Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 B 3
Tillaga, sem gekk undir nafninutillaga A, var samþykkt og má
sjá myndræna útfærslu á henni hér
til hliðar miðað við stöðuna í 1. og 2.
deild eins og hún er nú um stundir.
Gert er ráð fyrir 16 liðum en nýja
skipulagið getur haft allt að tuttugu
lið.
Mótið hefst með tveimur riðlum,
Norður- og Suðurriðli og raðast lið í
þá eftir stöðu sinni að lokinni deild-
arkeppninni í ár. Það sem er þó ljóst
er að KA og Þór verða saman í Norð-
urriðlinum og ÍBV og Selfoss í Suð-
urriðli.
Í öðrum riðlinum verða liðin sem
eru í 1., 4., 5., 7., 9. og 11. sæti 1. deild-
ar auk þeirra sem verða í 1. og 4. sæti
í 2. deild. Leikin er tvöföld umferð
þannig að hvert lið leikur 14 leiki.
Í febrúar og mars leika liðin í
þremur riðlum sem raðast í eftir ár-
angri í forkeppninni.
Í A-riðli leika þrjú efstu lið N- og
S-riðils, í B-riðli verða þau lið sem
urðu í 4.–6. sæti hvors riðils á næsta
stigi á undan og í C-riðli verða tvö
neðstu lið hvors riðils. Áfram verður
leikin tvöföld umferð þannig að í
þeim riðlum sem sex lið eru leikur
hvert lið 10 leiki og hefur því leikið 24
leiki þegar komið er að umspilinu.
Fjögur efstu liðin úr A-riðlinum
komast beint í úrslitakeppnina
(Fram, Haukar, KA og Afturelding
eins og staðan er núna). Önnur lið
þurfa að vinna sér inn rétt til að kom-
ast þangað og gera það í svokölluðu
umspili.
Á fyrra stigi þess mætir liðið í 16.
sæti (Fjölnir) liði sem er í 9. sæti
(ÍBV), 15. sætið (Þór) mætir 8. sæt-
inu (Stjörnunni), og á sama hátt
mætast þá Víkingur og HK og Sel-
foss og Breiðablik miðað við stöðu
liðanna núna. Leikið verður heima og
að heiman og markahlutfall látið ráða
hvort liðið kemst á næsta þrep um-
spilsins. Á þessu stigi á það lið sem
var í neðsta sæti enn fræðilega
möguleika á að komast alla leið og
verða Íslandsmeistari.
Á næsta stigi umspilsins er leikið
með sama fyrirkomulagi, heima og
að heiman og markahlutfall ræður
hvaða lið kemst áfram í úrslitakeppn-
ina ásamt fjórum efstu liðum A-riðils
riðlakeppninnar. Úrslitakeppnin
verður með sama sniði og verið hef-
ur.
Breytt keppnisfyrir-
komulag samþykkt
TILLAGA um breytt keppnisfyr-
irkomulag í handknattleik karla
var samþykkt á ársþingi Hand-
knattleikssambandsins um
helgina. Fimm voru á móti.
HANDKNATTLEIKUR
Mikil spenna var í leikmönnumfyrstu mínúturnar og skiptust
liðin á að skora en þegar Ljana varði
vítaskot og hraða-
upphlaup náði
Stjarnan forystu.
Þegar svo tíu af 11
næstu sóknum Vík-
ingum fóru í súginn eftir mikinn
klaufaskap auk þess að Ljana varði
tvö vítaskot til viðbótar, náðu
Garðbæingar fjögurra marka for-
ystu og var staðan 11:7 í leikhléi.
Víkingar tóku varnarleikinn föst-
um tökum eftir hlé og virtust við það
ná að komast betur inn í leikinn. En
sem fyrr voru þeim ákaflega mis-
lagðar hendur í sókninni og vantaði
alltaf tvö mörk til að jafna. Þegar tólf
mínútur voru eftir fór mikil barátta
gestanna að taka sinn toll og það
nýttu þrautreyndar Stjörnustúlkur
sér með því að gera út um leikinn
með fjórum mörkum í röð.
„Ég er þreytt á að tala um reynslu
og betra liðið vann í kvöld en auðvit-
að hefur hún sitt að segja þó að ég sé
ekki viss um að það hafi skipt sköp-
um,“ sagði Inga Lára, leikstjórnandi
Stjörnunnar, sem átti mjög góðan
leik í gær en var lúin. „Allir leikirnir
þrír voru mjög erfiðir og helst að
miðleikurinn hafi verið aðeins ró-
legri. Það er mikið í húfi, spennan
mikil og stressið eykur talsvert á
þreytuna, sem er nokkur fyrir því
það er mjög erfitt að spila þrjá leiki á
fimm dögum og það á móti sama lið-
inu, sem maður þekkir til hlítar,“
bætti Inga Lára við og leist vel á að
eiga við Haukastúlkur. „Við vissum
að þær yrðu næstar en það er bara
góð áskorun og þess vegna er maður
í handboltanum. Það verður að fá
erfiða leiki líka en nú er ég þreytt
þrátt fyrir mikla reynslu.“ Reynt var
að hafa strangan vörð yfir Höllu
Maríu en það dugði ekki betur en svo
að hún skoraði nærri helming marka
liðins og tók vel á í vörninni gegn sín-
um gömlu félögum. Guðný Gunn-
steinsdóttir og Hrund Grétarsdóttir
áttu einnig góða spretti en mestu
skipti að vörnin var samstillt.
„Þetta gat farið á hvorn veg sem
var og við ætluðum að byrja af krafti
en það gekk ekki upp hjá okkur,“
sagði Guðrún Hólmgeirsdóttir úr
Víkingi eftir leikinn en hún sýndi góð
tilþrif í horninu. „Við sýndum í síð-
asta leik þegar við unnum upp
tveggja marka mun að við höfum
sjálfstraust í slíkt en það gekk ekki
núna. Auk þess klúðruðum við góð-
um færum ásamt mörgum vítum og
það skildi liðin að. Við erum búnar að
missa fjóra leikmenn úr byrjunarlið-
inu og einhvern veginn alltaf að
byrja upp á nýtt. Við komum því
sterkar næsta ár en það er ömurlegt
að fara í frí núna því það er hálft ár í
næsta leik og það verður líka að gera
breytingar á mótfyrirkomulaginu
hjá stelpunum, sagði Guðrún, en
áamt henni voru Kristín Guðmunds-
dóttir, Guðbjörg Guðmannsdóttir og
Gerður Beta Jóhannsdóttir at-
kvæðamiklar hjá Víkingum.
Vítin urðu
Víkingum
að falli
LJANA Sadzon reyndist Víkingsstúlkum erfiður ljár í þúfu er liðin
mættust í oddaleik 8-liða úrslita í Garðabænum í gærkvöldi. Hún
varði þrjú vítaskot fyrir hlé en auk þess fóru Halla María Helgadóttir
og Inga Lára Þórisdóttir á kostum hjá Stjörnunni þegar þær skoruðu
tíu af 11 mörkum liðisins fyrir hlé. Á lokasprettinum reyndist Vík-
ingum erfitt að vinna upp tveggja marka mun Garðbæinga, sem unnu
verðskuldað 19:14 en einmitt fimm vítaskot Víkinga fóru forgörðum.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaðið/Golli
Halla María Helgadóttir skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna gegn
sínum gömlu félögum í Víkingi í gærkvöldi.
! "
#$%&
%! '
$#%
(
)
*+
+
,
&-*+
+*
% #%
$
!
"
! +
& & &
.
#
+
'&/
-0
1
!
2!3
$
#
!
%&
'
4
% #%
$
! "
-5
1
6
+
$
4
#%
! '
$%&
! "
! "
%&
'
$
#
4
7"
273
$ +
1
8
Daði á
heimleið
DAÐI Hafþórsson, hand-
knattleiksmaður hjá
danska liðinu Skjern, ætl-
ar að flytja heim í vor.
Hann hefur fengið fá
tækifæri hjá danska
félaginu í vetur, þangað
sem hann kom í fyrra eft-
ir tveggja ára veru hjá
Bayer Dormagen í Þýska-
landi.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa tvö
félög hér heima sett sig í
samband við Daða, Aftur-
elding og hans gamla
félag Fram, en með því
lék Daði áður en hann
hélt til Þýskalands 1998.
Daði gerði tveggja ára
samning við Skjern sl.
vor, en hann er laus til
endurskoðunar í vor og
því er ekkert því til fyr-
irstöðu að Daði fái sig
lausan frá Skjern. Aron
Kristjánsson, sem einnig
leikur með Skjern, er á
leið til Hauka.
ÁSTHILDUR Helgadóttir, lands-
liðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur ver-
ið leyst undan samningi sínum við
bandaríska atvinnumannaliðið Car-
olina Courage. Þetta kemur fram á
heimasíðu félagsins, en alls voru sjö
leikmenn leystir undan samningi.
Þetta er gert til þess að liðið geti
tekið þátt í lokadrætti um leikmenn
sem fram fer síðar í dag, þriðjudag.
Þrátt fyrir þetta mikla áfall sem
Ásthildur hefur orðið fyrir er þó
ekki útliokað að hún eigi enn mögu-
leika á að fá samning í bandarísku
deildinni. Öll liðin átta sem þar leika
hafa fækkað í leikmannahópum sín-
um niður í um 20-22 leikmenn. Allir
þeir leikmenn, sem leystir hafa ver-
ið undan samningi síðustu daga,
fara í einn pott sem dregið verður úr
í dag en þá fá liðin síðasta tækifærið
til að bæta við leikmönnum. Hverju
liði er heimilt að hafa allt að 24 leik-
menn í sínum röðum.
Undirbúningur fyrir keppnis-
tímabilið er nú á lokastigi, mikil
auglýsingaherferð hefur verið sett
af stað til að kynna deildina og á
miðvikudag verða öll liðin í San
Diego til að taka þátt í kynningu á
deildarkeppninni sem hefst í lok
apríl.
Ásthildur
leyst
undan
samningi
TVÆR breytingar urðu á stjórn
HSÍ á ársþingi sambandins um
helgina. Pálmi Matthíasson og
Knútur Hauksson koma inn í
stjórnina en Goði Sveinsson og
Hallgunnur Skaptason ganga úr
henni.
Þingið gekk vel fyrir sig og
miklar umræður urðu um breytt
leikjafyrirkomulag og fleiri mál.
Rekstur sambandsins er í járnum,
skuldir um 27 milljónir og hafa lít-
ið lækkað á árinu.
Samþykkt var að fella niður
félagsskiptagjald sem þýðir að
leikmaður sem ekki er á samningi
hjá félagi getur skipt í annað félag
án þess að til komi greiðsla fyrir
hann.
Leikmannasamningar verða nú
tvenns konar, A- og B-samningar.
A- samning má gera til allt að
þriggja ára og þá fá leikmenn ein-
hver laun eða aðstoð frá félaginu
en B-samningar eru til eins árs og
þeir leikmenn sem eru á slíkum
samningum fá ekki laun.
Tillaga um jöfnunarsjóð féll á
einu atkvæði en þar var gert ráð
fyrir að félög greiddu 250.000
krónur fyrir hvert lið í meist-
araflokki karla og kvenna og yrði
sjóðurinn notaður til að jafna
ferðakostnað félaga vegna þátt-
töku í deildarkeppninni.
Nokkuð var rætt fyrir þingið
um að landsliðsþjálfari gæti einnig
verið þjálfari félagsliðs. Þetta kom
ekki til tals á þinginu enda ekkert
í lögum HSÍ sem segir að lands-
liðsþjálfari geti ekki þjálfað
félagslið.
Tveir nýir í stjórn