Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 6
KÖRFUKNATTLEIKUR 6 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég bjóst við þessu í dag en þaðskilur á milli stóru liðanna og þeirra litlu í keppni sem þessari. Hamarsmenn hafa hins vegar gert vel í vetur. Leikur Guð- jóns kom mér ekki á óvart; hann hefur verið góður í síðustu leikjum en hann og allt liðið skiluðu sínu í dag. Vörnin var lykillinn að sigrinum og eins lögðum við upp með að halda Chris Dade niðri. Þessi úrslita- keppni leggst vel í mig en við ætl- um okkur alla leið,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík- ur. Keflvíkingar buðu upp á þriggja stiga skotsýningu í upphafi þriðja leikhluta og gáfu þeir vísbendingu um hvað væri í vændum. Þeir hreinlega yfirspiluðu heimamenn á öllum vígstöðvum, en Hamar tók t.d. ekki eitt einasta sóknarfrákast í fyrsta leikhluta en eftir hann var staðan 28:14. Keflvíkingar héldu allan leikinn áfram að auka muninn en Hamar átti aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Í lok þriðja leikhluta var munurinn orðinn 32 stig og að lokum var 44 stiga munur á lið- unum og voru heimamenn stein- hættir að vera með. Guðjón Skúlason fór fremstur sinna manna og þeir Gunnar Ein- arsson og Calvin Davis áttu góðan leik. Í heild spiluðu Keflvíkingar allir vel og eins var gaman að sjá til Hjartar Harðarsonar en hann kem- ur mjög sterkur inn eftir mjög erf- ið meiðsl í vetur. Í liði Hamars var Svavar Pálsson einna bestur. Chris Dade náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum enda vel gætt af Keflvíkingum. Hamarsmenn eiga þó hrós skilið fyrir tímabilið, þrátt fyrir endasleppa úrslitakeppni. „Betra liðið vann, maður vill gleyma þessum leik sem fyrst en muna eftir tímabilinu og því já- kvæða sem gerðist í vetur. Her- bragðið hjá þeim virtist vera að vinna með sem stærstum mun í Keflavík þannig að við myndum mæta niðurbrotnir í seinni leikinn. Þetta fer að vera í síðasta sinn sem við getum borið við reynsluleysi,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik- inn. KEFLVÍKINGAR sýndu allar sínar bestu hliðar á sunnudagskvöldið þegar þeir tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitum Epson-deild- arinnar. Keflvíkingar voru ekki í vandræðum með Hamarsmenn í Hveragerði en Keflavík vann stórsigur, 62:106. Þá átti Guðjón Skúlason stórleik, gerði 36 stig, þar af tíu þriggja stiga körfur, og var hrein unun að sjá til hans í upphafi leiks. Helgi Valberg skrifar Morgunblaðið/Hilmar Bragi Calvin Davis átti góðan leik með Keflvíkingum. Hér sækir hann að körfu Hamarsmanna. Skildi á milli þeirra stóru og litlu Baráttan öðru fremur skóp sig-ur heimamanna. Hlynur Bær- ingsson, sem meiddist á ökkla í upphafi síðasta leiks í Njarðvík, byrjaði vel og skor- aði 10 stig í fyrsta leikhluta sem end- aði 31:22 fyrir heimamenn. Sóknir heimamanna gengu vel og hittnin var með ágætum. Alexander Erm- olinski, þjálfari Skallagrímsmanna, sem oft hefur verið kjölfestan í leik liðsins, lenti í villuvandræðum með þrjár villur strax eftir 5 mín- útna leik. Sigmar Egilsson, besti leikmaður Skallagríms, sem hafði verið mjög hreyfanlegur bæði í sókn og vörn fékk var kominn með fjórar villur fyrir leikhlé. Þetta raskaði aðeins varnar- leiknum og Njarðvíkingar gengu á lagið og jöfnuðu í þriðja leikhluta 65:65. Þar fóru fremstir Brenton Birmingham, Logi Gunnars og Halldór Karlsson. Allir léku Njarðvíkingar mjög fast og náðu mun fleiri fráköstum en heima- menn. Hafþór Gunnarsson átti góðan leik hjá Skallagrími, sérstaklega í þriðja leikhluta, og sýndi mikla áræðni þegar hann keyrði beint að körfunni á móti sér miklu stærri mönnum eins og Friðriki Stefáns- syni sem réð oftast ríkjum í teign- um. Spennan var mikil þegar síðasti leikhluti hófst og jafnframt mikill hiti í leikmönnum enda hafði verið leikið fast. Skallagrímsmenn byrj- uðu betur með tveimur þriggja stiga körfum frá Sigmari. Borg- nesingar komust í 78:71 en þó sýndi Brenton Birmingham klærn- ar og virtist næstum geta skorað þegar honum sýndist og lagaði stöðuna í 80:78. Gamli refurinn Birgir Mikaelsson gekk fram og náði að halda Brenton aðeins í skefjum og vel fór á því að Warren Peebles skoraði síðustu þrjú stig heimamanna sem dugðu til sigurs 85:82. Oddaleikur í Njarðvík BORGNESINGAR sigruðu deild- armeistarana frá Njarðvík 85:82 fyrir troðfullu húsi í æsispenn- andi leik á sunnudagskvöldið. Borgnesingar ætluðu greinilega ekki að láta slakan fyrsta leik í úrslitunum slá sig út af laginu, barátta þeirra var til fyr- irmyndar og með sigrinum tryggðu þeir sér oddaleik, sem fer fram í kvöld í Njarðvík. Guðrún Vala Elísdóttir skrifar Það er kannski lýsandi fyrir leik-inn á sunnudagskvöld að það tók Tindastólsmenn 4 mínútur að skora sín fyrstu stig. Það má reynd- ar segja að gestirnir hafi aldrei náð neinu sambandi við leik- inn, hvorki í vörn né sókn. Heima- menn voru reyndar ekki búnir að finna fjölina sína heldur þannig að leikurinn var í jafnvægi í fyrsta leik- hluta sem lauk með því að heima- menn höfðu skorað 17 stig en gest- irnir 15. Í öðrum leikhluta gerðu heimamenn í raun út um leikinn og jörðuðu gestina á öllum sviðum. Það er ekki oft sem jafn lágvaxið lið og Grindvíkingar hefur betur í fráköst- um en það gerðu þeir í þessum leik og voru gríðarlega grimmir í vörn- inni. Það var enda að duga eða drep- ast og einbeiting heimamanna var lengstum góð en gestirnir virkuðu utangátta. Gestirnir töpuðu 23 bolt- um á meðan heimamenn töpuðu 11. Heimamenn náðu mest 18 stiga for- ustu í leikhlutanum, 39:21. Hálfleik- stölur hljóðuðu upp á örugga for- ustu heimamanna sem settu 43 stig á meðan gestirnir gerðu 29 stig. Í þriðja leikhluta héldu heimamenn áfram að spila góða vörn en Tinda- stólsmenn gáfust ekki upp og virt- ust til alls líklegir. Oft er talað um 10 stiga múrinn, þ.e. að koma for- skoti andstæðinganna niður fyrir 10 stig, og það tókst gestunum í stöð- unni 50:41 og þrjár mínútur eftir af leikhlutanum. Þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra og skoruðu 10 stig í röð þannig að í lok þriðja leik- hluta var staðan 60:41. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðasta leikhlutanum og forskot þeirra jókst jafnt og þétt. Eftir 4 mínútna leik var munurinn orðinn 30 stig og gestirnir hættir. Ef ekki hefði kom- ið til góð rispa hjá Ómari Sigmars- syni er ljóst að munurinn hefði orðið enn meiri en hann skoraði 4 þriggja stiga körfur í þessum leikhluta sem voru öll hans stig og hann varð fyrir bragðið stigahæstur. Með þessari rispu fær hann líka titilinn skásti leikmaður Tindastóls en aðrir fá lægri einkunn. Hjá heimamönnum var liðsheildin best og er langt síðan liðsmenn Grindavíkurliðsins hafa spilað jafn vel hver fyrir annan í vörn og sókn. „Við komum til að vinna, stiga- munur skiptir engu máli, staðan er 1:1. Við vorum að spila okkar slak- asta leik og Grindavík komst upp með að spila harða vörn. Þeir fóru eins langt og þeir komust í því,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls. Einar Einarsson, þjálfari Grinda- víkurliðsins, var léttari á brún en kollegi hans. „Við spiluðum mjög vel enda ekki hægt að falla út á heima- velli. Það kom einfaldlega ekki til greina. Við vorum ekki sáttir við leik okkar á Króknum. Valur (Ingi- mundarson) var ósáttur við dóm- gæsluna í kvöld en við á Króknum. Það verður hörkuleikur á Króknum, vonandi jafn og spennandi.“ Stórsigur sprækra Grindvíkinga Grindvíkingar tóku leikmenn Tindastóls í kennslustund á sunnu- dagskvöld. Yfirburðir heimamanna voru algjörir og Stólarnir áttu án efa sinn slakasta leik í vetur en heimamenn sennilega sinn besta. Leiknum lauk með stórsigri heimamanna sem skoruðu 85 stig á meðan gestirnir skoruðu 58 eftir að heimamenn höfðu verið yfir í hálfleik 43:29. Liðin eru þar með jöfn, 1:1, og mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitunum á Sauðárkróki í kvöld. Garðar Vignisson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.