njóta sömu réttinda í Danmörku og þeir hafa nú. Þegar færeyska landstjórnin lagði af stað til fullveldis árið 1998 var lagt upp með að ná sams konar samningi við Dani og Íslendingar höfðu náð og samþykktu dönsk stjórnvöld það fyrir sitt leyti. Þegar á hólminn var komið varð hins veg- ar ljóst að Danir ætluðu sér ekki að veita Færeyingum sambærilegan samning og þeir veittu Íslending- um. Færeyingar töldu þá að þeir gætu komist af með 12-15 ára að- lögunartíma til að taka öll mál í sín- ar hendur en það töldu Danir af og frá. Vildu Færeyingar sjálfstæði þá fengju þeir að hámarki fjögurra ára aðlögunartíma. Þeir sem til þekkja telja að það sé of skammur tími vegna þeirra miklu áhrifa sem fjár- magnið frá Danmörku hefur haft á færeyskt efnahagslíf. Það liggur fyrir að Færeyingar vilja standa á eigin fótum og losna við fjárstuðn- inginn frá Dönum en telja að 12 ára aðlögunartími sé nauðsynlegur. Það er skoðun undirritaðrar að þegar um fullveldi þjóða er rætt verði að skoða hlutina í sögulegu samhengi en ekki dvelja einvörð- ungu við daginn í dag. Aðlögunar- tími í 12 ár er afar stuttur tími í sögulegu samhengi enda hafa þjóð- irnar tvær verið í ríkjasambandi í margar aldir. Frelsishetjur Íslend- inga lögðu áherslu á sögulegt sam- hengi í sínum málflutningi fyrir ríf- lega 100 árum þegar þeir börðust fyrir fullveldi Íslands. Þótt dönsk stjórnvöld hafi sagt að Færeyingum sé frjálst að verða full- valda vita allir sem fylgst hafa með málflutningnum að reyndin er önn- ur. Hótanir og valdhroki hafa ein- kennt málflutning dönsku stjórnar- innar á öllum sviðum með það að markmiði að hræða færeyskan al- menning frá því að greiða fullveld- inu götu. Enda er nú fagnað á danska stjórnarheimilinu þrátt fyrir að allt útlit sé nú fyrir að þeir losni ekki í bráð við þann fjárhagslega bagga sem þeir og leiðarahöfundur Morgunblaðsins íslenska segja Færeyinga vera á dönsku þjóðinni. Elín S. Wang Sjálfstæðismál Hótanir og valdhroki hafa einkennt málflutn- ing dönsku stjórnar- innar á öllum sviðum, segir Elín S. Wang, með það að markmiði að hræða færeyskan al- menning frá því að greiða fullveldinu götu. Höfundur er tannlæknir í Reykjavík. Sjálfstæðismál Færeyinga REGLUGERÐ menntamálaráðherra um álögur á geisla- diska, tölvur mynd- bandstæki og önnur tól sem nota má til af- ritunar á höfundar- réttarskyldu efni er allt í senn óréttlát, mótsagnakennd, forn- eskjuleg, ósvífin og marklaus. Einnig er hún líklega ólögleg og alveg örugglega er hún slæmt veganesti fyrir borgarstjóraefni sem vill sýna netkyn- slóðinni að hann er framsækinn og reiðubúinn til að takast á við hin margvíslegu tækifæri sem felast í tækni- og alþjóðavæðingu nú- tímans. Reglugerðin er óréttlát Það er óréttlátt að fermingar- strákurinn sem ætlar að gera stutt- mynd á nýju vídeótökuvélina sína þarf fyrst að borga Hrafni Gunn- laugssyni fyrir það. Það er óréttlátt að unglingur sem stelur leikjahugbúnaði og safnar á geisladisk borgar höfundarréttar- gjöld til listamanna en ekki hug- búnaðarframleiðandans sem hann í raun er að brjóta á. Það er óréttlátt að ungi tölvu- popparinn, sem dreifir frumsaminni tónlist á Netinu og selur eigin geisladiska en er aldrei spilaður á Bylgjunni og Rás tvö, þarf að borga Magga Kjartans fyrir það. Það er óréttlátt að blindi nem- andinn sem lætur lesa fyrir sig námsefni inn á segulband þarf að borga Björk fyrir það. Það er óréttlátt að hugbúnaðarframleið- andinn, sem kaupir tölvur, geisladrif og geisladiska í stórum stíl til þess eins að framleiða og dreifa eigin hugverki, þarf fyrst að borga aðilum úti í bæ fyrir það tjón sem þeir hugsanlega verða fyrir þegar þeirra hugverk eru af- rituð. Það er hins vegar réttlátt að ef einhver afritar og notar hug- verk einhvers annars þá greiði hann, og að- eins hann, fyrir það. Reglugerðin er mótsagnakennd Með því að láta fólk borga höf- undarrétt fyrirfram af hverjum ein- asta geisladiski, geisladiskaskrifara og MP3 spilara þá eru gefin skýr skilaboð um að leyfilegt sé að hlaða niður tónlist af Netinu, skrifa á disk og hlusta á í MP3 spilara. Svo er þó ekki. Á heimasíðu STEFs stendur: „Má ég hlusta á tónlist á Netinu? Já, ef þú hlustar bara en flytur ekki tónlistina yfir til þín (download).“ Það gildir sem sagt eftir sem áð- ur að ef ég sæki tónlist af Netinu og set hana á geisladiskinn sem ég hef þegar greitt af höfundarréttargjöld og nota til þess geisladiskaskrifar- ann sem ég einnig borgaði höfund- arréttargjöld af þá er ég samt að brjóta lög. Ef hins vegar svo væri að reglu- gerðin veitti þennan rétt til að sækja tónlist til einkanota af Net- inu, þá væri um leið kominn grund- völlur til bjóða hinum þjakaða Napster að flytja starfsemi sína til Íslands. Það yrðu góðar skatttekj- urnar sem ríkið fengi þá til að styrkja listir í landinu! Reglugerðin er ósvífin Það er ósvífið að fámennur hags- munahópur fái bara sisona að skella skatti á restina af samfélaginu ein- ungis vegna þess að til eru tæki og tól sem hugsanlega má nota til að brjóta á rétti hans. Ég hélt að skattar væru til að afla ríkinu tekna en ekki einstaka hópum eða ein- staklingum. Fyrir hönd áfengisinnflytjenda og framleiðenda vil ég því hér með leggja til að skattur verði lagður á alla farþega í millilandaflugi og einnig tiltekin prósenta ofan á kaupverð hverrar farþegaþotu sem keypt er til landsins. Það hefur nefnilega sýnt sig að flugvélar eru notaðar til að smygla áfengi og vímuefnum til landsins og það er alkunna að farþegar koma ósjaldan með meira en leyft magn áfengis inn í landið og valda þar með augljósu tekjutapi fyrir ís- lenskan áfengisiðnað. Reglugerðin er forneskjuleg Þegar altæk tæknibylting eins og netvæðingin gengur yfir heiminn þá gætir áhrifa hennar alls staðar. Hún hefur áhrif á viðskipti, stjórn- kerfi, heibrigðiskerfi, skóla, heimili og síðast en ekki síst á lög og laga- setningu. Aðferðin við innheimtu höfund- arréttargjalda er einmitt dæmi um kerfi sem vegna tækni- og þjóð- félagsbreytinga riðar nú til falls og verður því einfaldlega að breytast og aðlagast nýju umhverfi. Þá stað- reynd eiga stjórnvöld og höfund- arréttarhafar að horfast í augu við og ættu að vinna saman að því að finna nýjar leiðir og ný tækifæri, í stað þess að grípa til slíkra örþrifa- ráða sem þessi forneskjulega skatt- lagning er. Reglugerðin er marklaus Reglugerðin er marklaus því þær upphæðir og magntölur sem hún byggist á hljóta að vera skot í myrkri og byggjast á hæpnum for- sendum. Hver er grundvöllur skattpró- sentunnar? Hví 4%? Hví 1%? Hví kr. 35 á disk? Hvernig duttu menn niður á þessar tölur? Hversu miklir peningar eru það? Hvernig er hægt að áætla tekjutapið sem höfundar- réttarhafar verða fyrir vegna afrit- unar? Er það sama upphæð og þeir fá raunverulega með þessum skatti? Hvernig er þessum peningum síðan útdeilt til höfunda? Ég hef heyrt að meðal annars sé úthlutað eftir spilun í útvarpi og þá aðeins eftir spilun í örfáum stöðvum? Er það ekki einmitt frekar þannig að þeir sem fá litla spilun í útvarpi geta allt eins verið í mikilli dreif- ingu á Netinu? Er reglugerðin ólögleg? Reglugerðin byggist á skýrri lagagrein sem segir að leggja megi gjald á miðla sem geyma hljóð og myndir eingöngu. Það er ljósara en frá þurfi að segja að geisladiskar og skrifarar falla alls ekki undir þessa grein enda einkum notaðir til vistunar á tölvugögnum og hugbúnaði. Get ég ekki líka lögsótt ríkið fyr- ir þá siðleysu að innheimta af mér höfundarréttargjöld fyrir verk sem ekki er til, ég hef aldrei séð, aldrei heyrt og því síður notað? Í ljósi nýlegra hæstaréttardóma um stjórnarskrárbrot vil ég minna stjórnvöld á afleiðingar þess að senda frá sér vafasamar reglugerð- ir án þess að hafa fyrst sent bréf til Hæstaréttar og beðið um leyfi. Reglugerðin er vond fyrir verðandi borgarstjóra Víst er að ef Björn Bjarnason langar til að verða borgarstjóri í henni Reykjavík þá verður hann að fá atkvæði frá netvæddum ungum Reykvíkingum, sem allir eiga MP3 spilara, diskaskrifara, fullt af geisladiskum og kosningarétt. Ef hann ekki leysir íslenska tölvunotendur úr þessum álögum hið snarasta er ljóst að reykvískir kjósendur í hópi þeirra rúmlega 15.000 einstaklinga sem þegar hafa skrifað undir mótmæli gegn þeim, hugsa sig um tvisvar áður en þeir krossa við D á kjörseðlinum. Tölvunotendur í álögum Ari Jóhannesson Höfundur er tölvunarfræðingur. Skattlagning Reglugerðin er mark- laus, segir Ari Viðar Jóhannesson, því þær upphæðir og magntölur sem hún byggist á hljóta að vera skot í myrkri og byggjast á hæpnum forsendum.  Meira á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.