Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 B 7
17. 03. 2001
8
3 6 4 7 8
9 17 19 20
23Tvöfaldur1. vinningur
í næstu viku
Einn
vinningar
för til
Finlands og
3 til Noregs
14. 03. 2001
11 16 24
31 32 44
1 35
Leikurinn var jafn og spennandiallan tímann en KR-ingar
gerðu út um leikinn af vítalínunni í
framlengingunni.
15 sekúndum fyrir
leikslok skoraði
gamli Haukamað-
urinn Jónatan Bow
úr tveimur vítaskotum og kom sín-
um mönnum þremur stigum yfir.
Haukar áttu möguleika á að jafna
metin en þeir misstu knöttinn
skömmu fyrir leikslok og í kjölfar-
ið brutu þeir á Jóni Arnóri Stef-
ánssyni. Honum urðu ekki á nein
mistök og Jón Arnór tryggði
meisturunum sigurinn með því að
skora úr báðum vítaskotunum. Það
var mikill darraðardans stiginn á
lokamínútum venjulegs leiktíma
þar sem liðin skiptust á að hafa
forystuna eins og raunar allan
leiktímann. Jón Arnar Ingvarsson
misnotaði gott færi fyrir Hauka 38
sekúndum fyrir leikslok og KR-
ingar lögðu upp í sókn. Henni lauk
með skoti Ingvaldar Magna Haf-
steinssonar sem geigaði og Hauk-
arnir höfðu 14 sekúndur til að
knýja fram sigur og oddaleik.
Heimamenn fóru hins vegar illa að
ráði sínu. Jón Arnar datt með
knöttinn en náði honum aftur og
bæði hann og Lýður Vignisson
tóku erfið skot sem bæði geiguðu
og því þurfti að grípa til framleng-
ingar sem KR-ingar voru sterkari
í.
,,Ég er auðvitað mjög ánægður
að hafa klárað þetta einvígi í
tveimur leikjum en ég er ekki
jafnánægður með spilamennsku
okkar í þessum leik. Við vissum að
Haukarnir kæmu mjög grimmir til
leiks. Þeir voru fastir fyrir og ein-
hvern veginn svöruðum við þeim
ekki í sömu mynt. Það var mikið
um mistök undir lok venjulegs
leiktíma en sigurinn hefði hæglega
getað fallið Haukunum í skaut.
Það er hins vegar gott sjálfstraust
í okkar liði og það vó þungt í fram-
lengingunni. Það er mikill hugur í
mönnum að fara alla leið eins og í
fyrra en þá verðum við að spila
betur,“ sagði Arnar Kárason, leik-
stjórnandi KR, við Morgunblaðið
eftir leikinn.
Jón Arnór Stefánsson var best-
ur í annars jöfnu liði KR. Jónatan
Bow átti góða kafla sem og Ólafur
J. Ormsson meðan hans naut við
en hann fór meiddur af velli í byrj-
un þriðja leikhluta. Arnar Kárason
lék vel í fyrri hálfleik og Keith
Vassell var óhemjuöflugur undir
körfunni, en hann tók alls 23 frá-
köst í leiknum.
Mike Bargen og Guðmundur
Bragason voru langatkvæðamestir
í liði Hauka. Guðmundur var mjög
sterkur í fyrri hálfleiknum og
skoraði þá 15 stig en nokkuð dró
af honum í þeim síðari. Bargen var
að gera góða hluti þar til undir lok
venjulegs leiktíma þegar hann tók
tvö vond skot með skömmu milli-
bili. Það var slæmt fyrir Haukana
að Jón Arnar fékk sína þriðju villu
strax í fyrsta leikhlutanum og
hann kom því lítið við sögu fyrr en
í síðari hálfleiknum. Marel Guð-
laugsson og Bragi Magnússon,
tveir af reyndari leikmönnum
Hauka, náðu sér engan veginn á
strik og við því máttu Haukarnir
ekki í þessum leik enda breiddin
mun meiri hjá KR-liðinu. Hauk-
arnir ætluðu sér stóra hluti í vetur
og því hljóta það að vera vonbrigði
að tímabilinu á þeim bænum sé nú
lokið.
,,Auðvitað eru þetta vonbrigði.
Við ætluðum lengra en þetta, en
því miður var margt sem spilaði á
móti okkur á tímabilinu. Jón Arn-
ar hefur til að mynda ekki getað
beitt sér sem skyldi vegna meiðsla
og þá misstum við Ingvar Guð-
jónsson í meiðsli í nokkrar vikur.
Það jákvæða við þetta tímabil er
að margir ungir strákar öðluðust
reynslu og ég myndi ætla að fram-
tíðin hjá Haukum sé mjög björt.
Ég get ekki látið það ógert að
nefna dómgæsluna í þessum leik.
Þar hallaði verulega á okkur. Þeir
dæmdu trekk í trekk villur á okk-
ur en slepptu þeim á KR-inga og
það gerði útslagið. KR-ingarnir
unnu þennan leik á vítalínunni
með hjálp dómaranna. Mér fannst
mínir menn leggja sig vel fram og
með eðlilegri dómgæslu hefði sig-
urinn lent okkar megin,“ sagði Ív-
ar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, við
Morgunblaðið.
Haukar
úr leik
HAUKAR eru úr leik í baráttunni
um Íslandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik eftir tap á heima-
velli fyrir KR, 82:87, í fram-
lengdum leik. KR-ingar unnu
báðar viðureignir liðanna og
halda ótrauðir áfram baráttunni
um titilinn en Haukarnir eru
komnir í sumarfrí, mikið fyrr en
þeir höfðu ætlað sér.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Heimamenn mættu munákveðnari til leiks og höfðu
tíu stiga forystu eftir fyrsta leik-
hluta. Þar munaði
mest um framlag
Stefaníu Ásmunds-
dóttur sem spilaði
sérstaklega vel í
fyrri hálfleiknum. Gestirnir bitu þó
öllu hressilegar frá sér fyrir hlé og
staðan í hálfleik var 40:38, KFÍ í
hag.
Leiðir skildi í þriðja leikhluta en
þá hvarf allt flæði úr sóknarleik
Ísfirðinga, þökk sé að mestu öfl-
ugum varnarleik gestanna sem
höfðu örugga forystu allt fram í
miðjan síðasta leikhluta. Þá kom
kippur í leik Ísfirðinga sem minnk-
uðu muninn í þrjú stig þegar um
mínúta var eftir en Keflvíkingar
innbyrtu sigurinn á reynslunni
sem hefur fleytt þeim langt í þeirri
rimmu er þessi tvö lið hafa háð að
undanförnu.
Stefanía var best Ísfirðinga í
leiknum en auk hennar voru þær
Jessica Gaspar, Tinna Björk Sig-
mundsdóttir og Anna Soffía Sig-
urlaugsdóttir atkvæðamiklar. Lið-
ið sýndi hetjulega baráttu í lokin,
á sama tíma og Karl Jónsson þjálf-
ari drap tímann á hliðarlínunni
með því að elta dómara leiksins og
upplýsa þá nánar um þeirra hlut-
verk á vellinum.
Reynslan geislaði af Brooke
Schwartz frá fyrstu mínútu en hún
átti frábæran leik og var potturinn
og pannan í sigri gestanna. Einnig
er vert að minnast á góða frammi-
stöðu þeirra Kristínar Blöndal og
Sigríðar Guðjónsdóttur sem báðar
stóðu sig með mikilli prýði.
Keflavík í úrslit
KEFLAVÍK tryggði sér sæti í úr-
slitum 1. deildar kvenna í körfu-
knattleik á sunnudagskvöldið
með tíu stiga sigri á KFÍ fyrir
vestan, 69:79. Þetta var þriðji
sigur gestanna á Ísfirðingum á
stuttum tíma, og líkt og í þeim
tveimur fyrri þurftu Keflavík-
urstúlkur að hafa fyrir þessum.
Halldór
Bjarkason
skrifar
Skagamenn eru með örugga for-ystu í A-riðlinum en þar eru FH-
ingar einnig taplausir og þeir burst-
uðu Tindastól, 7:1, í Laugardalnum á
sunnudaginn. Atli Viðar Björnsson
skoraði tvö marka Hafnarfjarðarliðs-
ins.
Fram vann góðan sigur á Fylki,
2:1, í Laugardalnum á sunnudags-
kvöldið. Andri Fannar Ottósson skor-
aði fyrst fyrir Fram og síðan gerði
Þórhallur Dan Jóhannsson Fylkis-
maður sjálfsmark en Sverrir Sverr-
isson lagaði stöðuna með marki fyrir
Fylki.
Breiðablik er eina ósigraða liðið í
B-riðli eftir 2:1 sigur á ÍBV í Reykja-
neshöll á laugardaginn. Eyjamenn
voru sterkari framan af og Unnar
Hólm Ólafsson kom þeim yfir en Sæv-
ar Pétursson og Arngrímur Arnarson
svöruðu fyrir Blika með mörkum sitt
hvorum megin við hlé. Sigurður Grét-
arsson, þjálfari Breiðabliks, var rek-
inn af varamannabekknum um miðj-
an fyrri hálfleik fyrir mótmæli.
Leiftur kom á óvart með því að
sigra Valsmenn sannfærandi, 3:1, og
Valur er þar með á botni B-riðilsins,
án sigurs. Valsmenn misstu Hjörvar
Hafliðason markvörð meiddan af velli
20 mínútum fyrir leikslok en hann
hafði leyst Þórð Þórðarson af hólmi í
leikhléi. Útispilarinn Betim Haxhij-
adini varði mark Vals það sem eftir
var leiks og hélt hreinu.
KA-menn eru mjög frískir þessa
dagana og þeir unnu stórsigur á ÍR-
ingum, 4:0, í slag 1. deildarliðanna.
Í neðri deildinni hefur 1. deildarlið
KS farið illa af stað og töpuðu Sigl-
firðingar illa gegn 3. deildarliðum um
helgina, 0:4 gegn Fjölni og 1:5 gegn
HK.
Skagamenn enn
á sigurbraut
SKAGAMENN eru einir með fullt
hús stiga í efri deild deildabik-
arsins í knattspyrnu eftir sigur á
Víkingi, 2:1, á gervigrasinu í
Laugardal á sunnudagskvöldið.
Sigur þeirra hékk þó á bláþræði
því Grétar Rafn Steinsson skor-
aði sigurmark ÍA mínútu fyrir
leikslok en fjórum mínútum áð-
ur hafði Ólafur Pétursson,
markvörður Víkings, varið víta-
spyrnu frá Haraldi Hinrikssyni,
sem gerði fyrra mark ÍA.
■ Úrslit, stöður og marka-
skorarar /B15
Með sigrinum varð Schumacherfyrsti ökuþórinn í tæpa hálfa
öld til að vinna sex Formúlu-1 mót í
röð en fara verður
aftur til áranna 1952
og 1953 til að finna
ökuþór sem gert hef-
ur betur. Þá vann
annar Ferrariþór, Ítalinn Alberto
Ascari, níu mót í röð. Enginn hefur þó
haft forystu í Formúlu-1 mótum jafn-
lengi og Schumacher en hann hefur
verið í fyrsta sæti í kappakstri í 78
mótum af 145, samtals í 2.676 hringi
og 12.410 kílómetra.
Eftir aðeins tvo hringi var sem
hellt væri úr fötu svo bílarnir skaut-
uðu á brautinni og höfnuðu sumir ut-
an vegar og féllu úr leik. Schumacher
hélt forystu eftir ræsinguna en hélt
sig vera fallinn úr leik er hann missti
bílinn útaf brautinni í bleytunni. Bar-
richello fór útaf á sama stað en slapp
sömuleiðis við að skella á vegg eða
festast í möl. Varð það báðum til
happs að bílarnir löskuðust ekki.
Er ökuþórarnir streymdu inn í bíl-
skúra til að skipta yfir á regndekk tók
Schumacher áhættu sem hann átti
eftir að græða á; valdi millidekk í stað
fullra regndekkja. Er brautin tók að
þorna kom það val sér vel því hann
gat fyrir vikið ekið mun hraðar á
þurru köflum brautarinnar og vann
sig með undraverðum og skjótum
hætti upp úr 11. sætinu í það fyrsta.
Eftir það leit hann ekki um öxl og
gat leyft sér að spara bílinn á loka-
hringjunum sakir þess yfirburða for-
skots sem hann hafði náð er þriðj-
ungur hringjanna var eftir. Um tíma
ók hann hvern hring fimm sekúndum
hraðar en McLaren-mennirnir. Schu-
macher segir að engu hefði breytt um
úrslitin þótt öryggisbíllinn hefði verið
skemmdur í brautinni, en hann ók á
undan ökuþórunum í eina 8 hringi.
Forsvarsmenn McLaren sögðust
ekki hafa búist við að bíllinn yrði
sendur út og því sett full regndekk
undir bíla Coulthards og Häkkinens
og segja að bíllinn hafi aukinheldur
verið óþarflega lengi í brautinni, sem
Schumacher tók reyndar undir með.
Ron Dennis, aðalstjórnandi McLa-
ren, varar við því að afskrifa lið sitt,
það sé þrátt fyrir allt með fleiri stig
en á sama tíma í fyrra, en McLaren
hlaut ekkert stig úr fyrstu tveimur
mótum ársins 2000. Coulthard heitir
sömuleiðis betrumbót og segir betri
tíð í vændum fyrir lið sitt. „Við vitum
að við höfum ekki náð nándar nærri
öllu út úr bílnum sem í honum býr.
Við þurfum að ná betra jafnvægi í
hann áður. Það sem menn eru að upp-
lifa er mjög góður Ferraribíll gegn
ótálguðum silfurörvum,“ sagði Skot-
inn eftir keppnina.
Barrichello lenti í útistöðum við
Schumacher-bræðurna eftir keppni.
Sakaði Ferrari-félaga sinn um að
hafa klekkt á sér með ósæmilegum
framúrakstri er þeir reyndu að kom-
ast upp strolluna eftir að öryggisbíll-
inn fór úr brautinni. Sætti síðan
gagnrýni Ralfs Schumacher hjá
Williams fyrir samstuð í fyrstu
beygju. Yngri Schumacherinn sagði
Brasilíumanninn ekki hafa farið að
reglum eða gildandi siðum er hann
gaf sér ekki eftir beygjuna eftir að
Williamsbíllinn var kominn framúr
við beygjubyrjun. Svaraði Barri-
chello fyrir sig og sagði Ralf Schu-
macher hafa bremsað fullseint og
beygt svo af meiri dirfsku en góðu
hófi gegndi.
Heinz-Harald Frentzen hjá Jord-
an átti sitt besta mót í rúmt ár og háði
harða hildi um sæti í Sepang við Mika
Häkkinen, Ralf Schumacher og Jos
Verstappen og hafði betur; varð á
endanum fjórði. Mótið var sögulegt
fyrir Michelin-dekkjafyrirtækið því
með fimmta sætinu vann Ralf Schu-
macher fyrstu formúlustigin fyrir
það.
Schumacher hefur 10 stiga forskot
á Coulthard og Barrichello í stiga-
keppni ökuþóra að loknum tveimur
mótum af 17, með 20 stig gegn 10 hjá
hvorum þeirra. Fjórði er Heinz-Har-
ald Frentzen með 5 stig. Mika Häkk-
inen vann sín fyrstu stig á árinu og er
í 7.–8. sæti í stigakeppninni ásamt
landa sínum unga, Kimi Räikkönen. Í
stigakeppni bílsmiða hefur Ferrari
30 stig, McLaren 11, Jordan 5, Sabu-
er 4 og Williams 2.
Schumacher sigldi
til öruggs sigurs
MICHAEL Schumacher sigldi til
öruggs sigurs í tíðindasömum
Malasíukappakstrinum þar sem
skýfall í upphafi keppni setti
talsvert strik í reikninginn og
bauð upp á tilþrif. Má segja að
hann hafi á endanum skilið
keppendurna eftir í kjölsoginu
og haft mótið í hendi sér því
hann kom 23 sekúndum á und-
an Ferrarifélaga sínum Rubens
Barrichello á mark. David Coult-
hard hélt merki McLaren á lofti
af veikum mætti en segja má að
silfurörvarnar séu heillum
horfnar og standi sem stendur
skarlatsfákum Ferrari nokkuð
að baki.
Reuters
Þeir fögnuðu sigri í Malasíu; Barrichello og Schumacher.
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar