Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 B 5
Try
gg
ðu
þé
r á
sk
rif
t s
tra
x
eða í síma 515 6100
www.syn.is
19.-25. mars
Búlgaría - Ísland
HM í knattspyrnu kl. 15:15
lau England - Finnland
HM í knattspyrnu kl. 18:00
lau Oscar de la Hoya
- Arturo Gatti
Hnefaleikar kl. 02:00
sun Miami Heat
- San Antonio Spurs
NBA kl. 17:00
sun Úrslitakeppnin
Epson-deildin kl. 19:45
lau
Engin hetja í liðinu
Hermann segir að George Burl-
ey, knattspyrnustjóri Ipswich
Town, eigi stóran þátt í velgengni
liðsins. Þá eigi David Sheepshanks,
stjórnarformaður liðsins, einnig
þátt í velgengninni en hann hafi
stýrt liðinu af festu á undanförnum
árum.
„Sheepshanks hefur bullandi trú
á því sem Burley gerir og hefur
stutt knattspyrnustjórann í öllu því
sem hann hefur tekið sér fyrir
hendur. Sheepshanks hefur unnið
vel fyrir liðið, stuðlað að stækkun
vallarins, fengið inn nýja fjárfesta
og sýnt aðhald í peningamálum.
Það sama er hægt að segja um
Burley sem hefur fjárfest vel og
keypt góða leikmenn fyrir tiltölu-
lega lágar fjárhæðir og þeir
blómstra síðan undir hans stjórn.
Hann hefur gefið sér góðan tíma til
þess að búa til gott lið, en það hafði
komist í úrslitakeppni 1. deildar
síðastliðin fjögur ár. Ég held því að
liðið sé nú að sýna hvað í því býr.
Ipswich-liðið býr yfir gríðarlega
sterkri liðsheild, það er engin hetja
sem skarar fram úr heldur er þetta
samvinna ellefu leikmanna inni á
vellinum.“ Hermann segir að sam-
vinna leikmanna sé ekki aðeins inni
á vellinum heldur nái hún einnig út
fyrir leikvanginn á Portman Road.
Þeir hittist oft fyrir utan æfingar
og keppni og haldi hópinn. „Þetta
er lítið bæjarfélag og það er mikil
stemmning í kringum félagið, ekki
síst þegar vel gengur en þá skartar
bærinn bláum lit. Það er gríðarlega
mikil samheldni hér meðal leik-
manna, þrátt fyrir að við látum
finna vel fyrir okkur á æfingum, en
þegar út af vellinum er komið eru
allar þrætur gleymdar og við tök-
um upp léttara hjal,“ segir Her-
mann og bendir á að leikmanna-
hópurinn sé skemmtilegur og í
honum margir sterkir karakterar
sem þoli mikla samkeppni.
Vonbrigði ársins að falla
úr deildabikarkeppninni
Eyjamaðurinn hóf atvinnu-
mennsku síðla sumars 1997 er hann
yfirgaf herbúðir ÍBV og skrifaði
undir samning við Crystal Palace
sem þá lék í úrvalsdeild. Hann hef-
ur einnig leikið með Brentford og
Wimbledon og hefur afrekað það
að leika í öllum fjórum deildum
ensku knattspyrnunnar. Ipswich
Town er fjórða félagið sem hann
gengur til liðs við þar í landi.
Spurður hvort hann telji sig mun
betri knattspyrnumann nú en þeg-
ar hann hóf keppni með Crystal
Palace fyrir hartnær fjórum árum
segir Hermann það engan vafa og
líklega hafi hann aldrei leikið betur
en nú. „Það er engin launung að ég
finn mikinn mun á mér sem knatt-
spyrnumanni, ekki síst hefur mér
tekist að bæta einstaka þætti, eins
og knatttæknina,“ segir Hermann
sem hefur í ófá skipti komist í
fremstu víglínu með liði sínu. Hann
er búinn að vera iðinn við mark
andstæðinganna og skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Ipswich Town
gegn Manchester City í úrvals-
deildinni skömmu fyrir áramót og
minnstu munaði að hann gerði
mark í 3:1-sigri gegn Bradford en
þar hafnaði skalli hans í samherja
sem fékk markið skráð á sig. „Það
er frábær tilfinning að skora mörk.
Vitanlega er aðalatriðið að liðið
vinni leikina en ég neita því ekki að
það er ljúft að skora, og ef heppnin
væri með mér væri ég búinn að
skora fleiri mörk fyrir liðið. Meðal
annars hef ég átt skot í slá, stöng
og andstæðingar hafa bjargað á
línu. Ég var sérstaklega svekktur
að skora ekki gegn Birmingham í
undanúrslitum deildarbikarkeppn-
innar en þar munaði hársbreidd að
okkur tækist að komast í úrslita-
leikinn gegn Liverpool. Við höfðum
unnið fyrri leikinn 1:0 á heimavelli
þar sem ég átti meðal annars skalla
í stöng. Í upphafi síðari leiksins,
sem fór fram í Birmingham, fékk
ég boltann hægra megin á vellinum
og náði að komast fram hjá leik-
mönnum Birmingham í gegnum
spil við samherja. Mér tókst að
komast í gegnum varnarmúrinn og
ég var í ákjósanlegu færi inni í
vítateig og ætlaði að renna bolt-
anum í fjærhornið. Ég tók boltann
utanfótar og boltinn fór fram hjá
markverðinum en því miður einnig
rétt fram hjá markinu. Það var
leiðinlegt að komast ekki áfram í
keppninni og allir voru sársvekktir.
Þetta var kjörið tækifæri til þess
að komast í Evrópukeppni og ná í
verðlaunapening og það er ekki á
hverjum degi sem það tækifæri
býðst í ensku knattspyrnunni.
Þetta voru vonbrigði ársins,“ sagði
Hermann en hann og félagar hans
töpuðu 4:1 fyrir Birmingham eftir
framlengingu. Félaginu gekk einn-
ig allt í mót í upphafi árs og það
tapaði fimm leikjum í röð í bik-
arkeppni og deild. Hermann telur
ekki að allur vindur sé úr félaginu
eftir að það var slegið út úr bik-
arkeppninni heldur hafi leikmenn
tekið sig saman í andlitinu og
markmiðið sé að ljúka tímabilinu á
sómasamlegan hátt. Nú þegar hef-
ur liðið unnið tvo leiki í röð. „Við
erum meðal efstu liða í deildinni og
það hefur gengið framar vonum en
til þess að við getum haldið okkur á
toppnum þarf liðið að standa sig á
lokasprettinum. Það er enginn vafi
að liðið ætlar sér eitt af sex efstu
sætum deildarinnar þegar upp er
staðið. Við ætlum við að reyna að
ná sæti í Evrópukeppninni og nú er
kjörið tækifæri fyrir okkur að sýna
hvað býr í okkur.“
Veitingastaðir helsta
áhugamálið
Hermann býr ásamt eiginkonu
sinni, Rögnu Lóu Stefánsdóttur, og
þremur börnum: Stefáni 14 og Elsu
sjö ára, sem eru börn Rögnu Lóu,
og Telmu sem Hermann og Ragna
Lóa eignuðust fyrir 15 mánuðum.
Hermann segir að fjölskyldan hafi
aðlagast enskri menningu vel, ekki
síst í Ipswich sem er lítið bæj-
arfélag og ekki ólíkt því íslenska.
„Það var erfitt fyrir Elsu að aðlag-
ast fyrst í stað eftir að við komum
til Englands, enda talaði hún enga
ensku, en síðan hún náði valdi á
tungumálinu hefur henni gengið
allt í haginn, ekki síst í námi. Stef-
án talaði ensku áður en hann kom
og því átti hann ekki í neinum
vandræðum og líður vel í Englandi.
Við bjuggum í sama þorpinu
skammt frá Lundúnum á meðan ég
lék með hinum félögunum og það
tók oft tíma að koma börnunum í
skólann en við búum nú í útjaðri
Ipswich og þau geta gengið í skól-
ann. Þá tekur það skamman tíma
að fara til Lundúna. Það má því
segja að við séum ánægðari hér ef
eitthvað er.“ Hermann segir að
Ragna Lóa, sem lék áður með ís-
lenska kvennalandsliðinu í knatt-
spyrnu, hafi meðal annars dregið
fram skóna aftur og æft um tíma
með kvennaliði Ipswich.
Spurður um hvað hann hafi fyrir
stafni þegar hann sé ekki við æf-
ingar eða keppni segir Hermann að
hann sýsli við eitt og annað. „Það
er til dæmis snókerstofa hér í bæn-
um og ég kem þar reglulega við. Þá
reyni ég að heimsækja íslensku
leikmennina sem eru hér í Eng-
landi, eins og Ólaf Gottskálksson,
Ívar Ingimarsson, Eið Smára Guð-
johnsen og Bjarnólf Lárusson. Við
reynum að hittast endrum og eins
en það er oft erfitt vegna leikja. Þá
hittir maður Íslendinga af og til,
eins og á þorrablóti Íslendinga-
félagsins fyrir skömmu. Annars er
ávallt gestkvæmt hjá okkur hjón-
um og við erum sífellt að sýna fólki
staðinn. Eitt það helsta sem hægt
er að sýna fólki hér í Ipswich eru
veitingastaðirnir. Við erum búin að
þræða flesta veitingastaðina hér í
bænum og ætli það megi ekki segja
að það sé áhugamál hjá mér númer
eitt. Þá fer ég í golf en geri minna
af því yfir vetrarmánuðina og þeg-
ar kalt er í veðri. Þegar ég fæ frí
frá fótboltanum á sumrin reyni ég
að komast heim í nokkrar vikur og
einnig reynum við í fjölskyldunni
að komast á sólarströnd í eina viku
áður en æfingatímabilið hefst á
ný.“ Hann kveðst einnig leggja
mikla áherslu á að koma heim á
sumrin, eins og hann orðar það, og
hitta fjölskyldu og vini. Spurður
um hvort hann sakni einhvers á Ís-
landi segist hann sakna matarins.
„Ég finn það þegar ég er búinn að
vera lengi út hve íslenski maturinn
er góður og ekki má gleyma ís-
lenska vatninu. Þá sakna ég einnig
útisundlauga sem er alls staðar að
finna heima. Hér eru engar úti-
laugar, að vísu eru hér heitir pottar
en þeir eru allir inni. Það er því
ekki sami sjarminn yfir laugunum
og heima þar sem hægt er að sitja í
pottunum í ískulda eins og maður
gerði oft eftir æfingar með ÍBV,“
segir Hermann sem hefur bætt úr
pottaleysinu og ætlar að láta sækja
sundpottinn sem var í garðinum
hans þar sem hann bjó áður en
hann flutti til Ipswich.
Óverðskulduð gagnrýni á Atla
Senn líður að því að næsta hrina
landsleikja hefjist. Hermann, sem
hefur verið fastamaður í íslenska
landsliðinu undanfarin ár, tók þátt í
fyrstu leikjum íslenska liðsins í
undankeppni heimsmeistaramóts-
ins í haust, en þá tapaði liðið fyrir
Dönum og Tékkum en vann Norð-
ur-Íra. Spurður um hvernig hann
mæti stöðu liðsins að loknum þrem-
ur fyrstu leikjunum sagði hann að
liðið hefði leikið vel í fyrstu æfinga-
leikjunum undir stjórn Atla Eð-
valdssonar en það yrði að viður-
kennast að leikirnir gegn Dönum
og Tékkum hefðu ekki gengið
nægilega vel. „Þetta voru lélegir
leikir af okkar hálfu gegn Dönum
heima og Tékkum ytra.“ Hermann,
sem lék á vinstri vængnum gegn
Tékkum, sagði að Atli hefði lagt
upp með ákveðna herkænsku fyrir
leikinn. „Því miður gekk þessi
áætlun ekki upp og í raun veit ég
ekki hvað gerði útslagið með að
þessir leikir gegn Dönum og Tékk-
um fóru á þennan veg. Það má ekki
gleyma því að við vorum búnir að
ná góðum árangri áður en kom að
þessum leikjum, til dæmis unnum
við Svía. Hvað er langt síðan að við
unnum Svía? Þá vorum við búnir að
vinna Finna og gera jafntefli við
Norðmenn. Síðan koma tveir léleg-
ir leikir en okkur tókst að vinna
Norður-Íra í næsta leik á eftir. Það
hefur oft háð íslenska liðinu að
þurfa að stjórna leikjum en í þess-
um leik leystum við hlutverk okkar
vel af hendi og áttum að vinna
stærri sigur. Það var ekki laust við
smáspennu í manni því sigurmarkið
kom ekki fyrr en undir lokin en
sigur var okkur lífsnauðsynlegur í
keppninni. Þetta var einfaldlega
góður sigur gegn Norður-Írum sem
eiga flesta leikmenn í ensku úrvals-
deildinni og ég hef trú á að íslenska
liðið muni styrkjast eftir því sem á
líður, enda sýndum við hvað í okk-
ur býr í síðustu undankeppni Evr-
ópumótsins. Það er engin ástæða til
annars en svo veit enginn hvað ger-
ist, við erum hins vegar staðráðnir
í að standa okkur. Íslenska liðið
hefur áunnið sér mikla virðingu er-
lendis og ég verð var við það hér í
Englandi. Við erum allavega komn-
ir á kortið.“ Aðspurður segir hann
að sú gagnrýni sem Atli fékk eftir
leikina gegn Tékkum og Dönum sé
óverðskulduð. „Hann var spurður
að því eftir Tékkaleikinn hvort
hann ætlaði að segja af sér. Sú
spurning fannst mér með ólíkind-
um og fjarstæðukennd. Atli verður
að fá tíma til þess að slípa liðið
saman og ekki er laust við að hann
hafi orðið fyrir óvæginni gagnrýni
af hálfu fjölmiðla.“
Þegar tímabilinu lýkur mun Her-
mann eiga fjögur ár eftir af samn-
ingi sínum við Ipswich. Þegar hann
er spurður um hvort hann ætli sér
að ljúka þeim árum sem hann á eft-
ir hjá Ipswich segist hann ekki vita
hvað framtíðin ber í skauti sér.
„Það er erfitt að spá fram í tímann.
Ég gerði fimm ára samning við
Wimbledon og lauk aðeins einu ári
af þeim samningi. Ég vona að ég
nái lengra og komist á toppinn, all-
ir vilja komast eins langt og þeir
geta. Annars væri ég til í að ljúka
samningi mínum hér, svo lengi sem
liðið verður áfram í flokki bestu
liða. Það verður tíminn aftur á móti
að leiða í ljós.“