Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 8
Það sem stóð upp úr á mótinu másegja að hafi verið 400 m. fjór- sund Arnar Arnarsonar sem bætti eigið met um tæpar 12 sekúndur. Þetta frábæra sund kom Erni í 5. sæti á heimsafrekalistan- um og var stemmningin í sundhöll Vestmannaeyja engu lík þegar Örn lauk sundinu. Þá setti Örn Íslands- met í 50 m. flugsundi, 50 m. skrið- sundi, 100 m. fjórsundi og boðsund- sgreinunum 4x200 m. skriðsundi og 4x100 m. skriðsundi. Örn syndir sem fyrr fyrir SH. Lára Hrund setti þrjú met Lára Hrund Bjargardóttir, SH, stóð sig vel og setti hún þrjú Íslands- met. Lára Hrund setti met í 200 m. fjórsundi, 4x200m. skriðsundi og 200 m. skriðsundi. Þá tryggði Lára Hrund sér keppnisrétt á heims- meistaramótinu í Japan sem fram fer í júlí. Jakob Jóhann Sveinsson Ægi, einn okkar allra besti sundmaður, sló eigið Íslandsmet í 100 m. bringu- sundi frá í nóvember og synti á tím- anum 1.02,52. Jakob, ásamt Erni og Láru Hrund, verða því þátttakendur fyrir Íslands hönd á HM í Japan. Kolbrún Ýr með glæsilegt met Sundkonan Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir frá Akranesi setti glæsilegt Ís- landsmet í 50 m. baksundi og bætti eigið Íslandsmet frá í desember 1998. Kolbrún Ýr synti á tímanum 29,45 sek og var óheppin að tryggja sér ekki keppnisrétt á HM í sumar þar sem munaði aðeins 6/100 úr sek. að hún næði lágmarki. Boðsundsveitir SH voru í sviðs- ljósinu á IMÍ í Eyjum. Sveitirnar settu 3 Íslandsmet, kvennasveitin í 4x200 m skriðsundi og karlasveitin í 4x200 m skriðsundi og 4x100 m. skriðsundi. Þeir sem skipa boðsundsveitir SH eru ásamt Erni Arnarsyni og Láru Hrund Bjargardóttur þau Berglind Ósk Bárðardóttir, Sunna Björg Helgardóttir, Anja Ríkey Jakobs- dóttir og þeir Ómar S. Friðriksson, Ásgeir Ásgeirsson og Guðmundur Hafþórsson. Örn og met- in í Eyjum INNANHÚSSMEISTARAMÓT Íslands í sundi sem fram fór í Eyjum um helgina verður líklega í minnum haft í framtíðinni. Á mótinu féllu hvorki fleiri né færri en 13 Íslandsmet og kom Sundfélag Hafn- arfjarðar að tíu þeirra með þau Örn Arnarson og Láru Hrund Bjarg- ardóttur fremst í flokki. Þetta er í 11. sinn sem mótið er haldið og skráðu 119 keppendur sig til sunds á mótið frá 13 félögum víðs vegar að á landinu. Boðsundsveit SH fór mikinn á IMÍ um helgina og setti tv landsmet, hún er skipuð Erni Arnarsyni, Ásgeiri Ásgeirs Ómari Snævari Friðrikssyni og Guðmundi S. Hafþórssy Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið met í 100 m bringusundi. Skapti Örn Ólafsson skrifar SUND 8 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir keppti á IMÍ í Eyjum um helgina. Kolbrún Ýr, sem keppir fyrir hönd ÍA eins og ævinlega og náði sér vel á stri í mótinu, setti m.a. eitt Íslands met ásamt því að fá verðlaun fyrir besta afrek mótsins í kvennaflokki. „Ég er mjög sát við mitt gengi eftir helgina og það er langt síðan mér hefur gengið svona vel. Ég vildi sýn hvað í mér býr á IMÍ og það gekk heldur betur eftir. Það sem er núna fram undan hjá mér eru Smáþjóðaleikarnir í júní en ég ætlaði mér að kom- ast á HM en þar munaði 6/100 úr sekúndu að ég kæmist þangað. En engu að síður er é virkilega ánægð með mitt efti mótið.“ En náðust öll makmið sem Kolbrún Ýr setti sér fyrir helgina. „Ég ætlaði mér að synda á betri tíma í 200 m. baksundi en það gekk ekki eft ir. Ég byrjaði of hratt og var frekar stressuð í sundinu, þannig að maður er enn þá að læra í sundinu,“ sagði þessi geðþekka unga stúlka í samta við Morgunblaðið. Er enn að læra 1. Örn Arnarson, SH, 50 m flugsund 24,54. Eldra metið setti Örn á IMÍ 1999 í Vestmannaeyjum, 24,87. 2. Lára Hrund Bjargardóttir, SH, 200 m fjórsund 2:17,31. Eldra met- ið átti hún sjálf og var það einnig sett á IMÍ í Eyjum 1999, það var 2.18,81. 3. Örn Arnarson, 50 m skriðsund 22,83. Fyrra metið var sett í des- ember 1999 á EM í Lissabon, það var 22,96. 4. Karlasveit SH í 4x200 m skrið- sundi 7.35,34. SH átti eldra metið 7.41,28, sett á IMÍ í Eyjum fyrir 2 árum. 5. Örn Arnarson synti fyrsta sprett- inn í 4x200m skriðsundi og bætti eigið met frá EM 1999 í Lissabon, hann synti á 1.46,72, eldra metið var 1:47,17. 6. Kvennaboðsundssveit SH í 4x200 m skriðsundi, 8:44.93. Gamla metið þeirra, sem var 8:45.32, sett árið 2000, í mars. Sveitina skipuðu þær Berglind Ósk Bárðardóttir, Sunna Björg Helgardóttir, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Lára Hrund Bjargardóttir. 7. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir 50 m baksund, 29,45. Eldra metið átti hún sjálf frá í desember 1998, það var 30 sekúndur sléttar. 8. Örn Arnarson, 400m fjórsund, 4:11.78. Vitað var að Örn stefndi á að bæta eigið Íslandsmet sem fyrir sundið var 4:23.69. Hann gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið um tæpar 12 sekúndur og er nú í 5. sæti á heimsafrekalistanum í 25 m laug. 9. Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, bætti eigið met í 100 m bringu- sundi, synti á 1.02,52. Gamla metið var 1.03,15 og var sett 25. nóv- ember sl. 10. Lára Hrund Bjargardóttir, 200 m skriðsund, 2:02.61. Átti sjálf eldra metið, 2:02.87 . 11. Örn Arnarson 100 m fjórsund, 56,05. Þetta var fimmta Íslands- met Arnar og sett í undanrásum. Eldra metið setti hann sjálfur í apríl í fyrra og var það 56,35. 12. Lára Hrund Bjargardóttirsetti sitt þriðja Íslandsmet með því að synda 200 m flugsund á 2.20,84. Bætti hún rúmlega fimm ára gam- alt met Eydísar Konráðsdóttur, Keflavík. Það var 2.21,04. 13. Karlasveit SH í 4x100 m skrið- sundi, 3:26,26. Sveitin átti sjálf eldra metið sem sett var í nóv- ember 2000, 3.29,83. Íslands- metin sem sett voru í Eyjum MAÐUR IMÍ Eyjum er án efa Örn Arnarson sem sýndi það og sannaði enn einu sinni að hann er í fremstu röð í heiminum. Örn gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í 400 m. fjór- sundi um heilar 12 sekúndur sem gerist ekki á hverjum degi. Alls setti Örn sex Íslandsmet á mótinu, sem voru hvert öðru glæsilegra. Þá var Örn valinn besti sundmaður IMÍ á lokahófi sem haldið var á sunnudagskvöld. „Ég er bara mjög sáttur eftir helgina enda má maður ekki vera neitt annað. Þetta var frábært mót og Íslands- metin létu ekki á sér standa hér í Eyjum. Það sýnir sig að hér er mesta stemmningin og mótið ætti að vera hér oftar.“ Örn, sem ætlaði sér að gera atlögu að Evrópumeti Króatans Gordan Krozjuk í 100 m. baksundi á IMÍ, ákvað að hætta við það. Morgunblaðinu lá forvitni á að vita hvers vegna. „Ég ákvað að einbeita mér að 400 metra fjórsundinu frekar og það gekk bara rosalega vel. Ég verð bara að gera atlögu að metinu síðar.“ Aðspurður um nám í Bandaríkj- unum sagði Örn að það ætti eftir að koma í ljós á næstu mánuðum hvert hann stefndi. Hann sagðist vera að skoða þessi mál í þaula og ætl- aði að gefa sér góðan tíma í það. Get ekki ann- að en verið ánægður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.