Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 4

Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ vakti geysilega athygli í Englandi, þegar Hermann Hreið- arsson fagnaði marki í leik gegn Bradford á Portman Road sem hann taldi að hann hefði skorað. Hermann hljóp frá markinu að stúkunni þar sem stuðningsmenn Ipswich eru – gerði sér lítið fyrir og kastaði sér inn í áhorf- endastúkuna og hafnaði á áhorf- endum. Hermann slapp við að sjá gula spjaldið hjá dómara leiksins en það getur verið að honum verði refsað fyrir uppátækið því að það er ekki talið eðlilegt að leikmenn fari inn í áhorf- endastúku í miðjum leik. Her- mann bað afsökunar á framkomu sinni eftir leikinn. Margir voru ánægðir með „þátt“ Hermanns. Sjónvarpsmað- urinn Kenny Sansom, fyrrverandi landsliðsbakvörður Englands og Arsenal, sagði að atvikið sýndi best nálægð leikmanna og stuðn- ingsmanna hjá litlu liðunum. „Svona er hætt að sjást hjá stóru liðunum,“ sagði Sansom. Ljósmynd/Alban Donohoe Fögnuður að hætti hússins ... átt það á hættu að falla niður í 1. deild í þriðja sinn með jafnmörgum liðum, en bætir við að sú hugsun hafi aðeins skotist upp í kollinn í skamma stund. „Ég væri nú að segja ósatt ef ég segði að þessi hugsun hefði ekki komið upp í huga minn, að ég gæti nú fallið niður um deild í þriðja sinn, en ég var fljótur að bægja þessari hugsun frá mér og sagði að þetta væri enginn vafi. Ég vildi koma og spila fyrir Ips- wich.“ Hermann segir að sér hafi verið vel tekið hjá liðinu enda hafi honum gengið allt í haginn og hann smollið inn í hópinn. „Áhorfendur tóku vel á móti mér og það var gott að fá þá á sitt band frá fyrsta leik, enda gekk liðinu vel og hefur kom- ið á óvart í deildinni.“ Ipswich hefur haldið sig meðal efstu liða í úrvalsdeildinni og unnið lið eins og Liverpool, Leeds, Ever- ton, Sunderland og Leicester og náð jafntefli við Manchester United og Arsenal, svo dæmi séu tekin. Knattspyrnuliðið Ipswich, semkemur frá samnefndum bæ á austurströnd Englands, hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Eftir mikla velgengni á síðari hluta áttunda áratugarins og í upphafi þess ní- unda, þar sem liðið var oft á meðal efstu liða í Englandi, bikarmeistari og Evrópumeistari, fór að halla undan fæti. Liðið féll niður um deild og þrátt fyrir að það kæmist á meðal þeirra bestu á ný var gleðin skammvinn og fimm ár í næstefstu deild voru hlutskipti liðs- ins. Allt þar til síðasta vor er það komst bakdyramegin, eða í gegnum úrslitakeppni, í úrvalsdeildina. Ips- wich var því landsmönnum lítt kunnugt eða þar til það snaraði út um 530 milljónum króna fyrir ís- lenskan landsliðsmann og varnar- mann, Hermann Hreiðarsson, sem þá lék með Wimbledon. Var um að ræða hæstu upphæð sem félagslið hefur greitt fyrir íslenskan knatt- spyrnumann, en hann gerði fimm ára samning við Ipswich. Spurður hvernig tilfinning það væri að vera orðinn dýrasti knattspyrnumaður Íslands sagði Hermann að kaup- tilboðið sýndi einfaldlega staðfast- an áhuga Ipswich á að fá hann til félagsins og að hann liti á það sem mikið hrós. „Það er gaman að félag skuli vera tilbúið að kaupa mig fyr- ir slíka fjárhæð og í raun besta hrós sem knattspyrnumaður getur fengið.“ Hann sagðist ekki hrædd- ur við að geta staðið við þær vænt- ingar sem gerðar voru til hans því þeir sem stunduðu knattspyrnu að atvinnu þrifust á pressu og vænt- ingum og hann væri einn af þeim. „Auðvitað veit maður af þessari upphæð en peningar setja enga pressu á mig. Ég set fyrst og fremst pressu á sjálfan mig og reyni að standa mig vel í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Her- mann, sem hefur oftast leikið sem bakvörður eða miðvörður, segir að Ipswich hafi haft augastað á honum í einhvern tíma áður en það lét til skarar skríða, að minnsta kosti frá því um vorið er Ipswich fór upp og Wimbledon niður í 1. deild. „Ég fór hins vegar í uppskurð strax eftir mót og náði engum undirbúningi með liðinu mínu og spilaði ekki heilan leik fyrr en í fyrsta leik með liðinu í upphafi móts. Strax um kvöldið lét Ipswich vita af áhuga sínum og upp frá því voru hlutirnir fljótir að gerast,“ segir Hermann. Hann segist hafa sýnt tilboði Ips- wich mikinn áhuga enda úrvals- deildarlið á ferðinni. „Það er ávallt metnaðarefni fyrir leikmenn að spila í efstu deild og ekki spillti fyr- ir að Ipswich er stærra félag en Wimbledon. Það voru hrikaleg von- brigði að falla aftur niður í 1. deild og ég var því spenntur að fá tæki- færi til þess að spila á ný í úrvals- deild.“ Vissi að þetta væri enginn vafi Fyrir mót var Ipswich ekki spáð góðu gengi og flestir álitu að liðið mundi falla strax aftur niður í 1. deild. Hermann hafði leikið með Wimbledon og Crystal Palace sem féllu bæði niður í 1. deild. Að- spurður segist Hermann vitanlega hafa velt því fyrir sér að hann gæti Liðið náði einnig í undanúrslit í deildarbikarkeppninni en féll þar út fyrir Birmingham. Hermann segir að árangur liðsins hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Hver einasti fjölmiðill spáði okkur falls- æti sem var eðlilegt því Ipswich kom upp eftir að hafa unnið úr- slitakeppni 1. deildar og aðeins eitt lið sem hefur farið þá leið upp í úr- valseild hefur haldið sæti sínu síð- ustu árin. Það blés því ekki byrlega fyrir okkur ef marka má fjölmiðla og því er það ennþá skemmtilegra að koma á óvart og sanna fyrir öðr- um að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Það sem hefur fleytt okkur langt á þessu tímabili er að leikmenn eru ekki hræddir við að spila skemmti- lega knattspyrnu. Við höldum bolt- anum mikið og stjórnum leikjum í stað þess að stunda einhverja há- landaknattspyrnu eins og mörg lið gera. Það er engin launung að Ips- wich er meira spilandi lið en til dæmis Wimbledon, en þar réðu langspyrnur upp völlinn ríkjum og það er ekki skemmtilegt að horfa á slíkan leik. Þau lið sem nota þannig tækni eru nær allan tímann í vörn og það gefur augaleið að slík knatt- spyrna býður ekki upp á mikla möguleika. Reyndar spilar Sunder- land hálandabolta og liðinu gengur allt í haginn. Svona knattspyrna getur því gengið upp en einnig get- ur allt farið í vaskinn eins og dæm- in sanna hjá Wimbeldon.“ Talið var að Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Ipswich Town mundu eiga við ramman reip að draga í ensku úrvalsdeild- inni í vetur en þeir hafa blásið á allar hrak- spár og eru meðal efstu liða. Gísli Þorsteinsson tók hús á dýrasta knatt- spyrnumanni Íslendinga á Portman Road-vellinum í Ipswich, en hann segist aldrei hafa leikið betur en einmitt nú. Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson Peningar setja enga pressu á mig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.