Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 48
FRÉTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið Endurmenntunar- stofnunar HÍ Þjónusta og viðmót starfsfólks á bókasöfnum. Kennari: Gísli Blöndal markaðs- og þjónusturáðgjafi. 7. og 8. mars kl. 13-16. Árangursstjórnun í rekstri fyr- irtækja. Umsjón: Ágúst Hrafnkels- son forstöðumaður eignadeildar Landsbanka Íslands hf. 12. og 13. mars kl. 9-12. Mælitæki í þjónustu við aldraða Umsjón: Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur á Landspítala Landa- koti og Steinunn K. Jónsdóttir yf- irfélagsráðgjafi á Landspítala – Landakoti. 7. mars kl. 9-16. Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur – framhalds- námskeið. Kennari: Andrés Ragn- arsson sálfræðingur. 16. og 30. mars kl. 9-16, 27. apríl og 11. maí kl. 9-16 (auk tveggja handleiðslutíma). Gjörgæsla nýbura Umsjón: Læknarnir Atli Dagbjartsson dr. med., Gunnlaugur Sigfússon og Þórður Þórkelsson. 23. mars kl. 9- 16 og 24. mars kl. 9-13. Talnalykill – staðlað og mark- bundið próf í stærðfræði. Kennar- ar: Einar Guðmundsson forstöðu- maður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála og Guð- mundur Arnkelsson dósent við HÍ. 16. mars kl. 9-16. Varnir við matarsýkingum í fyr- irtækjum 12. og 19. mars kl. 8:30- 12:30. Sýklalyf og ónæmi. Umsjón: Björn G. Aðalsteinsson, hjúkrunar- fræðingur hjá markaðs- og sölu- deild Delta.14. mars kl. 18:15-21:30. Linux. Kennarar: Theódór Ragnar Gíslason og Tryggvi Far- estveit, starfsmenn Firmanets. 12. og 13. mars kl. 13-17. Höfundaréttur að hugbúnaði. Kennarar: Ásta Valdimarsdóttir lögfræðingur, Erla S. Árnadóttir hrl. og Gunnar Örn Harðarson, sér- fræðingur hjá A.P. Árnasyni. 20. mars kl. 15-19. Java fyrir lengra komna Um- sjón: Alfreð B. Þórðarson, tölvun- arfræðingur hjá Lux Inflecta. 19. mars kl. 12:30-16:30, 21. mars kl. 13-16 og 23. mars kl. 13-17. Vefsmíðar með Flash-forriti – framhaldsnámskeið. Kennari: Bragi Halldórsson, vef- og marg- miðlunarhönnuður.12. mars kl. 9- 12, 14., 15. og 16. mars kl. 13-16 og 19. mars kl. 9-12. Að semja lagafrumvörp. Kenn- arar: Þórður Bogason hdl og Helgi Bernódusson, varaskrifstofustjóri Alþingis. 13. og 14. mars kl. 16-19. Verðlagning á þjónustu. Kenn- ari: Pála Þórisdóttir forstöðumaður einstaklingssviðs EUROPAY Ís- land. 13. mars kl. 8:30-12:30. Vönduð íslenska – framhalds- námskeið Kennari: Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur og mennta- skólakennari. Mið. 14., 21. og 28. mars kl. 17-19:30. Norrænt samstarf – Falin tæki- færi. Kennari: Sigrún Stefánsdótt- ir deildarstjóri upplýsingadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. 23. mars kl. 9-16. Talið fram á Netinu. Kennarar: Hrefna Einarsdóttir fræðslustjóri og Haraldur Hansson deildarstjóri hjá Ríkisskattstjóra. 19. mars kl. 16:30-20. Einelti á vinnustað. Kennari: Rannveig Einarsdóttir kennslu- fræðingur og ráðgjafi. 19. mars kl. 8:30-12:30. Framvirkir samningar. Kennari: Sæmundur Valdimarsson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG hf. 22. mars kl. 16-19. Gjaldkeri I í TBR Umsjón: Hall- dór J. Harðarson Ríkisbókhaldi. 20. mars kl. 13-17 og 21. mars kl. 9- 13. Innheimtukerfi í TBR Umsjón: Halldór J. Harðarson, Ríkisbók- haldi. 22. mars kl. 13-17 og 23. mars kl. 9-13. Viðskipti og líftækni. Umsjón: Ólafur Sigurðsson erfðafræðingur, sjóðsstjóri hjá Talenta Líftækni I, auk hans verða gestafyrirlesarar. 12., 14. og 16. mars. kl. 8:30-11:30. Stjórnun fræðslu og símenntun- ar starfsmanna. Kennarar: Rand- ver Fleckenstein ráðgjafi hjá For- skoti og Árný Elíasdóttir fræðslu- stjóri Eimskips. 21. og 22. mars kl. 9-12:15. Gerð gæðahandbókar. Kennari: Haukur Alfreðsson rekstrarverk- fræðingur. 14. og 15. mars kl. 8:30- 12:30. Að leysa ágreining á vinnustað. Kennari: Rannveig Einarsdóttir kennslufræðingur og ráðgjafi. 12. mars kl. 8:30-12:30. Persónuvernd og vinnsla per- sónuupplýsinga. Kennarar: Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónu- verndar og Margrét Steinarsdóttir og Hörður H. Helgason lögfræð- ingar hjá Persónuvernd. 7. mars kl. 16:30-19:30. Einelti – Ábyrgð yfirmanna og viðbrögð. Kennarar: Þórkatla Að- alsteinsdóttir og Einar Gylfi Jóns- son sálfræðingar hjá Þeli – sál- fræðiþjónustu ehf. 16. mars. kl. 9-16. Danska II fyrir fólk í norrænu samstarfi og viðskiptum. Kennar- ar: Ágústa Pála Ásgeirsdóttir og Bertha Sigurðardóttir, kennarar við Verzlunarskóla Íslands. 12., 14., 19., 21. og 23. mars kl. 16-19. Málmtæring og varnir. Kennar- ar: Einar Jón Ásbjörnsson véla- verkfræðingur, Ásbjörn Einarsson efnaverkfræðingur og Pétur Sig- urðsson efnafræðingur. 14. og 15. mars kl. 9-17. Þjarkar (róbótar) – Hvar má nota þá í íslensku atvinnulífi? Kennari: Magnús Kristbergsson verkfræðingur. 9. mars kl. 9-17. Dagbók Há- skóla Íslands NORRÆNA HÚSIÐ og Bríet – félag ungra feminista standa fyrir pall- borðsumræðum um nýfemínisma í fundarsal Norræna hússins fimmtu- daginn 8. mars kl. 20.30 á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tveir erlendir fyrirlesarar, þær Ann-Linn Guillou frá Svíþjóð og Hilde-Charlotte Sol- heim frá Noregi, mæta á fundinn. Ann-Linn er blaðamaður og skrif- aði í greinasafnið Fittstim sem þýtt hefur verið á íslensku og fengið tit- ilinn Píkutorfan. Í kjölfar þeirrar bók- ar hafa nokkrar fylgt í kjölfarið, þar á meðal bókin „Råtekst“ sem kom út í Noregi 1999. Hilde-Charlotte Sol- heim er ritstjóri hennar ásamt Hilde Vaagland. Þessi greinasöfn hafa vakið fólk til umhugsunar um reynsluheim ungra kvenna, þær kröfur sem sam- félagið gerir til þeirra og leitt til op- inskárrar umræðu um þessi mál, seg- ir í fréttatilkynningu. Við pallborðið munu sitja: Ann- Linn Guillou, blaðamaður frá Svíþjóð, Hilde-Charlotte Solheim, blaðamaður frá Noregi, Hugrún R. Hjaltadóttir, fulltrúi Bríetar – Félags ungra fem- ínista, og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Háskóla Ís- lands. Fundarstjóri er Erla Hulda Hall- dórsdóttir, forstöðumaður Kvenna- sögusafns Íslands. Eftir umræðurnar mun hljómsveit- in Múm leika fyrir gesti. Kaffistofa Norræna hússins opnar kl. 20. Að- gangur ókeypis. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Umræður um nýfeminisma ÚTSKRIFT Fjölbrautaskólans í Breiðholti fór fram laugardaginn 8. febrúar sl. og fékk 131 nemandi afhent lokaprófsskírteini. Þetta var í 54. skipti sem nemendur eru brautskráðir frá skólanum. Athöfnin fór fram í Fella- og Hólakirkju og hófst með því að Pálmar Ólason, kennari við skól- ann, lék nokkur lög á orgel kirkj- unnar. Aðstoðarskólameistari, Stefán Benediktsson, flutti ávarp og kór skólans söng undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Kristín Arnalds skólameistari flutti yfirlitsræðu og gerði grein fyrir starfi og prófum á haustönn. Skólameistari minntist m.a. á vel heppnað afmælishald en FB fagn- aði 25 ára afmæli sínu þann 4. október sl. Í ræðu sinni sagði skólameistari síðan: „Tungumálið verður æska þessa lands að varð- veita og okkur ber skylda til að fleyta því áfram til næstu kyn- slóðar, annars er þjóðerni okkar í hættu. Með því að læra eigið tungumál vel, kynnast málfræði þess og orðaforða til hlítar og æf- ast í notkun þess, verður fólk jafn- framt betur í stakk búið til að læra önnur tungumál. Þjóð, sem er í góðum tengslum við menn- ingu sína og uppruna í gegnum móðurmálið og hefur jafnframt erlent tungumál á hraðbergi, er vel á vegi stödd í alþjóðavæddum heimi.“ Þá beindi Kristín orðum sínum til útskriftarnema og sagði: „Ham- ingjan verður ekki færð okkur á silfurfati, hún verður ekki mæld né vegin né tölum talin. Sjálfsagi og trúmennska er ein vísasta leið til lífshamingju, að vera trúr sjálf- um sér og öðrum og ala með sér góðvild í garð samferðamanna. Reynið því í hverju fótspori að bera bagga að altari hamingju ykkar, lífshamingju sem mölur og ryð fá ekki grandað. Ræktið áfram hæfileika ykkar og þroskið vit ykkar. Látið skynsemi, mannúð og samviskusemi ráða ferðinni.“ Skólameistari afhenti þeim nemendum sem sköruðu fram úr verðlaun sem m.a. voru gefin af Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella, Rotary-klúbbi Breiðholts, Gideon- félaginu, Reykjavíkurdeild Sjúkraliðafélags Íslands og Sam- tökum iðnaðarins. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Baldur Arn- arson, náttúrufræðibraut. Bestum árangri á starfsnámsbraut náði Helgi Magnússon, rafvirkjabraut. 131 nemandi fékk afhent prófskírteini við útskrift Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Útskrift frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti IÐNSKÓLINN í Reykjavík braut- skráði 119 nemendur af 7 námssvið- um 10. febrúar sl. Alls hófu 1.530 nemendur nám í dagskóla á haustönn og um 450 í kvöldskóla alls 1980 nem- endur. Prófum luku 1.550 nemendur. Fram kom í ræðu skólameistara við brautskráningu að Iðnskólinn ætlar sér að auka námsframboð til að auka tengingu skólans við háskólanám. Af byggingarsviði útskrifuðust 13 nemendur sem húsgagnasmiðir, húsasmiðir, málarar, múrarar og veggfóðrarar. Af fataiðn- og hársnyrtisviði út- skrifuðust 19 nemendur allir í hár- snyrtingu. Af hönnunarsviði útskrifuðust 10 nemendur. Á hönnunarsviði eru tvær brautir, hönnunarbraut og tækni- teiknun. Af rafiðnasviði útskrifuðust 25 nemendur sem rafeindavirkjar, raf- virkjar, rafvélavirkjar, rafveituvirkj- ar og símsmiðir. Af upplýsinga og tölvusviði útskrif- uðust 23 nemendur. Af UT er hægt að útskrifast sem: bókbindari, prentari, grafískur miðlari, vefsmiður, ljós- myndari og netstjóri. Á þessu sviði er einnig tölvubraut með sérsvið í for- ritun og netkerfum. Af almennu sviði eða tæknibraut útskrifuðust 5 stúdentar. Tenging milli Iðnskólans og háskólastigsins Við útskriftina flutti Baldur Gísla- son skólameistari ávarp og sagði m.a.: „Það eru framundan breytingar á að- gengi nema af starfsmenntabrautum í háskólanám. Það hefur verið opnuð leið í háskólanám án þess að um skil- greint stúdentspróf sé að ræða. Í því felst að nemendur af starfsnáms- brautum bæta við sig skilgreindum áföngum, allt eftir eðli þess náms sem þeir ætla að stunda á háskólastigi og þegar þeim áföngum er lokið er hægt að innrita sig á viðkomandi braut í há- skóla. Þessi breyting er mjög til bóta fyrir alla sem stunda starfsmenntanám. Iðnskólinn ætlar að bjóða fram þetta nám og byggja þannig öfluga teng- ingu milli skólans og háskólastigsins. Einnig sagði Baldur í ávarpi sínu: „Á næstu árum mun verða aukin þörf fyrir alls konar sérsniðnar lausnir í menntamálum fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Iðnskólinn í Reykjavík ætl- ar sér stóran hluta af þeirri köku. Iðn- skólinn í Reykjavík ætlar að gera það með auknu samstarfi við aðila á vinnumarkaði, og með því að bjóða at- vinnulífinu til samstarfs um náms- framboð skólans. Eitt meginhlutverk Iðnskólans í Reykjavík er að þjóna at- vinnulífinu og þann þátt í starfi skól- ans munum við auka á komandi árum. Það hefur orðið töluverð breyting á undanförnum árum á því hvernig at- vinnulífið hefur möguleika á að koma að því að skipuleggja menntun á framhaldsskólastigi. Í flestum starfs- greinahópum eru starfandi starfs- greinaráð sem eiga samkvæmt lögum að koma með tillögur að skipan náms í iðn- og starfsmenntagreinum. Þess- um starfsgreinaráðum hefur gengið misvel, svo ekki sé meira sagt, að koma fram með lausnir í menntamál- um í sínum greinum. Það er óneit- anlega verðugt umhugsunarefni ef at- vinnulífið ætlar ekki að nýta betur þetta tækifæri sem því hefur verið fengið til að hafa áhrif á menntafram- boð framhaldsskólanna. Skólar hafa oft legið undir ámæli fyrir að gera ekki það sem atvinnulífið vill, en ef atvinnulífið ætlar að láta sér úr greipum ganga þetta tækifæri sem það hefur til að hafa áhrif á mennt- unina verður sú hugsun áleitnari að atvinnulífið viti kannski ekki hvað það vill.“ 119 nemendur brautskráðir frá Iðnskólanum Þau hlutu viðurkenningu fyrir námsárangur. Með á myndinni er Baldur Gíslason skólameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.